Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 20
Helgartilboð
Verðupplýsingar sendar frá verslunum
BÓNUS
Gildir frá 11.-14. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Frosinn grillsagaður lambaframp. ............ 499 nýtt 499 kg
Frosið lambalæri í sneiðum .................... 799 nýtt 799 kg
Gold kaffi 500 g .................................... 179 nýtt 358 kg
Svali 3 pk 750 ml.................................. 95 105 127 ltr
Colgate tannkrem 75 ml ........................ 159 nýtt 2.120 ltr
Enski boltinn sælgæti ............................ 399 nýtt 399 st.
11-11-búðirnar
Gildir 11.-17. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Lambanaggar 300 g, 20% af v/kassa ..... 348 435 1.160kg
Lambasneiðar 285 g, 20% af v/kassa .... 311 389 1.091 kg
Grandsalat 200 g .................................. 129 229 645 kg
Pizzaostur, 20% af v/kassa .................... 190 238 950 kg
Gratínostur, 20% af v/kassa ................... 194 242 970 kg
Camenbert, 20% af v/kassa ................... 159 199 1.060 kg
Machintosh epli í poka........................... 169 259 169 kg
Klementínur .......................................... 139 298 139 kg
HAGKAUP
Gildir 11.-14. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Ferskar kjötv. UN hakk, 30% afsl. ............ 699 999 699 kg
Ferskar kjötv. UN gúllas, 30% afsl. .......... 1.075 1.539 1.075 kg
Ferskar kjötv. UN snitzel, 30% afsl........... 1.090 1.559 1.090 kg
Ferskar kjötv. UN piparsteik, 30% afsl...... 1.446 2.067 1.446 kg
Ferskar kjötv. UN roastbeef, 30% afsl. ..... 1.260 1.800 1.260 kg
Ferskar kjötv. UN lundir, 20% afsl............ 2.638 3.298 2.638 kg
Ferskar kjötv. UN hamb., 4 st., 40% afsl. . 273 455 273 pk.
Ferskar kjötv. UN stroganoff, 30% afsl. .... 1.109 1.597 1.109 kg
Heidelberg dressing 250 ml ................... 119 159 476 ltr
ESSO-stöðvarnar
Gildir til 30. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Bounty 57 g.......................................... 59 75 1.040 kg
Mars King Size 85 g............................... 85 105 1.000 kg
Snickers King Size 100 g........................ 85 105 850 kg
Kexsmiðjan kanilsnúðar 400 g................ 199 289 500 kg
Kexsmiðjan sælusnúðar 400 g................ 199 289 500 kg
Skyr.is 3 teg., 170 g .............................. 79 80 470 kg
KRÓNAN
Gildir 11.-17. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Ali bayone-skinka, 25% af v/kassa ......... 974 1.299 974 kg
Bökunarkartöflur í áli ............................. 139 179 198 kg
Krónubrauð........................................... 89 115 kg
Maryland súkkulaðikex, 33% extra .......... 108 nýtt 540 kg
Náttúrukaffi 500 g ................................. 289 nýtt 578 kg
Nóa-kropp ............................................ 169 215 1.126 kg
SAMKAUP/ÚRVAL
Gildir 11.–15. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Toro sósa Gourm.Bearnaise .................... 140 175 1.795
Toro sósa Gourm.Brun ............................ 140 175 1.795
Toro sósa Gourm.Fisk&Skjald. ................ 140 175 1.795
Toro sósa Gourm.Foyot Bearn. ................ 170 175 1.795
Toro sósa Gourm.Kjúlinga . ..................... 170 175 1.795
Toro RIK Kjúkl./Núðlu............................. 103 129 1.776
Toro RIK Kjúkl.m/Hrísgrjónum ................. 103 129 1.776
Toro RIK Pasta Basilikum........................ 127 159 2.189
Toro RIK Pasta Mexikansk....................... 127 159 2.189
Toro RIK Pasta Bolognese 58g ................ 127 159 2.189
Hjúpaðir kjúklingabitar læri..................... 559 799 559
Hjúpaðir kjúklingabitar leggir .................. 559 799 559
Hjúpaðir kjúklingabitar vængir ................ 476 680 476
SELECT-verslanir
Gildir til 24. apríl nú kr. áður mælie.
Twix king size......................................... 69 98
Maltesers, 175 g ................................... 229 310 1.308 kg
Stjörnu-party mix, 170 g, 2 teg. .............. 219 275 1.288 kg
Grieson minis kex, 150 g........................ 139 169 920 kg
UPPGRIP – verslanir OLÍS
Apríltilboð nú kr áður kr. mælie.
Freyju-lakkrísdraumur, stór ..................... 89 110
Rolo kex ............................................... 199 nýtt
Toffy Crisp ............................................. 85 99
Fresca ½ l, plast.................................... 109 140
ÞÍN VERSLUN
Gildir 11.-17. apríl nú kr. áður kr. mælie
Goða-pylsur .......................................... 639 799 639 kg
Lambasneiðar 285 g ............................. 311 389 1.088 kg
Lambanaggar 300 g .............................. 348 435 1.148 kg
Toro ítölsk grýta ..................................... 199 265 199 pk.
Toro Tex Mex grýta .................................. 249 298 249 pk.
Toro sveppasúpa ................................... 99 123 99 pk.
Hvítlauksbrauð, 2 st., 340 g ................... 199 248 577 kg
Ostar og nautakjöt á tilboðsverði
NEYTENDUR
20 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KL. 12.00 - 15.00
KL. 17.00 - 19.00
KL. 12.00 - 22.00
SNYRTIVÖRUVERSLUNIN Lush
var opnuð í Kringlunni um síðustu
mánaðamót, en meginþemað í
framleiðslu Lush er „nýjustu og
ferskustu snyrtivörur sem völ er
á“. Snyrtivörur fyrirtækisins eru
úr lífrænu hráefni og hvorki próf-
aðar á dýrum né unnar úr efnum
sem gengið hafa í gegnum slíkt
ferli annars staðar.
Birna María Antonsdóttir, einn
hluthafa í versluninni, segir að
vörurnar hafi vakið talsverða for-
vitni vegfarenda frá því hún var
opnuð, enda ilma þær ákaft og eru
án umbúða ef kostur er vegna um-
hverfissjónarmiða.
„Fólk hefur spurt hvort við
séum að selja kerti,“ segir hún, en
snyrtivörurnar í verslunum Lush
eru í stórum vaxkenndum ein-
ingum, sem keyptar eru eftir vigt
og geta bæði minnt á kerti eða
osta. Aðrar eru líkt og risavaxnir
konfektmolar, enda gerðar úr
belgísku súkkulaði og ekki má
gleyma ferskum andlitsmöskum
sem hægt er að skammta sér í lítil
plastbox, eins og á næsta salatbar.
Sveif á lyktina
Birna segir einn hluthafa í Lush
hér á landi hafa uppgötvað versl-
unina fyrir tilviljun í Bretlandi
síðastliðið haust. „Hún sveif á
lyktina og féll hreinlega fyrir
þessum vörum,“ eins og tekið er
til orða. Upp úr því hófust samn-
ingaviðræður við eigendur Lush í
Bretlandi, sem settu fyrstu versl-
unina á fót fyrir sex árum í Dorset
á Englandi.
„Snyrtivörur fyrirtækisins eru
merktar með framleiðsludegi og
hvenær varan rennur út. Bað-
bomburnar og nuddstykkin eru
hnoðuð. Sápunum er hellt í mót og
þær síðan skornar niður með
höndunum. Ávaxtasafinn sem not-
aður er í vörurnar er nýkreistur
og fyllt er á umbúðir í höndunum
og nafn þess sem sá um framleiðsl-
una sett á flöskuna, svo dæmi séu
tekin,“ bætir Birna við.
Í Lush-línunni eru baðvörur,
sjampó, rakakrem, ilmvatn, nudd-
stykki og ferskir maskar, sem
búnir eru til vikulega, nánast allt
nema andlitsfarði. Hráefnið er
ávextir, grænmeti, jurtir og ilm-
kjarnaolíur, allt lífrænt ræktað
sem fyrr segir. Vörurnar eru bún-
ar til um víða veröld til þess að
tryggja sem mestan ferskleika í
verslunum í nálægum löndum og
svo hægt sé að sneiða hjá notkun
rotvarnarefna eins og kostur er.
Þær eru ekki prófaðar á dýrum,
sem fyrr er getið, heldur sjálf-
boðaliðum og segir Birna að end-
ingu að sá hópur fari stækkandi
með hverju ári.
Handunnar snyrti-
vörur úr fersku,
lífrænu hráefni
Morgunblaðið/Golli
Verslanir Lush eru um 120 talsins og hefur ein slík verið opnuð hér-
lendis. Sérkenni þeirra er ferskar snyrtivörur úr lífrænu hráefni.
KYNNING á Bluecare-vörulínunni
fer fram í verslunum Kaupáss og
Samkaupa 11. til 21. apríl. Bluecare-
vörurnar eru framleiddar á vegum
dönsku verslunarkeðjunnar FDB og
eiga það allar sameiginlegt að bera
Norræna umhverfismerkið, en það
bera einungis vörur sem staðist hafa
strangar kröfur um efna- og orku-
notkun, ásamt takmörk á mengun
vegna framleiðslu, notkunar og eyð-
ingar vörunnar, segir í tilkynningu.
Auk þess að þurfa að standast um-
hverfiskröfur verða þær einnig að
standast tilteknar gæðakröfur. Í
Bluecare-vörulínunni eru þvottaefni
fyrir hvítan og litaðan þvott, upp-
þvottalögur, þvottaefni fyrir upp-
þvottavélar og hreinlætispappír.
Bluecare-vörurnar fást í Nóatúni,
Nettó, Samkaupum, Úrval, Strax,
Krónunni, Kaskó, 11–11, KB, KÁ,
Kjarval Sparkaup, og verða á til-
boðsverði meðan kynningin stendur
yfir.
Bluecare-
vörukynning