Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 29
CARL Maria von Weber (1786-
1826) var undrabarn og var far-
inn að starfa sem píanisti ellefu
ára og hafði áður notið kennslu
Michaels Haydns í Salzburg.
Hann var alla tíð pasturslítill og
fyrir utan tæringuna, sem leiddi
hann til dauða, þjáðist hann af
meðfæddri slæmsku í mjöðm.
Þrátt fyrir mótmæli læknis hans,
tókst hann ferð á hendur til Eng-
lands, til að ljúka við óperuna
Oberon og stjórna uppfærslu á
verkinu, sem var stórkostlegur
„success“ svo að endurtaka varð
forleikinn og ýmis atriði úr verk-
inu. Öll þessi vinna gekk svo
nærri honum, að hann lést 5.
júní, degi áður en haldið skyldi
heim til Dresden. Hann vildi eng-
an hafa inni hjá sér og læsti að
sér, svo að brjóta varð upp hurð-
ina að svefnherbergi hans, hvar
hann hafði andast um nóttina.
Forleikurinn að Oberon er
skemmtileg og falleg tónlist, er
var að mörgu leyti líflega leikin
undir stjórn Zuohuang Chen,
þótt nokkur augnablik óvissu
kæmu fyrir. Ognibene lék hið
fræga og skelfandi þriggja tóna
upphaf verksins fallega.
Meginatburður kvöldsins var
leikur Erlings Blöndals Bengts-
sonar í sellókonsert eftir William
Walton. Verkið er fallegt á köfl-
um, sérlega vel ritað fyrir hljóm-
sveit og var hreint ótrúlega vel
flutt af Erling Blöndal Bengts-
syni. Ber þar sérstaklega að
nefna kadensurnar og einleiks
„improvisasjónir“ sem tónskáldið
kallaði kaflaskipanina í lokaþætt-
inum en önnur og fjórða eru
samdar fyrir einleiksselló og þar
var leikur sellósnillingsins hreinn
einleikaragaldur, svo sem segja
má í raun um allan flutning ein-
leikarans. Hljómsveitin átti góða
spretti þó aðnokkuð vantaði á að
hljómsveitarstjórinn legði meiri
áherslu á mótun blæbrigða, sér-
staklega þar sem hljómsveitin
átti „orðið“.
Lokaverk tónleikanna var sú
„sjöunda“, dansasinfónían, eftir
Beethoven. Það sem einkenndi
mótun hljómsveitarstjórans var
galsi og allt að því grófheit, þar
hann lagði alveg sérstaka áherslu
á „svart-hvítan“ flutning, þ.e. á
sterkar andstæður í styrk og
krafði t.d. blásarana um fullan
styrk, þó að oft væri hlutverk
þeirra nánast undirhljómur þess
tónefnis sem fiðlusveitin flutti og
varðaði meginefni tónlistarinnar.
Hvað sem þessu líður var heild-
arsvipur sinfóníunnar hressilegur
og laus við lognmollu. Þrátt fyrir
að annar kaflinn hafi yfirskriftina
Allegretto, hefði vel mátt halda
ögn í hraðann og styrkleikann,
svo að „söngurinn“ hefði notið sín
betur, búið yfir þeirri ró sem
upphefur allan tíma en þessi ró
týndist í hamrandi hljómi undir-
leikshugmyndarinnar, sem var
allt of sterk leikin, sérstaklega í
upphafi, þannig að aðkoman var
allt að því hlaðin óþoli, svo að
þegar mótstefið birtist „skeði
ekki neitt“. Hvað um það, þá var
sú sjöunda hressilega flutt og
auðheyrt að Zuohuang Chen er
slyngur hljómsveitarstjóri og
„tempo“-maður.
Einleikaragaldur
TÓNLIST
Háskólabíó
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti
verk eftir Weber, Walton og Beethov-
en. Einleikari: Erling Blöndal Bengts-
son. Stjórnandi: Zuohuang Chen.
Fimmtudagurinn 2. maí, 2002.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
Erling Blöndal Bengtsson
HUGMYNDIN að þessari mynd
er góð og umfjöllunarefnið þarft, þar
sem deilt er á bandaríska heilsu-
gæslukerfið. Þar sem fólki er ekki
bjargað frá dauðum ef aðstandendur
hafa ekki heilu milljónirnar á milli
handanna. Og að tryggingarfélögin,
oftar en ekki, ráðskast með og svíkja
fólkið sem er að borga þeim.
Hér segir frá meðaljóninum John
Q, sem Washington leikur. Hann er
verkamaður í peningakreppu, en hef-
ur þó séð til þess að vera vel tryggð-
ur. Hann og konan eiga þennan líka
indæla og skemmtilega dreng sem
stundar hafnabolta. Á einum leikn-
um hnígur hann niður og í ljós kemur
að hjartað hans er alltof stórt vegna
mikillar og óheilbrigðrar áreynslu og
hann þarf hjartaígræðslu. Trygging-
arfélagið svíkur John Q, sem tekur til
sinna ráða, tekur fólk í gíslingu á
bráðadeild sjúkrahússins og heimtar
að syni sínum sé bjargað.
Leikstjórinn Nick Cassavetes
gerði fína mynd um árið She’s so
Lovely. Faðir hans, hinn frábæri
leikstjóri John Cassavetes, skrifaði
handritið og má segja að myndin hafi
verið í anda hans seinni verka. Með
John Q færir Nick sig nú inn á aðrar
brautir í kvikmyndaheiminum og
tekst á við mun dæmigerðara Holly-
wood-handrit.
Kynningin á persónunum er aga-
lega vanaleg, þar sem maður fylgist
með hamingjusömum fjölskyldu-
stundum. Og þótt það séu væmnar
tuggur, þá koma þær við mann og
virka. Myndin sem dregin er upp af
hinum bandaríska verkamanni með
derhúfu og bjór í hönd að horfa á
hafnabolta er líka frekar mikil klisja.
Ófrumleikinn er þó ekki versta
hlið myndarinnar, heldur er handrit-
ið í heildina mjög óhnitmiðað. Á
bráðadeildinni myndast skemmtilegt
samfélag gíslanna sem eru lokaðir
inni í einu herbergi. Svoleiðis
„kammer-spiel“ aðstæður eru alltaf
áhugaverðar þegar vel tekst til. Hér
verða sum atriðin eru áhugaverð, en
höfundur er samt ekki nógu sterkur
til að mynda áhugaverða stemmn-
ingu. Oft verða samtölin að leiðinleg-
um staðreyndum um galla heilsu-
kerfisins. Það á að sýna en ekki
segja.
Myndin nær því sjaldnast að verða
mjög spennandi. Þó á tímabili í lok
myndarinnar lítur út fyrir að allt
muni fara á versta veg. Bíófélaga
mínum fannst að þannig hefði það átt
að fara. Ég sat hins vegar með
brjóstið fullt af réttlætiskennd, og
vonaði að allt bjargaðist á einhvern
yfirnáttúrulegan hátt í lokin. Sem
það og gerir. Það er hins vegar ekki
spurning að félagi minn hafði rétt
fyrir sér. Myndin gengur út á það að
gagnrýna raunveruleikann. Með því
að gera aðstæður síðan eins óraun-
verulegar og frekast er unnt, er
myndin komin í andstæðu bæði við
sjálfa sig og allt sem verið er að
reyna að segja með henni. En enginn
vill sjá mynd sem endar illa, og þar
með hafa aðstandendur komist í hina
endalausu bíómyndaklemmu vest-
ursins: að gera upp við sig hvort
maður vilji selja eða segja eitthvað.
Reiður faðir
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíó
Álfabakka
Leikstjóri: Nick Cassavetes. Handrit:
James Kearns. Kvikmyndataka: Rogier
Stoffers. Aðalhlutverk: Denzel Wash-
ington, Robert Duvall, James Woods,
Anne Heche og Ray Liotta. 118 mín.
USA. New Line Cinema 2002.
JOHN Q Hildur Loftsdóttir