Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 51
skyldirðu fá áður en þú færir heim.
Að sjálfsögðu varð það raunin.
Þegar heim var komið var mamma
þín hin allra rólegasta og taugahrúg-
an ég staulaðist heim og beið við sím-
ann.
Krístín Líf fæddist nú ekki fyrr en
daginn eftir að mig minnir. Falleg-
asta barn sem við höfðum augum lit-
ið.
Þú varst svo stolt og sagðir að
enginn vissi hvað ást væri fyrr en sá
hinn sami eignaðist barn.
Ég veit að þú elskaðir litlu stúlk-
una þína ofurheitt og fjölskylduna
þína alla.
Þú áttir svo marga vini því þú
varst svo sannarlega einstök. Arna
ég mun aldrei gleyma þér og minn-
ingarnar lifa áfram hjá okkur öllum.
Ég veit að þú ert á góðum stað og
þér líður vel.
Takk fyrir samfylgdina elsku vin-
kona.
Kæri Valur, Kristín, Sigrún, Þór-
dís, Unnar og Kristín Líf. Megi
drottinn hjálpa ykkur á þessum erf-
iðu tímum.
Hjartanlegar samúðarkveðjur
Íris Anita.
Það er þungt að kveðja svo dýr-
mæta vinkonu. Þegar ég fer að
gramsa í minningum sem ég hef
eignast á þeim ellefu árum, sem ég
hef verið þess aðnjótandi að eiga þig
að, er svo ótalmargt sem stendur
upp úr. Þú varst alltaf svo lifandi að
engin leið var að láta sér leiðast í ná-
vist þinni, með ómótstæðilegan húm-
or og persónutöfra sem létu fáa
ósnortna. Mér er það minnisstætt
þegar við vorum unglingsstelpur, og
óaðskiljanlegar vinkonur eins og
gengur og gerist, að eitt skiptið þeg-
ar við gistum saman vaknaði ég upp
um miðja nótt við mikil ræðuhöld
með tilheyrandi handabendingum og
áherslum, og svo lagðist þú bara aft-
ur á koddann og hélst áfram að sofa.
Þessi minning mín er svo lýsandi um
hvernig manneskja þú varst, ávallt
með vel orðuð og góð ráð á reiðum
höndum, – jafnvel þótt þú svæfir.
Fáa hef ég hitt á lífsleiðinni með jafn
frjótt ímyndunarafl og húmor eins
og þig og ekki voru þau fá skiptin
sem þú fékkst mig til þess að veina
úr hlátri yfir heimatilbúnum brönd-
urum og einlægum hlátri sem var
ólýsanlega smitandi. „Rósa ég held
að við verðum alltaf vinkonur“ er
dýrmætasta setningin sem ég man
frá þér og hana geymi ég í hjarta
mínu þar til við hittumst á ný.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kristín Líf, Valur, Kristín Aðal-
björg, Þórdís, Sigrún og aðrir að-
standendur. Ykkur votta ég mína
dýpstu samúð.
Rósalind Guðmundsdóttir.
Elsku Arna, það er erfitt að trúa
því að þú sért dáin.Við viljum þakka
þér fyrir þann tíma sem við áttum
með þér. Með þessum fáu orðum
viljum við kveðja þig og votta elsku
Kristínu Líf og fjölskyldu þinni okk-
ar dýpstu samúð.
Úr mjallhvítri marmaraskál
er minningin endurskírð.
Lindanna ljúflingsmál
er ljóðið um heimsins dýrð.
Vatnsins gimsteinaglit.
Og glóandi perlutár
vitna með villtum þyt
um vængjuð og hverful ár.
Lífið er eins og lind,
sem lifandi perlum gýs.
Við glitrum af gleði og synd
í geislum frá ljóssins dís.
Við syngjum uns bresta brár
við biðjum af hjarta og sál
og drjúpum sem daggartár
í dauðans marmaraskál.
(Davíð Stefánsson.)
Guðrún, Hlöðver,
Ragnar Elías, Arnar
og fjölskylda.
Elsku Arna. Þegar við rákumst á
þig síðast í Smáralind fyrir aðeins
þremur vikum hefðum við aldrei trú-
að að það væri í síðasta skipti sem
við hittumst, að minnsta kosti í þessu
lífi. Elsku Arna, við viljum þakka þér
allar góðu stundirnar sem við áttum
með þér og að þú varst alltaf fyrsta
manneskjan til að rétta fram hjálp-
arhönd ef einhverjum leið illa. Þú
varst með blíðari og tryggari mann-
eskjum sem maður kynnist á lífsleið-
inni. Þú varst góður og tryggur vin-
ur, þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur, þú munt ávallt eiga
stað í hjarta okkar og bænum. Megi
Guð geyma þig elsku Arna.
Elsku litla Kristín, orð fá ekki lýst
því hvað þú ert að ganga í gegnum
núna en mundu að mamma þín verð-
ur alltaf hjá þér og mun alltaf vaka
yfir hverju fótspori þínu. Kæru
Kristín Líf, foreldrar Örnu og syst-
ur, megi góður Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg. Innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Jónsson og Esther
Ósk Erlingsdóttir.
Elsku besta Arna mín. Ég skrifa
þér nú nokkrar línur í síðasta sinn.
Mér finnst það svo óraunverulegt að
hugsa mér það að ég fái ekki að sjá
þig aftur í þessu lífi, heyra röddina
þína og hlæja með þér. Ótal minn-
ingar skjóta upp kollinum. Það er
svo stutt síðan ég sá þig og það er
erfitt að sætta sig við að ég sé búin
að missa þig, en ég veit að ég get tal-
að við þig hvenær sem ég vil í hug-
anum og að þú ert nú hjá Guði og
fylgist stundum með okkur hinum.
Nú hefurðu loksins fengið frið í sál-
ina þína og þjáningar þínar eru á
enda og þér líður vel. Ég hugga mig
við það. Mér þykir svo vænt um þig
elsku vinkonan mín. Við bundumst
sterkum vináttuböndum í þann tíma
sem við áttum hér saman og okkur
fannst við alltaf hafa þekkst. Við gát-
um talað um allt og treystum hvor
annarri fullkomlega og töluðum um
hvað það væri mikils virði. Þú hefur
alltaf gefið svo mikið af þér og sama
hvernig þér leið þá gátum við hlegið
og grínast. Þú varst alltaf svo góð við
mig og blíð – þótt þú værir þessi töff-
ari sem faldir líðan þína sagðirðu
mér að þér liði samt ekki vel og að nú
þyrftirðu á mér að halda. Ég vildi
óska þess að hlutirnir hefðu farið
öðruvísi og að ég hefði verið betur til
staðar fyrir þig. Þú verður að vita
hvað ég elskaði þig mikið, elsku góða
vinkona. Þú varst svo sérstök og vel
gefin og komst manni sífellt á óvart,
það var alltaf svo gaman að vera ná-
lægt þér. Við hlustuðum á tónlist og
töluðum hvor í kapp við aðra eins og
tvær gaggandi hænur, og hlógum
áhyggjulausar. Okkur leið alltaf vel
saman og vorum svo nánar. Ég
sakna þín sárt, fallega góða Arnan
mín, þú gafst mér svo margt sem ég
mun aldrei gleyma, en þú varst líka
orðin ósköp þreytt og kvalin af veik-
indum þínum. Mér datt ekki í hug að
þetta væri í síðasta skiptið sem ég
sæi þig á laugardagskvöldið og við
héldumst í hendur og tókum mynd af
okkur. Mér finnst ég eiga svo margt
ósagt við þig og á erfitt með að sætta
mig við að þú sért farin, þú hafðir svo
margt að gefa. En veikindi þín náðu
yfirhendinni og drógu þig að lokum
til dauða, en nú lifir þú sem fagur
engill á himnum og einhvern tíma
sjáumst við aftur.
Elsku Valur, Kristín, Þórdís, Sig-
rún, Unnar og Kristín Líf, góður
Guð veri með ykkur í þessari miklu
sorg og vaki með ykkur alltaf.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta. Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir
mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég
ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn
og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur, 2.–4. vers.)
Þín vinkona að eilífu,
Guðrún Steingrímsdóttir.
Ég vaknaði á páskadagsmorgun
og fékk þær hörmulegu fréttir að
Arna Hildur frænka mín og vinkona
væri dáin. Ég fraus allur að innan og
gat ekki komið upp orði. Hvernig gat
þetta gerst, að svona góð og
hjartahlý manneskja væri tekin frá
okkur sem þykir vænt um hana í
blóma lífsins aðeins 25 ára gömul?
Arna var einstaklega ljúf mann-
eskja, hún var alltaf tilbúin að veita
þeim sem voru í vanda staddir hjálp-
arhönd, hún vildi öllum vel og var
einstaklega hæfileikarík í að sjá allt
það góða í fólki. Hún var mjög ráða-
góð og hafði oftast svörin á hreinu.
Hún var mér sem klettur þegar faðir
minn lést, því mun ég vera henni
þakklátur að eilífu.
Arna var ekki bara frænka mín,
hún var góður vinur minn og vorum
við mjög náin. Við höfðum mjög svip-
aðan húmor og hlógum oft að sömu
hlutunum. Við vorum aldrei uppi-
skroppa með umræðuefni, við gátum
rætt um heima og geima.
Við vorum systkinabörn og hefur
samgangur milli heimila okkar alltaf
verið mikill og náinn.
Missir okkar allra sem þótti vænt
um hana er mikill, sérstaklega Vals,
Kristínar, Sigrúnar, Þórdísar og
Kristínar Líf, en eitt var sagt við
mig, þegar sorgin bankaði upp á hjá
mér, sem sefar sorgina, er að sá sem
hefur misst mikið hefur líka átt mik-
ið.
Elsku Arna mín þakka þér fyrir
öll þau ár sem þekktumst, þakka þér
fyrir allar skemmtilegu samveru-
stundirnar og allan stuðninginn sem
þú veittir mér. Minningarnar um þig
eru svo margar og mun ég geyma
þær í hjarta mínu um ókomna tíð.
Ég á eftir sakna þín svo mikið að ég
fæ því ekki lýst. Ég trúi því að þú
sért nú komin á betri stað þar sem
þér líður vel.
Megi guð styrkja okkur öll á þess-
um erfiðu tímum.
Þinn frændi
Snorri Valur.
Mig langar svo að skrifa nokkur
orð um hana Örnu, hún var besta
vinkona hennar mömmu minnar.
Hún var alltaf svo skemmtileg og
góð við mig og Birtu systur mína,
passaði okkur oft og við gerðum
margt skemmtilegt saman. Ég man
svo vel þegar hún giftist Unnari, hún
var svo falleg þann dag, og ég sagði
við mömmu að ég ætlaði að verða al-
veg eins og hún þegar ég myndi gifta
mig, hún var alveg eins drottning,
kjóllinn hennar var líka svo flottur.
Ég er alveg viss um að Arna er fal-
legasti engillinn á himnum núna, því
að hún var með hjarta úr gulli.
Elsku Kristín Líf, krúttið mitt, ég
mamma og Birta verðum alltaf til
staðar fyrir þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kveðja
Guðrún Lísa Harðardóttir.
Elsku besta Arna mín er dáin. Ég
get varla fundið réttu orðin til að
lýsa því hvað ég sakna þín mikið.
Mig langar svo mikið til að halda ut-
an um þig dúllan mín, ég veit hvað þú
þurftir mikið á því að halda. Þú varst
mér alltaf svo blíð og góð og mér
fannst svo gott að eiga þig að og get-
að leitað til þín með öll mín vanda-
mál, því að þú varst svo klár og alltaf
svo fljót að hugsa, komst alltaf að
niðurstöðu sem hentaði fyrir alla að-
ila, nema sjálfa þig. Ég gat treyst
þér fyrir öllu því að þú varst svo
hjartahlý og skilningsrík, tókst mér
alltaf opnum örmum, sama hvað var.
Þú varst svo yndislega góð mamma,
Kristín Líf litla fallega yndið þitt
sem þú elskaðir svo mikið, hún á allt-
af eftir að búa að þeirri ást sem þú
gafst henni.
Þrátt fyrir alla erfiðu tímana eru
góðu stundirnar okkur efst í huga.
Nú sé ég þig fyrir mér sem brosandi
fallegan engil sem vakir yfir okkur,
því að ég veit að þér líður vel núna og
þá áttu eftir að blómstra og finna
sjálfa þig á ný. Ég elska þig svo mik-
ið og mér fannst svo sárt að sjá þig
þarna um daginn, hvað þér leið illa
og þú varst orðin eitthvað svo lítil í
þér og veikburða, þú talaðir um að
þér væri alltaf svo kalt og að þú vær-
ir alveg að gefast upp. Ég sagði við
þig, ekki gefast upp, mundu eftir öll-
um góðu stundunum sem við áttum,
manstu hvað okkur leið vel þegar við
vorum alltaf að gera eitthvað
skemmtilegt. Dætur okkar léku sér
vel saman, við fórum í sumarbú-
staðaferðir og mér fannst svo gott að
fá þig í heimsókn til mín þegar ég
var fyrir norðan, við elduðum okkur
góðan mat og fengum okkur göngu-
túra út í náttúrunni. Það var erfitt að
vera án þín í þetta tæpa ár sem þú
varst úti í Belgíu og Kanada, þá
reyndi á vinskap okkar, en við vorum
nú samt voða duglegar að skrifast á,
og ég var svo stolt af þér hvað þú
varst dugleg þarna úti.
Mér finnst svo sárt að lesa bréfin
sem þú sendir mér, ég sakna þín svo
mikið núna því að ég veit að þú ert
farin miklu lengra í burtu frá mér.
Það er bara til ein ARNA, þú varst
svo yndislegur karakter, mikill húm-
oristi og prakkari í þér, það var svo
gaman að hlæja og fíflast með þér,
við gátum alveg grenjað úr hlátri út
af ótrúlega fáránlegum hlutum. Það
er mikill missir fyrir mig og alla þína
vini og ættingja að hafa þig ekki
lengur hjá okkur, en þú varst bara
alveg hætt að geta séð sjálfa þig í
réttu ljósi, ég reyndi eins og ég gat
að fá þig til að sjá og skilja hvað þú
værir yndisleg stelpa. Ég er svo
þakklát yfir því að þú hafir komið inn
í mitt líf, þú gafst mér svo marga
gullmola sem ég mun alltaf geyma í
hjarta mínu. Ég veit að þegar ég dey
kemur þú og tekur vel á móti mér,
þarna hinum megin...
Elsku Kristín Líf, Unnar, Valur,
Kristín, Sigrún og Þórdís, ég bið
góðan Guð að gefa ykkur allan þann
styrk sem til er í þessari miklu sorg.
Ég ætla að kveðja þig Arna mín
eins og þú kvaddir mig í bréfunum
þínum, elsku besta vinkona mín, Guð
og englarnir vaki yfir þér, sakna þín.
Þúsund kossar og faðmlög.
Er augum ég beini út í ómælisgeim,
ertu samt nálæg mér,
því stjarnanna blik og birtan frá þeim,
ber mér glampa frá þér.
Þín vinkona að eilífu
Sonja Berglind Hauksdóttir.
&
* && 2
2
/
/&
&? 0& *& +/# 7
#! $
(%
/ 4) !$
)
<&0J
&
'
'
0 )
)
5#/
1
&
%*%
4 ) . # !
# I $&. !
!
! //%).
""5!"""5$
&
2
/
&
&
'
&
/# 4 '5
+# $
.0
*
/
)&
:
9# / 6
$%&
6.#0 '#!
'% '# $
>
*
%
2
/
/&%
B&6(
'5
4/5;>
#-+./%+$
:/
*
<
'#6 $
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.