Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 18

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú er sumarið hafið í Tjaldvagnalandi. Verið velkomin á sýningu í Reykjavík og á Akureyri, þar sem við sýnum Palomino fellihýsin, Ægisvagninn og allt það sem þarf til að fullkomna sumarfríið. TRYGGVABRAUT 12, AKUREYRI SÝNING Sumar OPIÐ LAUGARD. 12-17 OG SUNNUD. 13-17 Lokað í dag frá kl. 13-15 vegna jarðarfarar Kaupvangsstræti 1, Akureyri heimahjúkrun aldraðra, m.a. með því að koma á sólarhringsþjónustu alla daga ársins. Kristín Sigfúsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, sagði að ekki lægi enn fyrir hver kostnaður væri, en verið væri að skoða alla fleti máls- ins hvað það varðaði. Jóhannes Árna- son, sem er í 4. sæti listans, benti á að þjónusta við sjúklinga heima við væri mun ódýrari fyrir samfélagið en sú sem veitt væri inni á stofnunum, eink- um ef einnig þyrfti að byggja nýjar stofnanir undir þjónustuna. Meðal stefnumála Vinstri grænna á Akureyri má nefna að flokkurinn MIKIL áhersla er lögð á uppbygg- ingu lífsnauðsynlegrar þjónustu svo sem á sviði öldrunarmála fremur en bygginga af ýmsu tagi, „sem kalla má lúxus eða gæluverkefni,“ svo notuð sér orð Valgerðar H. Bjarnadóttur, oddvita Vinstri grænna á Akureyri, en framboðið kynnti stefnuskrá sína fyrir bæjarstjónarkosningar nú í maí á fundi í gær. Valgerður sagði stefnuskrá Vinstri grænna ganga út frá grundvallar- markmiðum VG um sjálfbæra þróun og væri því mjög horft til framtíðar, þ.e. þess sem börnum bæjarins kæmi best til lengri tíma litið. „Við brjótum upp viðtekinn hugsunarhátt sem set- ur málaflokka í sérstök hólf. Við telj- um allt sem gert er til menningar samfélagsins og þar greinir okkar framboð sig frá öðrum,“ sagði Val- gerður. Grípa verður til ráðstafana í öldrunarmálum strax Hún nefndi að á sama tíma og nú- verandi bæjarstjórn virtist hafa gleymt að huga að sjúkum öldruðum, sem mjög færi fjölgandi, væru að hefjast framkvæmdir við fótboltahús. Það myndi ekki koma á óvart þótt kostnaðurinn við það færi upp í 700 milljónir króna, þó að áætlun hljóðaði upp á um 500 milljónir. „Þegar staðan er orðin þetta alvarleg þýðir ekki að benda á ríkið og segja að það eigi að redda málum. Neyðin er sár og það verður að gera eitthvað strax,“ sagði Valgerður. Eitt af stefnumálum VG er að efla vill niðurfellingu leikskólagjalda fimm ára barna, styðja mjög við þró- unarstarf í leik- og grunnskólum, sér- staklega hvað varðar raungreina- kennslu, mötuneyti í alla skóla sem starfa á vegum bæjarins, fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um 30 á næsta ári og koma upp þjónustu- kjörnum í öllum bæjarhverfum, sem m.a. myndu nýtast öldruðum. Þá má nefna að flokkurinn vill leysa húsnæðismál Menntasmiðjunn- ar og Punktsins varanlega, kanna þörf og möguleika á opnun kvenna- athvarfs í bænum, efla málm- og skipasmíðaiðnað, kanna möguleika á dýpkun við Oddeyrarbryggju þannig að stór skemmtiferðaskip geti lagst þar að og þá er nefnt í stefnuskránni að Akureyri verði ein af höfuðborgum norðurslóða. VG hefur á sinni stefnuskrá að byggja menningarhús í samstarfi við ríkið og vill að trygg áætlun þar aðlút- andi liggi fyrir næsta haust. Að öðr- um kosti verði Akureyrarbær að leita annarra leiða til að leysa aðkallandi húsnæðimál leiklistar og tónlistar. Einnig er nefnt að finna þurfi lausn á húsnæðisvanda Tónlistarskólans. Loks má nefna að VG vill ljúka að- kallandi verkefnum í Glerárdal, vernda þá strandlengju sem enn er ósnortin í bæjarlandinu og ganga frá umhverfi Pollsins. Þá er nefnt að gera þurfi göngu- og hjólaleið úr miðbæ í Kjarnaskóg, ekki eigi að taka útivist- ar- og tómstundasvæði undir bygg- ingar og almannasamgöngur þurfi að efla. Leggja áherslu á þjónustu fremur en gæluverkefni Morgunblaðið/Kristján Valgerður H. Bjarnadóttir, odd- viti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri. Vinstri grænir kynna stefnuskrá fyrir kosningar KRISTJÁN Þór Júlíusson bæj- arstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýjum nemendagörðum fram- haldsskólanna á Akureyri í gær að viðstöddu fjölmenni. Eins og stund- um áður tók bæjarstjóri fyrst skóflustungu með stunguspaða en settist síðan upp í vélskóflu og bætti um betur. Nýja húsið mun rísa aust- an við núverandi heimavistarhús MA og verður að meginhluta fimm hæðir en að hluta sex hæðir og alls um 900 fermetrar að grunnfleti. Tryggvi Gíslason skólameistari MA sagði við þetta tækifæri, að bygg- ingin markaði nýja sókn fyrir skólabæinn Akureyri og báða fram- haldsskólana, MA og VMA. Jarð- vegsframkvæmdir fara nú í gang en húsinu skal að fullu lokið næsta sumar. Tryggvi sagðist vonast til að byggingastjóri hússins skilaði því af sér kl. 12.15 hinn 15. júní 2003. Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna að nem- endagörðum framhaldsskólanna á Akureyri. Fyrsta skóflustunga að nemendagörðum Nemenda- tónleikar TÓNLEIKAR á vegum Tón- listarskólans á Akureyri verða haldnir í Laugarborg, Eyja- fjarðarsveit, n.k. laugardag, 4. maí og hefjast kl. 11. Þar koma fram nemendur á aldrinum 7 til 14 ára og eru allir velkomnir. KEPPNI í yngri flokkum á Skák- þingi Norðlendinga fer fram á Ak- ureyri um helgina en keppni í opnum flokki fer fram í Grímsey 22. og 23. júní nk. Keppni þeirra yngri hefst kl. 13.30 á laugardag í Íþróttahöllinni en keppt verður í unglinga-, drengja-, barna- og stúlknaflokki. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki en keppnisgjald er 300 krónur. Um- hugsunartími er 15 mínútur á kepp- anda. Hraðskákmótið í þessum ald- ursflokkum fer fram á sunnudag og hefst kl. 13.30. Öllum unglingum 16 ára og yngri er heimil þátttaka. Keppni í skólaskák á Norðurlandi eystra fer senn að ljúka en í kvöld, föstudaginn 3. maí, kl. 19.30 fer kjör- dæmamótið fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sigurvegarar úr kjör- dæmamótinu vinna sér rétt til þátt- töku á landsmóti í skólaskák sem fram fer á Ísafirði 9.–12. maí nk. Skákþing Norðlendinga Keppni í yngri flokkum um helgina SAMSTARF hefur orðið með Radio- naust og Tal hf. og hafa af því tilefni verið gerðar endurbætur á verslun Radionausts við Glerárgötu 32 á Ak- ureyri. Samstarfið mun leiða til auk- innar samkeppni á fjarskiptamark- aði á Akureyri segir í frétt vegna samstarfsins. Tal veitti Háskólanum á Akureyri styrk sem felur í sér fría GSM-þjónustu til tveggja ára í svo- kallaðri Hóptalsáskrift, þar sem 5 eða fleiri tala frítt sín á milli, en það var gert í tilefni af samstarfinu við Radionaust. Tal og Radionaust í samstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.