Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 14

Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI var á kynn- ingarfundi í Rimaskóla á þriðjudagskvöld um skipulag íbúðabyggðar á lóðinni sem kennd er við Landssímann í Gufunesi. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur segir að með nýja skipulaginu hafi verið reynt að koma til móts við at- hugasemdir íbúa frá því á kynningarfundi í október síð- astliðnum en formaður íbúa- samtakanna segir ennþá gríð- arlega andstöðu við skipulagið. Að sögn Helgu Bragadótt- ur, skipulagsfulltrúa í Reykjavík, felast breyting- arnar m.a. í því að íbúðafjöld- inn hefur verið minnkaður frá því sem áður var, úr 374 íbúð- um í 310 en hluti athuga- semdanna lutu að of miklu íbúðamagni. „Fjölbýlishús, sem átti að vera á miðju svæðinu, hefur verið tekið út en aðeins hefur verið fjölgað í sérbýli. Rimahverfi í dag er með mikið af fjölbýli þannig að við töldum jákvætt að fá inn þessar sérbýlislóðir,“ seg- ir hún. Þrír þrettán hæða turnar, sem fyrirhugaðir voru samkvæmt fyrra skipulagi og íbúar settu sig mikið í mót, hafa verið lækkaðir að sögn Helgu og er nú gert ráð fyrir að þeir verði 7, 9 og 11 hæðir. Græna svæðið stækkað Þá brunnu umferðarmál töluvert á íbúum á fundinum í október. Helga segir að um- ferðarsérfræðingar telji það umferðarfyrirkomulag sem fyrir lá uppfylla þau skilyrði sem gerð eru. „Hins vegar var hringtorgið fært austar miðað við það sem áður var ráðgert þannig að það verður fjær einbýlishúsunum við Smárarima. Síðan verður möguleiki að aka beint frá bílastæðum sem eru uppi við fjölbýlishúsin inn á veginn frá Borgarvegi að hringtorginu.“ Helga segir græn svæði, sem íbúar höfðu gert athuga- semdir við að væri af of skornum skammti, uppfylla þau skilyrði sem gerð eru um slík svæði í hverfum borgar- innar. „Það er bent á spark- velli sem hafa verið sam- þykktir sunnan Gylfaflatar og svo var stækkað töluvert græna svæðið um miðbik svæðisins.“ Hún segir fólk einnig hafa haft áhyggjur af vindsveipum sem gætu mynd- ast vegna bygginga á svæðinu og til að koma í veg fyrir það sé nú gert ráð fyrir töluverðri gróðursetningu á svæðinu auk þess sem mótvægisað- gerðir verði á húsunum sjálf- um. Spurð um skólamál, sem voru í deiglunni meðal íbúa á fundinum í október, segir Helga að ekki hafi verið gerð- ar breytingar hvað þau varð- ar. „Rimaskólinn er annar stærsti skólinn í Reykjavík og það var skoðað sérstaklega áður en tekin var ákvörðun um að fara þarna í íbúðar- byggð,“ segir hún. „Hugsunin er sú að þetta verði lóð undir eins konar smábarnaskóla norðan við skólann þannig að þar séu þrír yngstu árgang- arnir sem myndu tengjast leikskóla sem líka er þörf á þarna í hverfinu.“ Hún segir að farið hafi ver- ið yfir þessi atriði á fundinum á þriðjudag. „Við teljum að það sé að mörgu leyti verið að koma til móts við það sem íbúar fundu að en fólk gerir ennþá athugasemdir og mað- ur heyrði að það er umferðin og byggingarmagnið sem ennþá brennur svolítið á því. Formaður skipulagsnefndar lagði á fundinum til að stofn- aður verði samráðshópur hjá okkur í samvinnu við íbúa- samtökin og farið yfir þessa hluti og annar fundur haldinn ef ástæða er talin til.“ 98 prósent andstaða Hallgrímur Sigurðsson, formaður Íbúasamtaka Graf- arvogs segir fundinn hafa verið vel sóttan en yfir 200 manns hafi verið saman komnir í Rimaskóla á þriðju- dagskvöld. Hann segir tölu- verðan hita hafa verið í fólki vegna tillögunnar. „Það er alveg ljóst að íbú- um líst bölvanlega á þetta og það var auðheyrt á fundinum að það er gríðarleg andstaða við þetta. Þarna var mætt á fundinn fólkið sem hefur hvað mestra hagsmuna að gæta, fólkið sem býr þarna í hús- unum í kring og það verður að segjast eins og er að mað- ur heyrði ekki einn einasta mann mæla fyrir þessu.“ Hann segir Íbúasamtökin munu standa að baki þessu fólki og senda athugasemdir fyrir tilskilinn frest en að auki býst hann við að íbúar sendi mótmæli í eigin nafni. Eldri undirskriftarlistar þar sem fyrri tillögu er mót- mælt voru afhentir á fundin- um en að sögn Hallgríms hafði ekki gefist tækifæri til þess áður en tillögunni var breytt. Þá voru settir í gang nýir listar á fundinum vegna tillögunnar eins og hún lítur út í dag og verður þeirri und- irskriftasöfnun haldið áfram. Sem dæmi um andstöðu íbúa hverfisins segir Hallgrímur að 98 prósent þeirra, sem búa í götunum sem liggja að reitnum, hafi tekið þátt í að mótmæla skipulaginu. „Munu ekki taka þessu þegjandi“ Það sem fólk finnur hvað mest að þessu er að sögn Hallgríms hæð bygginganna, þéttleiki byggðarinnar og að- koma umferðar að hverfinu. „Þarna er verið að setja niður á þennan litla blett íbúðar- byggð sem samsvarar einu góðu kauptúni úti á landi og hvað varðar aksturinn inn í hverfið kemur hann til með að auka mjög verulega umferð- arþunga á mjög rólegum íbúðargötum. Menn voru með tölur um að í Smárarima, sem er ein aðalgatan þarna inn í vesturpartinn í Rimahverfi þar sem fara núna um 1.000 bílar á sólarhring, muni fara 4.500–5.000 bílar á sólarhring. Þetta er ofan í garðinum hjá fólki og því finnst þetta mik- ið.“ Varðandi þéttleika byggð- arinnar segir Hallgrímur að ljóst sé að borgaryfirvöld hafi á stefnuskrá sinni að þétta byggð í borginni. „Fólkið sem býr uppi í Grafarvogi býr þar af því að það vill ekki búa í þéttri byggð. Skilaboðin eru þau að við erum ekki endilega á móti því að það verði byggt þarna en viljum að það verði gert til samræmis við þá byggð sem er þarna í kring.“ Hann segir fólki því ekki finnast breytingarnar sem gerðar hafa verið á skipulag- inu nægilegar. Enn vanti töluvert upp á en lofað hafi verið að athugasemdir íbú- anna yrðu skoðaðar. „Niður- staða okkar er að þetta sé of þétt og of há byggð, aðkoman er ómöguleg og íbúar í ná- grenninu eru 98 prósent á móti þessu. Og menn munu ekki taka þessu þegjandi.“ Fyrirliggjandi tillaga er nú í lögformlegri auglýsingu og rennur frestur til að gera at- hugasemdir út hinn 17. apríl næstkomandi. Í kjölfarið verður farið yfir þær og skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur mun taka af- stöðu til þeirra áður en til- lagan kemur til samþykktar. Hönnuðir tillögunnar eru Zeppelin arkitektar. Breytingar á tillögu um skipulag Landssímareitsins kynntar á fundi í Rimaskóla Enn mikil andstaða meðal íbúa Reynt að koma til móts við at- hugasemdir segir skipulagsfulltrúi Tillaga Zeppelin arkitekta að skipulagi svæðisins eftir breytingar en tillagan er í auglýs- ingu. Hægt er að skila inn athugasemdum vegna tillögunnar til 17. apríl næstkomandi. Turnarnir þrír hafa nú verið lækkaðir og eru nú 7, 9 og 11 hæðir samkvæmt tillögunni, en voru 13 hæðir áður. Morgunblaðið/Kristinn Íbúar eru ekki sáttir við tillögu að skipulagi Landssímalóð- arinnar í Gufunesi þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á henni. Hiti var í fólki sem mætti á kynningarfund vegna hennar í Rimaskóla á þriðjudagskvöld. Grafarvogur FORELDRAR barna í dagvist á einkareknum leikskólum eða dagforeldri munu fá námsmannastyrk frá og með 1. maí næst- komandi vegna dagvistun- arinnar sé annað foreldr- anna í námi. Þetta var samþykkt í borgarráði á þriðjudag. Í samþykktinni segir að þetta sé gert til samræmis við gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur en hingað til hafa foreldrar aðeins feng- ið námsmannaafslátt vegna dagvistunar hjá einkaaðilum hafi báðir for- eldrar verið í námi. Miðað er við að námsmanna- styrkurinn nemi 31 þús- undi króna mánaðarlega fyrir hvert barn í einka- reknum leikskóla miðað við 8–9 tíma vistun. Fyrir hvert barn sem vistað er hjá dagforeldri í sama tíma verður styrkurinn 16 þúsund krónur. Áætlaður kostnaður borgarinnar vegna þessara breytinga er um 10 millj- ónir króna árlega en kostnaður vegna yfir- standandi árs er áætlaður um 6,7 milljónir króna. Foreldrar sem eru með börn í dagvistun hjá einkaaðilum Munu fá náms- mannastyrk sé annað í námi Reykjavík FJÓRIR snjallir krakkar úr 9. bekk F í Digranesskóla lögðu upp í langferð í gær en ætlunin er að taka þátt í norskri stærðfræðikeppni sem haldin verður í Arendal í Noregi. 9-F sigraði í for- keppni sem haldin var á Ís- landi og unnu allir nemendur bekkjarins að þeim verk- efnum sem send voru utan til keppninnar með stærðfræð- ingunum fjórum. Að sögn Helga Halldórs- sonar, skólastjóra Digranes- skóla, tóku 32 bekkjardeildir þátt í keppninni hér heima en í kjölfarið útbjó vinnings- hópurinn þrjú verkefni sem öll áttu að tengjast íþróttum. Bekkurinn valdi fjallgöngu þar sem skilað var af- stöðumynd, Harry Potter- leikinn Quidditch þar sem hópurinn útbjó líkan af leik- vanginum og svo frjálsar íþróttir þar sem líkan af 100 metra hlaupabraut var sent út. „Þau reiknuðu út hvar mismunandi keppendur væru staddir í 100 metra hlaupi ef þeir væru að hlaupa á móti heimsmetshaf- anum. Þarna voru Íslands- meistarinn, besti nemendinn í skólanum og fleiri stað- settir á brautinni með því að setja prjón niður þar sem viðkomandi væri staddur ef hann væri að hlaupa á móti heimsmethafanum miðað við að allir væru að hlaupa á sín- um besta tíma,“ segir Helgi. Verkefnin voru svo send út á undan keppnisliðinu, en samkvæmt reglum keppn- innar eiga tveir strákar og tvær stelpur að vera í liðinu. Allir krakkarnir í bekknum lögðu þó sitt af mörkum við gerð verkefnanna að sögn Helga auk þess sem Spari- sjóður Kópavogs og Bún- aðarbankinn Verðbréf styrktu keppnisliðið til ut- anfararinnar. Skólinn bauð síðan bekknum í heild sinni á veitingastaðinn Fridays í Smáralindinni síðastliðinn þriðjudag þar sem keppend- urnir og liðstjórar þeirra voru kvaddir með virktum. Að sögn Helga er að- alkeppnisdagurinn í Noregi í dag en keppninni á að fullu að vera lokið um helgina. Hópurinn er svo vænt- anlegur heim á ný næstkom- andi sunnudag. Morgunblaðið/Ásdís Keppnisliðið ásamt kennara og fararstjóra í bekkjarhófi á Friday’s sl. þriðjudag. F.v. Þórður Guðmundsson stærð- fræðikennari, Stefán Arnarson, Snæfríður Halldórsdóttir, Magnús Sveinn Ingimundarson, Áróra Helgadóttir og Anna Kristjánsdóttir fararstjóri. Fjallganga, Quidditch og 100 metrarnir Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.