Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 25

Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 25 Fyrir fagurkera og safnara Antik Kuriosa Grensásvegi 14 s. 588 9595 og 660 3509 Opið mán-fös. frá kl. 12-18 Lau. frá kl 12-17 Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust Kaupauki! 7 hlutir Ef þú kaupir tvo hluti frá Clinique, er þessi gjöf þín:  Dramatically Different Moisturizing Lotion 15 ml  Total Turnaround 7 ml  Superbalanced Makeup 15 ml  High Impact Eye Shadow duo  Daily Shampoo 50 ml  Different Lipstick Pink Whisper  Ásamt Clinique öskju undir snyrtivörur/ skartgripi. GÓÐ GJÖF Nýtt! Total Turnaround Aðeins fyrir þig Two to Tango augnskuggar Ráðgjafar Clinique verða í Hagkaup Kringlunni vikuna 11.-18. apríl og veita þér fría húðgreiningu og ráðgjöf um förðun. Tilboðið gildir í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni, Hagkaup Spönginni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Akureyri. w w w .c lin iq ue .c om UMDEILDUR vísindamaður, sem segist hafa einræktað fóstur, kann að stofna bæði einræktaða barninu og móður þess í mikla hættu, að því er fram kemur í grein í breska vikublaðinu New Scientist sem kemur út á laugardag. Læknar hafa varað við því að einræktuð börn geti fæðst með ólæknandi sjúkdóma eða vansköp- uð og New Scientist segir að fram hafi komið vísbendingar um að gangi kona með einræktað barn geti hún fengið sjaldgæft og ill- kynja krabbamein í legi, svokallað æðabelgskrabbamein. Blaðið hef- ur eftir Richard Gardner, sérfræð- ingi í fósturþróun við Oxford-há- skóla, að ekki hafi enn verið sannað að móðir einræktaðs barns geti fengið æðabelgskrabbamein því vísbendingarnar um það hafi aðeins fengist við tilraunir á dýr- um. Hann varar þó við því að hætt- an á krabbameininu geti verið mikil. Dagblaðið Gulf News, sem gefið úr út á ensku, skýrði frá því 3. apr- íl að umdeildur sérfræðingur í frjósemislækningum, Ítalinn Se- verino Antinori, hefði tilkynnt á ráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að sér hefði tek- ist að einrækta fóstur. Kona sem gengi með fóstrið væri komin tvo mánuði á leið. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki fengið staðfestingu á þessari frétt og ekki er vitað hver konan er. New Sci- entist hefur eftir ítalska blaða- manninum Giancarlo Calzolari, vini Antinoris, að einræktunin hafi átt sér stað í múslímaríki og faðir einræktaða fóstursins sé „voldug- ur auðjöfur“. Ítalskur vísindamaður segist hafa einræktað fóstur Bæði móðirin og barnið sögð í hættu París. AFP. DAGBLAÐIÐ al-Hayat, sem gefið er út á arabísku í Bretlandi, sagði í gær að því hefði borist yfirlýsing frá al- Qaeda hryðjuverkasamtökunum þar sem fullyrt væri að Sádí-Arabinn Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, væri á lífi og fær í flestan sjó. Er bin Laden sagður leggja á ráðin um ný hryðjuverk. Al-Hayat sagði yfirlýsinguna frá al- Qaeda vera dagsetta 26. mars og er þar m.a. fullyrt að átján bandarískir hermenn hafi nýverið verið teknir af lífi eftir að liðsmenn al-Qaeda og talib- anar handsömuðu þá að loknum hörð- um bardögum í Austur-Afganistan. „Osama bin Laden er frískur og fær í flestan sjó og undirbýr nú næstu skrefin í baráttu sinni,“ sagði í yfirlýs- ingunni sem barst al-Hayat. George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi síðast á föstudag að hann hefði ekki hugmynd um hvar bin Lad- en væri niðurkominn. „Ég bendi þér hins vegar á þetta,“ sagði hann í við- tali við breska sjónvarpsstöð, „það heyrist sannarlega ekki mikið frá honum þessa stundina. Kannski er það af því að hann hefur grafið sig of- an í holu einhvers staðar en það er ekki til nógu djúp hola fyrir hann að leynast í.“ „Við munum ná honum ef hann er á annað borð enn á lífi,“ sagði Bush. Bin Laden sagður á lífi London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.