Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Okkur langar að minnast þín í örfáum orðum, elsku Arna. Það var sólríkur föstudagur þegar þú komst í þenn- an heim, á Seyðisfirði, og komst með mikla gleði og hamingju inn í líf okkar allra. Þú varst frábær lítil stelpa, og í pössun hjá afa og ömmu, komin á harðahlaup um 9 mánaða aldur. Við vorum mikið saman tvær og það var yndislegur tími. Þú varst svo blíð og góð við alla og altalandi innan við tveggja ára. Arna mín, við þökkum þér allar gleðistundir með okkur, þú hverfur á braut allt of snemma, en lífið er hverfult og maður ræður ekki hvernig það leikur við mann. En við munum sakna þín sárt, því þetta var ekki tímabært. Við biðjum góðan Guð að styrkja foreldra þína og systur og elsku litlu Kristínu, Sólargeislann þinn sem sér á eftir móður sinni. Guð veri með þér Arna mín, Amma og afi á Seyðisfirði. Elsku Arna mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáin. Margs er að minnast og margs er að sakna, elsku vinkona. Þegar ég hugsa til þín, minnist ég þín hlæjandi, því allt- af þegar við hittumst gátum við allt- af hlegið að hinu og þessu. Okkar síðasta samverustund var heima hjá mér, við sátum við eldhúsgluggann, töluðum saman og vorum að semja sms-skilaboð, við fengum hláturs- kast yfir ruglinu sem við vorum að semja, já, ég á ótal margar minn- ingar um þig og okkar samveru- stundir sem ég mum geyma í hjarta mínu, elsku vinkona. Ég vil að þú vit- ir að mér þykir rosalega vænt um þig og þú varst góð manneskja. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Guðrún V. Gíslad.) Ég mun sakna þín, elsku Arna mín. Megi góður guð vera með ást- vinum þínum. Þín vinkona Ninja. Elsku Arna mín, þú varst vinkona systur minnar og kynntist ég þér þannig. Þú varst alltaf svo hress og kát og það var gaman að hitta þig og spjalla. Þú varst hlý og góð mann- eskja og þín verður sárt saknað. Vil ég biðja góðan guð að taka þig í faðm sinn og umvefja þig hlýju og ást á nýjum áfangastað. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Minningin um góða og hjartahlýja stúlku mun lifa. Megi góður guð styrkja ástvini hennar í sorginni. Soffía Kristín. Elsku Arna. Þegar ég læt hugann reika til baka sé ég þig alltaf bros- andi fyrir mér. Það sem stendur mest upp úr, þegar ég hugsa um hvað ég sakna þín mikið, er það hversu vel þú hlustaðir. Þó að þú hafir farið á mikilli ferð í gegnum líf- ið gastu alltaf sest niður með Sig- rúnu og mér og spjallað endalaust um allt og ekkert. Það var oft sem maður kom til þín alveg ringlaður og þú leystir vandann. Það var svo ARNA HILDUR VALSDÓTTIR ✝ Arna HildurValsdóttir fædd- ist á Seyðisfirði 14. júlí 1976. Hún lést í Reykjavík 30. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 5. apríl. margt sem ég gat sagt þér sem ég myndi ekki segja pabba eða mömmu. Þú varst mér eins og eldri systir. Þú hefur líka alltaf verið fyrirmynd mín hvað marga hluti varðar. Arna, sem var alltaf svo grönn, vel klædd, vel lesin og sjálfsörugg. Þú lést aldrei vaða yfir þig og ég dái þig fyrir það. Mér gafst aldrei tími til að endurgjalda þér þessa greiða, en ég skal gera mitt besta til að vera Kristínu Líf eins góð og þú varst mér. Lilja. Elsku Arna. Þú varst mér eins og stóra systir og því sakna ég þín mjög mikið. Þú varst mér alltaf góð, ekk- ert annað. Mér leið aldrei illa í nær- vist þinni, var aldrei óvelkomin. Þeg- ar ég hugsa um þig, þá sé ég ekkert nema gott. Þú gast hlustað á okkur Þórdísi tala stanslaust um einhverja stráka á gelgjutímabilinu og ef við vorum að fara á ball þá vildirðu alltaf hjálpa okkur að finna föt og svoleið- is. Síðan varstu alltaf mjög góð við mig, sagðir mér hvað ég væri fín og þú varst svo sannfærandi. En ég hefði ekki kynnst þér nema út af henni Þórdísi, systur þinni, sem er mín besta vinkona og þið eruð mér bara eins og fjölskylda. Ég votta fjölskyldunni samúð mína. Arnbjörg. Elsku Arna mín, nú ertu komin til guðs þótt ung að árum sért og manni finnst þetta svo óraunverulegt að maður hringir enn í símann þinn bara til að fá að heyra þína einlægu rödd, þú varst svo góð vinkona og hreinskilin og það verður aldrei hægt að fylla upp í það skarð að hafa þig ekki nálægt sér. Við urðum fljótt bestu vinkonur og virtumst ná vel saman við fyrstu kynni, ég leit alltaf upp til þín og mér fannst þú svo skemmtileg stelpa og gott að tala við þig, þú virtist alltaf hafa tíma að gefa manni ráð þótt þú hefðir nóg á þinni könnu sjálf, og þau ráð munu lifa inní mér það sem eftir er. Um tíma vor- um við eins og systur eða meira en það því um tíma var ég húsnæðislaus og þú tókst mér opnum örmun og þú leyfðir mér að búa hjá þér og svo fór- um við saman í vinnuna á morgnana. Mér fannst líka yndislegt þegar við fórum að vinna saman, þú gerðir daginn í vinnuni miklu skemmtilegri og maður hlakkaði til að fara í mat og kaffi með þér, það var alltaf svona viss saumaklúbbsstemmning hjá okkur. Við ræddum um allt milli himins og jarðar og trúðum og treystum hvor annarri fyrir öllu. En fyrir um 3 vikum hættir þú í vinnunni og allt virtist lokast fyrir þér og mér fannst erfitt að sjá þig svona þunga og vonleysið skein af þér, og einhvernvegin fannst mér þú loka þig fyrir umheiminum og öllum sem þótti vænt um þig og vildu hjálpa þér. Þú sagðir við mig að þér fyndist þú ekki geta treyst neinum og að þú ættir svo erfitt með að tala um vandamálin, þetta væri bara allt fast inní þér, ég gaf þér það ráð að fara og ræða við lækni eða sálfræðing sem gæti hjálpað þér og að öll vandamál væru leysanleg, bara ef fólk væri opið fyrir því. Eftir þetta þá reyndirðu, elsku stelpan mín, að leita þér hjálpar en þú varst svo stolt líka, því eins og þú sagðir við mig, það eru svo fáir sem ég ég treyst og ég vil að þú vitir að þú getur það enn. Ég mun alla tíð geyma það og vernda öll þín leyndarmál sem þú treystir mér fyrir, ég mun alla tíð virða það við þig að þú valdir mig sem aðila sem þú gast treyst fyrir þínum innstu leyndarmálum. En ég vildi bara óska þess að ég hefði getað gert meira fyrir þig og að þú hefðir komið til mín og leyft mér að halda utan um þig. Ég vil að þú vitir að þín verður sárt saknað og ég mun biðja til pabba míns um að taka vel á móti þér og halda utan um þig fyrir mig og, góði guð, ég bið yður um að gera slíkt hið sama og varðveita þessa yndislegu stelpu sem að er farin allt of snemma frá okkur og litlu stelp- unni sinni henni Kristínu Líf sem ég veit að hún elskaði mest af öllum og sagði alltaf að hún vissi ekki hvar hún væri án hennar Kristínar sinn- ar, hún væri henni allt. Þú ert ljós í myrkrum minnar sálar minningarnar ylja hverja stund er þræði’ eg ljósi byrgðar brautir hálar birtir er ég hugsa um okkar fund. Þú ert von í veður lífsins dróma vinur sem að aldrei gleymist mér, með nálægð þinni hvunndag lætur ljóma svo lífið verður sælla nærri þér. Þú ert hér í draumi dags og nætur er dreira þakin sálin kvelur mig, sorgir á mig herja og hjartað grætur, huggun mín er draumurinn um þig. (Rúna.) Elsku Kristín Líf, Valur, Kristín, Sigrún, Þórdís og fjölskylda, ég sam- hryggist ykkur innilega og ég vona að guð gefi ykkur styrk og kærleika til að takast á við þennan mikla missi. Með kveðju. Þín vinkona Margrét. Elskuleg vinkona mín Arna Hild- ur Valsdóttir er fallin frá. Andlát hennar bar brátt að og skildi okkur sem þótti vænt um hana eftir högg- dofa og orðlaus. Arna var aðeins 25 ára. Ég var ung stúlka þegar ég kynnt- ist Örnu en við vorum bekkjarsystur í Langholtsskóla. Vinskapur okkar hélst alla tíð en eins og oft vill verða hjá bekkjarfélögum þá skiljast leiðir eftir skólaárin en við héldum þó allt- af reglulegu sambandi. Ég sé það nú að það var mín gæfa að fá að kynnast Örnu. Hún var ein- staklega hlýr vinur. Alltaf var hún tilbúin að þaka þátt í gleði jafnt sem sorgum. Arna var mjög greind og viðkvæm kona. Hún átti við illvígan sjúkdóm að eiga og síðast þegar við hittumst var hún í góðum bata og geislaði af hamingju og ræddum við um börnin okkar og bjartari hliðar tilverunnar. En lífið hefur einnig sín- ar dimmu hliðar og fannst mér sárt að finna vanmátt minn við að geta ekki rétt henni þá hjálparhönd sem hún þurfti. Arna var ung þegar hún eignaðist Kristínu Líf, litlu prinsessuna, og vil ég senda henni og foreldrum Örnu, Vali og Kristínu og systrum Örnu, Sigrúnu og Þórdísi mínar dýpstu samúðarkveðjur. Það er stórt skarð og vandfyllt sem Arna lætur eftir sig og hennar mun verða sárt saknað. Mig langar til að kveðja elskulega vinkonu mína, Örnu Hildi með þessu litla ljóði. Lækna, Drottinn, sorgar sárin. Sendu líkn og náð með þraut. Þerra burtu trega tárin. Taktu alla neyð á braut. Veittu huggun, hlífð og þrótt hjartanu svo verði rótt. (Bjarkey Gunnlaugsdóttir.) Birna Dögg Jónsdóttir. Mig langar að skrifa fáein orð um fyrrverandi samstarfskonu mína, hana Örnu. Þessi litla mynd um mig og hana kom upp í huga minn þegar ég heyrði þær hörmulegu fréttir að hún væri látin. Þá minntist ég fyrsta starfsdags þíns í verzluninni Söru. Ég var ný- komin úr mat og þú stóðst við skáp- ana á bak við og varst að vandræðast hvað þú ættir að gera við dótið þitt. Það var frekar þröngt um starfs- menn í þessari búllu og bara örfáir skápar fyrir starfsliðið og allir þurftu að deila skápum. En þar sem ég var ein með skáp, og vantaði eig- inlega skápsfélaga, þá virti ég þig fyrir mér og þar sem ég sá ekkert nema vinalegt andlit bauð þér að deila með mér skáp. Þú horfðir á mig, brostir og þakkaðir vel fyrir þig. Þannig voru fyrstu kynni mín af þér. Það var líka ýkt fyndið þegar ég var einusinni sem oftar að úða á mig uppáhalds ilm mínum þegar þú leist á mig og spurðir hvort þetta væri „Angel“ og ég svaraði því játandi og spurði hvort þér þætti hún vond. Þú hlóst að mér, teygðir hendina ofan í töskuna þína og tókst upp sama ilm og úðaðir honum á þig og sagðir svo að þér þætti hann æðislegur. Okkar kynni voru því miður allt of stutt, Arna mín, en ég minnist þín alltaf brosandi og kátrar. Þó að sagt sé að guðirnir elski þá sem deyja ungir, þá er engin huggun í því. En elsku Arna, ég veit að guð vakir yfir þér og þínum á svona sorgartímum, við sjáumst aftur þegar þar að kem- ur. Guð blessi minninguna um þig. Guðrún (Gúrý). Arna Hildur hefur verið kölluð á brott í blóma lífsins. Við Valur faðir hennar hennar átt- um saman ævintýrabernsku í töfra- heimi Seyðisfjarðar og höfum átt vinskap alltaf síðan. Þar fæddist Arna Hildur og bjó sín fyrstu ár, en síðan fluttust þau til Reykjavíkur Valur, Arna Hildur og Kristín móðir hennar. Arna Hildur var eitthvert mesta efnisbarn sem ég hef séð, snemma altalandi og andlegt og líkamlegt at- gervi einstakt. Alltaf var bjart og fjörlegt í kring um hana á uppvaxtarárunum og hún öllum til ánægju sem til þekktu. Hún fékk besta atlæti og víst er að ég hef hvergi séð börn búa við meiri kær- leik, skilning og alúð en hjá þeim hjónum Val og Kristínu. Hins vegar er mótlætinu oft misskipt í þessu lífi og hún fékk sinn skerf af því. Fyrir mér verður minningin um hana þó alltaf eins og sólskinsdagur á Seyð- isfirði – tóm heiðríkja og fegurð. Mér finnst heldur erfitt að setja þetta á blað, en vildi kveðja vinkonu mína Örnu Hildi og þakka fyrir sam- verustundir. Ég bið Guð að styrkja vini mína, Val, Kristínu, Sigrúnu, Þórdísi og litlu Kristínu, í sorginni. Jón Steinar. Þótt leiðir hafi skilið á unglingsár- unum og samverustundirnar ekki verið jafnmargar og áður hélst vin- átta okkur Örnu jafntraust og inni- leg gegnum árin. Arna var hlý og kærleiksrík, góður og traustur vinur sem var ávallt reiðubúin að hlusta og aðstoða ef eitthvað bjátaði á. Það var alltaf jafngott að heyra rödd hennar og finna þann innileika sem ein- kenndi fas hennar og persónu. Um leið og ég kveð mína kæru vin- konu vona ég að sál hennar hafi fundið frið. Vinátta okkar mun halda áfram í formi þeirra fallegu minn- inga frá þeim stundum sem við átt- um saman á þeim allt of stutta tíma sem henni var gefinn hér. Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum. Húmar eins og haustar að í hjartans leynum. (Kristján Jónsson.) Lítil stúlka hleypur léttfætt upp tröppurnar á Hjallaveginum og hringir bjöllunni. Er Lára heima? Arna Hildur komin ljómandi eins og sól í heiði og glettnin skín út aug- unum. Þannig hófust kynni mín af Örnu Hildi sem nú hefur kvatt þenn- an heim langt fyrir aldur fram. Arna Hildur var fíngert og fallegt barn. Hún var ljúf, opin og spurul og for- vitin um það sem var á döfinni hverju sinni. Hún horfði beint á mann og krafðist svara og þegar hún kom þá birti alltaf dálítið í húsinu. Vinkonurnar urðu fleiri eftir því sem á leið og það voru forréttindi að fá að fylgjast með og taka þátt í lífi þessa litríka og fjöruga vinkonuhóps, sjá hann vaxa og dafna. Þetta voru ár áhyggjuleysis, leiks og framtíðar- vona. Ungdómsárin líða og óhjá- kvæmilegt er fyrir hvern og einn að taka ákvarðanir hvað varðar fram- tíðina. Fyrir suma er valið auðvelt en stundum er eins og einhver taki í taumana og hin frjálsa ákvarðana- taka verður vanmegnug. Fullorðins- árin skella á fyrirvaralaust og þá getur verið erfitt að fóta sig í óvægn- um og kröfuhörðum heimi, sérstak- lega fyrir viðkvæmar sálir. Á erfiðum stundum reynir hvað mest á fjöskylduna. Arna Hildur átti því láni að fagna að eiga ástríka for- eldra og tvær systur sem stóðu með henni í blíðu og stríðu og hennar yndislega dóttir, Kristín Líf, sem hún eignaðist aðeins 17 ára, átti skil- yrðislausa ást hennar alla. En jafn- vel þótt aðstæðurnar séu í alla staði hliðhollar og umhverfið bjóði uppá allt jákvætt getur aðdráttarafl skuggahliða lífsins oft orðið viljanum yfirsterkara. Við mæðgurnar biðjum algóðan Guð um að umvefja Örnu Hildi sín- um kærleiksörmum og styrkja Kristínu Líf, Kristínu, Val, Sigrúnu og Þórdísi á þessari sorgarstundu. Lára Björk og Álfheiður. Þegar við byrjuðum í níu ára bekk í Langholtsskóla var komin ný stelpa í bekkinn. Þar var Arna mætt, gal- vösk, með freknur, gleraugu og gott ef hún var ekki handleggsbrotin líka. Hún var síbrosandi, skemmtileg og uppátækjasöm og var því ekki lengi að verða ein af hópnum. Það gekk á ýmsu á grunnskóla- árunum enda vorum við átta stelp- urnar sem allar höfðum ákveðnar skoðanir á öllu og öllum. „Ákveðnin“ í hópnum kom okkur stundum í koll og Arna var engin undantekning þar á. Til dæmis má nefna gataraverk- fall, orðabókarbreytingar (orðabók- in var vitlaus!), ágreining við Siggu suðu og eggjakast. Það var ósjaldan sem leiðin lá heim til Örnu eftir skóla. Þá var byrjað á því að poppa fullan pott af poppi og svo var deg- inum eytt í Guns ’n’ Roses (Slash var í miklu uppáhaldi), Pacman, símaat og aðra uppbyggjandi dægrastytt- ingu. Arna var mjög vel gefin sem nýttist henni vel í skólanum en þó sérstaklega þegar hún þurfti að sannfæra fólk um ágæti skoðana sinna. Hún var einnig stríðin og allt- af stutt í prakkarann í henni. Það bitnaði oftast á þeim sem hún um- gekkst minna en stundum fengum við stelpurnar líka að finna fyrir því. Það var samt alltaf á léttu nótunum og þegar á reyndi var Arna traust- asti vinur sem hægt er að hugsa sér. Þegar við vorum 14 ára flutti Arna, ásamt foreldrum sínum, í Breiðholtið og þá minnkuðu sam- skipti okkar en vinaböndin voru allt- af fyrir hendi. Það hefur alltaf verið jafn gaman að hitta Örnu þegar vel hefur gengið og að sama skapi hefur verið erfitt að heyra þegar tekið hef- ur að halla undan fæti. Fjölskylda Örnu hefur alltaf staðið á aðdáun- arverðan hátt við bakið á henni gegnum alla þá erfiðleika sem á hafa dunið. Við minnumst Örnu sem bros- mildrar, skemmtilegrar og góðrar stelpu og við höfum allar lært mikið af henni. Elsku Kristín Líf, Valur, Kristín, Sigrún og Þórdís, við send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning Örnu lifir í hjarta okkar. Ásta, Birna Margrét, Brynja, Hjördís og Rósa. Elsku Arna mín. Fréttin um and- lát þitt kom sem reiðarslag. Mikið á ég erfitt með að trúa því að þú sért farin. Þú sem varst einmitt svo lifandi, fyndin og einstök. Svo ekki sé gleymt ákveðin og oft þrjósk. Ég gleymi því aldrei þegar við fór- um í sund saman, þú ófrísk að Krist- ínu Líf og hríðarnar byrjuðu í heita pottinum. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn taugaveikluð og stressuð á ævi minni. Teljandi mínúturnar á milli verkja og reyndi af bestu getu að fá þig til að koma nú upp úr laug- inni. Nei þú varst nú ekki á því, smáfyr- irvaraverkir. Þú búin að láta þessa verki plata þig einum of oft. Harðákveðin í að þetta væru nú ekki hríðar. Þegar þú loks sættist á að koma upp úr var ég orðin sann- færð um að ég myndi þurfa að taka á móti barninu í lauginni. Ég þakkaði mínum sæla og vildi fara beinustu leið heim til mömmu þinnar. Skila þér af mér áður en þú myndir fæða. Þú varst nú ekki samþykk þessu heldur, – McDonalds-hamborgara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.