Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 19 NEMENDUR tíunda bekkjar Heið- arskóla í Keflavík voru í námsferð í Reykjavík í gær, meðal annars til að kynna sér sögustaði skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Engla alheimsins, og samnefndrar kvik- myndar Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Lauk ferðinni í Grillinu á Hótel Sögu þar sem Einar Már og Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari í kvikmyndinni, ræddu við nem- endur. Nemendurnir hafa lesið Engla al- heimsins í skólanum á undan- förnum árum og öll hafa þau séð kvikmyndina. Samkvæmt upplýs- ingum Steinunnar Njálsdóttur ís- lenskukennara kom ferðin inn á ýmsar námsgreinar, svo sem ís- lensku, náttúrufræði, stærðfræði, ensku og leikfimi. Markmið hennar var meðal annars að dýpka skilning nemenda á sagnfræðilegri skáld- sögu, að auðga þekkingu þeirra á sjúkrastofnunum fyrir einstaklinga með geðhvarfasýki og öðlast já- kvæða sýn á sjúkrastofnanir. Farið var um söguslóðir Engla al- heimsins, meðal annars Vogahverf- ið í Reykjavík, Kleppsspítala, fram hjá öryrkjablokkunum við Hátún og Landspítalanum. Nemendurnir kynntu sér meðal annars arkitektúr í ferðinni enda var hluti þeirra í hópi sem vann að hönnunarverk- efnum í vetur hjá Sveindísi Valdi- marsdóttur kennara. Í ferðinni var fjallað um sjúkrastofnanir sem Guðjón Samúelsson teiknaði og einnig fleiri mannvirki. Reykjavíkurferðinni lauk í Grill- inu á Hótel Sögu þar sem nemend- urnir fengu sér að borða. Einar Már og Ingvar komu þar til móts við hópinn og sögðu frá ýmsu í sam- bandi við ritun sögunnar og tökur á kvikmyndinni og Einar Már las upp úr fyrstu ljóðabók sinni. Meðal ann- ars sagði Ingvar frá upptökum á kvöldverðinum fræga sem snilling- arnir fengu sér í Grillinu. Sagði að tökur hefðu staðið yfir í eina og hálfa nótt og maturinn því verið kaldur og ekki beint kræsilegur. Tekið var fram að nemendurnir gerðu upp matinn sem þeir borðuðu í Grillinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur og kennarar Heiðarskóla ræða við Ingvar E. Sigurðsson leikara og Einar Má Guðmundsson rithöfund í Grillinu. Á sögu- slóðum Engla al- heimsins Keflavík BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hafn- aði á fundi sínum í gær staðsetningu íbúða aldraðra sem Gerðahreppur hyggst byggja á lóð hjúkrunarheim- ilisins Garðvangs í Garði. Þar með hafa allir sameigendur Gerðahrepps að Garðvangi hafnað fyrirhugaðri staðsetningu íbúðanna. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggingu íbúða aldraðra á eign- arlóð Garðvangs og auglýst skipulag- ið, látið teikna byggingarnar og boðið framkvæmdina út. Bæjarstjórn Sandgerðis og hreppsnefnd Vatns- leysustrandarhrepps hafa áður hafn- að hugmyndum Gerðahrepps vegna þess að þær myndu þrengja um of að starfsemi hjúkrunarheimilisins. Bæj- arstjórn Reykjanesbæjar fékk full- trúa sína úr stjórn dvalarheimilisins og framkvæmdastjóra þess á sinn fund til að kynna málið svo og fulltrúa Gerðahrepps og arkitekt hans. Nið- urstaða í málið fékkst á fundi bæj- arráðs í gær, þar sem ákveðið var að hafna framkomnum hugmyndum. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að allir stjórn- armenn Reykjanesbæjar í stjórn dvalarheimilanna hafi lagst gegn staðsetningunni og það sé einnig álit meirihluta bæjarfulltrúa. Hann tekur það fram að bærinn leggist ekki gegn byggingu íbúða aldraðra en menn telji að betur fari á að koma þeim fyrir annars staðar í landi Gerðahrepps. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að önnur sveitar- félög telji sig þess umkomin að skipta sér af deiliskipulagi í hreppnum og að hann vonist til að þetta sé ekki end- anleg niðurstaða enda hafi tvær af sveitarstjórnunum tekið afstöðu án þess að leita eftir kynningu frá Gerða- hreppi. Hann segir að með fyrirhug- aðri staðsetningu íbúðanna sé ekki á nokkurn hátt verið að þrengja að starfsemi Garðvangs, þvert á móti muni íbúðir í nágrenninu styrkja starfsemi stofnunarinnar. Á fundi byggingarnefndar íbúða aldraðra í Gerðahreppi árdegis í dag verða opnuð tilboð í byggingu íbúð- anna, það er að segja fyrri hluti tilboð- anna þar sem gera á grein fyrir fyr- irkomulagi en ekki verði. Sigurður segir að væntanlega verði þá tekin af- staða til þeirrar nýju stöðu sem komin er upp í málinu. Hann tekur þó fram að meirihluti hreppsnefndar sé stað- ráðinn í því að láta framkvæmdina verða að veruleika. Allir sameigendur leggjast gegn stað- setningu íbúða Garður FÉLAG myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sumargall- erí í Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2 í dag, föstudag- inn 3. maí. Galleríið verður opið alla daga frá kl. 13 til 17. Mynd- ir eftir ýmsa félagsmenn verða til sýnis og sölu. Sumargallerí opnað Keflavík FANNEY Snæbjörnsdóttir, fyrr- verandi verkakona, var heiðruð í 1. maí-kaffi Verkalýðs- og sjómanna- félags Sandgerðis á baráttudegi verkalýðsins. Baldur Matthíasson, formaður félagsins, afhenti Fann- eyju grip því til staðfestingar. Verkalýðs- og sjómannafélagið bauð öllum bæjarbúum í kaffi á há- tíðisdaginn og var fjölmenni. Ým- islegt var til skemmtunar, auk hefð- bundinna dagskráratriða.Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Verkakona heiðruð Sandgerði Sumum er ætla› a› vera saman! G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • g l i t n i r . i s • S í m i 5 6 0 8 8 0 0 Frjáls bílafjármögnun Glitnis kemur flér í samband vi› rétta bílinn • fiú ræ›ur hvar flú tryggir • Ábyrg›armenn allajafna óflarfir • Hagkvæm fjármögnun • Hægt a› fá lánslofor› • Sameiningarlán gó›ur kostur • Einfalt, fljótlegt og flægilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.