Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 30
bandarískra frumbyggja frá því
fyrir tíma Kólumbusar.
„Þótt verurnar í verkum Greipa
Ægis séu andlitslausar eru stell-
ingar þeirra oft afbakaðar á lýs-
andi máta.“
Gagnrýnandinn líkir því næst
verkum listamannsins við verk
hins breska Henry Moore, sem
hann segir einnig meðhöndla
mannslíkamann líkt og mann-
gervandi þætti landslagsins.
Að mati Gallery & Studio hefur
Greipar Ægis það þó fram yfir
Moore að skúlptúrar hans búa yfir
aukinni nánd og lýkur umfjöllun-
inni á þeim orðum að eftir nýlega
sýningu listamannsins í Agora-
galleríinu sé óhætt að telja að
þessa hæfileikaríka höggmynda-
listamanns bíði frekari viðurkenn-
ing.
ÍSLENSKI listamað-
urinn Ægir Geirdal,
sem notar lista-
mannsnafnið Greipar
Ægis, hlaut fyrir
stuttu mjög svo lof-
samlega umfjöllun í
tímaritinu Gallery &
Studio í tengslum við
sýningu sína í Agora-
galleríinu í New
York.
Sú aðferð Greipa
Ægis að móta verk
sín úr þurrum sandi
án þess að nota form,
eða sérhæfð verkfæri
vakti töluverða at-
hygli tímaritsins, sem
kvað listamanninn
beita þessari aðferð
af því að hún byggi
yfir sveigjanleika við-
arins, mýkt leirsins,
hörku steinsins og
fínleika glersins.
„Í verkaseríu sinni
sem nefnist Tár tím-
ans, notar Greipar Ægis form sem
líkt hefur verið við skúlptúra
Brancusi og teikningar Matisse. Í
fyrrnefnda dæminu er átt við
dýnamíska abstraksjón, en fljót-
andi fígúratífa eiginleika þess síð-
ara. Þessar tvær samlíkingar gætu
virst í mótsögn hvor við aðra ef
ekki væri fyrir það að skúlptúrar
listamannsins eru bæði abstrakt
og fígúratífir í bókstaflegri merk-
ingu. Sterk lífræn form hlutanna
virðast við fyrstu sýn vera ab-
strakt að lögun með bogadregnar
útlínur og samspil jákvæðs og nei-
kvæðs rýmis,“ segir í skrifum
gagnrýnandans.
Hann segir abstrakt formin þó
taka á sig einfaldaða mannsmynd
við nánari athugun. Fígúratíf
formin séu oft flókin að gerð og
minni jafnvel á útskurðarverk
Tár tímans
greypt í sandinn
Lofsamleg umfjöllun um Greipar Ægis
Eitt af verkunum í seríu listamannsins Greip-
ar Ægis sem fær lofsamlega umfjöllun.
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALDINN verður op-
inn umræðufundur um
bók dr. Vals Ingi-
mundarsonar, Upp-
gjör við umheiminn, á
Grand Hótel í Reykja-
vík á morgun, laugar-
dag, kl. 14. Þátttak-
endur verða auk Vals
dr. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Ís-
lands, Styrmir Gunn-
arsson, ritstjóri, og
Ragnar Arnalds, fyrr-
verandi ráðherra.
Fundurinn er öllum
opinn og er aðgangur
ókeypis.
Uppgjör við um-
heiminn kom út fyrir síðustu jól og
var m.a. tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Bókin, sem
nú kemur út í kilju, fjallar um sam-
skipti Íslands við Bandaríkin og
NATO á árunum
1960-1974.
Ólafur Ragnar
Grímsson er doktor í
stjórnmálafræði og
hefur um árabil fjallað
um alþjóðamál. Ragn-
ar Arnalds var for-
maður Alþýðubanda-
lagsins 1968-1977 á
þeim tíma sem deil-
urnar um varnarmál-
in, NATO og Banda-
ríkjaher voru hvað
mestar hér á landi.
Morgunblaðið kemur
mjög við sögu í bók
Vals en Styrmir
Gunnarsson hefur
verið ritstjóri blaðsins frá 1972.
Valur Ingimundarson er doktor í
sagnfræði frá Columbia-háskóla í
New York og er nú lektor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands. Hann
hefur um árabil rannsakað sögu
kalda stríðsins, m.a. í innlendum og
erlendum skjalasöfnum, og varpað
með bókum sínum nýju ljósi á
þetta tímabil Íslandssögunnar.
Greint frá nýjum
upplýsingum í bókinni
Í bókinni Uppgjör við umheim-
inn segir frá deilum um herstöðina
í Keflavík, aðildina að NATO og
þorskastríðum við Breta á sjöunda
áratugnum og fram á þann átt-
unda. Þá skóku hatrömm átök
þjóðfélagið þar sem þjóðernis-
hyggja og innanlandsátök mótuðu
mjög afstöðu manna til þessara
hitamála.
Í bók Vals var í fyrsta sinn
greint frá nýjum upplýsingum um
kjarnorkustefnu Bandaríkjamanna
gagnvart Íslandi og um það hvort
kjarnorkuvopn hafi verið staðsett
hér á landi.
Fjallað um bókina Upp-
gjör við umheiminn
Valur
Ingimundarson
TROÐFULLT var í Gamlabíó-
húsinu á frumsýningu Perlukabar-
etts Gospelsystra á sunnudag, jafn-
vel á efstu og fótrýmissnauðustu
svölum. Uppákoman var einhvers
staðar á mörkum hefðbundins tón-
leikahalds og „shows“ (víðtækara
hugtak en ,sýning’). Sviðið var ljós-
aröndum prýtt í anda Broadways,
og hinar liðlega hundrað Gosp-
elsystur komu fram á ögrandi lit-
klæðum að hætti stórborgarnætur-
drósa. Þó að engin eiginleg
atburðarás ætti sér stað, virtist
reynt að raða lögum niður eftir sam-
hengi. Það var reyndar enginn
hægðarleikur, því efnisvalið var tek-
ið úr a.m.k. tíu söngleikjum frá 80
ára löngu tímabili, auk einstakra
dæma úr öðrum greinum. Því miður
var ekkert ársett í annars glæsilega
litprentuðu prógramminu svo
áhugasamir hlustendur gætu gert
sér grein fyrir stílþróun á þessu
langa skeiði.
Leikar hófust með It’s the hard-
knock life úr söngleiknum „Annie“
eftir Strouse í meðförum Söng-
leikjadeildar Domus Vox [hví ekki
Vocis?]. Þá fyrst kom Hljómsveit-
arforleikur eftir ónefndan samsetj-
ara, án frekari skýringa en sóttur
héðan og þaðan úr eftirfarandi söng-
atriðum frá ýmsum söngleikjum.
Bryndís Petra Bragadóttir kabar-
ettstjóri fór næst með Willkommen
[… bienvenu, welcome] úr „Cab-
aret“ Kanders af viðeigandi smeðju-
þokka, og SDV með Magic to do
(„Pippin“/Schwartz). Kórinn söng
Calm as the night e. Bohm, og Katr-
ín Ósk Einarsdóttir gamla djass-
standarðinn Basin street blues e.
Williams með á köflum góðum til-
þrifum. Eftir það höfðaði Gospel-
systrahópur samfara til fýsnar og
rausnar karlpenings með Big spend-
er („Sweet charity“/Coleman), og
Bergþór Pálsson brauzt úr skápnum
af glæsibrag í I am what I am („La
Cage aux Folles“/Jerry Herman).
Kórinn söng í kjölfarið I’m gonna
wash that man right outa my hair
(„South Pacific“/Rodgers & Hamm-
erstein). Kórsöngurinn var þar frek-
ar máttlaus en gerðist aftur á móti
gustmeiri í America („West Side
Story“); því miður nokkru stytt.
Gamla faðm-lag Berlins, Cheek to
cheek („Top Hat“), hlaut fínlega út-
tekt Jóhönnu Maríu Gunnarsdóttur.
Bergþór gerði mikla lukku með Sín-
ötrunúmerinu klassíska, New York,
New York (ekki eftir Kander & Ebb
heldur L. Bernstein & Comden/
Green og úr „On the Town“). Síðan
söng kórinn „medley“, þ.e. syrpu, úr
„Showboat“ e. Kern með Bergþór í
frekar eirðarlausri túlkun á Ole man
river. Hann náði sér þó aftur upp í
öðru Sínötrunúmeri, My way, á út-
opnu „belti“. Einnig söng hann, með
kórnum, Memory („Cats“/Webber),
og kórinn lauk perlukabarettnum
með fallega negrasálminum Every
night.
Undirtektir áheyrenda voru upp
til hópa dúndrandi góðar. Engu að
síður er meira en að segja það að
gera perlum Broadways virkilega
sannfærandi skil á jafnþröngum
músíkmarkaði og hinum íslenzka,
þar sem vönduð millimúsík hefur
alltaf átt erfitt uppdráttar. Efnið er
flestu fullveðja fólki vel kunnugt, og
samanburðurinn við fagmennsku
stóra heimsins auðfenginn og mis-
kunnarlaus. Samt virðist enn eima
eftir af losarabrag fyrri tíma áhuga-
mennsku hér á landi, s.s. að „létt“
tónlist hljóti að vera auðveld í flutn-
ingi. Svo er hins vegar ekki. Þar að
auki eru hlustendur orðnir vanari
atvinnumennsku í sígildri listmúsík
en áður var. Kröfuhörðustu hlust-
endum hefði því eflaust verið betur
sinnt með þriðjungi smærri úrvals-
kór, enda hefur áður verið bent á að
sjálfur gríðarlegur mannfjöldinn er
Gospelsystrum mestur Þrándur í
Götu til listrænna afreka.
Engu að síður tókst konunum
víða vel upp, einkum í eldri við-
fangsefnum sínum. Á hinn bóginn
var hljómsveitin í allra minnsta lagi.
Þrátt fyrir valinn mann í hverju
rúmi virtist sextettinn ekki nógu vel
samspilaður, sem bendir til að sam-
æfingar hafi verið skornar við nögl.
Né heldur var jafnvægið sem bezt;
einkum var trommusettið allt of há-
vært og bassinn of langt til baka.
E.t.v. hefði mátt magna upp blás-
arana – ekki til styrkingar heldur
hljómfyllingar, enda 1 sax, 1 tromp-
et og 1 básúna anzi væskilsleg í jafn-
steindauðu húsi. Einnig mátti
stundum hnjóta um frjálslegt
hljómaval í útsetningum, jafnvel
stöku sinni til hins verra – e.t.v.
vegna ákveðinna „djössunartil-
hneiginga“ sem tókust misvel miðað
við leikhúsgerð sígildustu laganna.
En í nýju og tilraunakenndu upp-
setningarformi sem þessu var
kannski varla við öðru að búast.
TÓNLIST
Íslenzka óperan
„Perlukabarettinn“; ýmis bandarísk
söngleikjalög o.fl. Bergþór Pálsson barý-
ton og kvennakórinn Gospelsystur.
Kabarettstjóri: Bryndís Petra Bragadótt-
ir. Söngatriði: Söngleikjadeild Domus
Vox. Hljómsveitarstjóri: Stefán S. Stef-
ánsson. Stjórnandi: Margrét J. Pálma-
dóttir. Sunnudaginn 29. apríl kl. 20.
KABARETTTÓNLEIKAR Athygliverð tilraun
Ríkarður Ö. Pálsson
Á AÐALFUNDI Félags íslenskra
tónlistarmanna sem haldinn var á
dögunum voru veittir þrír styrkir
úr Hljómdiskasjóði félagsins.
Styrki hlutu Camilla Söderberg,
blokkflautuleikari, til að hljóðrita
íslenska samtímatónlist, Nína
Margrét Grímsdóttir, píanóleik-
ari, til að hljóðrita öll píanóverk
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og
Marta Guðrún Halldórsdóttir,
söngkona og Örn Magnússon,
píanóleikari til hljóðritunar á
klassískum ljóðasöngvum.
Morgunblaðið/Kristinn
Styrkþegarnir ásamt Margréti Bóasdóttur, formanni FÍT.
FÍT
veitir
styrki
VEGNA fjölda fyrirspurna hefur
verið ákveðið að framlengja
Kristnisýninguna í Þjóðmenning-
arhúsinu um viku eða til 12. maí
næstkomandi.
Sýningin var sett upp fyrir
tveimur árum til að minnast þess
að þúsund ár voru frá kristnitök-
unni á Íslandi, en sýningin rekur
sögu kristni og kirkju á Íslandi í
þessi þúsund ár. Það var Þjóð-
skjalasafn Íslands sem stóð að
þessari sýningu með tilstyrk
kristnihátíðarnefndar og hefur
hún verið fjölsótt þessi tvö ár sem
hún hefur staðið. Lætur nærri að
um 30 þúsund manns hafi séð sýn-
inguna.
Kristnisýningin
framlengd um viku
Trúarhugmyndir í
Sonatorreki eftir
Jón Hnefil Að-
alsteinsson er
57. hefti í rit-
röðinni Studia Is-
landica, íslensk
fræði.
Í þessari bók
fjallar Jón Hnefill
um trúar-
hugmyndir í Sona-
torreki. Hann gerir grein fyrir heim-
ildum um trúarbrögð á Íslandi á
tíundu öld og ræðir ítarlega um dán-
arheima í heiðnum sið en snýr sér
síðan að kvæðinu sjálfu.
Trúarheimur sá sem birtist í Sona-
torreki kemur heim við þær hug-
myndir sem finna má í öðrum heim-
ildum. Þó hefur Óðinsdýrkun þar
meira vægi og hlutur sjávargoðanna
Ægis og Ránar er einnig stærri. Engin
ótvíræð merki um kristinn hug-
myndaheim er að finna í kvæðinu.
Þrátt fyrir að kvæðið hafi brenglast
telur höfundur það heillegt og ólíklegt
að það hafi varðveist í munnlegri
geymd þar sem afbakanir í kvæðinu
séu fremur ritvillur en brenglun munn-
legrar geymdar. Niðurstaða hans er
sú að það hafi verið rist með rúnum
um leið og það var ort og jafnvel lík-
legt að Þorgerður dóttir Egils hafi rist
það á kefli eins og Egils saga segir.
Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson (f.
1927) er prófessor emeritus í þjóð-
fræði við félagsvísindadeild Háskóla
Íslands. Eftir hann liggja fjölmargar
bækur og greinar um trúarbragða-
fræði og þjóðfræði.
Útgefandi er Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Íslands og Háskóla-
útgáfan. Bókin er 184 bls. kilja og
kostar 2.980 kr.
Íslensk fræði