Morgunblaðið - 11.04.2002, Page 31
bestu mögulegu að-
stæður. Ef þörf er á
einhvers konar aðstoð
við framkvæmd og
sköpun verksins eða
annars konar hjálp, þá
sér DCA um að lista-
maðurinn fái þá að-
stoð. Í þessu getur fal-
ist að finna bestu
aðstoðarmenn sem völ
er á við uppsetningu
verksins á Ítalíu, að
afla styrktaraðila, eða
koma listaverkinu á
sýningarstaði annars
staðar eftir að Tvíær-
ingnum lýkur.“
Mikilvægi listastarfsemi
vanmetið á Íslandi
Það hljóta að vakna spurningar
um það hvers vegna Ólafur Elíasson
sýnir fyrir hönd Danmerkur en
ekki Íslands.
„Ég hef nokkrum sinnum sýnt á
sýningum með íslenskum lista-
mönnum, en boð um það hafa þá
komið frá sýningarstjórunum sjálf-
um, ekki frá Íslandi. Ég myndi aldr-
ei hafa nokkuð á móti því að sýna
fyrir Íslands hönd, ekkert frekar en
ég er nú að sýna fyrir hönd Dan-
merkur. Hvar sem ég kem reyni ég
að vekja áhuga á Íslandi, nátt-
úrunni og fólkinu. En þegar kemur
að umræðu um menningarpólitík og
listmenntun þá reyni ég að komast
hjá því að nefna Ísland. Það er skoð-
un mín að íslenska ríkið vanmeti al-
gjörlega samfélagslegt og pólitískt
mikilvægi vel upp byggðrar menn-
ingarstefnu og öflugs listræns
starfs í landinu. Það er gífurleg
gróska í samvinnu og samskiptum
innan listgeirans í Evrópusamfélag-
inu, hvort sem er í myndlist, bók-
menntum, tónlist eða kvikmynda-
gerð. Mér sárnar fyrir hönd ungra
íslenskra listamanna hve Ísland hef-
ur setið hjá í þessum efnum vegna
þess eins að íslenska ríkið hefur
ekki haft burði til að byggja þeim
brýr yfir í þennan listaheim. Maður
sér það svo oft, þegar íslenskir lista-
menn fá tækifæri til að sýna erlend-
is, að þeir standa sig sjálfir mjög vel
og listræn gæði verka þeirra eru
mikil. Vandamálið er að þeim gef-
ast of fá tækifæri til að sýna úti. Ís-
lensk menningarstefna ætti að
gegna miklu víðtækari hlutverki en
nú er og það þarf að sjá til þess að
til verði áætlun um það hvernig Ís-
land vill kynna sjálft sig í listum á
erlendum vettvangi, með þarfir Ís-
lendinga í huga. Þetta er eitthvað
sem ekki verður gert án stuðnings
ríkisins, vegna þess að sköpun snýst
ekki um skreytingu og hönnun,
heldur um óhlutbundið endurmat á
þeim samfélagslegu gildum sem
skipta máli í hinni upprunalegu
hugmynd okkar um lýðræði.“
Skiptir máli að fá
réttu hjálpina
Ólafur segir að sé tækifærið á
Feneyjatvíæringnum nýtt rétt og
vel, geti þátttaka hans þar haft gíf-
urleg áhrif á feril hans. „Þetta er
tvímælalaust ein af mikilvægustu
sýningum sem ég tek þátt í á ævi
minni. Ef hins vegar tækifærin á
Feneyjatvíæringnum eru ekki rétt
nýtt, getur verið að ekkert verði úr
neinu, tækifærin glatist og að þátt-
takan sé bara sóun á peningum.
Þetta snýst auðvitað fyrst og fremst
um það að skapa mjög gott verk, en
það er engu að síður mikilvægt að
fá réttu hjálpina við þetta og stuðn-
inginn frá sýningarstjóranum og
DCA. Það er í gangi mikil alþjóðleg
umræða í myndlistinni og með þátt-
töku í Tvíæringnum hef ég tækifæri
til að komast inn í þessa umræðu og
kynna hugmyndir mínar og viðhorf
til ýmissa mála er snerta listina. Að
verða þátttakandi í þessari umræðu
og að ná góðu skipulagi á sýning-
unni sjálfri er miklu mikilvægara í
sjálfu sér en að þetta sé beinlínis
kynning á einhverri þjóð. Það er
miklu mikilvægara fyrir danska
menntamálaráðuneytið sem stend-
ur straum af kostnaðinum við verk-
efnið, að sýna að Danmörk hefur
fulla burði til að geta tekið þátt í al-
þjóðlegri listaumræðu á þessum
vettvangi, heldur en að sýna stakt
verk á grundvelli einnar þjóðar.
Getan til að taka þátt í menningar-
umræðunni á þrepinu fyrir ofan
þjóðlega planið; – þ.e. á alþjóð-
legum vettvangi og mikilvægi þess
fyrir Danmörku, ráða vali þeirra á
listamanni til að sýna í Feneyjum.
Þeir áttu þess vegna ekkert í vand-
ræðum með að leita til mín, enda
kalla þeir mig dansk-íslenskan lista-
mann.“
Ólafur Elíasson sýnir fyrir Dani á Feneyjatvíæringnum
Ein af mikilvægustu
sýningum ævi minnar
ÓLAFUR Elíasson
myndlistarmaður hef-
ur verið valinn til að
vera fulltrúi Danmerk-
ur á Tvíæringnum í
Feyneyjum árið 2003.
Ólafur er Íslendingur,
en hefur búið lengi
ytra. Verk hans hafa
vakið mikla athygli
víða um heim. Í sam-
tali við Morgunblaðið
segist Ólafur ekki vera
búinn að ákveða end-
anlega hvers konar
verk hann vilji búa til
fyrir sýninguna í Fen-
eyjum.
„Ég er rétt að byrja að hugsa um
þetta, en ég ætla að vinna úr nokkr-
um ólíkum hugmyndum, vegna þess
að danski sýningarskálinn er mjög
stór, og mig langar til þess að koma
fram með margþætta hugmynd sem
sýnir ólíkar hliðar verka minna.
Mikilvægur þáttur í verkefninu
verður að fá til liðs við mig unga rit-
höfunda, arkitekta og tónlist-
armenn til að fá breiðari fókus á
sýningarskálann og til að komast út
úr fastmótuðum hugmyndum um að
sýningarskálinn sé kynning á
grundvelli þjóðernis. Það skiptir
minna máli í listrænu samhengi.“
29 milljónir til verkefnisins
Ólafur segir að danski skálinn í
Feneyjum sé rekinn af Dönsku sam-
tímalistarstofnuninni DCA og þar
komi einnig til sýningarstjóri sem
DCA og hann sjálfur velji í samein-
ingu. „Sýningarstjórinn hefur um-
sjón með framkvæmd verkefnisins í
heild. Hann skipuleggur framgang
sýningarinnar, sér um að gefa út
bók um verkefnið, heldur utan um
kynningarmál og fleira slíkt í ná-
inni samvinnu við mig, og með að-
stoð frá DCA. Fjárhagsáætlun fyrir
verkefnið hljóðar upp á 2,5 millj-
ónir danskra króna, eða rúmlega 29
milljónir íslenskra króna, og sú
upphæð á að dekka allan kostnað,
auk greiðslu til listamannsins og
sýningarstjórans. Inni í þessari
upphæð er áætlað að ein milljón
danskra króna, eða rúmlega 11,5
milljónir íslenskra króna fari í lista-
verkið sjálft. Danir gera ráð fyrir
því að listamaðurinn hafi 12–16
mánuði til að undirbúa verkið við
Ólafur Elíasson
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 31
LEIKRITIÐ Völuspá eftir Þórarin
Eldjárn, verður flutt á sænsku í
Öldutúnsskóla í dag kl. 11.20 og er
það í fyrsta sinn sem leikritið er flutt
á sænsku hérlendis. Það er 40
kvenna hópur frá Svíþjóð ásamt ís-
lenskum sænskunemum í Öldutúns-
skóla, sem ætla að sjá sýninguna. Þá
ætlar bandarísk sjónvarpsstöð að
fylgjast með þessari útgáfu verksins
og hafa til kynningar vestanhafs.
Möguleikhúsið fékk John Sweden-
mark til þess að þýða Völuspá yfir á
sænsku. Leikstjóri sýningarinnar er
danski leikarinn Peter Holst. Pétur
Eggerz leikur öll hlutverkin og Stef-
án Örn Arnarson leikur á selló.
Völuspá
á sænsku
ÞAÐ er sérkennilegt með hvaða
hætti listaverk koma til fólks, oft
þá er skapandi þeirra er genginn,
og einnig hvern-
ig verk þeirra,
er nutu mikillar
athygli, hverfa
af vettvangi. Að
þessu leyti er
sagan oft dynt-
ótt og fer sjald-
an að settum
leikreglum líð-
andi stundar,
svo enginn veit
endanlega niður-
stöðu um gildi þess sem geyma
skal eða gleyma. Einstaka tekst að
klífa þrítugan hamarinn og gnæfa
þar æ síðan, þar sem til sést um
alla vegu og því skal trúað, að
Halldór Laxness sé einn þeirra er
hæst ber við himin háan.
Fyrir börnin í dag er Halldór
Laxness að finna í sögum hans og
ljóðum og af því sem marka má af
söng og upplestri barnanna í Kárs-
nesskóla á tónleikum þeirra í Saln-
um sl. föstudagskvöld, eru þar í
millum miklir kærleikar. Tónleik-
arnir hófust á braghendunni (eða
afhendingu hinni meiri) Bráðum
kemur betri tíð með blóm í haga,
við lag sem Ingi T. Lárusson
samdi við Sólskríkjuna eftir Pál
Ólafsson. Af öðrum lögum má
nefna Búkolla mín bu, bu, bu,
Hvert örstutt spor (Jón Nordal) en
einsöng í því lagi söng Sara Dís
Hjaltested, Enginn gisti að Gunn-
vöru, lagstúf úr Atómstöðinni
(Þorkell Sigurbjörnsson), Hve
bjart er veður (Vorvísa), þú varst
alinn upp á trosi, við þó nokkuð
sniðugt og einfalt lag eftir Hörð
Torfason. Þar eftir voru tvö lög
eftir Atla Heimi Sveinsson, Klem-
entínudans og hið fallega lag hans
við Maríukvæði, og lauk söngþætt-
inum með Maístjörnunni.
Kórinn söng mjög fallega, sér-
staklega lag Atla við Maríukvæðið
og Maístjörnuna, sem uppfærð var
af mikilli reisn. Með söngvurunum
lék Marteinn H. Friðriksson á pí-
anó og strengja- og flautuleikarar
voru Guðrún Mist Sigfúsdóttir,
Steinunn Aradóttir, Þorkell Helgi
Sigfússon, Örn Ýmir Arason og
Vilborg Gísladóttir.
Inn á milli söngvanna lásu og
léku kórfélagar nokkur atriði, þar
sem börn koma við sögu, úr
Brekkukotsannál, Heimsljósi,
Sölku Völku og úr Degi hjá munk-
um og áttu sum börnin hreinan
stjörnuleik, svo af þessu tiltæki
varð hin besta skemmtan. Leikles-
arar voru Sigrún Bjarnadóttir,
Benedikt Clausen, Helga Gunn-
laugsdóttir, Ingvi Björgvinsson,
Helen Inga Stankiewicz, Sigrún
Skaftadóttir, Fríða Margrét Pét-
ursdóttir, Jón Eyþór Gottskálks-
son, Sunneva Tómasdóttir, Hjördís
Ásmundardóttir, Valdís Ýr Vigfús-
dóttir, Helga Gunnlaugsdóttir og
Elín Jakobsdóttir, er var kynnir.
Bæði söngur og upplestur var
einstaklega fallega uppfærður,
frjáls og einlægur undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur, er hefur
sérstakt lag á að laða fram vand-
aðan söng og varðveita þá gleði,
sem börnum er eiginleg, og gerir
söng og framkomu þeirra svo yf-
irmáta fallega.
Söngur og leiklestur
TÓNLIST
Salurinn
Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur flutti söngva við kvæði eftir
Halldór Laxness og lesið var upp úr verk-
um hans, þar sem börn koma við sögu.
Föstudagurinn 5. apríl, 2002.
SÖNGUR OG UPPLESTUR
Jón Ásgeirsson
Þórunn
Björnsdóttir
ÁSA Richardsdóttur hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri Íslenska
dansflokksins, en alls bárust 20 um-
sóknir um starf-
ið.
Ása Richards-
dóttir hefur
starfað í listum
og fjölmiðlun síð-
astliðin sextán
ár. Hún starfaði
hjá Ríkissjón-
varpinu á árun-
um 1985–1991,
síðast sem frétta-
maður í erlend-
um fréttum. Árið 1994 stofnaði hún
Kaffileikhúsið og stýrði rekstri þess
til ársins 1999.
Hún hefur unnið sjálfstætt að
fjölmörgum verkefnum á sviði
menningar og lista og var meðal
annars stjórnandi Evrópska lista-
þingsins sem haldið var í Reykjavík
haustið 2000 á vegum Sjálfstæðu
leikhúsanna. Þá hefur hún kennt
menningarstjórnun við Háskóla Ís-
lands og Listaháskóla Íslands. Ása
situr í stjórn evrópska tengslanets-
ins IETM, sem spannar margar
helstu stofnanir og hópa á sviði
sviðslista í Evrópu.
Ása stundaði framhaldsnám í al-
þjóðasamskiptum og stjórnmálum
við University of Kent í Kantara-
borg, Englandi, á árunum 1986–
1989. Árið 1999 lauk hún diploma-
gráðu í menningarstjórnun frá
Fondation Marcel Hicter í Brussel,
en það nám nýtur sérstakrar við-
urkenningar Evrópusambandsins.
Með framkvæmdastjórastarfinu
hjá ID stundar Ása MBA-nám við
Háskólann í Reykjavík.
Íslenski dansflokkurinn
Nýr framkvæmda-
stjóri ráðinn
Ása
Richardsdóttir
Hönd í hönd, styrkur og leiðsögn á
erfiðum stundum, hefur að geyma
hugleiðingu fimmtíu Íslendinga um
það hvernig hægt
er að bregðast við
áföllum í lífinu,
erfiðleikum eða
sorg, settar fram í
sögum, ljóðum og
stuttum íhug-
unum.
Höfundar koma
úr ýmsum áttum
og eru á öllum
aldri sem hafa öll
með einum eða
öðrum hætti glímt við erfiðleika í líf-
inu.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan.
Bókin er 146 bls. Verð: 2.200 kr.
Hugleiðingar