Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 55 Skipst á sko›unum Ef flú vilt fulltrúa Sjálfstæ›isflokksins á fund á vinnusta›inn, í skóla e›a til félagasamtaka haf›u flá samband vi›: Björgu fiór›ardóttur Sími: 515 1730, netf: bjorgth@xd.is e›a fiórdísi Pétursdóttur Sími: 515 1777, netf: disa@xd.is MÁLÞING um fjölmiðla og hryðju- verk verður haldið í dag, 3. maí, kl. 16–18 í Odda, sal 101, Háskóla Ís- lands við Suðurgötu. Það er íslenska UNESCO-nefndin sem heldur mál- þingið. Tilefnið er atburðirnir í Banda- ríkjunum 11. september sl., en 3. maí er tileinkaður fjölmiðlafrelsi á al- þjóðavísu á vegum UNESCO ár hvert. Meðal frummælenda verða: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Kári Jónasson, fréttastjóri RÚV, Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, og Sig- mundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV. Umræðum stjórnar Elín Hirst, varafréttastjóri Sjónvarpsins. Hún situr í íslensku UNESCO-nefndinni, segir í fréttatilkynningu. Málþing um fjölmiðla og hryðjuverk LISTINN í Árborg kynnir stefnu- skrá sína fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 25. maí laugardaginn 4. maí kl. 13 á kosningaskrifstofunni á Eyravegi 15 á Selfossi. Um leið verð- ur kosningaskrifstofan opnuð form- lega. Húsið er opið milli kl. 13 og 17, kl. 14 munu efstu menn kynna stefnu- skrána og sitja fyrir svörum. Allir eru velkomnir, veitingar á boðstólum og íspinnar og blöðrur handa börn- unum. Kosningaskrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 14–18 og 20–22 og frá 10–16 um helgar. Netfangið er arborg@xb.is, segir í fréttatilkynn- ingu. B-listadagur í Árborg VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnudaginn 5. maí kl. 14–18 í Snælandsskóla við Furu- grund. Á sýningunni verður aðallega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri: Bókband, bútasaumur, búta- saumsteppi, fatasaumur, frístunda- málun, glerlist, haustkransagerð, kántrí-föndur, skrautritun, trésmíði, trölladeig og útskurður. Síðastliðinn vetur var á fjórða hundrað nemenda á hvorri önn í skólanum, segir í fréttatilkynningu. Sýning í Kvöld- skóla Kópavogs NÝ dælustöð Vatnsveitu Hafnarfjarð- ar verður formlega gangsett við Blika- ás á morgun, laugardaginn 4. maí, kl. 14. Allir eru velkomnir en börnin í Ás- landi eru sérstaklega velkomin – að koma við með foreldrum sínum, fá sér ískalt vatn og ,,nammi“ í gogginn. Sigurður Flosason og Pétur Grét- arsson flytja öðruvísi tónlist og Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar leikur. Bæjarstjórinn í Hafn- arfirði, Magnús Gunnarsson, gang- setur formlega dælustöðina. Í dælustöðinni er gert ráð fyrir að- stöðu til þess að taka á móti skóla- börnum og öðru áhugafólki um vatn og gildi þess fyrir samfélag okkar mannanna, segir í fréttatilkynningu. Ný dælustöð gang- sett í Áslandi SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Bessa- staðahrepps opnar kosningaskrif- stofu í Smiðshúsum laugardaginn 4. maí. Af því tilefni er öllum íbúum boðið að koma og ræða málin við frambjóðendur og þiggja vöfflur og kaffi, segir í fréttatilkynningu. Skrifstofan verður opin virka daga frá kl. 20–22, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14–17. Opnar kosninga- skrifstofu HARMONIKUTÓNLEIKAR og harmonikudansleikur verða laug- ardagskvöldið 4. maí í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima. Húsið verður opnað kl. 19.45 en kl. 20.15 hefst hátíðin með tón- leikum. Að þeim þeim loknum, kl. 22.15, hefst harmonikudansleikur á sama stað. Meðal flytjenda á tónleikunum eru: Margrét Arnardóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson, Rut Berg Guð- mundsdóttir, Sólberg Bjarki Valdi- marsson, Reynir Jónasson og Tatu A. Kantomaa. Þrjár hljómsveitir verða: Harmonikuhljómsveit ungs fólks undir stjórn Guðmundar Samúelssonar og hljómsveitir Harmonikufélags Reykjavíkur, Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner og Léttsveitin undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar og Björns Ólafs Hallgrímssonar. Kynnir verður Jóhann Gunnars- son, segir í frétt frá Harmoniku- félagi Reykjavíkur. Aðgangseyrir er kr. 1.000 á tón- leikana og dansleikinn. Allir eru velkomnir. Hátíð harmonikunnar SMIÐJA verður haldin af Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði um efnahagslegt sjálfstæði kvenna á efri hæðinni í Húsi málarans, laugardag- inn 4. maí kl. 14.15–16.15. Erindi halda: Soffía Guðmunds- dóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Ás- geir Jónsson hagfræðingur og Sig- ríður Stefánsdóttir réttarfélags- fræðingur. Fyrirspurnir og um- ræður, segir í fréttatilkynningu. Efnahagslegt sjálfstæði kvenna VSEVOLOD Tsjaplín, prestur rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, mun halda páskamessu í Friðrikskapellu laugardagskvöldið 4. maí. Messan hefst kl. 23 og stendur til 2. Bless- unarathöfn verður í kapellunni frá 12 – 15 á laugardag. Þá heldur sr. Tsjapl- ín kvöldguðsþjónustu á sama stað kl. 19 – 21 á föstudag. Vsevolod Tsjaplín starfar í yfir- stjórn rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar og annast meðal annars tengsl patríarkatsins við kirkjudeildir er- lendis og önnur trúfélög. Hann er hingað kominn að beiðni yfirmanns Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Aleksíj II, patríarka. Söfnuður Moskvu-patríarkatsins á Íslandi var stofnaður fyrr á þessu ári og eru nú tæplega 100 safnaðarfélagar í honum. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan notar sem kunnugt er júlíanska tíma- talið, sem er eldra en gregoríanska tímatalið sem næstum allsstaðar hef- ur leyst það af hólmi. Júlíanska tíma- talið er 13 dögum á eftir því greg- oríanska og jól eru því haldin 13 dögum síðar í rússnesku rétttrúnað- arkirkjunni en í vestrænum kirkju- deildum. Páskar lenda því sjaldnast á sama tíma og í ár munar rúmum mán- uði, þar sem páskadagur rússnesku kirkjunnar er 5. maí. Allir eru velkomnir að messunni á meðan húsrúm leyfir, segir í frétta- tilkynningu. Rússnesk páska- messa á laugardag VIÐHALDSSJÓÐUR orgels Kristskirkju á Landakoti heldur bíl- skúrssölu á Hávallagötu 16, Reykja- vík, sunnudaginn 5. maí kl. 11.30–17. Allur ágóði af bílskúrssölunni rennur til viðhaldssjóðs orgels Kristskirkju, segir í fréttatilkynn- ingu. Bílskúrssala til styrktar orgelsjóði WAYMOND Rodgers, prófessor í reikningshaldi við ríkisháskólann í Kaliforníu, heldur fyrirlestur um „Intellectual Capital used in Ac- counting“ á vegum viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, í dag, föstudaginn 3. maí kl. 16. Allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur í við- skipta- og hag- fræðideild HÍ KVENFÉLAGIÐ Heimaey verður með sína árlegu kaffisölu sunnudag- inn 5. maí kl. 14 í Súlnasal Hótel Sögu. Vestmannaeyingum 70 ára og eldri er boðið sérstaklega. Heima- bakaðar kökur og ýmislegt góðgæti verður á boðstólum að venju. Þess skal getið að lyfta er í húsinu og er þá gengið inn að vestan og gegn um Skála að Súlnasal. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til líknarmála, segir í fréttatilkynn- ingu. Heimaeyjar- kaffi á Sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.