Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 27 ERIK Lindbergh, 37 ára barna- barn flugkappans fræga, Charles Lindbergh, veifaði til viðstaddra þegar hann hafði lent flugvél sinni á Le Bourget-flugvelli við París í gær eftir að hafa end- urtekið sögufrægt flug afa síns, er varð fyrstur manna til að fljúga einn síns liðs yfir Atlants- hafið 1927. Erik lenti klukkan hálf tíu í gærmorgun, að íslenskum tíma, og hafði ferðin frá New York þá tekið 17 tíma. Farkosturinn var eins hreyfils Lancair Columbia 300, nefnd The New Spirit of St. Louis. Ferð Charles Lindberghs þessa sömu leið, á flugvél sem bar nafnið The Spirit of St. Louis, tók 33 og hálfa klukkustund. Með- alflughraði vélar Eriks, sem smíð- uð er úr gleri og kolefnisblöndu, var 296 km/klst., en meðalhraði afa hans var 174 km/klst. AP Lindbergh í París BILL Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, átti fund með fram- kvæmdastjórum sjónvarpsstöðvar- innar NBC í Hollywood sl. miðvikudag til þess að ræða mögu- leika á að hann taki að sér að stjórna spjallþætti í sjónvarpi, að því er haft var eftir nokkrum heim- ildamönnum í sjónvarpsgeiranum. Þótt viðræður forsetans fyrrver- andi og sjónvarpsstjóranna séu á frumstigi sagði einn heimildar- mannanna að Clinton hefði mikinn áhuga og krefðist fimmtíu milljóna dollara í árstekjur, eða tæplega fimm milljarða króna, og stefndi Clinton að því „að verða næsta Opr- ah Winfrey“. Ráðamenn NBC vildu ekki tjá sig um málið. Og á skrifstofu Clin- tons í New York var engu svarað þegar fréttamenn spurðust fyrir um málið. Clinton er í Los Angeles í þessari viku, þar sem hann mun taka þátt í fjáröflun fyrir Demókrata- flokkinn. Heimildamenn í sjónvarpsbransanum segja að ólíklegt sé að Clinton sé reiðubúinn til að verða við þeim kröfum sem spjall- þáttur á borð við þann sem Winfrey stjórnar leggur á herðar stjórnandanum. Taka þurfi upp daglega í 39 vikur. Forsetinn fyrr- verandi, sem er 55 ára, hefur tjáð fram- kvæmdastjórum í Hollywood, sem hafa spurt hann út í mögulegan sjónvarpsframa, að ekkert sé hæft í þessum sögusögn- um. Þess eru engin dæmi að samið hafi verið við fyrrverandi forseta um umsjón sjón- varpsþáttar. Richard Nixon olli deilum 1975 þegar sjónvarpsmað- urinn David Frost greiddi honum 600 þúsund dollara (tæp- ar sextíu milljónir króna) fyrir viðtals- þáttaröð. Bandaríkjaforsetar mega samkvæmt stjórnarskrá ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Þegar þeir hafa yfirgefið Hvíta húsið hafa þeir flestir tekið sæti í stjórnum fyrirtækja, sinnt mann- réttinda- og mannúðarmálum, skrifað bækur, flutt ræður og unnið að uppsetningu bókasafna sinna. Sumir sérfræðingar segja að Clinton myndi tefla stöðu sinni sem heimsþekkts stjórnmálamanns í tvísýnu ef hann léti bendla sig við málefni á borð við þau sem jafnan eru rædd í síðdegisspjallþáttum á borð við Oprah, s.s. framhjáhald, nauðganir, kynferðisafbrot og barneignir unglingsstúlkna. „Það sem þetta myndi kosta hann er svo margfalt meira en það sem hann kynni að hafa upp úr þessu,“ sagði Robert Thompson, prófessor í fjölmiðlafræði og dæg- urmenningu við Syracuse-háskóla. „Clinton hugsar varla um annað en orðstír sinn og spjallþáttur er ekki besta leiðin til að stroka út Monicu Lewinsky.“ Fyrir nokkrum dögum kom upp sá orðrómur að Clinton væri að ræða við ráðamenn fjölmiðlarisans CBS, sem m.a. dreifir spjallþætti Oprah, en Leslie Moonves, yfir- framkvæmdastjóri sjónvarpsdeild- ar CBS, sagði ekkert hæft í þeim sögusögnum og bætti við að það væri fáránleg hugmynd að Clinton tæki að sér stjórn spjallþáttar. Oprah Winfrey, sem er ein hæst launaða konan í bandarísku sjón- varpi, hefur tilkynnt að hún hyggist hætta með þátt sinn 2006, en þá verða tuttugu ár síðan þátturinn hóf göngu sína. Clinton vill verða „næsta Oprah Winfrey“ Hollywood. Los Angeles Times. Clinton BÚRMÍSKI lýðræðissinninn Aung San Suu Kyi verður innan skamms látin laus úr stofufangelsi og vænt- ir þess að þáttaskil verði í stjórn- málalífi landsins á allra næstu dög- um, að því er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu sagði í gær. Tin Oo, varaformaður flokks Suu Kyi, Þjóðarfylkingar um lýðræði, tjáði fréttamönnum að Suu Kyi hefði verið bjartsýn er hann fundaði með henni á heimili hennar í Rangoon, þar sem hún hefur setið í stofufangelsi undanfarna 19 mán- uði. Sá orðrómur hefur verið á kreiki í Búrma undanfarið að þess væri að vænta að Suu Kyi yrði látin laus eftir að sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Razali Isma- il, kom til landsins í þrjá daga í apríllok. Herstjórnin í Búrma heimilaði í gær tugum erlendra fréttamanna að koma til landsins, en fátítt er að stjórnin veiti slík leyfi. Renndi þetta stoðum undir þann orðróm að Suu Kyi yrði látin laus. Slíkar sög- ur hafa áður komist á kreik, en Tin Oo sagðist telja að nú myndi raun- verulega draga til tíðinda. „Við er- um mjög bjartsýn,“ sagði hann. Þátta- skil næstu daga? Rangoon. AP. Aung San Suu Kyi Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 20%afsláttur af n‡jum sportfatna›i Tilbo› föstudag, laugardag og sunnudag Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 17 66 5 05 /2 00 2 Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 Sumar jakkar , buxur , ves t i og margt f l e i ra .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.