Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 50

Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjálmar Blom-quist Júlíusson fæddist í Sunnu- hvoli á Dalvík 16. september 1924. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 26. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Jónína Jónsdóttir, f. 1887, d. 1967, og Júlíus Jóhann Björnsson, f. 1885, d. 1946. Hjálmar, sem í dag- legu tali var kallað- ur Bommi, var sjöundi í röð tíu systkina. Hin eru: Jón Egill, f. 1908; Nanna Amalía, f. 1909; Sig- rún, f. 1911; Hrefna, f. 1914; Kristín, f. 1917, og Baldur Þórir, f. 1919, öll látin, en yngsta systir Bomma, Ragnheiður Hlíf, f. 1927, býr á Akureyri, og yngsti bróðir, Gunnar Skjöldur, f. 1931, lést fyrir nokkrum árum. Árið 1950 kvæntist Bommi Sól- veigu Eyfeld Ferdinandsdóttur, f. dóttur á Akureyri. Jódís á tvö börn með Stefáni Eiríkssyni sem er látinn. Þau eru Hulda og Ei- ríkur. Bommi vann margvísleg störf til sjávar og sveita. Ungur hóf hann bústörf á Karlsá við Dalvík og síðar var hann til sjós, m.a. á bátum bróðurs síns Egils Júl. Um tíma vann hann sem leigubílstjóri á Akureyri og einnig í Reykjavík. Saman ráku þau Sólveig Eyfeld og hann Dalvíkurbíó til margra ára og einnig voru þau lengi um- boðsmenn fyrir Morgunblaðið. Bommi var lærður til vélstjóra og vann sem slíkur í mörg ár við frystihús KEA á Dalvík en hans helstu áhugamál voru hesta- mennska og leiklist. Hann hafði mikið yndi af því að umgangast dýr og við Baldurshaga á Dalvík, þar sem fjölskylda Bomma bjó í áratugi, hafði hann lengstum hesta, kindur og alls kyns dýr önnur sem hann sinnti af mikilli gleði. Hann tók virkan þátt í fé- lagsstarfi margskonar, söng með kórum og starfaði m.a. lengi með Leikfélagi Dalvíkur. Útför Hjálmars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Dalvíkurkirkjugarði að athöfn lokinni. 18.4. 1924, og bjuggu þau lengstum á Dal- vík þar til Sólveig lést, 1981. Sólveig og Hjálmar eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Þórdís, f. 1950. Hún á þrjú börn: Ásu Dóru, Friðdóru Bergrós og Júlíus Þór. 2) Sólveig, f. 1951, d. 1998. Hún eignaðist tvö börn: Svein Ríkharð og Sigrúnu Sif. 3) Unnur María, f. 1953. Hún á sex börn: Tryggva, Hafdísi, Heiðrúnu, Helga, Daníel og Sólveigu. 4) Jón Björn, f. 1956. Hann á tvö börn: Birgi Má, sem er stjúpsonur hans, og Kolbein. Maki Jóns Björns er Brynja Þorvaldsdóttir. 5) Kolbrún, f. 1957. Hún lést 1977. 6) Hjálmar, f. 1963. Hann á þrjú börn: Sölku Eyfeld, Hjálmar Óla og Ágúst Orra. Maki Hjálm- ars er Guðbjörg Ólafsdóttir. Sl. 19 ár bjó Bommi með unn- ustu sinni Jódísi Kristínu Jósefs- Elsku pabbi. Þá allt í einu ertu far- inn. Eftir allar banalegurnar, eins og við göntuðumst svo gjarnan með! Voru þær orðnar 25? Þú varst vanur að segja að þær væru ekki marktæk- ar nema þú færir úr föðurlandinu og í spítalabrók. En þrátt fyrir allar leg- urnar trúðum við því að þú rifir þig upp og kæmir heim til kærustunnar þinnar, hennar Jódísar. Já, pabbi minn, margt leitar á hug- ann á löngum nóttum. Ég man fyrir löngu þegar ég var unglingur, mér fannst þú leiðinlegur og ósanngjarn og skildi ekki hvað öllum fannst þú skemmtilegur. Það var ekki hægt að halda skemmtanir á Dalvík öðruvísi en Bommi flytti gamanmál. Já, við vorum ekki alltaf glöð með hvort annað á þessum árum en sem betur fer breyttist það þegar árin liðu. Ég þroskaðist og eignaðist sjálf börn og þá skildi ég að foreldrar eiga ekki alltaf að vera skemmtilegir. Já, svo man ég þegar þú varst með stóra húsið austur á sandi, með hæn- ur í öðrum endanum og svín í hinum og fjárhúsið heim við hús með hest- um og kindum í. Svo fórstu á sjó að draga björg í bú og á grásleppu með Dóra Sikk. Ég man líka þegar „hobbíbændurnir“ hringdu nótt sem nýtan dag ef kindunum þeirra gekk illa að bera. Og leikshúsvertíðin? Það leið varla það ár sem þú lékir ekki eða leikstýrðir. Já, þegar ég lít til baka veit ég ekki hvort þú varst bóndi, sjómaður eða dýralæknir? Ef til vill sitt lítið af hverju eða allt. Ekki má svo gleyma þegar þú náðir í myndavélina, glettinn á svip, og smelltir hægri, vinstri. Já, allar myndirnar þínar af hestunum sem voru þér svo kærir og myndirnar úr Noregsferðinni síðasta sumar, já, já, já. Svo liðu árin, elsku pabbi, og við urðum mjög náin. Þú varst alltaf tilbúinn til að klappa mér á bakið þó við værum ekki alltaf sammála, hvorki í trúmálum né stjórnmálum. En pabbi, ég er glöð með góðu dag- ana þessi síðustu ár og er þakklát fyrir hvert árið, já, eða hvern dag sem við fengum að hafa þig. Og eins og Jódís kærastan þín segir: „Við skulum muna hvað hann Bommi var skemmtilegur.“ Og það ætla ég að gera. Unnur María. Nú er ljósið slokknað og níunda lífið á enda. Afi var eins og kötturinn með lífin níu, alla vega fannst manni það því sjúkrahúslegurnar voru orðnar svo margar, en alltaf hristi hann þær af sér aftur og aftur. Lífshlaup afa þekki ég ekki í smá- atriðum en langar til að minnast hans í nokkrum orðuum, bæði fyrir mig og dóttur mína. Alltaf fannst mér gaman að fá afa í heimsókn í sveitina eða heimsækja hann í Norð- urgötuna. Hann var hress og gaman að fíflast við, bæði að og með honum. Ég hafði lúmskt gaman af því þegar afi var að hneykslast á litnum á hárinu á mömmu, rifnu gallabuxun- um okkar systra og hvað við værum að hugsa við að fara að gera þetta eða hitt. Maður hafði mjög gaman af að rökræða við kallinn því oftast end- aði það með flissi og „bomma-hakan“ skaust fram og afi hristist allur til. Afi drakk mikið te og hvað annað en nýpute frá Noregi. Honum þótti þetta te svo ofboðslega gott og lúrði alltaf á því þegar maður kom í kaffi og tímdi varla að gefa manni með sér. Auðvitað bauð hann alltaf nýpu- teið, en í þeirri von að maður afþakk- aði. Já ekki er annað hægt að segja en að afi hafi haft húmor og góða skapið á réttum stað þó svo að hann hafi stundum virkað sem þurr og leiðin- legur karl. Afi gaf dóttur minni heilmikið veganesti og leit hún upp til hans, sérstaklega þegar hún komst að því að langafi hennar hafði einu sinni verið í leikhúsi eins og hún var í vet- ur. Leikhúsið var sett á hærri stall en áður og fara og standa á sviðinu var spennandi því langafi hafði gert það líka. Mjög stolt sagði hún frá þessu. Hún trúir því nú að langafi hennar sé orðinn engill sem kemur á kvöldin, breiði yfir hana og passi hana fyrir nóttinni. Ég er glöð yfir að hún fékk að kynnast langafa sínum, afa mínum og föður ömmu sinnar. Ég kveð afa með söknuði og þakk- læti fyrir yndisleg kynni. Jódísi, unn- ustu hans, Þórdísi, Unnu, Jómba og Hjálmari börnum hans, sem og öðr- um fjölskyldumeðlimum, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Heiðrún. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér lát ei sorg né böl þig buga baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði lögð ei er en þú hefur afl að bera orkublundur nægir þér. Elskulegur móðurbróðir minn, Hjálmar Júlíusson, er fallinn frá eft- ir löng og ströng veikindi. Lát hans kom engum að óvörum, sem til þekktu, en alltaf er brotthvarf þeirra sem manni eru kærir erfitt. Mér fannst þegar ég kvaddi hann fyrir rúmum mánuði, að ég mundi ekki sjá hann aftur og þannig talaði hann líka við mig. Bommi sýndi óvenjulegt þrek í erfiðum veikindum og þær eru ófáar banalegurnar hans síðustu árin en ég er handviss um að jákvætt viðhorf og glaðværð hjálpuðu honum í gegn um erfiðleikana en ekki hvað síst sterk löngun til að lifa lífinu með Jó- dísi sinni. Eftir þær miklu raunir að missa dóttur, tengdason og eiginkonu á stuttum tíma kynntist Bommi Jódísi Jósefsdóttur og ég held að öllum beri saman um að það hafi verið gæfan hans. Ég hef aldrei séð fallegra og einlægara samband en þeirra á milli og Dísu tókst að laða fram allt það besta í Bomma. Dísa hefur síðustu árin, af sinni einstöku alúð og elsku- semi, stutt hann í veikindum hans og þeirri miklu sorg að missa aðra dótt- ur sína. Eftir að Bommi flutti til Akureyr- ar urðu þau Dísa tíðir gestir á okkar heimili og ég minnist með miklu þakklæti og eftirsjá síðkvölda að Sunnuhvolssið en það eru kvöldin þar sem heimsóknir hefjast þá er flestir aðrir eru gengnir til náða. Þau Bommi og Dísa reyndust fjölskyldu minni einstaklega tryggir og yndis- legir vinir og fyrir þá vináttu eru honum færðar hinstu kveðjur og þakklæti fyrir samfylgdina. Elsku Dísa, við Sturla sendum þér, börnunum og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Inga. Horfinn er af sjónarsviðinu mætur maður. Hjálmar Blomquist Júl- íusson, kallaður Bommi svona hvers- dags. Hjálmar og Blomquist var meira spari. Milli hans og Morgun- blaðsins voru einkar góð tengsl. Kona hans, Sólveig Eyfeld, var í ára- raðir umboðsmaður blaðsins á Dal- vík og lagði mikla alúð við verkefnið. Bommi var hennar hjálparhella og ók hann gjarnan inn á Akureyri eftir blöðunum svo þau kæmust sem fyrst til áskrifenda í plássinu. Eftir lát hennar fluttist hann bú- ferlum til Akureyrar og tók sér þá m.a. fyrir hendur að aka Morgun- blaðinu til blaðbera í bænum. Því starfi sinnti hann frá því haustið 1986 og fram á sumar 1990. Starfinu skilaði hann svo sem hans er von og vísa með mestu prýði. Þegar Bommi hafði séð til þess að blaðberarnir voru farnir af stað náði hann gjarnan í bakkelsi og bauð upp á ylvolgar kleinur með morgunkaffinu á skrif- stofu blaðsins. Yfir rjúkandi kaffi- bollanum skapaðist góð stemmning og margt var spjallað. Bommi var mikill sögumaður og naut sín sérlega vel í horninu við ísskápinn hafandi yfir gamanmál af ýmsu tagi, ellegar þá að sagðar voru sögur af hrossum hans. Einhverjum bestu hrossum norðan heiða. Að sögn. Tók mjög til varna kæmu upp efasemdir þar um. Honum þótti vænt um hestana sína og þess vegna voru þeir bestir. Honum þótti líka vænt um fólk og var afskaplega hlýr og notalegur maður sem gott var að hafa nálægt sér. Það veit best okkar elskulega vinkona, Dísa, starfsmaður Morgun- blaðsins um áratuga skeið. Kærast- ans hans Bomma, sem nú í miðju vorhretinu horfir á eftir sumarauk- anum sínum. Það er sárt. En lukkan er víst eilíf, þó hverfi á braut um stund. Við viljum trúa því. Hretinu linnir. Einn daginn. Dísu, börnum Bomma og börnum Dísu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Morgunblaðsins á Akureyri. Sægreifinn frá Sunnuhvoli. Gam- anleikur með alvarlegu ívafi. Loka- þáttur. Blessaður karlinn hann Bommi. Aðalhlutverk Hjálmar Blomquist Júlíusson. Kemur inn á sviðið frá hægri, app- elsínugul rúllukragapeysa, alpahúfa. Beinaberar hendurnar leita upp og taka hana ofan. Hnoðar húfuna dálít- ið í höndum sér og leggur svo til hlið- ar á borðið, rétt norðan við hvítan fylgidisk. Fjórir ástarpungar, smekklega skornir í tvennt, skjálf- andi hendi. Vitnar í „kellingu heima“, segir: „Blessuð borðið ykkur nú.“ Ýtir fylgidiskinum að áhorfend- um. „Blessuð borðið ykkur nú.“ Hlær. Mjög dátt, næstum hneggjar. Samt að farast í skrokknum. Þessi suðvestan strekkingur fer eitthvað svo illa í mann. Blæs í sig nýju lífi úr asmapústrinu. Það er einhvern veg- inn eins og allt hafi farið til fjandans eftir að kvótakerfið var tekið upp. Áður var veitt og veitt. Nú má ekk- ert. Tekur upp byssuna, þessa sem kennd er við sykur. Ófá skotin rata ofan í bollann. Hrærir lengi. Eins og hann langi ekkert í kaffið. Segir aðra sögu. Dulítið langa og um aðra kell- ingu. Einhverja sem gaf honum kjöt- súpu, kannski einhverntíma ’54 eða var það fyrr? „Eiginlega eini mat- urinn sem ég man eftir,“ segir hann. Samt ekki búinn að gleyma kjötboll- unum heima í Sunnuhvoli, jarð- skjálftadaginn ’34? O, nei. Stendur upp og faðmar einn áhorfandann. Að tilefnislausu, rétt fyrir hádegi einn þriðjudaginn í apríl. Ætlar heim. Að leggja sig. Banaleguna. Þá fimmtu, sjöttu eða sjöundu. Man það ekki lengur. Af sem áður var, þegar þverskorið mall- aði í potti úti í Norðurgötu. Tjaldið fellur. Hann verður klappaður upp. Margrét Þóra Þórsdóttir. Föstudaginn 26. apríl síðastliðinn lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri kær frændi okkar og vinur, Hjálmar Blomquist Júlíusson frá Sunnuhvoli á Dalvík. Með Bomma, eins og hann var yf- irleitt kallaður, er genginn góður maður og langar okkur fjölskylduna til að geta hans hér, kveðja hann á okkar eigin hátt, nú þegar hann er lagður upp í sína hinstu för. Við höfum svo sannarlega átt notaleg og góð samskipti við Bomma og afkomendur hans í gegnum árin öll og margs er að minnast og margt ber að þakka. Ættarböndin hafa alltaf verið sterk innan Sunnuhvolsættarinnar og Bommi átt sinn þátt í því að treysta þau og efla með heimsóknum sínum og símhringingum, enda mað- urinn með eindæmum frændrækinn. Tryggð hans og vináttu metum við nú mikils. Við minnumst skemmtilegra fjöl- skylduboða og afmæla þar sem Bommi var mættur til leiksins. Þá var yfirleitt hlegið dátt og gert að gamni sínu yfir atburðum ýmiss kon- ar. Bommi hafði nefnilega svo ein- staklega fallega útgeislun og frá- sagnargáfa hans var með ólíkindum skemmtileg. Hann var líka barngóð- ur með afbrigðum og börnin löðuð- ust að honum. Okkur finnst einhvern veginn eins og Bomma hafi alltaf fylgt hlátur og kátína, um það erum við öll sammála, enda var glaðværðin svo eðlilegur hluti af litríkri og ljúfri persónugerð hans. Þannig viljum við líka minnast hans um ókomin ár. Bommi var leikari af Guðs náð og mörg eftirminnanleg hlutverkin lék hann í gegnum tíðina, bæði á sviði leikhússins hér á Dalvík, sem í lífinu sjálfu. Hann tók þátt í fjölda uppfærslna hjá Leikfélagi Dalvíkur hér á árum áður og skapaði þá ætíð með frábær- um leik sínum persónur sem seint gleymast. Nafn hans lifir innan leik- starfsins hér á Dalvík. Bommi var líka söngmaður mikill og söng meðal annars með Karlakór Dalvíkur og Karlakór Akureyrar um tíma, Kiw- anisklúbburinn fékk að njóta krafta hans sem og önnur góð félagasamtök hér á svæðinu. Öllum verkum er hann tók sér fyr- ir hendur skilaði hann með sóma, því Bommi bjó yfir fádæma samvisku- semi, metnaði og elju. Hann Bommi hafði alla tíð yndi af dýrum og þau voru ófá sem hann átti og ól í gegnum tíðina. Hann var mik- ill hestamaður og hestunum sínum sinnti hann af alúð, nærgætni og næmleika. Það vita þeir sem til þekkja. Áföllunum í lífi sínu tók Bommi af auðmýkt og mildi þess manns er trú- ir. Um hann má kannski segja: „Hann bognaði stundum, en hann brotnaði aldrei.“ Þannig maður var hann. Elskulegur móðurbróðir, ömmu- bróðir, vinur og félagi – við kveðjum þig og þökkum þér samfylgdina í gegnum árin, það var gott að þekkja þig. Hlý minningin um þig í huga okkar og hjarta mun lifa og ylja okk- ur alla tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Jódís, Dísa, Unna Mæja, Jón Björn, Hjálmar, Hulda og Eirík- ur, barnabörn og barnabarnabörn – við sendum ykkur innilegustu sam- úðarkveðjur. María, Símon, Jónína, Kristín Aðalheiður, Arnar og Svana Rún. HJÁLMAR BLOM- QUIST JÚLÍUSSON    *  53B1382  )A&" K "(  &/ "  +   $ %  &'(          /#> )+)%   $#% %# 0     $626>0'L,31 , ) 8") &"     %         %  2 !    4  4'' )* + %*    $#*'().   '(). 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.