Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 27
FRÓÐI er sjö ára strákur sem býr
í gömlu hornhúsi þar sem íbúarnir
eru sitt af hverri sortinni. Þar er fyr-
irferðarmestur herra Stormur sem
hefur allt á hornum sér og tvær elsku-
legar piparmeyjar sem sjá það já-
kvæða í öllu sem fyrir ber. Fróði
kynnist Simma, fimmtán ára strák
sem kann ýmsar brellur til að leika á
kennara og annað fólk og Fróði er
áhugasamur nemandi. Þegar herra
Stormur verður fyrir því að bíræfinn
þjófur á hlaupahjóli leggur hann bók-
staflega í einelti og stelur öllu frá hon-
um, meira að segja buxunum sem
hann stendur í, taka Fróði og vinir
hans til sinna ráða og góma þjófinn.
Leikklúbburinn Saga hefur starfað
í nokkur ár á Akureyri með eftirtekt-
arverðum árangri, en hann er skip-
aður unglingum og því eðli málsins
samkvæmt hraðar breytingar á lið-
skipaninni. Þar eins og annars staðar
kemur maður í manns stað og gaman
að sjá þetta efnilega hæfileikafólk
spreyta sig í leik og söng af svo miklu
öryggi og gleði. Anna Gunndís Guð-
mundsdóttir og Hafliði Arnar Haf-
liðason voru hreint ágæt sem hinir
ólíku félagar Fróði og Simmi. Stefán
Rafn Stefánsson stóð fyllilega undir
nafni sem herra Stormur og Ragna
Gestdóttir og Unnur Birna Björns-
dóttir voru óborganlegar sem gömlu
ungfrúrnar. Söngur þeirra til herra
Storms var verulega góður. María
Hrund Stefánsdóttir var hin þjakaða
kennslukona og þrátt fyrir að ýmis-
legt væri sagt og gert í skólanum sem
ekki samrýmist góðum siðum þá er
líklega margt verra en að fá útrás fyr-
ir slíkt í leiksýningu. Baldvin Ólafsson
undirstrikaði það svo enn frekar með
hinum orðljóta Lilla sem var alltaf að
reyna að hætta blóta.
Leikstjórinn hefur greinilega náð
góðu sambandi við hópinn og skapað
með honum líflega og skemmtilega
sýningu.
Fróði gríp-
ur þjóf
LEIKLIST
Leikklúbburinn Saga á Akureyri
Eftir Ole Lund Kirkegaard. Leikgerð:
Anna og Arne Aabenhus. Þýðing: Að-
alsteinn Ásberg Sigurðsson. Tónlist og
söngtextar: Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri:
Ármann Guðmundsson. Kompaníið 6.
apríl.
FRÓÐI OG ALLIR HINIR GRISLINGARNIR
Hávar Sigurjónsson
Á RABBABARNUM á Patreksfirði
stendur nú ljósmyndasýning sem
fréttavefurinn Tíðis á Patreksfirði í
samstarfi við Fiskvinnsluna Odda og
Rabbabarinn standa fyrir. Yfirskrift
sýningarinnar er: Fólkið í svörtu og
hvítu – brot úr mannlífsþætti Tíðis
2001.
Allt eru þetta myndir teknar í
fyrra og hafa margar þeirra ekki
verið birtar opinberlega áður. Á sýn-
ingunni eru um 50 myndir af fólki í
athafnalífi, skemmtun og við ýmiss
konar uppákomur.
Í tilefni sýningarinnar hefur Tíðis
gefið út geisladisk með myndasafni
Tíðis 2001.
Ljósmyndir á
Patreksfirði
♦ ♦ ♦
Setning ráðstefnunnar
Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans
Ávarp
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra
Skattlagning lífeyristekna
Gylfi Magnússon, dósent við Viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands
Fjármálaþjónusta við eldri borgara
Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans
Eignir og tekjur eldri borgara
Ásgeir Jóhannesson, ráðgjafi
Kaffiveitingar
Breytt aldurssamsetning og kostnaður
vegna snemmtöku eftirlauna
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður
Hagfræðistofnunar
Hrörnun almannalífeyriskerfisins
Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri
borgara
Niðurstöður nýrrar Gallupkönnunar
um fjárhag eldri borgara
Pallborðsumræður
www.bi.is
Þátttaka er ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku fyrir kl.14:00,
mánudaginn 15. apríl í síma 525 6342.
Hvernig er fjárhagsleg staða
eldri borgara á Íslandi?
Búnaðarbankinn efnir til ráðstefnu um
fjármál eldri borgara í Súlnasal Hótels Sögu,
þriðjudaginn 16. apríl frá kl. 13:30 –17:00
Ráðstefna um
fjármál eldri borgara