Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 23

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 23 R Nánari uppl‡singar hjá sölumönnum EJS e›a á www.ejs.is Dell PowerEdge 4600 netfljónn 1-2 Xeon örgjörvar 1,8 til 2,2GHz Me› 400MHz minnisbraut Allt a› 12GB High Speed DDR minni 6 x PCI-X raufar, n‡r sta›all Gigabit netkort á mó›urbor›i f a s t la n d - 8 0 7 2 - 3 0 0 4 0 2 Skv. IDC seldust Dell netfljónar mest allra netfljóna í Bandaríkjunum á sí›asta ári. S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Dell PowerEdge 4600 er fyrstur í rö›inni af n‡rri kynsló› netfljóna me› tveimur Xeon örgjörvum frá Intel og afköstum sem hinga› til hafa a›eins fengist í stærri og d‡rari netfljónum. Sá fyrsti af n‡rri kynsló› ÖSSUR hf. – samstæða skilaði einn- ar milljónar dala hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Upphæðin sam- svarar um 93 milljónum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Sala á tímabilinu nam 18,6 milljón- um dala eða um 1.730 milljónum króna. Samstæðan samanstendur í meg- inatriðum af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í Bandaríkjunum, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð og Össur Eu- rope B.V. í Hollandi. Reksturinn á fyrsta ársfjórðungi gekk í meginatriðum í samræmi við áætlanir, að því er fram kemur í til- kynningu frá Össuri. Framlegð, þ.e. mismunur hreinna sölutekna og kostnaðarverðs seldra vara, er dreg- in sérstaklega fram og nam hún um 11 milljónum dala á tímabilinu eða 59,7% af sölu. „Sala í Evrópu hefur gengið sam- kvæmt áætlun, en við gerð rekstr- aráætlunar var helst talin hætta á að frávik yrðu í rekstri þar vegna þess hversu róttækar breytingar höfðu nýlega verið gerðar á rekstrarfyr- irkomulagi og starfsmannamálum. Sala í Norður-Ameríku var um 400 þúsund Bandaríkjadölum yfir áætl- un og sala á Norðurlöndum var að- eins undir áætlun. Sala á hlutum til ígræðslu var yfir áætlun. Markmið um sölu á öðrum mörkuðum náðust hins vegar almennt ekki á fyrsta ársfjórðungi og var frávikið um 400 þúsund dalir í heild. Skýringar á þessu eru aðallega erfitt efnahags- umhverfi á viðkomandi mörkuðum og í sumum tilvikum gengisfall gjaldmiðla,“ segir ennfremur í til- kynningu Össurar. Sala í Norður- Ameríku nam 10,9 milljónum dala. Eignir Össurar hinn 31. mars sl. námu 61,3 milljónum dala, eigið fé 31 milljón og skuldir 30,3 milljónum. Veltufé frá rekstri var 2 milljónir, eiginfjárhlutfall 51% og markaðs- virði hlutafjár 156 milljónir dala. 93 milljón- ir í hagnað hjá Össuri FRAMKVÆMDASTJÓRAR Pfaff og Borgarljósa hafa und- irritað samning um kaup Pfaff á meirihluta rekstrar Borgar- ljósa. Munu Borgarljós samein- ast rekstri Pfaff og er stefnt að því að sameiningin eigi sér stað um næstu mánaðamót. Verður nafni Pfaff breytt í Pfaff-Borg- arljós. Í samningnum felst að Pfaff tekur yfir öll vöruumboð sem Borgarljós hafa haft, en tækni- deild Borgarljósa er undanskil- in sameiningunni. Mun Haukur Þór Hauksson, framkvæmda- stjóri Borgarljósa, stýra henni. Pfaff kaupir meirihluta í Borgar- ljósum alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.