Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 37
dis, t.d. í
m, og þeir
þessu því
r höndum
eytt hafði
rnsins til
yfirheyrði
i því ekki
glumaður-
á barninu.
ri stöðu til
um í mál-
ða-
erð
ssa máls-
víst að sá
kýrslutök-
Oftast séu
annig að í
að tveir
hafi ekki
n. Þannig
irri reglu
málsmeð-
athygli á
alla leið í
um 12%
m Barna-
álum árin
ð hlutfall
árin. „Það
ð erum að
rli þegar
ekki fyrir
ru þau að
koma fyr-
almeðferð
að það sé
ferli sem
drei nema
fa að fara
essu virtu
ari breyt-
ánast ver-
Ég tel að
essu atriði
kan verði
lvægt að
ynslu sem
afa marg-
hér sé um
milliliða-
ð standist
kvæði lag-
Ég tel að
u leyti og
“
eldi gegn
ennt: Lík-
g andlegt
aríkjunum
ngast eða
vikum en
kynferð-
islegt ofbeldi. Hérlendis sé líkam-
legt ofbeldi sjaldgæfast en van-
ræksla algengust. Tíðni líkamlegs
ofbeldis segir Bragi víða erlendis
vera 4–5 börn árlega af hverjum
þúsund börnum undir 15 ár aldri
samkvæmt opinberum tölum. Hér
sé talan tíu sinnum lægri, eða 30–40
mál. „Þetta gæti sagt okkur að hér
séu þessir hlutir í lagi en ég held að
ekki sé óhætt að draga þá ályktun.
Minna má á að Barnahús fær á
hverju ári tilvísanir um 120–140 mál
þar sem grunur leikur á kynferð-
islegu ofbeldi gegn börnum. Fyrir
áratug óraði engan fyrir þessu um-
fangi. Það kæmi mér alls ekki á
óvart að umfang líkamlegs ofbeldis
væri svipað.
Ég fullyrði að vandamálið sé dul-
ið á Íslandi og hafi einfaldlega ekki
komist jafnmikið upp á yfirborðið
og ástæða væri til.“
Bragi segir að átak hafi verið
gert varðandi meðferð á kynferð-
isbrotum gagnvart börnum en mik-
ið sé óunnið varðandi líkamlegt of-
beldi. Almenningur og fagstéttir
hafi ríka tilkynningaskyldu til
barnaverndarnefnda ef grunur
vaknar um að börn séu beitt líkam-
legu ofbeldi. Það eru læknar, hjúkr-
unarfræðingar, kennarar, leik-
skólakennarar og aðrir sem sinna
börnum og segir hann þessa til-
kynningaskyldu vera æðri trúnað-
arskyldu. Segir Bragi brýnt að
þessir aðilar séu allir vel á verði fyr-
ir einkennum líkamlegs ofbeldis.
Meðvitund um tilvist líkamlegs of-
beldis er forsenda þess að það upp-
götvist. Í öðru lagi er mikilvægt að
þekkja til sjálfra einkennanna.
„Þau geta verið margs konar.
Áverkar geta verið margir og mis-
gamlir, sem þá bendir til ítrekaðra
áfalla. Þeir geta bent til að ekki hafi
verið farið með barn til læknis þeg-
ar þeir urðu til, þó
ástæða hefði verið til.
Þeir geta verið á
stöðum sem ólíklegt
er að megi skýra með
slysni eða óhappi hjá
barninu sjálfu, t.d. á
baki, kviði, rasskinnum eða innan-
verðum lærum. Þá er mikilvægt að
leita skýringa á áverkum hjá for-
eldrum og kanna hvort áverkarnir
passa við þær skýringar sem gefnar
eru. Ef í ljós kemur misræmi eða
skýring er ótrúverðug er ástæða til
frekari athugunar.
En þetta er mjög viðkvæmt mál
og mjög vandmeðfarið. Það er skilj-
anlega erfitt að draga skýringar
foreldris eða umönnunaraðila barns
í efa – auðvitað er það líka undan-
tekning að ástæða sé til þess. Þá
getur slíkt verið afskaplega erfitt
tilfinningalega.
Mörgum finnst að með því sé
hugsanlega verið að hafa ástríkt
foreldri fyrir rangri sök. En þá er
mikilvægt að skýra það út fyrir því
að um þetta gildi reglur og að börn-
in verði að fá notið vafans. Þá er til-
kynning til barnaverndarnefndar
um ætlað ofbeldi ekki ígildi kæru
eða ásökunar eins og margir halda.
Markmið barnaverndar er annað en
refsivörslukerfisins. Það er að veita
hjálp og stuðning, en ekki að sanna
sök eða ná fram refsingu.
Ég held að umræða sé vaxandi
um þennan vanda og það eitt þýðir
að menn verða betur vakandi fyrir
þessum möguleika. Þess vegna
aukast líkurnar á því að mál komist
upp á yfirborðið. Bráðabirgðatölur
um fjölgun tilkynninga vegna lík-
amlegs ofbeldis gegn börnum á síð-
asta ári í Reykjavík benda til auk-
innar vitundarvakningar.“
Verið að semja reglur
Í þessu sambandi nefnir Bragi að
nú sé í undirbúningi að semja leið-
beinandi reglur vegna ákvæða um
tilkynningaskyldu þessara mála hjá
Landspítala – háskólasjúkrahúsi í
samvinnu við Barnavernd Reykja-
víkur og Barnaverndarstofu. Bragi
segir ýmis álitaefni koma til í þessu
sambandi.
„Það þarf til dæmis að finna út
hvernig á að meta grun um líkam-
legt ofbeldi, vanrækslu eða annað
sem gefur tilefni til tilkynningar og
hverjir eigi að taka þátt í slíku mati.
Einnig þarf að meta hverjir eiga að
taka ákvörðun um að tilkynna mál,
hver deild fyrir sig á sjúkrahúsinu
eða ein þverfagleg nefnd sem sinnir
þessu fyrir allar deildir, t.d. með
þátttöku sérfræðinganna á Barna-
deild Hringsins sem búa yfir mikilli
reynslu og þekkingu á
þessu sviði. Þá þarf að
huga að tímamörkum, því
ekki mega tilkynningar
dragast, upplýsingum til
foreldra eða annarra ná-
kominna og nafnleynd og
setja þarf líka í þessar reglur
ákvæði um framkvæmd skoðana og
hvernig skýringa er leitað hjá for-
eldrum og barni ef það er talandi.
Ég hygg að með því að setja
svona leiðbeinandi reglur verði öll
vinna að þessum málum öruggari
og með þær að leiðarljósi viti heil-
brigðisstarfsmenn betur hvernig
bregðast skuli við þegar málin
koma upp.“
agaákvæði um meðferð kynferðisbrota
utaka verði
il lögreglu
Morgunblaðið/Golli
Bragi Guðbrandsson er forstjóri Barnaverndarstofu.
joto@mbl.is
Dulið vandamál
sem þarf að
koma upp
á yfirborðið
DÓMUR Hæstaréttar frá21. mars sl., þar sem JónSteinar Gunnlaugssonhrl. var dæmdur til
greiðslu miskabóta vegna ummæla
sinna um dóttur skjólstæðings síns í
fjölmiðlum árið 1999, sem sýknaður
var í Hæstarétti af ákæru fyrir kyn-
ferðisbrot gegn stúlkunni, sætti
nokkurri gagnrýni á fundi lög-
mannafélags Íslands á þriðjudags-
kvöld, sem bar yfirskriftina Mörk
tjáningarfrelsis og æruverndar. Má
vænta þess að farið verði með málið
fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Fundarefnið laut að spurningunni
um hvort af dóminum yrðu dregnar
ályktanir um tjáningarfrelsi lög-
manna, hvað þeir ættu og mættu
ganga langt í að tjá sig opinberlega
um mál sem þeir hefðu með höndum
og hvort breyta þyrfti siðareglum
lögmanna.
Hefur áfram frelsi til
að tjá sig um mál
Jakob R. Möller hrl. minntist á 5.
grein siðareglna lögmanna í erindi
sínu þar sem segir m.a. að lögmenn,
eins og aðrir njóti þess tjáningar-
frelsis sem nýtur verndar 73. grein-
ar stjórnarskrárinnar. Öllum ætti
því að vera ljóst að starfi lögmanns-
ins lyki ekki endilega við dómsupp-
sögu í máli. „Hann hefur áfram frelsi
til að tjá sig um mál, sem hann hefur
haft til meðferðar þegar réttmætir
hagsmunir skjólstæðings, almenn-
ings eða lögmannsins sjálfs krefjast
þess,“ sagði Jakob. Hann sagði að
lögmanninum bæri að hafa í huga 34.
gr. siðareglna þar sem segir að lög-
maður skuli sýna gagnaðilum skjól-
stæðinga sinna fulla virðingu í ræðu,
riti og framkomu og þá tillitssemi
sem samrýmanleg er hagsmunum
skjólstæðinganna.
Jakob vitnaði í Hæstaréttardóm-
inn í málinu gegn Jóni Steinari og
sagði dóminn hafa fjallað sérstak-
lega um það að Jón Steinar hefði
hvorki átt upptökin að þeirri um-
ræðu sem spratt upp af sýknudóm-
inum né nafngreint nokkurn mann.
Jakob veitti sérstaka athygli orðum
dómara sem sögðu að: „Hvorki átti
stefnda upptök að umræðunni né tók
hún þátt í henni, en ekki getur hún
þurft að gjalda þess gagnvart áfrýj-
anda að skyldmenni hennar eða aðr-
ir, sem töldu á hana hallað með dómi
um sýknu föður hennar, hafi hleypt
umræðunni af stað og átt síðan stór-
an hluta að henni.“ Jakob sagði þetta
ekki geta leitt til takmörkunar á
tjáningarfrelsi Jóns Steinars enda
bar hann ekki ábyrgð á þessum stað-
reyndum, heldur kappkostaði hann
að blanda þeim ekki í umræðuna.
„Samt virðist Hæstiréttur takmarka
tjáningarfrelsi af þessum ástæðum.
Átti áfrýjandi [Jón Steinar] að þurfa
að sæta því, að tjáningarfrelsi hans
takmarkaðist af þessum ástæðum?
Áttu andstæðingar áfrýjanda í deil-
unum að ráða því, hversu víðtæks
tjáningarfrelsis hann naut? Ég er
þeirrar skoðunar að þessi rökstuðn-
ingur Hæstaréttar sé rökleysa,“
sagði Jakob.
Þegar Jón Steinar rifjaði upp
gang mála eftir sýknudóminn um-
deilda, lýsti hann því svo dómurinn
hefði verið skjólstæðingi sínum
„nánast einskis virði“ í ljósi þeirra
viðbragða sem hann vakti. Skjól-
stæðingur sinn hefði verið „tekinn af
lífi“. „Setjið ykkur sjálf í mín spor,“
sagði Jón Steinar. „Það var einfalt
að þegja bara og láta þetta fara
fram. Ég er viss um að það hefði
aldrei nokkur maður sakað mig um
vonda lögmannshætti ef ég hefði
bara þagað, því það er auðvitað hin
einfalda lausn þegar svona stendur
á. Það er heldur ekkert skemmti-
verk að tala fyrir hönd manns sem
hefur verið sýknaður, en allir telja
vera sekan um alvarleg kynferðis-
brot gegn dóttur sinni. Þetta eru að-
stæðurnar sem voru ríkjandi þegar
ég ákvað að hefja þátttöku í þessu
sem síðan vatt alltaf upp á sig.“
Jón Steinar lýsti yfir miklum von-
brigðum með að Hæstiréttur hefði
talið sig hafa farið út fyrir heimiluð
mörk tjáningarfrelsis og þannig
brotið rétt á dóttur skjólstæðings
síns. „Ég varð fyrir miklum von-
brigðum með þennan dóm, ekki
sjálfs mín vegna, heldur vegna þess
að ég tel að hann sé ranglátur og
dragi röng mörk,“ sagði Jón Steinar
og sagði það óskiljanlegt hvers
vegna Hæstiréttur hefði talið orð sín
í útvarpserindi sínu til marks um að
hann hefði sakað stúlkuna um að
bera vísvitandi rangar sakir á föður
sinn. Hann vitnaði til orða sinna í
umræddu útvarpserindi þar sem
sagði m.a.: „Í málinu stóð svo á að
um var að ræða sakargiftir sem eng-
inn gat vitað með vissu hvort væru
sannar nema kærandi og ákærði.
Stúlkan bar hann sökum en hann
neitaði staðfastlega sökunum og
hafði gert frá upphafi.“ Hann bætti
því við að jafnvel þótt hann hefði full-
yrt að stúlkan hefði vísvitandi borið
föður sinn röngum sökum, hlyti
hann að hafa haft til þess fulla heim-
ild við þær aðstæðum sem ríktu.
„Ég veit ekkert af hverju svona
dómar eru kveðnir upp. Það er hins
vegar athugunarefni hvort hann
verður kærður til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu í Strassborg.“
„Ég hef ekki tekið ákvörðun um
þetta ennþá en það má meira en vera
að þetta mál rati þangað.“
Ástráður Haraldsson hrl. hvatti
Jón Steinar til að fara með málið til
Mannréttindadómstólsins en í fram-
söguerindi sínu sagði hann það oft
ömurlegt að fylgjast með almenningi
sem væri æstur upp til að kveða upp
dóma yfir einstaklingum á takmörk-
uðum forsendum. „Á hinn bóginn er
það svo að í fjölmiðlasamfélaginu er
skjólstæðingum lögmanna oft ekki
mikið gagn í feitum dómum ef þeir
fara um leið halloka í opinberri um-
ræðu,“ sagði Ástráður. „Þannig er
það, hvort sem okkur líkar betur eða
verr, vaxandi hlutverk lögmanna að
koma fram fyrir hönd skjólstæðinga
sinna, einnig í opinberri umræðu. Ef
menn kjósa að líkja því svo að með
því séu lögmenn að flytja mál sitt
fyrir dómstóli götunnar, þá geta þeir
það, en allt eins má segja að með
þessu séu lögmenn að taka þátt í al-
mennri umræðu, leggja til hennar
sína sérþekkingu og stundum eru
þeir auðvitað, eins og það er orðað í
siðareglum okkar, að koma á fram-
færi mótmælum og leiðréttingum
við röngum og villandi fréttum af
málum.“
Ástráður sagði í svari sínu við
spurningu í yfirskrift fundarins að
það væri miður að dómurinn skyldi
ekki fjalla um hvað væru góðir lög-
mannshættir. „Niðurstaða Hæsta-
réttar virðist vera sú, að lögmann-
inum hafi verið rétt að blanda sér í
umræðuna og framgöngu hans þar
verði að skoða sérstaklega í ljósi
þess hversu hart var fram gengið af
hálfu ýmissa annarra aðila sem tjáðu
sig um málið. Það áfelli sem í dóm-
inum felst segir þá ályktun um tján-
ingarfrelsi lögmanna, að því eru sett
a.m.k. sömu mörk og tjáningarfrelsi
alls almennings. Tjáningarfrelsi lög-
manna sleppir m.a. þar sem æru-
vernd annarra manna tekur við.
Svarið við spurningunni um það
hvort tjáningarfrelsi lögmanna geti
verið takmarkaðra en annarra
manna við vissar kringumstæður er
kannski ekki beinlínis svarað í dóm-
inum.“
Ástráður sagði að e.t.v. væri þörf
á breytingum á siðareglum lög-
manna. „Ég hef kannski efasemdir
um að það sé auðvelt að setja niður
mjög skýrar eða afmarkaðar reglur
um það hvernig við getum staðið að
slíkri umfjöllun,“ sagði hann. „Þó tel
ég gagnlegt að gera tilraun til þess
að setja saman uppkast að einu eða
tveimur nýjum ákvæðum til viðbótar
þeim sem nú standa í siðareglum,
sem væri kannski ætlað að setja
fram leiðbeiningar til lögmanna um
það hvernig sé rétt að ganga fram
við aðstæður sem þessar.“
Mikil vonbrigði
Þórunn Guðmundsdóttir hrl., sem
í hittiðfyrra gegndi formennsku í úr-
skurðanefnd lögmanna hverrar
meirihluti taldi Jón Steinar ekki
hafa brotið lögmannalög með um-
fjöllun hans um refsimálið, sagðist
hafa orðið fyrir gríðarlegum von-
brigðum með dóminn og sagði að sér
fyndist „slæmt að láta hann liggja“,
og lýsti því sem skoðun sinni að dóm-
urinn takmarkaði tjáningarfrelsi
lögmanna. Hún sagði „makalaus“
þau ummæli í dómnum þess efnis að
taka yrði tillit til þess að áfrýjandinn
hefði áratugareynslu af málflutn-
ingsstörfum. Vitnaði hún í dóminn
þar sem segir: „Verður í því ljósi að
ætla að orða, sem hann lét falla í um-
ræðu um þjóðfélagsmál á sviði, sem
tengdist störfum hans, hafi vegið
þyngra gagnvart almenningi en ef
einhver annar ætti í hlut."
„Á að draga þær ályktanir af dóm-
inum, að þeir sem eru nýbyrjaðir í
málflutningi megi segja meira en sá
sem verið hefur áratugi í málflutn-
ingi?“ spurði Þórunn.
Hvað mega lög-
menn ganga langt?
Morgunblaðið/Sverrir
Hugmyndir voru reifaðar um breytingar á siðareglum lögmanna í
kjölfar dóms Hæstaréttar sem varðar lögmenn og tjáningarfrelsi.
Ætla má að dómur
Hæstaréttar í máli
gegn Jóni Steinari
Gunnlaugssyni fyrir
ummæli hans á op-
inberum vettvangi fari
fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu að því
er fram kom á fundi
Lögmannafélags Ís-
lands í fyrrakvöld, sem
Örlygur Steinn
Sigurjónsson sat.
orsi@mbl.is