Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og starfandi forsætisráð-
herra, segir í samtali við Morgun-
blaðið það vera mikilvægt fyrir
atvinnurekendur að stærstu samtök
launþega í landinu, ASÍ, leggi rétt
mat á stöðu efnahagsmála. Atvinnu-
rekendur hafi hins vegar aðra stöðu
en ASÍ og hafi beinan aðgang að
reikningum fyrirtækja. Aðspurður
segir Halldór það ekki hafa komið
til tals að hagdeild Samtaka at-
vinnulífsins fái aukið hlutverk í
efnahagsráðgjöfinni. Stjórnvöld hafi
verið í viðræðum við fulltrúa ASÍ og
haft skilning á þeirra stöðu.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu fær ASÍ aukið hlutverk í
efnahagsmálum við niðurlagningu
Þjóðhagsstofnunar og flutning verk-
efna hennar til Seðlabankans, Hag-
stofunnar og fjármálaráðuneytisins.
Halldór segir að aðilar vinnu-
markaðarins verði að hafa fulla
burði til að leggja mat á þjóðhags-
stærðir. Þeir komi að atvinnu-
rekstrinum í landinu og meti grund-
völl hans og líkur til að standa undir
bættum kjörum þjóðarinnar. Það sé
forsenda annarra kjarasamninga í
landinu.
„Alþýðusambandið leggur á það
áherslu að geta nýtt sér þær upp-
lýsingar sem verða fyrir hendi í
þeim líkönum sem fjármálaráðu-
neytinu er ætlað að gera aðgengi-
leg. ASÍ leggur einnig áherslu á að
geta haldið áfram að leita til Seðla-
bankans, Hagstofunnar og fjár-
málaráðuneytisins, en jafnframt að
geta með betri hætti lagt eigið mat
á mál. Stjórnvöld telja það mjög
mikilvægt að Alþýðusambandinu sé
það kleift. Við ætlum okkur að
vinna með þeim að því,“ segir Hall-
dór.
Framlög til ASÍ jafnvel aukin
Aðspurður hvernig ASÍ er ná-
kvæmlega ætlað aukið hlutverk seg-
ir Halldór að sambandið hafi fengið
ákveðin framlög á fjárlögum ríkis-
ins til sinnar starfsemi. Til greina
komi að auka þau framlög.
„Að sjálfsögðu er það einnig mik-
ilvægt að atvinnurekendur geti lagt
sitt mat á efnahagsmál og þjóðhags-
stærðir. Ég vonast til að þeir geti
nú, sem hingað til, haldið þeirri
starfsemi sinni áfram. Staða at-
vinnurekenda er að því leytinu til
öðruvísi að þeir hafa beinan aðgang
að reikningum og stöðu fyrirtækj-
anna í landinu, sem launþegar hafa
ekki. Það er atvinnurekendum mjög
mikilvægt að stærstu samtök laun-
þeganna leggi rétt mat á stöðu
mála,“ segir Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson um aukið ráðgjafarhlutverk ASÍ í efnahagsmálum
Atvinnurekendum mikilvægt
að ASÍ meti stöðu mála rétt
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur tvívegis komist að þeirri niður-
stöðu að varsla amfetamíns hafi ekki
verið refsiverð á meðan í gildi var
reglugerð nr. 233 um ávana- og fíkni-
efni sem sett var 14. júní í fyrra.
Vegna mistaka var ekki merkt við á
fylgiskjali að bannað væri að nota am-
fetamín sem ávana- eða fíkniefni.
Þessu var kippt í liðinn með breytingu
á reglugerð 27. mars sl.
Upphaf málsins má rekja til þess að
í fyrra voru lög um ávana- og fíkniefni
endurskoðuð og því þótti ástæða til að
endurskoða reglugerð um þessi sömu
efni. Í lögunum eru talin upp þau efni
sem algerlega er óheimilt að vera með
á íslensku yfirráðasvæði en undir
þann flokk falla m.a. e-töflur, heróín,
kókaín og kannabisefni. Amfetamín
er ekki nefnt á nafn, en í lögunum seg-
ir að ráðherra geti með reglugerð
bannað meðferð annarra efna sem
hættuleg teljast. Með endurskoðaðri
reglugerð sem gefin var út 23. mars
2001 var þetta bann áréttað á fylgi-
skjali með reglugerðinni. Í dálki sem
er merktur B (bönnuð) er merkt með
„x“ við amfetamín. Stuttu síðar átt-
uðu menn sig á því að efnið er ásamt
tveimur skyldum lyfjum notað til
lækninga hér á landi og var því x-ið
fjarlægt í reglugerð sem gefin var út
14. júní 2001. Með réttu hefði á hinn
bóginn átt að hafa amfetamínið áfram
b-merkt en geta þess að notkun þess
væri leyfileg með undanþágu. Þessi
reglugerð var breytt 27. mars sl. með
því að setja aftur „x“ í dálkinn fyrir
bönnuðu lyfin. Afleiðingin af þessu, að
mati Héraðsdóms Reykjavíkur, er sú
að í þá rúmlega átta mánuði á meðan
þessi reglugerð var í gildi hafi varsla
amfetamíns ekki verið refsiverð hér á
landi. Í janúar, á meðan gallaða reglu-
gerðin var í gildi, lagði fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík hald á eitt
mesta magn amfetamíns sem nokkru
sinni hefur komist undir hendur lög-
reglu, tæplega fimm kíló. Magnið er
enn meira sé miðað við styrkleika efn-
isins sem var 97–99% en þeir sem til
þekkja segja að fíkniefnasalar geti
drýgt slíkt efni þrefalt til fjórfalt. Á
laugardag var maður leystur úr
gæsluvarðhaldi eftir að Jón Finn-
björnsson, héraðsdómari í Reykjavík,
komst að þeirri niðurstöðu að varsla
efnisins hefði ekki verið refsiverð
þegar hann var handtekinn og í fyrr-
dag sýknaði Pétur Guðgeirsson hér-
aðsdómari mann af ákæru um vörslu
á 20 grömmum af amfetamíni með
sömu rökum. Vísaði Pétur til stjórn-
arskrárinnar þar sem kveðið er á um
að engum verði gert að sæta refsingu
nema hann hafi gerst sekur um hátt-
semi sem var refsiverð samkvæmt
lögum á þeim tíma sem brotið var
framið. Við þetta má bæta að í 2. grein
hegningarlaga er kveðið á um að hafi
refsilöggjöf breyst frá því að verkn-
aður var framinn til þess er dómur
gengur, skal dæma eftir nýrri lögun-
um, bæði um hvort verknaður sé
refsiverður og um þyngd refsingar.
Samkvæmt þessu má ætla að dómar
sem féllu eftir 14. júní séu í uppnámi,
þó svo brotið hafi verið framið áður.
Fyrrnefndur úrskurður héraðsdóms
hefur verið kærður til Hæstaréttar og
er dóms að vænta á næstu dögum.
Ekki var „x“ fyrir
aftan amfetamín
Dóms Hæstaréttar
að vænta á
næstu dögum
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands
dæmdi í gær fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Hjálpar- og lánasjóðs
C-vaktar lögreglunnar í Reykjavík
til að greiða sjóðnum 4,5 milljónir
ásamt dráttarvöxtum frá árinu 1999.
Þar sem málshöfðun hafði dregist úr
hófi var sjóðnum gert að greiða
manninum 100.000 krónur í máls-
kostnað.
Hjálpar- og lánasjóðurinn var
stofnaður árið 1980 af lögreglumönn-
um á C-vakt í þeim tilgangi að gefa fé
úr sjóðnum til almennrar líknarstarf-
semi og til einstaklinga en einnig til
að lána sjóðsfélögum eða lögreglu-
mönnum til skamms tíma. Maðurinn
var einn af stofnfélögum og fram-
kvæmdastjóri frá 1981 til ársins 1998
þegar hann var formlega leystur frá
störfum. Sama ár lét hann af starfi
sem lögreglumaður. Þá hafði fyrir
nokkru komið í ljós að stærstur hluti
sjóðsins hafði verið lánaðar til einka-
hlutafélags sem hann átti í félagi við
annan mann, samtals rúmlega 13
milljónir, stærsti hlutinn á árunum
1990–1993. Í stefnu segir að ítrekað
hafi verið gengið eftir því að fá skuld-
ina greidda en þrátt fyrir fögur fyr-
irheit hafi hann ekki staðið við loforð
um greiðslur nema að litlum hluta.
Hann afhenti loks fasteign sína en
eftir að sjóðurinn greiddi lögveð,
vanskil og veðskuldir hafi skuldin
numið um 4,5 milljónum. Maðurinn
var á sínum tíma ákærður fyrir um-
boðssvik en ákærunni var vísað frá
héraðsdómi og sá úrskurður stað-
festur í Hæstarétti.
Finnur Torfi Hjörleifsson dóm-
stjóri kvað upp dóminn.
Lánaði sjálfum sér
mestallan sjóðinn
ÞAÐ er fátt jafn gleðilegt og að
heyra söng lóunnar í fyrsta skipti
vor hvert eða sjá þennan fallega
fuglvorboða á vappi. Koma lóunn-
ar til landsins er alltaf mikið gleði-
efni þar sem það er ótvíræð stað-
festing þess að vorið og sumarið sé
á næsta leiti.
Fyrst sást til lóunnar í ár þann
24. mars á Austurlandi og er hana
nú að finna víðast hvar á láglendi,
en þessi mynd var tekin á Álfta-
nesi. Ólafur Einarsson, fuglafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, segir að farfuglarnir séu
óvenju snemma á ferðinni í ár, yf-
irleitt sjáist fyrst til lóunnar fyrstu
dagana í apríl. Þá hafa skóg-
arþrestir og þúfutittlingar sést fyr-
ir norðan, sem er óvenju snemmt.
Lóan er ein fimm fugla sem til-
nefndir eru sem fulltrúar Íslands í
Evrópufuglasöngkeppninni sem
haldin verður í Eistlandi í vor.
Fuglaverndarfélag Íslands stendur
fyrir kosningunni og er lóan enn
sem komið er vinsælust, að sögn
Ólafs. Í símakosningu þótti söngur
heiðlóunnar bera af en til 14. apríl
verður hægt að kjósa fulltrúa Ís-
lands á Netinu á slóðinni
www.fuglavernd.is. Þar er einnig
hægt að heyra söng þeirra fugla
sem tilnefndir eru.
Auk lóunnar eru söngfuglarnir
himbrimi, músarindill, skóg-
arþröstur og sólskríkja tilnefndir.
Músarindill á þó greinilega meira
upp á pallborðið hjá Netverjum en
lóan því hann hefur fengið 39%
þeirra atkvæða sem greidd hafa
verið á Netinu en heiðlóan 11%.
Morgunblaðið/Ómar
Lóan er komin
með sitt dirrindí
KOSNINGAR til stjórnar Skóla-
félags Menntaskólans í Reykjavík
og málfundafélagsins Framtíðar-
innar fara fram á morgun. Kosið
verður í embætti formanns nem-
endafélagsins, inspector scholae,
forseta Framtíðarinnar, með-
stjórnendur og til fjölmargra fleiri
trúnaðarstarfa og verða kosning-
arnar rafrænar að þessu sinni. Er
það að öllum líkindum í fyrsta
skipti sem rafrænar kosningar
eru viðhafðar í framhaldsskólum,
að sögn Þorvarðar Atla Þórsson-
ar, gjaldkera Framtíðarinnar.
Undirbúningur kosninganna er
í fullum gangi. Í dag verður hald-
inn kosningafundur í skólanum og
er mikil stemmning í kringum
kjörið en alls eru um 100 nemend-
ur í framboði að sögn Þorvarðar.
Það leggst vel í MR-inga að kjósa í
hin grónu embætti Skólafélagsins
með aðstoð tölva. ,,Þetta verður
mun einfaldara en áður því nú
þurfum við t.d. ekki að telja upp
úr kössunum. Við vorum að prófa
kosningakerfið dag og allt reynd-
ist vera í lagi,“ sagði hann í sam-
tali við blaðið í gær.
Inspector
scholae val-
inn í raf-
rænni
kosningu
Skólafélag MR