Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
! "#"
#
$%&$'
(
)
*
# ( (
+
, -'
( .'/
0(12345(2(6(,7+*28
-%&$9
-%%-
!
$ -%%-
!: ;
(
!"## %& ##'( (#) # *##'( ("!+ "
,
$
- $
...$ /
$
S
TÓRA málverkið, Vinnustofa
málarans, frá miðjum fjórða
áratugnum, verður að teljast
eitt af lykilverkum Jóns Eng-
ilberts, þó ekki sé fyrir annað
en hve skýrt hún afhjúpar meg-
inþætti listar hans.
Hér er flest það samankomið sem fylgdi
listamanninum allt lífið, hvar sem hann bar
niður, til að mynda litaríkidómur, ábúð-
armikil form, djarfar og karlmannlegar
pensilstrokur. Einnegin ástþrungið myndefni
þar sem hispurslausar var farið að nekt en
fram að þeim tíma hafði sést í íslenzki
myndlist og yfirleitt þótti við hæfi í hinu ein-
angraða, lokaða og fordómafulla bænda-
samfélagi. Nektin feimnismál sem ekki
skyldi borin á torg, slíkt ígildi siðleysis, eink-
um á myndum sem ætlaðar væru á veggi op-
inberra bygginga og inn í híbýli fólks. Mál-
verkið í gerð sinni og framsetningu
jafnframt slík sjálfsafhjúpun ungs og hug-
umstórs málara, að áhöld eru um að seinni
tíma listamenn hafi yfirgengið það. Hið
framstreymandi úthverfa innsæi, sem er
meginveigur og höfuðeinkenni útfærslunnar,
ryður sér leið beint á vit skoðandans.
Heimurinn var stór og mikil gerjun í list-
inni sem ekki fór framhjá norrænum mál-
urum, Edvard Munch hér mikill áhrifavaldur
langt fram eftir öldinni. Jón hafði auk stað-
góðs grunnnáms mjög gilda menntun að
baki, hvorutveggja við fagurlistaskólana í
Kaupmannahöfn og Osló, þar sem svo ólíkir
málarar sem Ejnar Nielsen og Axel Revold
voru lærimeistarar hans. Eðlilega bregður
fyrir áhrifum frá list þeirra beggja í mynd-
um Jóns, þó minna en ætla skyldi, málarinn
vel meðvitaður um styrk sinn eins og fram
kemur í umræddu málverki. Hinn þungi
táknsæi myndheimur Nielsens átti ekki við
skaphöfn nemandans né fágunin í mál-
verkum Revolds, félaga Jóns Stefánssonar í
skóla Henri Matisse í París, áhrif snillings-
ins vel merkjanleg í list Norðmannsins.
Norskt málverk í það heila virðist bersýni-
lega hafa haft meiri áhrif á hina hrifgjörnu
listspíru en báðir lærimeistararnir, nálægðin
við Munch í Osló merkjanleg næstu árin og
lengi áfram.
Jón Engilberts var ákafamaður sem
stefndi jafnan að svipmikum átökum á
myndletinum, jafnframt geðríkur og fastur
fyrir í skoðunum sínum. Litirnir skyldu safa-
ríkir, hljómmiklir og helst svo efniskenndir
að áferð þeirra greindist með berum aug-
unum, ekkert terpentínusull hér eins og
hann orðaði það nokkurn veginn sjálfur. Allt
þetta ber vinnustofumálverkið í sér, jafn-
framt kennir maður margt af því sem var
undanfari róttækari hræringa sem þá voru í
gerjun og tóku við sér sem framúrstefna í
lok áratugarins, voru sem sértækt og ljóð-
rænt framhald úthverfa innsæisins, expressj-
ónismans. Í þá tíð gengu hlutirnir ekki eins
hratt fyrir sig og seinna varð, heimurinn
stór, stílbrögðin lengur í mótun, alþjóðlegi
listamarkaðurinn óvirkari, gjörólíkur því sem
seinna varð og við þekkjum í dag.
Það er völlur á listamanninum á vinnu-
stofu sinni, hvar hann stendur við mál-
aratrönur sínar með pentskúf í annarri hendi
en litaspjald í hinni, fyrir framan hann til
vinstri situr kona við borð með reifabarn á
brjósti, en yst til hægri nakin stúlka á stól-
kolli. Gleið fyrirsætan hefur brugðið undir
sig teppi og virðist halda í einn enda þess yf-
ir höfði sér, styður hinni við stólbríkina og
öðrum fætinum á skemil. Sólin flæðir inn um
glugga í bakgrunninum og myndar ferhyrnd-
an blett á miðju gólfinu. Þar sér í tóma
krukku, blóm í potti, miðstöðvarofn og ýmsa
smálega hluti sem eiga að binda heildina og
auka hrif hins opna sjónarspils. Horft út um
gluggann bregður húsasamstæðu fyrir og að
baki konunnar og málarans vottar fyrir
tveim mannverum í hljóðskrafi. Fjölþætt
myndbyggingin er í góðu jafnvægi, hlutfalls-
andstæður vel virkar og kenna má eitt og
annað í vinnubrögðunum sem málarar not-
uðust við á þessu tímaskeiði, en um leið
koma hér fram óvenju sterk og tilfinninga-
þrungin stíleinkenni.
Þetta var í öllum skilningi frjósamt tímabil
í list Jóns Engilberts, árið áður hafði stjórn
Konunglegu akademíunnar boðið honum
ásamt Sigurjóni Ólafssyni, Þorvaldi Skúla-
syni og tveim dönskum félögum þeirra,
Reidari Magnus og Vesta Lippert Magnum,
að sýna á Charlottenborg. Sýningin vakti
drjúga athygli og verk Jóns hlutu lofsamlega
dóma, velgengnin varð til þess að honum var
boðin þátttaka í sýningarhópnum Kamrat-
erne, sem stofnaður hafði verið árið áður og
setti manninn í öndvegi.
Lífið blasti við hinum unga listamanni og
hvert lykilverkið á fætur öðru leit dagsins
ljós allt fram að stríðsbyrjun er aðstæður
neyddur hann til að yfirgefa Danmörku.
Ekkert þeirra ber þó viðlíka merki hins mik-
illáta málara sem býður lífinu byrginn og sér
framtíðina í sólbjörtum hillingum og Vinnu-
stofa málarans.
Lesið í málverk II
Vinnustofa
málarans 1935
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Vinnustofa málarans, olía á léreft, 1935. Listasafn Íslands.
Samið í tilefni sýningarinnar
Huglæg tjáning – máttur list-
arinnar í Listasafni Íslands,
annar lestur af fjórum.
Bragi Ásgeirsson
Jón Engilberts (1908–1972)
Í TILEFNI af Degi bókarinnar, 23.
apríl, efnir Endurmenntun HÍ til
námskeiðs mánudaginn 22. apríl, fyr-
ir alla þá sem vinna að því að efla bók-
lestur í landinu, bókasafnsfræðinga,
kennara, leikskólakennara o.s.frv.
Breski frumkvöðullinn Rachel Van
Riel er fyrirlesari, en hún er í far-
arbroddi nýrrar hreyfingar í Bret-
landi sem bylt hefur hugmyndum
manna um hvernig bækur eru lesnar
og kynntar á bókasöfnum, í bóka-
verslunum, á vinnustöðum, félags-
miðstöðvum og á Netinu.
Rachel rekur í félagi við aðra fyr-
irtækið Opening the Book Ltd sem
sérhæfir sig í verkefnum sem miða að
því að auka bóklestur almennings í
Bretlandi. Fyrirtækið hefur meðal
annars starfað með bókasöfnum,
sveitarfélögum og samtökum kenn-
ara og rithöfunda.
Námskeið til
eflingar bóklesturs
RAGNAR Emilsson er ungur gít-
aristi, sem útskrifaðist frá djassdeild
Tónlistarskóla FÍH sl. vor. Ég hef
aldrei heyrt hann áður utan í sjón-
varpsmyndinni Varði fer á vertíð, þar
sem hann lék gítardúett með Hall-
varði söguhetju í Kolaportinu; Softly
As In A Morning Sunrise ef ég man
rétt. En á Múlanum voru engir söng-
dansar á ferðinni þótt annað lagið á
efnisskránni, nafnlaust, væri tileink-
að minningu helsta söngdansaskálds
okkar Íslendinga, djassprófessor
Jóni Múla Árnasyni. Var það við hæfi
í klúbbnum sem ber nafn hans.
Þessi ópus var leikinn af mikilli til-
finningu, sér í lagi flýgilhornsóló
Birkis Freys Matthíassonar. Birkir
verður æ betri á flýgilhornið með
hverjum tónleikum og hefði gamli
kornettistinn, Jón Múli, kunnað að
meta blástur hans þetta kvöld. Þessi
ópus bar með sér sterkan ECM-blæ
og það gerði upphafsópusinn einnig,
valsinn Hoofprints. Þarna var greini-
lega orðaleikur á ferð, því skylt var
verkið Footprints, frægasta valsi
Waynes Shorters.
Svo kom bíboppblús og Birkir tók
upp trompetinn og blés af miklum
þrótti, en það var ekki fyrr en í
tveimur síðustu verkunum fyrir hlé,
hinum rokkuðu Rosemarin og
Fnusk, að hrynsveitin náði sér á strik
enda mun sterkari í þeim hryngeira
en boppi.
Ragnar gítarleikari fór hægt af
stað í einleiksköflum sínum, dálítið
þreifandi, en í Fnusk var hann kom-
inn með spænska hljóminn sem ríkti
eftir hlé. Kannski áhrif frá Miles, Gil
Evans og Coltrane. Birkir Freyr var
mun síðri í þeim lögum þar sem rokk-
hrynurinn réð en þeim djassskotnu,
en þremenningarnir í hrynsveitinni
náðu því betur saman.
Eftir nafnlaust lag í cís-moll lék
kvartettinn Tónabúðardjass, og þar
áttu bæði Birkir Freyr og Ragnar
góða einleikskafla. Aðal Ragnars er
einfaldleikinn. Hann hefur greinilega
þrauthugsað sólóa sína og þótt
spænsku áhrifanna gætti í einleik
hans féll hann aldrei í þær klisju-
gryfjur sem svo mörgum nýliðanum
eru skeinuhættar.
Svo kom náttúrulýsing: Flóð og
fjara. Bað tónskáldið áheyrendur að
ímynda sér kalda íslenska strönd –
ekki sólarströnd – en þó væri sólar-
lag. Þrátt fyrir þessi orð voru hin
spænsk/márísku áhrif þeim norrænu
sterkari. Kannski var myndin
ströndin í Eyjum eftir Tyrkjaránið. Í
það minnsta ríkti sterkur tregi í tón-
listinni og undurvel var leikið.
Svo lauk efnisskránni með
skemmtilegri endurgerð á A Night
In Tunisia eftir Dizzy Gillespie. A
Day In Tunisia. Kraftmikill flygil-
hornsóló og tær og tildurlaus gítar-
sóló kórónuðu tónleikana. Það verð-
ur gaman að fylgjast með Ragnari
Emilssyni í framtíðinni. Hann vinnur
greinilega hægt – en vonandi örugg-
lega.
Í lokin skal þess getið að þótt vel
væri klappað í lok hvers lags var að-
eins tvisvar klappað á eftir sólóum. Í
bæði skiptin fylgdi hugur klappi. Það
er ekkert jafn leiðinlegt og skyldu-
klappið á eftir hverjum sóló sem allt-
of lengi hefur tíðkast í djassinum.
Vonandi eru þetta merki þess að ný
kynslóð láti þennan óvana lönd og
leið og láti hjartað ráða klappi.
Birkir Freyr verður aftur í Múl-
anum í kvöld og í þetta skipti með
sextett píanistans Ástvaldar
Traustasonar þar sem sveiflan verð-
ur heit og sterk.
Spænskt og
rokkað á köflum
DJASS
Múlinn í Kaffileikhúsinu
Birkir Freyr Matthíasson flýgilhorn og
trompet, Ragnar Emilsson gítar, Þor-
grímur Jónsson bassa og Kristinn Agn-
arsson trommur. Verk eftir Ragnar Em-
ilsson. Fimmtudagskvöldið 4.4.
RAGNAR EMILSSON OG HLJÓMSVEIT
Vernharður Linnet
Kaffileikhúsið Hlaðvarpanum Á
tónleikum djassklúbbsins Múlans
leikur kl. 21 Sextett Ástvaldar sem
leiddur er af píanóleikaranum Ást-
valdi Traustasyni og saxófónleik-
aranum Ólafi Jónssyni. Þeir félagar
hafa leikið mikið saman í hinum
ýmsu hljómsveitum á undanförnum
árum, m.a. Stórsveit Reykjavíkur og
hljómsveitinni Jazzbræður, sem
leikur að mestu frumsamda tónlist
þeirra beggja. Nú leita þeir félagar í
smiðju tónlistar sjöunda áratug-
arins, í tímabil í djasssögunni sem
oft er kennt við „hard-bop“. Ólafur
og Ástvaldur hafa sérstaklega útsett
lögin fyrir þessa tónleika. Með þeim
leika Birkir Freyr Matthíasson á
trompet, Samúel J. Samúelsson á
básúnu, Birgir Bragason á bassa og
trommuleikarinn Erik Qvick.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is