Morgunblaðið - 11.04.2002, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 63
DAGBÓK
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið laugardag
frá kl. 10-15
Nýjar vörur
Jakkar
Stuttkápur
Hörkápur
Vínilkápur
Regnkápur frá 5.900
Gerum grín að rauða strikinu
Fiskirúllur og -bollur, fylltar með sósu,
340 kr. kg,
roðlaus harðfiskur,
3.100 kr. kg,
meðan birgðir endast.
Verslunin Svalbarði,
Framnesvegi 44, sími 551 2783.
Í BRIDSBÓKUM er hamr-
að á því hversu mikilvægt
það er að geta talið upp á
þrettán. En hver getur ekki
talið upp á þrettán? Það er
ekki meginvandinn – hitt er
vandasamara að vita hve-
nær eigi að staldra við og
telja. Þú ert í vestur í vörn
gegn þremur gröndum:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ G5
♥ K8752
♦ DG109
♣Á2
Vestur
♠ K87
♥ D93
♦ 74
♣109875
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 tígull
Pass 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 3 tíglar Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Þú spilar út lauftíu, lítið
úr borði og makker tekur
með kóng og spilar þristin-
um til baka, en suður fylgir
með tveimur smáspilum.
Sagnhafi spilar nú tígul-
drottningu og -gosa, og
þriðja tíglinum á ásinn
heima, en makker reynist
eiga kónginn þriðja. Svo
kemur smár spaði að blind-
um.
Spilið er úr smiðju skoska
bridshöfundarins Hughs
Kelseys og á þessu andar-
taki spyr Kelsey: Hvað viltu
gera?
Nú er að telja. Spila-
mennskan í lauflitnum sýnir
að suður hefur byrjað með
DGxx – með KGx hefði
makker spilað gosanum
undir ásinn. Vitað er að suð-
ur byrjaði með ásinn fjórða í
tígli og í sögnum hefur hann
sýnt fjórlit í spaða. Skipting
suðurs er því 4-1-4-4. En
slagirnir? Fjórir á tígul og
þrír á lauf. Sagnhafi á níu
slagi ef hann er með blankan
hjartaás, svo það er rétt að
gera ráð fyrir því spili hjá
makker – rjúka upp með
spaðakóng og skella hjarta-
drottningu á borðið:
Norður
♠ G5
♥ K8752
♦ DG109
♣Á2
Vestur Austur
♠ K87 ♠ 10432
♥ D93 ♥ Á1064
♦ 74 ♦ K32
♣109875 ♣K3
Suður
♠ ÁD96
♥ G
♦ Á865
♣DG64
Kunni menn að telja á
annað borð er þetta alls ekki
svo erfitt, en við spilaborðið
þarf vestur að gera sér grein
fyrir því að úrslitastundin er
runnin upp þegar sagnhafi
spilar spaða að blindum. Og
til þess þarf annan mjög
mikilsverðan eiginleika –
gott stöðumat. Það er eig-
inleiki sem ekki er hægt að
þjálfa með lestri bridsbóka –
því miður.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hugrakkur bjart-
sýnismaður en þolinmæði
og háttsemi eru ekki
þínar sterku hliðar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Vertu óhræddur við að segja
hug þinn allan því þú hefur
engu að tapa. Þér býðst tæki-
færi til að taka þátt í nýju og
spennandi verkefni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú gætir staðið frammi fyrir
erfiðum málum á vinnustað en
þú hefur alla burði til að tak-
ast á við þau. Gefðu þér tíma
til að hlusta á vin í vanda.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Treystu ekki hverjum sem er
fyrir þínum hjartans málum.
Mundu að þjóð veit þá er þrír
vita. Taktu lífið ekki of alvar-
lega.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ef þú vilt að fólk hlusti á þig
og taki mark á þér skaltu
gæta þess að segja ekkert
vanhugsað og velja vandlega
stað og stund til að ræða mál-
in.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er nauðsynlegt að þú ger-
ir það upp við þig hvort þú
viljir komast að samkomulagi
og halda friðinn eða vera stíf-
ur og eiga í stöðugum deilum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einhver vandamál koma upp í
sambandi við náinn ættingja.
Þú þarft að vera sveigjanleg-
ur og setja þig í hans spor til
að hægt sé að leysa málin.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er kominn tími til að hitta
gömlu félagana, endurnýja
kynnin og rifja upp góðar
minningar. Eitthvað mun
koma þér ánægjulega á óvart.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Einhver hefur mistúlkað orð
þín og þú þarft að gera allt
sem í þínu valdi stendur til að
leiðrétta misskilninginn.
Lærðu af reynslunni og
mundu að ekki hafa allir sömu
kímnigáfu og þú.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Vertu óhræddur við að viðra
hugmyndir þínar því það gæti
borgað sig. Láttu af þeim leiða
vana að efast um eigið ágæti.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér finnst þú tilbúinn að tak-
ast á við fjárhagslegar skuld-
bindingar. Þú ættir þó að
ganga úr skugga um að þú
getir staðið við þær áður en þú
gengur að samningaborðinu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þeir eru margir sem vilja ná
fundi þínum til skrafs og ráða-
gerða. Gættu þess að hleypa
ekki of mörgum að þér og
vandaðu val þeirra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú lætur fólk fara í taugarnar
á þér. Gleymdu því ekki að þú
þarft sjálfur að leggja eitt-
hvað að mörkum ef þú vilt
lífga upp á tilveruna.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 11.
apríl, er sjötugur Jón Þór-
arinn Tryggvason, fram-
leiðslustjóri, Hafnargötu
29, Grindavík. Jón og Guð-
ríður Bogadóttir, eiginkona
hans, ætla að verja afmæl-
isdeginum á æskuslóðum
Jóns.
Þessar dugmiklu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til stuðn-
ings Rauða krossi Íslands og söfnuðust 4.078 krónur. Þær
heita Konný Björg Jónasdóttir, Eydís Ósk Jónasdóttir og
Bríet Inga Bjarnadóttir.
Morgunblaðið/Einar Falur
LJÓÐABROT
Stökur
Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt, og þitt er mitt;
þú veizt, hvað eg meina.
Langt er síðan sá eg hann,
sannlega fríður var hann;
allt, sem prýða má einn mann,
mest af lýðum bar hann.
Man eg okkar fyrri fund
forn þó ástin réni;
nú er eins og hundur hund
hitti á tófugreni.
Vatnsenda-Rósa
1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. Bc4 Bg7
4. 0–0 e6 5. d4 cxd4 6. Rxd4
a6 7. Rc3 Re7 8. Bg5 Dc7 9.
Bb3 Rbc6 10. Rxc6 Rxc6 11.
Dd2 0–0 12. Bh6 b5 13. Bxg7
Kxg7 14. Had1 Db6 15. Df4
Dc5 16. Hfe1 f6 17. Kh1 Hf7
18. Dg3 Dg5 19. Dd6 De5 20.
Dd2 g5
Staðan kom upp á Síma-
skákmótinu, minningarmóti
um Dan Hansson, sem lauk
fyrir skömmu. Sigurvegari
mótsins, tékkneski stór-
meistarinn Tom-
as Oral (2542),
hafði hvítt gegn
Rússanum Vla-
dimir Malakhov
(2647). 21. Rd5!
Dd6 22. f4!
Mannsfórn sem
opnar svörtu
kóngstöðuna upp
á gátt. Fram-
haldið varð: 22...
exd5 23. e5! fxe5
24. fxe5 Dg6 25.
Dxd5 Hf5 26.
Dg8+ Kh6 27.
Hd6 Rxe5 28.
Hxg6+ Rxg6 29.
Dd8 Bb7 30.
Dxd7 Haf8 31. Kg1 Ba8 32.
Bg8 g4 33. Dxh7+ Kg5 34.
c4 Bxg2 35. Kxg2 Rh4+ 36.
Kg1 Rf3+ 37. Kf2 Rxe1+ 38.
Kxe1 Hf1+ 39. Kd2 H8f3 40.
Dg7+ Kf5 41. Bh7+ Ke6 42.
Dxg4+ Ke7 43. Dg7+ Kd6
44. Dd4+ Ke7 45. De5+ Kf7
46. Bd3 H3f2+ 47. Be2 og
svartur gafst upp.
Skák
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Bridsfélag Hveragerðis
Aðalsveitakeppni Bridsfélags
Hveragerðis stóð yfir fimm kvöld og
lauk þriðjudaginn 19. febrúar. Úrslit
urðu þessi:
Ólafur Steinason, Gísli Þórarinsson,
Garðar Garðarss., Brynjólfur Gestss. 2693
Úlfar Guðmundsson, Jón Guðmundsson,
Guðmundur Sæm., Hörður Thorarens. 2500
Össur Friðgeirsson, Birgir Pálsson,
Valtýr Jónasson, Kjartan Kjartansson
Bjarni Þórarinsson 2365
Fimm kvölda aðaltvímenningi fé-
lagsins lauk síðan 26. mars.
Úrslit urðu þessi:
Kjartan Kjartansson – Valtýr Jónasson 338
Sefán Short – Loftur Guðmundsson 318
Össur Friðgeirsson – Birgir Pálsson 318
Nú stendur yfir þriggja kvölda tví-
menningur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, mánudaginn 25.
mars. 24 pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 244
Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 244
Ólafur Ingvarss. – Bergur Þorvaldss. 243
Árangur A-V:
Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 266
Finnbogi Arndal – Hörður Guðmundss. 257
Gunnar Hámundars. – Kristján Jónss. 237
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtudaginn 4. apríl. 24 pör. Með-
alskor 216 stig.
Árangur N-S:
Halla Ólafsdóttir – Ingunn Bernburg 259
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 251
Óli Kristinsson – Halldór Kristinss. 246
Gunnar Hersir – Haukur Guðmundss. 246
Árangur A-V:
Aðalbjörn Bened. – Leifur Jóhanness. 276
Ingibjörg Stefánsd. – Jóhann Lútherss. 260
Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 237
Bridsfélag Suðurnesja
Eftir eitt kvöld af þremur í aðaltví-
menningi félagsins standa þessi pör
best:
Karl Karlsson – Gunnlaugur Sævarss. 21
Sigfús Yngvason – Elías Guðmundss. 11
Arnór Ragnarsson – Kjartan Ólason 9
Karl Einarsson – Björn Dúason 9
Gísli Torfason – Svavar Jensen 7
Næsta umferð verður spiluð
mánudaginn 15. apríl.
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Þegar lokið er 10 umferðum í Að-
alsveitakeppni 2002 er röð efstu
sveita eftirfarandi:
Sveit Bergplasts 216
Sveit Guðlaugs Sveinssonar 191
Sveit Helgu Sturlaugsdóttur 175
Sveit Viðars Jónssonar 173
Sveit Friðriks Jónssonar 166
Eftir er að spila þrjár umferðir.
Kolbrún og Björn sigurvegarar
í svæðamótinu fyrir norðan
Kolbrún Guðveigsdóttir og Björn
Þorláksson urðu öruggir sigurvegar-
ar í paramóti Nl. eystra í tvímenn-
ingi sem fór fram í Hlíðarbæ sl.
sunnudag. Þau hlutu nákvæmlega
60% skor í heildina eftir gott gengi í
lokaumferðunum og skildu 27 stig að
í lokin. Pétur Guðjónsson og Una
Sveinsdóttir urðu jöfn Ólínu Sigur-
jónsdóttur og Reyni Helgasyni með
28 stig en samkvæmt reglugerð um
innbyrðis viðureign hlutu Una og
Pétur 2. sætið.
Lokastaðan:
Kolbrún-Björn 55
Una-Pétur 28
Ólína-Reynir 28
Ragnhildur Gunnarsd.-Gissur Jónss. 22
Soffía Guðmundsd.-Stefán Vilhjálmss. 14
Gullsmárabrids
Gullsmárar spiluðu tvímenning á
tíu borðum mánudaginn 8. apríl.
Meðalskor 168. Efst vóru:
NS
Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 217
Filip Höskuldsson – Páll Guðmundss. 209
Sigurður Jóhannss. – Kristján Guðm. 184
AV
Stefán Ólafss. – Sigurjón H. Sigurjónss. 211
Þórhallur Árnason – Valdimar Hjartars. 178
Guðmundur Pálsson – Kristinn Guðm. 177
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 27 pör þriðjudaginn 2.
apríl og að venju spilaður Michell
tvímenningur. Lokastaðan í N/S:
Ólafur Ingimundarss. - Jón Pálmason 399
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 355
Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 354
Hæsta skor í A/V:
Bragi Salomonss. - Magnús Jósefss. 397
Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 368
Birgir Sigur - Bragi Björnss. 345
Sl. föstudag mættu svo 23 pör og
þá urðu úrslitin þessi:
Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnsson 258
Eysteinn Einarss. - Jón Stefánsson 244
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 243
Lokastaðan í A/V:
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 260
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 243
Magnús Halldórss. - Þorsteinn Laufdal 239
Hlutavelta
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 7. apríl sl. í Árbæj-
arkirkju af séra Pálma
Mattíassyni Jakobína Ósk-
arsdóttir og Friðþjófur
Daniel Friðþjófsson. Þau
eru búsett í Noregi.