Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNARANDSTÆÐINGAR á Alþingi leggjast gegn frumvarpi rík- isstjórnarinnar um að Þjóðhags- stofnun skuli lögð niður en Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, mælti fyrir frum- varpinu í fyrstu umræðu um málið á þinginu í gær. Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, sagði að frumvarpið væri ekkert ann- að en hrein hefndaraðgerð vegna þess að Davíð Oddssyni hefði ekki hugnast þær spár sem Þjóðhags- stofnun hefði lagt fram, hefndarað- gerð sem kosta myndi íslenska ríkið á bilinu 50 til 100 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að engin efnahags- leg rök mæltu með frumvarpinu og Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að með því að færa verkefni Þjóðhags- stofnunar til fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands væri greinilega verið að færa þau nær valdhöfunum; ríkisvaldinu sjálfu. Stjórnarandstæð- ingar gagnrýndu einnig hve þing- málið væri seint fram komið og átöldu ríkisstjórnina fyrir það að ætla sér að reyna að „keyra málið í gegnum þingið á síðustu starfsdög- um þess“. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra lagði á hinn bóginn áherslu á að hugmyndir um að leggja niður Þjóðhagsstofnun væru ekki nýjar af nálinni. Frumvarpið væri því síður en svo lagt fram vegna duttlunga Davíðs Oddssonar eins og stjórnar- andstæðingar héldu fram. Með frum- varpinu væri séð fram á hagræðingu og sparnað til lengri tíma litið. Halldór Ásgrímsson sagði einnig í framsöguræðu sinni að hugmyndir um að leggja niður Þjóðhagsstofnun væru ekki nýjar af nálinni heldur hefðu tillögur af því tagi komið fram í einni eða annarri mynd allt frá miðjum níunda áratug. „Á þeim tíma hafa miklar breytingar orðið á sviði efnahagsmála í þjóðfélaginu og starf- semi annarra stofnana, sem starfa á því sviði, einkum fjármálaráðuneytis, Hagstofu Íslands og Seðlabanka Ís- lands, aukist og styrkst. Þær eru því vel í stakk búnar til að taka við helstu verkefnum Þjóðhagsstofnunar.“ Halldór sagði ennfremur að Seðla- banki Íslands væri m.a. reiðubúinn að láta nefndum Alþingis í té upplýs- ingar og skýrslur um efnahags- og peningamál svo framarlega sem það stangaðist ekki á við ákvæði laga um Seðlabankann. Í umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið kemur fram að gera megi ráð fyrir því að einhver bið- launakostnaður kunni að falla á rík- issjóð við það að leggja niður Þjóð- hagsstofnun. „Ekki eru forsendur til að meta þann kostnað nákvæmlega en áætlað hefur verið að hann gæti orðið á bilinu 20–25 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að beinn kostnaður við flutning stofnunarinnar, þ.m.t. kostnaður við standsetningu hús- næðis, kaup á húsbúnaði og flutning gagna milli tölvukerfa, sé um 24 milljónir kr.,“ segir í umsögn fjár- málaráðuneytis. Jafnframt kemur fram í umsögninni að gert sé ráð fyr- ir því að rekstrarkostnaður Þjóð- hagsstofnunar, um 132 milljónir kr., skiptist milli Hagstofunnar og fjár- málaráðuneytisins, þ.e. um 88 millj. kr. útgjaldaheimild færist til Hag- stofunnar og 44 millj. kr. til fjármála- ráðuneytisins. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þeirra þingmanna sem gerðu at- hugasemdir við þennan kostnað og sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með það að skv. þessari kostnaðar- úttekt myndi ekkert sparast við það að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Spurði hann Halldór Ásgsrímsson að því hvernig á því stæði. Í svari sínu tók Halldór fram að ákveðinn kostn- aður fylgdi því að gera breytingar eins og þær að leggja niður Þjóð- hagsstofnun. „Það er á hinn bóginn talið að þegar til lengri tíma er litið verði hagkvæmni og sparnaður af þessum breytingum,“ sagði hann. Flokkurinn aldrei andvígur Í andsvörum við ræðu Halldórs Ásgrímssonar, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, m.a. að í marsmánuði 2001 hefði þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, Kristinn H. Gunnarsson, berað and- stöðu flokksins við þá fyrirætlan Davíðs Oddssonar að leggja niður Þjóðhagsstofnun. „Ég spyr því hæst- virtan utanríkisráðherra: hvað olli sinnaskiptum Framsóknarflokksins í málinu?“ Halldór Ásgrímsson svar- aði því til að Framsóknarflokksins hefði aldrei lýst sig andvígan því að „gera breytingar á þessu sviði“, eins og hann orðaði það. „Við höfum farið vandlega yfir þetta mál og þeim verkefnum sem hér er um að ræða hefur verið komið vel fyrir hjá öðrum stofnunum. Þess vegna tel ég það vera til bóta að gera þessa breytingu. Eins og háttvirtur þingmaður veit þá ríkir mikil óvissa um starf þessarar stofnunar um þessar mundir og þess vegna er afskaplega mikilvægt að eyða þeirri óvissu með því að af- greiða þetta mál hér á þessu þingi.“ Halldór sagði jafnframt aðspurður að það kæmi ekki til greina að sínu áliti að láta Þjóðhagsstofnun heyra beint undir Alþingi. Slíkt þekktist ekki í nálægum löndum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kom þvínæst í pontu og sagðist ekki sjá að það væri hagkvæmt að leggja niður Þjóðhags- stofnun. „Ég sé ekki betur en að hæstvirt ríkisstjórn sé að kasta fjár- munum á glæ,“ sagði hann. „Hér er verið að fara eftir duttlungum hæst- virts forsætisráðherra sem kom hingað og færði þinginu þær fréttir að það ætti að leggja niður stofn- unina af því að honum hugnuðust ekki þeir spádómar sem hún lagði fram.“ Sagði Össur að það að leggja niður Þjóðhagsstofnun væri því ekk- ert annað en hefndaraðgerð sem myndi kosta íslenska ríkið á bilinu 50 til 100 milljónir kr. Halldór Ásgríms- son ítrekaði hins vegar það álit sitt að það væri hagkvæmara til lengri tíma litið að leggja niður Þjóðhagsstofn- un. Gagnrýnir ASÍ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagðist hvorki sjá fagleg ná fjárhagsleg rök fyrir því að leggja niður Þjóðhagsstofnun. „Ég sé ekki nein fagleg eða fjárhags- leg rök til þess að leggja niður þessa sjálfstæðu og óháðu stofnun sem svo mikla þýðingu hefur haft, m.a. fyrir greiningu og hagstjórn í efnahags- og atvinnulífinu á mörgum umliðnum árum,“ sagði hún. „Ég held að það sé fyrst og fremst verið að þjóna dynt- um forsætisráðherra sem unir því ekki að Þjóðhagsstofnun hafi aðrar skoðanir eða spár en honum þókn- ast.[...] Það vekur vonbrigði að sú andstaða Framsóknarflokksins sem birtist fyrst þegar þessi hugmynd kom fram hafi breyst.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði það dapurleg örlög fyrir Halldór Ásgrímsson, formann Fram- sóknarflokksins, að „moka í gegnum þingið þessu gæluverkefni forsætis- ráðherra,“ eins og hann orðaði það á meðan forsætisráðherra, Davíð Odd- son, „sólaði sig í Víetnam“. Sagði Steingrímur að umrætt frumvarp væri illa undirbúið og í andstöðu við starfsmenn Þjóðhagsstofnunar. Steingrímur gerði þátt Alþýðu- sambands Íslands að frumvarpinu einnig að umtalsefni og vitnaði til þess að fram hefði komið í Morgun- blaðinu að forystumenn ASÍ hefðu alla helgina verið í samskiptum við Halldór Ásgrímsson vegna málsins. Sagði Steingrímur að forystumenn ASÍ teldu sig hafa fengið fyrirheit stjórnvalda sem gerði ASÍ kleift að sinna ákveðnum verkefnum sjálft og efla starfsemi hagdeildar samtak- anna. „Peningar, heitir þetta á mannamáli,“ sagði Steingrímur. „ASÍ hefur verið lofað ríflegum pen- ingum til þess að gera nú gott úr mál- um…“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Þjóð- hagsstofnun hefði gegnt hlutverki sínu ámælalaust og verið óhlutdræg í umsögn sinni og álitsgerðum á hin- um þýðingarmestu þjóðmálum. „Hverjar eru þá forsendurnar fyrir því að hún er lögð niður?“ spurði hann og svaraði: „Þær eru ekki til nema geðbrigði formanns Sjálfstæð- isflokksins. Menn hafa verið að binda einhverjar vonir við það að Fram- sóknarflokkurinn myndi spyrna við fæti og hefði talað í þá veru. Aldrei hefur mér dottið það í hug.“ Sverrir sagði að með því að færa verkefni Þjóðhagsstofnunar til fjármálaráðu- neytis og Seðlabanka Íslands væri greinilega verið að færa þau nær valdhöfunum, ríkisvaldinu sjálfu. Sagði Sverrir að í Seðlabankanum störfuðu menn sem væru rækileg- ustu „taglhnýtingar ríkisstjórnar- valdsins“. Hagstofa færð undir ráðuneyti? Í máli Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra kom fram að það væri frá- leitt að halda því fram að frumvarpið um Þjóðhagsstofnun væri lagt fram vegna sérvisku, geðvonsku eða duttl- unga Davíðs Oddssonar. „Þetta mál er ekki nýtt af nálinni,“ sagði hann. „Það er meira að segja það gamalt að það var uppi þegar háttvirtur þing- maður Sverrir Hermannsson, sem hefur þetta mál allt á hornum sér, var hér í sínu fyrra lífi sem þingmað- ur. Þetta var eitt af því sem ríkis- stjórnin sem hann settist í 1983 hafði vélað um, þ.e. spurninguna um það að breyta þessari verkaskiptingu,“ sagði Geir H. Haarde. „Sú ríkis- stjórn setti á laggirnar sérstaka stjórnkerfisnefnd þar sem m.a. var gerð tillaga í líkingu við það sem felst í þessu frumvarpi.“ Geir sagði að það væri niðurstaða ríkisstjórnarinnar að rétt væri að leggja fram umrætt frumvarp. „Menn telja sig sjá út úr því ekki bara langtímasparnað, ekki bara hagræðingu til lengri tíma, heldur einnig betri nýtingu á starfsfólki, mannafla og öðru sem þarna tilheyr- ir og bætta verkaskiptingu. Það hef- ur t.d. alltaf verið mikið álitaefni hvort gerð þjóðhagsreikninganna ætti að vera hjá þessari stofnun eða hvort hún ætti að vera á Hagstof- unni. Nú er tekið af skarið með það; Hagstofan tekur þetta að sér. Reyndar hefur það líka verið álita- mál lengi að mínum dómi hvort Hag- stofan ætti að vera sjálfstætt ráðu- neyti eins og hún hefur verið í nokkra áratugi og það er ætlunin að gera líka breytingu á því. Hún verði bara stofnun undir ákveðnu ráðuneyti eins og raunin er í öðrum löndum enda gegnir hún ekki stefnumótun- arhlutverki eins og ráðuneyti al- mennt gera.“ Geir sagði að lokum að hann teldi brýnt að frumvarpið fengi afgreiðslu á þingi. Ella gæti óvissan um málið torveldað mjög starfsemi Þjóðhagsstofnunar. Fyrsta umræða um frumvarp um að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður Stjórnarandstæðingar andvígir frumvarpinu Morgunblaðið/Þorkell Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðustól. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag tveggja milljóna króna fjárveitingu til Hjálparstarfs kirkjunnar sem rennur til mannréttindavaktar og neyðaraðstoðar við fórnar- lömb átakanna í Palestínu. Hjálparstarf kirkjunnar leit- aði til utanríkisráðuneytisins um styrk og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði beiðnina fram á fundi ríkisstjórnar þar sem hún var samþykkt. Auðunn Atlason, sendiráðs- ritari á alþjóðaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir þetta vera viðleitni íslenskra stjórn- valda til að styrkja starf frjálsra félagasamtaka og kirkjunnar á svæðinu og bregðast við ástand- inu þar. Auðunn segir að ráðuneytið hafi í lok síðasta árs ákveðið að veita viðbótarframlag til Flótta- mannaaðstoðar SÞ í Palestínu. Það framlag var andvirði þriggja milljóna króna. Hjálparstarf kirkjunnar er í samstarfi við norrænar systur- stofnanir og Lúterska heims- sambandið. Fjárframlagið renn- ur annars vegar til beinnar neyðaraðstoðar og hins vegar til mannréttindavaktar sem hefur á að skipa tveimur starfsmönn- um. Tvær millj- ónir króna til Hjálp- arstarfs kirkjunnar FRUMVARP sjávarútvegs- ráðherra um auðlindagjald í sjávarútvegi er til vinnslu í sjávarútvegsnefnd Alþingis, en gert er ráð fyrir að það verði að lögum fyrir þinglok í vor. Einar K. Guðfinnson, for- maður sjávarútvegsnefndar, sagði að málið væri í fullri vinnslu. „Við höfum verið að kalla til okkar aðila sem hafa komið að undirbúningi og framundan eru fundir með hagsmunaaðil- um,“ sagði Einar. Hann sagðist ekki eiga von á því að meðferð málsins tæki mjög langan tíma úr þessu. Framundan væru nefndardag- ar í þinginu og þeir yrðu nýtt- ir mjög vel til að fara yfir mál- ið. Aðspurður hvort stefnt væri að því að afgreiða frumvarpið sem lög á þessu þingi, sagðist Einar að minnsta kosti ekki hafa gert ráð fyrir neinu öðru en að það ætti að geta tekist. Stefnt að afgreiðslu fyrir þinglok Auðlindagjald í sjávarútvegi TÍU frumvörp voru afgreidd sem lög frá Alþingi í gær. Þar á meðal var frumvarp til laga sem veitir landbúnaðarráðherra heimild til þess að breyta toll- um á grænmeti í minni þrepum en nú er. Þá má nefna frumvarp til laga um verðbréfaviðskipti en því er ætlað að taka af tví- mæli um að þeim sem búa yfir trúnaðarupplýsingum sé óheimilt að afla verðbréfa eða ráðstafa þeim verðbréfum sem trúnaðarupplýsingarnar tengj- ast, óháð því hvort um ásetn- ings- eða gáleysisbrot er að ræða. Tollalögin afgreidd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.