Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 55

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 55 Skipst á sko›unum Ef flú vilt fulltrúa Sjálfstæ›isflokksins á fund á vinnusta›inn, í skóla e›a til félagasamtaka haf›u flá samband vi›: Björgu fiór›ardóttur Sími: 515 1730, netf: bjorgth@xd.is e›a fiórdísi Pétursdóttur Sími: 515 1777, netf: disa@xd.is MÁLÞING um fjölmiðla og hryðju- verk verður haldið í dag, 3. maí, kl. 16–18 í Odda, sal 101, Háskóla Ís- lands við Suðurgötu. Það er íslenska UNESCO-nefndin sem heldur mál- þingið. Tilefnið er atburðirnir í Banda- ríkjunum 11. september sl., en 3. maí er tileinkaður fjölmiðlafrelsi á al- þjóðavísu á vegum UNESCO ár hvert. Meðal frummælenda verða: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Kári Jónasson, fréttastjóri RÚV, Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, og Sig- mundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV. Umræðum stjórnar Elín Hirst, varafréttastjóri Sjónvarpsins. Hún situr í íslensku UNESCO-nefndinni, segir í fréttatilkynningu. Málþing um fjölmiðla og hryðjuverk LISTINN í Árborg kynnir stefnu- skrá sína fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 25. maí laugardaginn 4. maí kl. 13 á kosningaskrifstofunni á Eyravegi 15 á Selfossi. Um leið verð- ur kosningaskrifstofan opnuð form- lega. Húsið er opið milli kl. 13 og 17, kl. 14 munu efstu menn kynna stefnu- skrána og sitja fyrir svörum. Allir eru velkomnir, veitingar á boðstólum og íspinnar og blöðrur handa börn- unum. Kosningaskrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 14–18 og 20–22 og frá 10–16 um helgar. Netfangið er arborg@xb.is, segir í fréttatilkynn- ingu. B-listadagur í Árborg VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnudaginn 5. maí kl. 14–18 í Snælandsskóla við Furu- grund. Á sýningunni verður aðallega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri: Bókband, bútasaumur, búta- saumsteppi, fatasaumur, frístunda- málun, glerlist, haustkransagerð, kántrí-föndur, skrautritun, trésmíði, trölladeig og útskurður. Síðastliðinn vetur var á fjórða hundrað nemenda á hvorri önn í skólanum, segir í fréttatilkynningu. Sýning í Kvöld- skóla Kópavogs NÝ dælustöð Vatnsveitu Hafnarfjarð- ar verður formlega gangsett við Blika- ás á morgun, laugardaginn 4. maí, kl. 14. Allir eru velkomnir en börnin í Ás- landi eru sérstaklega velkomin – að koma við með foreldrum sínum, fá sér ískalt vatn og ,,nammi“ í gogginn. Sigurður Flosason og Pétur Grét- arsson flytja öðruvísi tónlist og Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar leikur. Bæjarstjórinn í Hafn- arfirði, Magnús Gunnarsson, gang- setur formlega dælustöðina. Í dælustöðinni er gert ráð fyrir að- stöðu til þess að taka á móti skóla- börnum og öðru áhugafólki um vatn og gildi þess fyrir samfélag okkar mannanna, segir í fréttatilkynningu. Ný dælustöð gang- sett í Áslandi SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Bessa- staðahrepps opnar kosningaskrif- stofu í Smiðshúsum laugardaginn 4. maí. Af því tilefni er öllum íbúum boðið að koma og ræða málin við frambjóðendur og þiggja vöfflur og kaffi, segir í fréttatilkynningu. Skrifstofan verður opin virka daga frá kl. 20–22, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14–17. Opnar kosninga- skrifstofu HARMONIKUTÓNLEIKAR og harmonikudansleikur verða laug- ardagskvöldið 4. maí í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima. Húsið verður opnað kl. 19.45 en kl. 20.15 hefst hátíðin með tón- leikum. Að þeim þeim loknum, kl. 22.15, hefst harmonikudansleikur á sama stað. Meðal flytjenda á tónleikunum eru: Margrét Arnardóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson, Rut Berg Guð- mundsdóttir, Sólberg Bjarki Valdi- marsson, Reynir Jónasson og Tatu A. Kantomaa. Þrjár hljómsveitir verða: Harmonikuhljómsveit ungs fólks undir stjórn Guðmundar Samúelssonar og hljómsveitir Harmonikufélags Reykjavíkur, Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner og Léttsveitin undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar og Björns Ólafs Hallgrímssonar. Kynnir verður Jóhann Gunnars- son, segir í frétt frá Harmoniku- félagi Reykjavíkur. Aðgangseyrir er kr. 1.000 á tón- leikana og dansleikinn. Allir eru velkomnir. Hátíð harmonikunnar SMIÐJA verður haldin af Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði um efnahagslegt sjálfstæði kvenna á efri hæðinni í Húsi málarans, laugardag- inn 4. maí kl. 14.15–16.15. Erindi halda: Soffía Guðmunds- dóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Ás- geir Jónsson hagfræðingur og Sig- ríður Stefánsdóttir réttarfélags- fræðingur. Fyrirspurnir og um- ræður, segir í fréttatilkynningu. Efnahagslegt sjálfstæði kvenna VSEVOLOD Tsjaplín, prestur rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, mun halda páskamessu í Friðrikskapellu laugardagskvöldið 4. maí. Messan hefst kl. 23 og stendur til 2. Bless- unarathöfn verður í kapellunni frá 12 – 15 á laugardag. Þá heldur sr. Tsjapl- ín kvöldguðsþjónustu á sama stað kl. 19 – 21 á föstudag. Vsevolod Tsjaplín starfar í yfir- stjórn rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar og annast meðal annars tengsl patríarkatsins við kirkjudeildir er- lendis og önnur trúfélög. Hann er hingað kominn að beiðni yfirmanns Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Aleksíj II, patríarka. Söfnuður Moskvu-patríarkatsins á Íslandi var stofnaður fyrr á þessu ári og eru nú tæplega 100 safnaðarfélagar í honum. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan notar sem kunnugt er júlíanska tíma- talið, sem er eldra en gregoríanska tímatalið sem næstum allsstaðar hef- ur leyst það af hólmi. Júlíanska tíma- talið er 13 dögum á eftir því greg- oríanska og jól eru því haldin 13 dögum síðar í rússnesku rétttrúnað- arkirkjunni en í vestrænum kirkju- deildum. Páskar lenda því sjaldnast á sama tíma og í ár munar rúmum mán- uði, þar sem páskadagur rússnesku kirkjunnar er 5. maí. Allir eru velkomnir að messunni á meðan húsrúm leyfir, segir í frétta- tilkynningu. Rússnesk páska- messa á laugardag VIÐHALDSSJÓÐUR orgels Kristskirkju á Landakoti heldur bíl- skúrssölu á Hávallagötu 16, Reykja- vík, sunnudaginn 5. maí kl. 11.30–17. Allur ágóði af bílskúrssölunni rennur til viðhaldssjóðs orgels Kristskirkju, segir í fréttatilkynn- ingu. Bílskúrssala til styrktar orgelsjóði WAYMOND Rodgers, prófessor í reikningshaldi við ríkisháskólann í Kaliforníu, heldur fyrirlestur um „Intellectual Capital used in Ac- counting“ á vegum viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, í dag, föstudaginn 3. maí kl. 16. Allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur í við- skipta- og hag- fræðideild HÍ KVENFÉLAGIÐ Heimaey verður með sína árlegu kaffisölu sunnudag- inn 5. maí kl. 14 í Súlnasal Hótel Sögu. Vestmannaeyingum 70 ára og eldri er boðið sérstaklega. Heima- bakaðar kökur og ýmislegt góðgæti verður á boðstólum að venju. Þess skal getið að lyfta er í húsinu og er þá gengið inn að vestan og gegn um Skála að Súlnasal. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til líknarmála, segir í fréttatilkynn- ingu. Heimaeyjar- kaffi á Sögu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.