Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í PALESTÍNU geisar ekki stríð,
heldur er gerð tilraun til að brjóta
undirokaða þjóð á bak aftur. Þar eig-
ast ekki herir við,
heldur er öflugur
her að kvelja og
drepa varnar-
laust fólk. Palest-
ínumönnum hefur
verið bannað að
bera vopn að und-
anskilinni lög-
reglu heima-
stjórnarinnar.
Grjót hefur verið
helsta vopn Palestínumanna nema
hvað einhverjir hafa komist yfir stol-
in vopn. Það varð uppi fótur og fit
þegar upp komst um skip sem flutti
vopn til Palestínu en engin athuga-
semd gerð við þúsundfalda vígvæð-
ingu Ísraelshers. Palestínumenn
heyja þjóðfrelsisbaráttu, en Ísr-
aelsher ásamt fámennum hópum
Palestínumanna fremja hryðjuverk
á óbreyttum borgurum.
Ísraelsríki stendur í landvinning-
um. Ástandið er líkt og þegar Evr-
ópumenn voru að leggja undir sig
Ameríku og slátra nokkrum milljón-
um Indíána sem þar voru fyrir. Það
er ömurlegt að horfa upp á slíka villi-
mennsku í upphafi 21. aldar. Blóð
deyjandi fórnarlamba fossar úr sjón-
varpstækjunum um vestræn stofu-
gólf og fréttir af þjóðarmorði þjóta
eftir símalínum um allan heim. Af-
skiptaleysi er ekki hægt að afsaka
með fáfræði því allir sem vilja geta
séð hvað þarna er að gerast. M.a.
eigum við Íslendingar áreiðanleg
vitni á staðnum sem flytja okkur
hörmulegar fréttir.
Ísland átti þátt í að stofna Ísr-
aelsríki á palestínsku landi fyrir
hálfri öld. Í nafni Sameinuðu þjóð-
anna var Gyðingum frá Evrópu út-
hlutað hálfu landinu gegn vilja íbú-
anna árið 1947. Þeir reyndu að verja
land sitt en voru yfirbugaðir, drepnir
og hraktir á flótta af hroðalegum
hryðjuverkasveitum undir stjórn
manna sem urðu forystumenn Ísr-
aelsríkis. Nokkrum áratugum síðar
(1967) hafði Ísrael hernumið alla
Palestínu og hrakið meirihluta íbú-
anna á flótta frá eignum sínum og
landi. Meirihluti palestínsku þjóðar-
innar er enn landflótta og talsverður
hluti býr í flóttamannabúðum á veg-
um SÞ, sumar hverjar margsundur-
skotnar eftir Ísraelsher.
Óslóarsamkomulagið gaf vonir um
að Palestínumenn fengju að stofna
ríki á aðeins fimmtungi landsins. Í
þessari málamiðlun gáfu Palestínu-
menn mikið eftir. Stjórn Arafats stóð
við sinn hluta en stjórn Ísraels stóð
nánast ekki við neitt. Þessu hefur
Bush gleymt þegar hann útmálar
Arafat mann sem ekki sé hægt að
semja við.
Ísraelsríki þverbrýtur ekki aðeins
Óslóarsamkomulagið heldur sam-
þykktir Sameinuðu þjóðanna um
grundvallarmannréttindi og um mál-
efni Palestínu. Hroðalegt er að verða
vitni að því hvernig þeir fótum troða
Genfarsáttmálann um meðferð á
fólki í stríði, sem þeir hafa þó skrifað
undir. Svo langt er gengið í að hindra
hjúkrunarliða í að bjarga blæðandi
fólki að Rauði krossinn varð að
draga sig í hlé og mótmæla opinber-
lega brotum Íslraelsríkis á Genfar-
sáttmálanum, sem mun vera eins-
dæmi.
Þögn er sama og samþykki. Þess
vegna verðum við öll að mótmæla
kröftuglega og sýna á einhvern hátt í
verki að rétturinn til lífs og lands sé
okkur heilagur. Ef glæpsamlegt at-
ferli Ísraelsríkis verður ekki stöðvað
munu aðrir fara að dæmi þeirra og
hver veit hvenær röðin kæmi að okk-
ur.
ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON,
líffræðingur og situr í stjórn fé-
lagsins Ísland–Palestína.
Þögn er sama
og samþykki
Frá Þorvaldi Erni Árnasyni:
Þorvaldur Örn
Árnason
EFTIRFARANDI er opið bréf til
frambjóðenda í komandi bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum í Bessa-
staðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði,
Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarn-
arnesi.
Á undanförnum árum hafa sveit-
arfélög stækkað og nýir leikskólar
verið byggðir en leikskólakennur-
um ekki fjölgað að sama skapi og
því mikill skortur á fagþekkingu
þeirra í mörgum leikskólum. Leik-
skólinn er fyrsta skólastig barnsins
og samkvæmt lögum um leikskóla
nr. 78/1994, grein 12, skulu allir
starfsmenn leikskóla hafa menntun
leikskólakennara.
Hvað ætlið þið að gera til að
fjölga leikskólakennurum þannig að
öll börn á leikskólaaldri fái notið
þeirrar fagmenntunar sem leik-
skólakennarinn hefur upp á að
bjóða?
Undanfarnar vikur hefur verið
mikil umræða um leikskólaskyldu
fimm ára barna þannig að öll börn
fái notið kennslu leikskólakennara.
Hvaða skoðun hafið þið á þessum
hugmyndum og hvernig hyggist þið
bregðast við þeim?
Við óskum þess að umræða um
þetta verði opinber og svör berist
sem fyrst.
Fyrir hönd stjórnar 2. deildar
Félags leikskólakennara,
BJÖRK ÓTTARSDÓTTIR.
Opið bréf
til frambjóðenda
Frá stjórn 2. deildar Félags leik-
skólakennara: