Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isEyjólfur Sverrisson vill ekki
fara til Danmerkur / C1
KR-stúlkur knúðu fram
oddaleik gegn Stúdínum / C2
4 SÍÐUR12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Á FIMMTUDÖGUM
FIMM pör tvíbura eru um þessar
mundir á leikskólanum Eyrarskjóli
á Ísafirði. Tvíburarnir spanna flesta
aldurshópa leikskólans og er yngsta
parið aðeins eins og hálfs árs en það
elsta hverfur senn úr skólanum.
Sigurlína Jónasdóttir leik-
skólastjóri segir það aldrei hafa
komið fyrir áður að svo margir tví-
burar hafi verið í leikskólanum sam-
tímis og hugsanlegt að hér sé um
einsdæmi að ræða hérlendis. Hún
segir krakkana mjög fjöruga og
ekki hafi orðið teljandi vandræði að
þekkja þá í sundur þótt líkir séu. Að
hennar sögn er vorfiðringur kominn
í krakkana og hlakka þeir mikið til
sumarsins, sérstaklega til ferðar
sem farin verður í sveitina í vor.
Tvíburarnir á Eyrarskjóli voru
eldsprækir í gærmorgun þegar ljós-
myndara bar að garði. Í aftari röð
frá vinstri eru fyrst Sigurður Aron
og Sara Rut, fædd 1996, foreldrar
eru Þórhildur Sigurðardóttir og
Snorri Jónsson. Þá koma Margeir og
Þorbergur, fæddir 1997, foreldrar
þeirra Ingibjörg Einarsdóttir og
Haraldur Júlíusson. Í fremri röð f.v.
eru Þórir og Eggert, fæddir 1998,
foreldrar eru Dagrún Dagbjarts-
dóttir og Halldór Jónsson. Þá koma
Jóhanna Ósk og Ína Guðrún, fæddar
árið 2000. Foreldrar eru Ingibjörg
Guðmundsdóttir og Gísli Úlfarsson.
Loks eru það Patrekur Darri og
Þorsteinn Ýmir, fæddir 1998, for-
oreldrar eru Jenný Elfa Árnadóttir
og Hermann Þorsteinsson.
Fimm tvíburapör á
leikskóla á Ísafirði
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafirði. Morgunblaðið.
ÍSLENSK stjórnvöld skora á Ísrael
að draga herlið sitt án tafar á brott
frá sjálfstjórnarsvæðum Palestínu-
manna í samræmi við síðustu álykt-
anir öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna, í harðorðri orðsendingu sem
utanríkisráðuneytið sendi ísr-
aelskum stjórnvöldum í gær. Í yf-
irlýsingunni er lýst þungum áhyggj-
um yfir því sívaxandi og óhugnan-
lega ofbeldi sem Ísraelsher beitir
gagnvart Palestínumönnum á her-
numdu svæðunum. Í orðsending-
unni segir að áframhaldandi ofbeldi
sé algerlega óviðunandi, þar með
taldar sjálfsmorðsárásir Palestínu-
manna. Í orðsendingunni leggja ís-
lensk stjórnvöld áherslu á að lausn
átakanna geti aldrei falist í hern-
aðaraðgerðum, heldur þurfi að leita
pólitískra lausna sem feli í sér stofn-
un sjálfstæðs ríkis Palestínumanna
sem geri þeim fært að búa við frið
og lýðræði og jafnframt verði ör-
yggi Ísraels tryggt. Báðir aðilar
verði að láta af ofbeldisverkum
strax og setjast að samningaborði
án nokkurra skilyrða. Jafnframt
þurfi að taka til alvarlegrar athug-
unar að senda alþjóðlegar eftirlits-
sveitir til svæðisins til að hindra
frekari ofbeldisverk.
Vandinn fyrir botni Miðjarðar-
hafs verði aldrei leystur nema með
beinum viðræðum milli ísraelskra
stjórnvalda og fulltrúa heimastjórn-
ar Palestínumanna. Grundvöllur
varanlegra friðarsamninga verði að
byggjast á Óslóarsamningunum, á
grundvelli Tenet-áætlunarinnar og
Mitchell-skýrslunnar, sem báðir að-
ilar samþykktu á síðasta ári. For-
senda friðar á svæðinu sé að stofnað
verði sjálfstætt ríki Palestínu og
réttur Ísraelsmanna til að lifa í friði
og öryggi innan alþjóðlegra viður-
kenndra landamæra verði viður-
kenndur.
Yfirlýsing utanríkisráðuneytis til ísraelskra stjórnvalda
Ísraelar dragi her-
lið brott án tafar
STÓRTJÓN vegna elds og reyks
varð í íbúð við Ásvallagötu í Reykja-
vík síðdegis í gær. Þegar Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn
var mikill eldur í íbúðinni sem er á
jarðhæð þriggja hæða steinhúss.
Þéttur reykur myndaðist í íbúðinni
og réðust fjórir reykkafarar þar til
inngöngu. Innra gler í gluggum var
farið að springa af völdum hitans en
vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Enginn var í íbúðinni þegar eld-
urinn kviknaði, en íbúar á efri hæð
létu slökkviliðið vita. Óttast var að
tveir drengir, sem búa þar í foreldra-
húsum, væru inni en síðar kom í ljós
að þeir voru nýlega farnir út. Grunur
um eldsupptök beinist að sjónvarpi í
einu barnaherbergi íbúðarinnar,
samkvæmt upplýsingum frá slökkvi-
liðinu.
Eldur á Ás-
vallagötu
Morgunblaðið/Júlíus
Slökkviliðsmenn á vettvangi við
Ásvallagötu í gær. Mikið tjón
varð á innanstokksmunum.
HLUTABRÉF breska verslunar-
fyrirtækisins Arcadia hækkuðu um
5,83% í Kauphöllinni í London í gær
og var lokagengið 349 pens. Baugur
á um 20% í Arcadia.
Gengi hlutabréfa Arcadia var 257
pens í byrjun febrúar þegar fyrir-
tækið sleit viðræðum við Baug vegna
tilboðs þess síðarnefnda í Arcadia
sem hljóðaði upp á 280–300 pens á
hlut. Hlutabréf Arcadia hafa því
hækkað um tæp 36% á tveimur mán-
uðum.
Hlutabréf deCODE, móðurfélags
Íslenskrar erfðagreiningar, hækk-
uðu um 3,72% á Nasdaq-hlutabréfa-
markaðnum í gær og var lokagengið
5,86 dalir.
Hlutabréf
Arcadia
hækka
TÆPLEGA 400 manns fluttu til
höfuðborgarsvæðisins fyrstu þrjá
mánuði ársins, samkvæmt tölum
Hagstofunnar um búferlaflutninga,
eða nákvæmlega 399 einstaklingar
umfram brottflutta. Af þeim fluttu
246 af landsbyggðinni og 153 komu
frá útlöndum. Á landsbyggðinni
fækkaði íbúum vegna búferlaflutn-
inga um 142.
Á fyrsta fjórðungi ársins voru
skráðar 11.859 breytingar á lög-
heimilum einstaklinga í þjóðskrá.
Innan sama sveitarfélags fluttu
6.685 manns, 3.519 á milli sveitarfé-
laga, 956 til landsins og 699 frá því.
Fleiri flytjast til
landsins en til útlanda
Á þessu tímabili fluttust 257
fleiri einstaklingar til landsins en
frá því. Brottfluttir Íslendingar
voru 59 fleiri en aðfluttir og að-
fluttir erlendir ríkisborgarar voru
316 fleiri en brottfluttir. Á sama
tíma árið 2001 var heildarfjöldi að-
fluttra umfram brottflutta 494, að
því er fram kemur í tilkynningu
Hagstofunnar.
Af landsvæðum utan höfuðborg-
arsvæðisins voru tvö með fleira að-
komufólk en brottflutt en 17 fleiri
fluttu á Vesturland en frá því og
sex fleiri fluttu til Suðurnesja en
frá þeim.
Flestir hafa flutt
búferlum til Kópavogs
Flestir fluttu frá Suðurlandi, eða
50, og Norðurlandi eystra, eða 40
einstaklingar. Af einstökum sveit-
arfélögum fluttust flestir til Kópa-
vogs, eða 156 manns, og Hafnar-
fjarðar, eða 126. Flestir fluttu hins
vegar frá Vestmannaeyjum (26),
Húsavík (23) og Seltjarnarnesi
(22).
Búferlaflutningar fyrstu
þrjá mánuði ársins
Nærri 400
fluttu til
höfuðborg-
arsvæðisins
♦ ♦ ♦