Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 64

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 64
64 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD kl. 20.30 hefjast vortón- leikar í tónleikahúsi Ýmis, sem kan- adíska söngkonan Tena Palmer stendur fyrir, og munu 5% af ágóð- anum renna til Samtaka um kvenna- athvarf. „Ég held tónleikana til að styrkja konur og börn og hef valið lögin í samræmi við það,“ segir Tena. „Mörg laganna lofsyngja konur eða fjalla á einhvern hátt um þeirra heim. Ágóðinn verður kannski ekki mikill en þetta er algerlega persónu- legt framtak mitt.“ Ég þakka konunum fyrir mig… „Í mínum uppvexti vandist ég því að konur hefðu yfirleitt lítið vald og áhrif á umhverfi sitt, ólíkt því sem mér finnst það vera á Íslandi. Það hefur verið virkilega uppörvandi og falleg lífsreynsla að kynnast konum sem eru svona sterkar og öruggar. Og núna þegar ég er að flytja til Hol- lands lít ég á þessa tónleika sem tækifæri til að þakka fyrir mig,“ út- skýrir Tena sem hefur búið á Íslandi undanfarin sex ár og starfað bæði sem tónlistarkennari og fjölhæfur og margslunginn tónlistarmaður. Fyrst mun Tena koma fram ásamt píanóleikaranum Kjartani Valde- marssyni en þau hafa mikið starfað saman á undanförnum árum. „Við flytjum alls konar lög, bæði djass, popp og blús, en þetta er mjög per- sónulegt lagaval og mér finnst það mjög fallegt,“ segir söngkonan sem einnig er höfundur nokkurra laga sem þau flytja. „Svo er eitt lag sem Kjartan samdi við texta eftir mig sem er virkilega fallegt og ég held bara að við höfum aldrei flutt það áð- ur, en það var samið fyrir mörgum árum. En þar segir í lokin „What turned our love to water dear but wine?““ Guðmundur Pétursson gítarleik- ari og Ragnheiður Gröndal djass- söngkona koma einnig fram, en það er aldrei að vita hver spilar með hverjum. …og öllu tónlistarfólkinu Tena stofnaði Bluegrass-hljóm- sveitina Gras, sem tekur síðan við. „Það hefur verið svo frábært að fá að vinna með bæði Kjartani og strákun- um í Gras og viðbrögðin hafa líka verið svo góð,“ segir Tena og vill taka fram fyrir þá sem hafa verið að spyrja að Gras er á leiðinni í hljóðver að taka upp disk. – En eru þetta seinustu tónleik- arnir þínir á Íslandi? „Nei, blúsbandið mitt, Moses, spil- ar á Kaffi List næsta fimmtudags- kvöld og líklega leikur suðræna bandið mitt Felicidade þar viku seinna. Svo opnum við KK ljós- myndasýningu Mary Ellen Mark á Listahátíð. Við Matthías Hemstock erum með dúett og komum líklega fram í júní. Ég býst við að syngja með Gras um verslunarmannahelg- ina og kem einnig fram á menning- arnótt. Þá verður reyndar fertugs- afmælið mitt, en ég fæddist sama dag og Reykjavíkurborg!“ segir Tena og hlær. „Ég er komin í svo mörg bönd og tónlistarleg sambönd hér á Íslandi að þótt ég sé að flytja úr landi á ég alltaf eftir að koma hingað af og til, jafnvel oft!“ Vortónleikarnir Guð blessi börnin Uppörvandi og falleg lífsreynsla hilo@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Jökull Kanadíska söngkonan Tena Palmer er að flytja frá Íslandi og langar að þakka fyrir sig. BRETAR er lítt hressir með að ver- ið sé að setja upp ballettsýningu í Danmörku byggða á lífi Díönu prinsessu. Díana var verndari Breska þjóðarballettsins, en fyrr- verandi liststjórnandi hans Peter Schaufuss, er höfundur og stjórn- andi verksins sem hann samdi fyrir danskan dansflokk sinn. Breska ballerínan Zara Deakin mun fara með hlutverk Díönu. Schaufuss er stórt nafn í ballettheim- inum og fyrrverandi stjarna bæði í New York og með Bols- hoj ballettinum. Hann er þekktur fyrir umdeildar uppfærslur, t.d um Bítlana og Elvis Presley. Hann vill lítið tjá sig um nýju uppfærsluna, en segist vilja fá breska poppsveit til að sjá um tónlistina. Díönuballett Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Mbl DV Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 337. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd kl. 6. E. tal. Vit 368 kvikmyndir.is  kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 ½ SG DV Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum. Frá framleiðendum The Mummy Returns.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 379. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Vit 335. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 367  kvikmyndir.is Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr. 360. DV ÓHT Rás 2 Frá framleiðendum AustinPowers2 Frá framleiðendum AustinPowers2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem legg- ur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! MYND EFTIR DAVID LYNCH Sýnd kl. 7 og 10. B. i. 16. HK DV HJ Mbl Hér er hinn nýkrýndi Ósk- arsverðlaunahafi Denzel Washington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Frá framleiðendum The Mummy Returns. kvikmyndir.is ½ SG DV Sýnd kl. 7.30. B.i. 12. ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4.45, 8 og 10.15. FRUMSÝNING: Treystu mér Sannkölluð verðlaunamynd. Laura Linney var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Auk þess var handrit myndarinnar tilnefnt sem besta handrit ársins. Hlý og mannbætandi kvikmynd sem kemur öllum í gott skap. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i.12 ára Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum. MULLHOLLAND DRIVE Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. JOHN Q. Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV Sýnd kl. 10. B. i. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.