Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt þrjá karlmenn til fang-
elsisvistar í þrjá, sex og átta mán-
uði, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að
hafa brotist inn í galleríið Svart-
hamar-Listhús við Skólavörðustíg í
Reykjavík aðfaranótt 27. apríl á síð-
asta ári og stolið þaðan listaverkum
að andvirði 4 milljóna króna.
Sá er hlaut þyngstan dóm braust
aftur inn í galleríið sömu nótt og tók
þaðan 5 málverk og tvær möppur
með 41 vatnslita- og blýantsteikn-
ingu. Áætlað söluverðmæti þeirra
verka er 1,3 milljónir, að því er fram
kemur í dómi héraðsdóms. Áður
hafði hann í félagi við tvo aðra tekið
ófrjálsri hendi 12 málverk að and-
virði 2,7 milljóna króna, þar af
nokkur eftir landsþekkta listmálara.
Einn hinna ákærðu krafðist þess
að málinu yrði vísað frá dómi. Rann-
sókninni hafi verið áfátt þar sem
ekki hafi verið fengnir kunnugir
menn til að verðmeta verkin heldur
látið nægja að miða við það verð
sem galleríið hafi sett á þau. Frávís-
unarkröfunni var synjað af héraðs-
dómara, Pétri Guðgeirssyni.
„Fann málverkin
á leið sinni til vinnu“
Málavextir eru þeir helstir að lög-
reglunni var tilkynnt, árla morguns
27. apríl í fyrra, um að sést hefði til
manns bera málverk út úr Svart-
hamri-Listhúsi. Eftir nokkra leit
sáu lögreglumenn mann á gangi á
Amtmannsstíg með nokkur málverk
undir hendi. Reyndist það einn
hinna ákærðu og gaf hann þá skýr-
ingu á málverkunum og ferðum sín-
um að hann hefði „fundið málverkin
á leið sinni til vinnu“. Var hann
handtekinn og síðar úrskurðaður í
gæsluvarðhald. Eigandi Svartham-
ars saknaði fleiri málverka og aug-
lýsti lögreglan þá eftir þeim í fjöl-
miðlum. Skriður komst á
rannsóknina um mánuði síðar, í lok
maí, þegar einn hinna ákærðu hafði
samband við lögreglu og kvaðst búa
yfir vitneskju um málið. Við yfir-
heyrslur kom í ljós að hann var við-
riðinn innbrotið í Svarthamar með
því að hafa ekið tveimur félögum
sínum á staðinn og einnig í burtu
með málverkin. Faldi hann þau dag-
inn eftir í bílhræi í Lækjarbotnum
og vísaði lögreglu síðar á þau á
vinnustað sínum. Áður hafði sá
þriðji hinna ákærðu haft samband
við eiganda Svarthamars og boðið
honum að fá málverkin afhent gegn
800 þúsund króna greiðslu.
Fyrir dómi viðurkenndu þre-
menningarnir að hafa verið undir
áhrifum fíkniefna þegar innbrotin
áttu sér stað. Tveir þeirra brutust
inn um glugga á niðurgrafinni kaffi-
stofu gallerísins með því að spenna
hann upp og skera í sundur rimla-
grind sem er fyrir glugganum að
innanverðu. Í vitnisburði annars
þeirra kemur fram að ákveðið hafi
verið að sá þriðji yrði eftir í bílnum
þar sem hann hafi „ekki treyst sér í
þetta vegna vaxtarlags síns (hann
er mjög feitur)“, eins og fram kem-
ur í dóminum.
Sá er dæmdur var skilorðsbundið
til 3ja mánaða fangelsisvistar á að
baki óverulegan sakaferil. Sá er
hlaut 6 mánuði hafði ekki gerst sek-
ur um refsivert athæfi síðan árið
1979 en sá er hlaut 8 mánaða dóm á
talsverðan sakaferil að baki sem
nær aftur til ársins 1964. Frá því ári
hefur hann gengist undir 24 dóm-
sáttir fyrir umferðar- og áfengis-
lagabrot, fíkniefnabrot og fyrir brot
gegn lögreglusamþykktum. Þá hef-
ur hann hlotið átta refsidóma fyrir
þjófnað, skjalafals, gripdeild, fjár-
svik og fjárdrátt, tékkalagabrot og
brot gegn lögum um söluskatt. Síð-
ast var hann dæmdur fyrir átta ár-
um í 18 mánaða fangelsi fyrir fíkni-
efnabrot.
Hinum ákærðu er gert að greiða
alls rúmar 500 þúsund krónur í mál-
svarnarlaun. Verjendur þeirra voru
Sigurður Georgsson hrl., Karl Georg
Sigurbjörnsson hdl., Róbert Árni
Hreiðarsson hdl. og Þröstur Þórsson
hdl. Lögmaður ákæranda, lögreglu-
stjórans í Reykjavík, var Hjalti
Pálmason.
Þrír menn dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þjófnað úr galleríinu Svarthamri
Stálu listaverkum að
andvirði 4 milljóna
ÁKVEÐIN þáttaskil í íslenskri flug-
sögu urðu í gær þegar Ottó Tynes,
flugstjóri, lagði upp í sína síðustu
flugferð sem atvinnuflugmaður.
Förinni var heitið til Edinborgar og
Kölnar á Boeing 737 fraktflugvél
Bláfugls. Hann verður 65 ára á
laugardag og lætur því af störfum
vegna aldurs.
Auk þess að standa að stofnun
flugskóla og klúbba, hefur Ottó
samfara flugstörfum komið að bók-
legri og verklegri flugkennslu
hundruða nemenda í gegnum árin.
Eftir nærri tuttugu ára þjónustu hjá
Flugleiðum ákvað hann að söðla um
á síðasta ári og eyða síðasta starfs-
ári sínu í atvinnuflugi á nýjum vett-
vangi. Síðasta vor og sumar starfaði
hann sem flugstjóri á Twin Otter
vél hjá Flugfélagi Íslands en flutti
sig um set í september og lauk ferl-
inum hjá Bláfugli.
Ottó er fæddur á Siglufirði en
eyddi fyrstu æviárunum í Noregi
ásamt fjölskyldu sinni sem bjó í ná-
grenni við Álasund. Það var á dög-
um síðari heimsstyrjaldarinnar þeg-
ar frændur okkar Norðmenn þurftu
að þola hernám af hendi Þjóðverja.
Frá 1945 hefur Ottó hins vegar að
mestu leyti alið manninn á Íslandi.
Segja má að það hafi verið af-
drifaríkur göngutúr sem þeir fé-
lagar Ottó Tynes og Karl Karlsson,
fyrrverandi flugstjóri, fengu sér
niður á Reykjavíkurflugvöll árið
1957. Ætlunin var að fara í eitt
kynnisflug og sjá hvað væri í boði.
Úr varð að báðir gerðu þetta að ævi-
starfi.
Nú 45 árum síðar hefur Ottó lagt
að baki um 20 þúsund flugtíma. Að
Ástralíu undanskilinni hefur hann
heimsótt allar heimsálfurnar (70–80
þjóðlönd) og flogið fleiri flug-
vélategundum en margur annar. Sú
mikla reynsla skýrist líklega eink-
um af því að á löngum starfsferli
hefur Ottó upplifað sinn skerf af
uppsögnum á samdráttartímum hér
á landi á árum áður.
Af þeim sökum þurfti hann að
leita sér að vinnu hjá erlendum flug-
félögum um árabil. Þegar hann lítur
um öxl telur hann sig þó lánsaman
að hafa ávallt hafa haft vinnu frá
því að vera fyrst ráðinn til Loftleiða
árið 1965.
„Strax tveimur árum síðar þurfti
félagið að grípa til uppsagna. Ég
var í þeim hópi sem missti vinnuna
en var ráðinn til Flugfélags Íslands
sama ár.Í kreppunni 1969 dundu
ósköpin yfir aftur og nánast öllum
aðstoðarflugmönnum Flugfélagsins
var sagt upp störfum. Þá fluttist ég
til Danmerkur og réð mig í vinnu
hjá Sterling Airways. Þar dvaldi ég
í þrjú ár eða þar til Flugfélagið
bauð okkur starf á ný, skömmu fyr-
ir stofnun Flugleiða. Síðan hef ég
unnið heima ef frá er talið eins og
hálfs árs leyfi sem ég tók seint á átt-
unda áratugnum er ég flaug fyrir
þýska félagið „German Cargo“.“
Það gefur auga leið að á starfsævi
sem spannar nærri 40 ár hljóta
miklar breytingar að hafa átt sér
stað í öllu vinnuumhverfi. Ottó tek-
ur vissulega undir þá fullyrðingu,
þar nægi að benda á gífurlegar
tækniframfarir auk þess sem öryggi
í flugi hefur vaxið gífurlega. Ottó
kveðst hafa verið heppinn í gegnum
tíðina. Aðspurður segir hann eft-
irminnileg atvik auðvitað ótalmörg
en sig reki ekki minni til þess að
hafa lent í verulegri hættu.
„Ég man þó einu sinni eftir því að
hafa þurft að drepa á einum hreyfli
vegna olíuhita á DC 8 í Afríku sem
er ekkert tiltökumál í sjálfu sér. Þó
lenti ég í því skömmu eftir að nýju
Fokker 50 vélarnar komu hingað að
nefhjól kom ekki niður í aðflugi inn
til Akureyrar. Páll Stefánsson var
með mér í áhöfn. Við snerum til
Keflavíkur og lentum þar gift-
ursamlega án þess að nokkur slas-
aðist auk þess sem vélin skemmdist
mjög lítið.“ Ottó kveðst tvisvar hafa
fengið sprengjuhótun um borð í
flugvél og neitar því ekki að hafa
upplifað óþægilega tilfinningu. En
þegar litið er til baka eru ánægju-
stundirnar auðvitað margfalt fleiri
en þær slæmu enda tel ég mig hafa
notið forréttinda að geta sameinað
áhugamál og vinnu í gegnum tíðina
og kynnst öllu því góða fólki sem
raun ber vitni.“
Ottó Tynes er engan vegin sestur
í helgan stein. Hann heldur einka-
flugmannsréttindum sínum, sem
hann nýtir sér sem meðlimur í flug-
klúbbnum Þyt, auk þess sem hann
hefur hug á að starfa áfram að
kennslumálum í framtíðinni.
Ottó Tynes lætur af störfum eftir 40 ára flugmannsferil
Hef verið lán-
samur í lífinu
Ottó í stjórnklefanum í gær.
Ljósmynd/Ingvar Tryggvason
Björn Thoroddsen í síðasta fluginu. Á móts við Kjalarnes komu tvær listflugvélar til móts við þotuna og flugu samsíða henni yfir Reykjavík.
BJÖRN Thorodd-
sen, flugstjóri hjá
Flugleiðum, flaug
Boeing 757 flugvél
frá Kaupmanna-
höfn til Keflavíkur
í gær og var þetta
síðasta flug hans
sem atvinnu-
flugmaður, en hann
mun halda upp á 65
ára afmælið sitt í
dag. Við þau ald-
ursmörk verður
hann að láta af
störfum.
„Ég er ekki hætt-
ur að fljúga heldur
held áfram í sportfluginu,“ segir
Björn, sem byrjaði sem atvinnu-
flugmaður hjá Loftleiðum 1962.
„Það hefur gengið vel hjá mér.
Ég er ekki orðinn þreyttur á
þessu og hefði alveg verið tilbú-
inn að halda áfram en þetta eru
reglurnar og ég er sáttur.“ Hann
bætir við að nóg sé af flugvélum
til að fljúga en einna helst sakni
hann flugfreyjanna. Þær hafi ver-
ið sérstaklega elskulegar í loka-
fluginu og meðal annars kvatt sig
með blómum.
Björn lauk við að smíða list-
flugvél 1985 og er að smíða aðra.
Meðan á fluginu stóð tilkynnti
Björn farþegunum að hann væri
að hætta sem atvinnuflugmaður
vegna aldurs og hefði fengið leyfi
til aðflugs til Reykjavíkur í fylgd
tveggja lítilla véla. Á móts við
Kjalarnes komu Atli Thoroddsen,
sonur hans, og Ingólfur Jónsson á
listflugvélum til móts við Boeing-
þotuna og flugu samsíða henni
yfir Reykjavík en flugu síðan á
undan til Keflavíkur. „Ég flaug
svo vélinni minni í bæinn en Atli
varð að fara með rútunni,“ segir
Björn.
Hann hefur undanfarin ár kom-
ið fram á hátíðum víða um land á
listflugvélinni sinni og vænt-
anlega mun hann koma víða fram
á næstu árum.
Björn Thoroddsen kveður þoturnar
Snýr sér alfar-
ið að listfluginu
Björn við listflugvélina.