Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 52

Morgunblaðið - 11.04.2002, Side 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Átt þú samleið með okkur? Viltu starfa í skapandi umhverfi á nýtískulegri Intercouiffure stofu? Ert þú metnaðarfullur sveinn/meistari sem fylgist vel með stefnum og straumum í hárgreiðslu? Ef svo er hafðu þá samband við okkur á HÁR-SÖGU í símum 552 1690 og 896 8562 eða sendu okkur póst harsaga@harsaga.is . Hlökkum til að heyra frá þér. Kennara vantar að Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir næsta skólaár Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Grundarfjörður er tæplega 1.000 manna byggðarlag á norðanverðu Snæfellsnesi í um tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir, skólastjóri, í vs. 430 8555, hs. 438 6511, gsm 863 1670, netfang annberg@grundarfjordur.is . Aðalbókari Oddi hf. á Patreksfirði er 35 ára gamalt sjávar- útvegsfyrirtæki með 70 starfsmenn til sjós og lands. Aðalbókari ber ábyrgð á og sér um bókhald félagsins, gerð áætlana, launaútreikning auk annarra tilfallandi starfa s.s. skráningu í fram- leiðslu- og birgðakerfið Hafdísi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi mark- tæka reynslu og þekkingu á bókhaldi, séu tölu- glöggir, nákvæmir og vanir uppgjörsvinnu. Áhersla er lögð á sjálfstæð, vönduð og skipu- leg vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2002. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Viggósson og Halldór Leifsson í síma 450 2100, og á skrifstofu félagsins v/Eyrargötu, sem er opin alla virka daga frá kl. 8—16. Eyrargötu 1, Patreksfirði. Sími 450 2100, fax 456 1120. ATVINNA mbl.is Elsku Reynir. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig, uppáhaldsfrænda okk- ar. Það er svo stutt síðan amma og afi fóru og núna ferð þú líka. Alveg frá því að við vorum litlar hefur heimilið ykkar verið einn mikilvægasti stað- urinn fyrir okkur systurnar og núna þegar þið eruð öll farin fyllist maður miklum tómleika sem erfitt er að bæta. Við munum að við hugsuðum þegar amma fór, „við höfum allavega Reyni hjá okkur“. Hann var óneit- anlega stór partur af ömmu og afa, sem hélt honum á lífi alveg frá fæð- ingu í gegnum veikindi hans. En það stórkostlega við Reyni var að hann REYNIR KRISTINSSON ✝ Reynir Kristins-son fæddist í Reykjavík 25. nóv- ember 1953. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 28. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. apríl. taldi sig aldrei veikan. Hann var svo ótrú- lega duglegur, alltaf hress og kátur, með þennan sérstaka húm- or sem honum var ein- um lagið. Hann hafði mikið yndi af því að stríða okkur systrun- um og auðvitað Gabr- íel. Hann var svo vilj- ugur við að hjálpa og stússast með okkur að það var með ólíkindum. Eitt er víst að fjöl- skylduboðin verða ekki eins lífleg og skemmti- leg án þín. Þín verður ætíð saknað og við erum ríkari að hafa átt þig sem frænda. Drottinn, ég þakka þér að þú hefur í dag varðveitt mig og mína, stutt og blessað. Vak yfir mér og mínum í nótt og verndaðu okkur fyrir öllum háska. Og lát mig, þegar hinsta kvöld mitt kemur, sofna í þínum friði og vakna í eilífu ljósi hjá þér. Fyrir Jesú Krist, frelsara minn. Amen. Þínar frænkur, Sveinbjörg, Þuríður og Alma. Gegnum dauðans skugga-ský skil ég burtför þína. Guð hefur vantað gimstein í geislakrónu sína. (Sigurður Kristmann Pálsson.) Það varð okkur mikil harmafregn þegar við fréttum að vinur okkar, Reynir Kristinsson, hefði orðið bráð- kvaddur. Það sem við höfðum litið á sem sjálfsagðan hlut, heimsóknir hans til okkar og okkar til hans, var allt í einu liðin tíð. En allt frá því að Gerður dóttir okkar kynnti hann fyr- ir okkur fannst okkur eins og við hefðum ávallt þekkt hann. Öll sam- skipti okkar frá þeirri stund til þess að við kvöddum hann í síðasta sinn, daginn áður en hann hvarf okkur inn í hið óþekkta, voru okkur mjög ánægjuleg og í raun ómetanleg. Okk- ur er kunnugt um að hann hafði verið sjúklingur frá barnsaldri, honum hafði verið leitað lækninga í Dan- mörku, Bandaríkjunum og Eng- landi, og auk þess hafði hann gengizt undir stórfelldar læknisaðgerðir hér heima. En samt fékk ekkert bugað hann, hann var alltaf glaður og góður og spaugsyrðin léku honum á vörum. Hann var ekki jámaður neins, hann lét skoðun sína hiklaust í ljós, þótt hún félli ekki að skoðun viðmælanda, en gerði það á þann hátt að allir voru ósárir eftir. Og þó að þessi ljúflingur sé nú horfinn sjónum okkar er hann okkur ógleymanlegur. Meðan þessi orð eru sett á blað er það glettnissvipurinn sem lýsti upp andlit hans, þegar hann hafði sagt eitthvað tvírætt, sem við viljum helzt muna. En síðasti fundur okkar á heimili hans er okkur nú mjög minnisstæður, hve þreytu- legur hann var og fas hans alvarlegt. Og handtak hans var óvenju fast er við kvöddumst, eins og honum væri ljóst hvað í vændum væri. Hjartans þakkir fyrir allar sam- verustundirnar. Ragnhildur Magnúsdóttir, Torfi Jónsson. Ég veit þú ert komin,vorsól vertu ekki að fela þig. Gægstu nú inn um gluggann í guðsbænum kysstu mig. Því það er annað að óska að eiga sér líf og vor en hitt að geta gengið glaður og heill sín spor. (Jóhann Gunnar Sigurðsson.) Elsku vinur. Nú er baráttan búin. Reynir er farin í langa ferðalagið. Hann sem var svo duglegur er við kynntumst fyrir tveimur árum en þá átti það ekki að ganga hjá okkur. En árið eftir rann allt saman og við urð- um góðir vinir ef ekki meira. Hann vildi allt gera fyrir mig sem mögu- legt var, það er að segja ef hann hafði krafta til. Reynir hafði gaman af að spila og við sátum oft við það langtímum saman, en það var farið að draga af honum í seinni tíð. Betri vin hef ég aldrei eignast, svo mikið er víst. Nú er hann farinn til feðra sinna eins og sagt er, nú er hann hjá mömmu sinni og pabba og Svenna bróður sínum, sem voru farin á und- an honum. Hann hugsaði vel um bílinn sinn og annarra gegn greiða eins og klippingu eða litun hjá góðum vin- konum sínum, og ættingjar fengu góðs að njóta. Öllum sem kynntust Reyni þótti vænt um hann, hann gladdi líka alla sem þekktu hann. Allir sáu hann, þennan sem púss- aði bílinn sinn alla daga ef veðrið var gott, fyrir það var hann þekktur í hverfinu hjá gömlu verkó. Oft var hringt ef einhver þurfti að láta skutla sér og oftast sagði minn maður ég kem eftir smátíma, hann var hjálpsamur ef hann gat. Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar sem voru fleygar sumar dánar en sumar feigar. Steini, Páll, Ingibjörg, Björk, Anna Rósa, Hulda, og Magný, Guð veri með ykkur á þessum tíma. Þín vinkona, Gerður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.