Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 22
ERLENT
22 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VONIR standa til að innan fárra
ára muni hafa tekist að standa að
nauðsynlegum umbótum í efna-
hagslífi Júgóslavíu. Eftir átök á
Balkanskaganum allan síðasta ára-
tug og afturhaldssama stjórnar-
hætti er efnahagur landsins í rúst
og það er sannarlega af sem áður
var þegar óumdeilt var að Júgó-
slavía stóð fremst allra landa Aust-
ur-Evrópu.
Einn af hverjum þremur íbúum
Júgóslavíu, sem raunar mun senn
heyra sögunni til og framvegis
heita Serbía og Svartfjallaland, er
atvinnulaus. Þá hefur sparifé fólks
brunnið upp í óðaverðbólgu og
gjaldþrotum fjármálastofnana.
Stríðin í fyrrverandi lýðveldum
Júgóslavíu 1991–1995 og síðan í
Kosovo 1999 hafa einnig kostað
sitt, rétt eins og langvinnt við-
skiptabann Vesturveldanna sem
hafði í för með sér ómælda erf-
iðleika fyrir verslun og viðskipti í
landinu.
Hafi einhverjir vaxtarbroddar
verið í efnahagsgeiranum tókst
spilltum leiðtogum síðan ávallt að
sitja einir að þeim gæðum. Meira
en ár er hins vegar liðið frá því að
Slobodan Milosevic, fyrrverandi
forseti, hrökklaðist frá völdum og
nýir stjórnarherrar leitast nú við
að snúa við blaðinu.
Evrópuþjóðir lofa aðstoð
Á tímum kalda stríðsins aðhyllt-
ust stjórnvöld í Júgóslavíu ávallt
hófsamari gerð kommúnisma en
önnur ríki austurblokkarinnar.
Segir Mladjan Dinkic seðlabanka-
stjóri að þetta hafi gert að verkum
að auðveldara hafi reynst fyrir
Júgóslava að tileinka sér hið kapít-
alíska markaðskerfi Vesturlanda.
Ríkisstjórn landsins spáir því að
árlegur halli á ríkissjóði muni nema
3,9 milljörðum dollara, 390 millj-
örðum ísl. kr., fram til ársins 2005.
Þær hindranir sem nú þarf að yf-
irstíga eru því risavaxnar.
Ýmsar Evrópuþjóðir hafa hins
vegar heitið stjórnvöldum í Bel-
grad aðstoð enda telja menn mik-
ilvægt að stuðla að stöðugleika á
Balkanskaganum. Hefur Júgóslav-
íu verið lofað 835 milljón dollara
aðstoð á næstu þremur árum en
eftir það er líklegt að muni draga
úr enda beinast nú augu margra
annað, s.s. til Afganistan þar sem
einnig þarf að vinna mikið upp-
byggingarstarf.
Fremstur í flokki umbótasinn-
anna í Belgrad er serbneski for-
sætisráðherrann, Zoran Djindjic.
Vill hann m.a. endurskoða rekstur
ríkisbanka og verksmiðja sem hafa
reynst baggi á ríkissjóði miklu
fremur en hitt. Er það einnig eitt
af markmiðum þeirrar nýju kyn-
slóðar embættismanna, sem Djind-
jic fer fyrir, að einkavæða þúsundir
fyrirtækja sem ár eftir ár hafa skil-
að tapi í stað hagnaðar.
Má nefna að Dinkic seðlabanka-
stjóri lét í fyrra loka 19 banka-
stofnunum, sem í reynd voru gjald-
þrota, og sameinaði starfsemi
þeirra stærri og öflugri aðilum á
markaðnum.
Sömuleiðis vilja menn binda enda
á þá hefð að verðlagi á alls kyns
vöru og þjónustu sé stýrt af ríkinu.
Aðgerðir sem þessar reynast
hins vegar jafnan sársaukafullar og
umbæturnar hafa stuðlað að auknu
atvinnuleysi. „Þetta er kapphlaup
milli umbótasinnanna og þolinmæði
almennings. Enn sem komið er
standa umbótasinnarnir vel að
vígi,“ segir Rory O’Sullivan, yfir-
maður útibús Alþjóðabankans í
Belgrad. „En ef babb kemur í bát-
inn er hætta á því að almenningur
taki að efast um hvort fórnirnar
séu þess virði.“
Fullyrt er að þær umbætur sem
innleiddar voru á síðasta ári hafi
verið þær umfangsmestu sem
nokkurt fyrrum kommúnistaríki
hefur ráðist í. Verðbólga en nú „að-
eins“ 40% – náði hámarki árið 1993
er hún mældist í milljörðum pró-
senta – en atvinnuleysi er áfram
mikið, meira en 30%. Þá er verg
þjóðarframleiðsla á mann aðeins
um eitt þúsund dollarar á dag en
var þrjú þúsund dollarar árið 1989.
Flest opinber fyrirtæki greiða
starfsfólki sínu laun sem engan
veginn nægja fyrir nauðsynjum.
Margir hafa því gripið til sömu
ráða og Zlatko Klincarevic sem tók
þann kost að segja upp starfi sínu
hjá ríkisverksmiðju, sem framleiddi
dráttarvélar, og hóf að selja leik-
föng á flóamarkaði í miðbæ Bel-
grad. Hann kveðst í dag vinna sér
inn 220 dollara á mánuði, þrisvar
sinnum meira en það sem hann
hafði hjá ríkinu.
Eitt af allra erfiðustu verkefnum
umbótasinnanna er síðan að byggja
aftur upp tiltrú almennings á
bankakerfið. Margir töpuðu öllu
sínu fé í vafasömum lánaviðskiptum
og einnig lentu margir illa í því
þegar Milosevic frysti inneignir
allra gjaldeyrisreikninga í landinu.
Afleiðingin varð sú að almenningur
er afar tregur til að geyma fé sitt
annars staðar en undir koddanum
heima hjá sér.
Eigi að reisa efnahag Júgóslavíu
úr rústum ríður ennfremur mikið á
að laða erlenda fjárfestingu til
landsins en eins og algengt er í
fyrrum kommúnistaríkjum geldur
almenningur varhug við slíkum fyr-
irætlunum, og óttast að útlendir
auðkýfingar taki til sín alla bestu
bitana.
Erfiðar aðgerðir framundan eigi að takast að reisa við efnahag Júgóslavíu
Umbótasinnarnir láta
meira til sín taka
Reuters
Serbneskur bóndi leiðir búfé sitt yfir Dóná í nágrenni Novi Sad í Júgóslavíu. Fjárfestingarbanki Evrópu veitti
stjórnvöldum nýlega lán til að hefja endurbyggingu brúa, vega, flugvalla og hafna.
Belgrad. AP.
ANDSTAÐA við inngöngu í
Evrópusambandið minnkaði
heldur í Noregi í mars ef miðað
er við skoðanakönnun sem gerð
var í febrúar. 43,5% Norð-
manna segjast því andvíg að
ganga í ESB í nýrri könnun
sem Gallup í Noregi gerði fyrir
Verdens Gang og TV2, á meðan
42% eru því hlynnt.
Heldur meiri andstaða var
við aðild að ESB í febrúar en þá
var munurinn 6%. Segir Nils
Vibe hjá Gallup í Noregi í sam-
tali við Aftenposten að könnun-
in sýni að ef Íslendingar sæki
um aðild að ESB muni meiri-
hluti Norðmanna verða því
hlynntur að sækja einnig um
aðild.
Þannig sögðu 35% þeirra,
sem hlynntir eru aðild Noregs,
að innganga Íslendinga myndi
valda því að þeir yrðu enn já-
kvæðari en ella í garð inngöngu
Noregs í ESB og 11% þeirra
Norðmanna, sem eru andsnún-
ir inngöngu, voru sömu skoð-
unar.
Betra að vera í samfloti
með Íslendingum
Haft er eftir Thorbjörn Jag-
land, leiðtoga Verkamanna-
flokksins, í Aftenposten að
ánægjulegt sé að sjá hversu
margir séu á þeirri skoðun, að
mikilvægt sé að fylgjast með af-
stöðu Íslendinga til inngöngu í
ESB.
Lýsir Jagland þeirri von
sinni að þessar niðurstöður
verði til að skapa forsendur fyr-
ir efnislegri umræðu um kosti
og galla aðildar á þessu kjör-
tímabili. „Það er mun betra að
sækja um aðild í samfloti með
Íslendingum, heldur en þurfa
e.t.v. að eiga þá sem viðsemj-
endur er við færum loks í aðild-
arviðræður.“
Færri
andsnún-
ir ESB-
aðild
í Noregi
en áður
RITHÖFUNDAR í Bandaríkjunum
hafa skorið upp herör gegn til-
raunum netverslunarinnar Amazon
til að auka sölu á notuðum bókum,
að því er The New York Times
greinir frá. Amazon hefur orðið
miklar tekjur af sölu notaðra bóka,
en höfundar þeirra fá ekki krónu í
sinn hlut, að því er blaðið segir.
Hagsmunasamtök rithöfunda í
Bandaríkjunum, The Authors Gu-
ild, hafa sent tölvuskeyti til 8.200
meðlima sinna og ráðið þeim að
hætta að hjálpa Amazon að selja
bækur með því að hafa á vefsíðum
sínum tengil á síðu Amazon. Segja
samtökin ástæðuna vera „hina al-
ræmdu sölu Amazon á notuðum
bókum“.
Í tölvuskeytinu frá The Authors
Guild segir að aðferðir Amazon
skaði útgáfustarfsemi og engin
ástæða sé fyrir höfunda að taka
þátt í því að grafa undan sölu eigin
bóka. The New York Times hefur
aftur á móti eftir Patti Smith, full-
trúa Amazon, að hún telji misráðið
af rithöfundum að vera að kvarta
yfir þessari þjónustu netverslunar-
innar.
„Við teljum þetta afar góðan kost
fyrir viðskiptavini okkar, og þetta
kemur höfundum líka vel, vegna
þess að [með því að bjóða bækur á
sem lægstu verði] eru viðskiptavinir
okkar hvattir til að kynna sér nýja
höfunda og bókmenntagreinar sem
þeir hafa kannski ekki þekkt hing-
að til,“ hefur blaðið eftir henni.
Andmæla
sölu not-
aðra bóka
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
VERSLUNARHÚSN. Í MÖRKINNI - SKEIFAN
Vorum að fá til leigu ca 100 fm húsnæði á besta stað í
Mörkinni. Húsnæði þetta hentar allri almennri verslunar-
starfsemi, gott gluggapláss. Mikil umferð fólks. Húsnæðið
er til afhendingar fljótlega. Uppl. veitir Andrés Pétur hjá
eign.is fasteignasölu í síma 533 4030.
• Bakarí/kaffihús. Rótgróið bakarí með góða veltu, fjórir útsölustaðir, • •
• eigið húsnæði.
• Upplýsingar á skrifstofu, hafið samband við Ólaf.
• Skemmtistaður, stór og vel staðsettur skemmtistaður. Leyfi fyrir 280 •
• manns, tilvalinn dansstaður.
• Kaffihús, við Laugaveginn, ársvelta um 42 millj. Sami eigandi sl. 5 ár.
• Vel rekið fyrirtæki á góðu verði.
• Innflutningur/verslun, með um 20 millj. kr. ársveltu. Föst og góð • • • •
• viðskiptasambönd.
• Veitingahús, í miðbæ Reykjavíkur, góð velta traust fyrirtæki, • • • • • •
• upplýsingar einungis á skrifstofu.
• Gistiheimili með 27 herb.
• Nýtt húsnæði afhent 1. júní 2002.
• Verslanir í Kringlunni og Hafnarfirði, góðir möguleikar, auðveld kaup.
• Skemmtistaður, í hjarta Reykjavíkur, á tveimur hæðum, lifandi tónlist, •
• vaxandi kúnnahópur.
• Bar í miðbæ Reykjavíkur, einn af vinsælli stöðum, góð og trygg velta.
• Upplýsingar einungis á skrifstofu.
• Veitingastaður, við Laugaveginn, með austurlenska rétti, góð velta, • •
• gróið fyrirtæki.
• Söluturn, miðsvæðis í Reykjavík, leiga 100 þúsund á mánuði. Vaxandi
• velta.
• Veitinga/skemmtistaður, einn af betri stöðum í hjarta Reykjavíkur, • • •
• glæsilegar innréttingar og góðir möguleikar.
• Veitingahús, með heimilismat. Opið frá kl. 8-17 virka daga. Möguleiki á
• veisluþjónustu, tilvalið fyrir samhenta aðila.
• Vantar á skrá:
• Heildsölur.
• Söluturna á höfuðb.sv.
• Fyrirtæki í rekstri sem hægt er að flytja út á land.
FYRIRTÆKI - SÖLUSKRÁ
Sölumaður: Ólafur A. Guðmundsson