Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 1

Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 1
114. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. MAÍ 2002 KONUR bíða þess að röðin komi að þeim á kjörstað í Santo Domingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins, í gær þar sem fram fóru þing- og sveitarstjórnarkosningar. Kjör- fundir fóru víðast hvar friðsamlega fram, en einn lést og sjö slösuðust er til átaka kom milli fylgismanna flokka. Að sögn lögreglu brutust óeirðir út í gærmorgun, áður en kjörstaðir voru opnaðir. Fréttaskýrendur telja allar líkur á að flokkur Hipolitos Mejias for- seta, Dóminíski byltingarflokk- urinn, beri sigur úr býtum bæði í þingkosningunum og sveitar- stjórnarkosningunum víðast hvar. Flokkurinn hefur nú meirihluta í báðum deildum þingsins. Hefð er fyrir því að millistéttin í landinu styðji stjórnarflokkinn, en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Frels- isflokkurinn, nýtur meiri stuðnings meðal fátækra. AP Kosið í skugga óeirða STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta var hart gagnrýnd í gær fyrir að hafa ekki brugðist við upplýsingum sem hún fékk frá leyniþjónustumönnum nokkrum vikum fyrir árásirnar 11. septem- ber um að hryðjuverkamenn hygð- ust ræna bandarískum flugvélum. Talsmenn Hvíta hússins hafa við- urkennt að Bush hafi fengið ýmsar almennar viðvaranir um yfirvofandi árásir og jafnframt að menn á veg- um Osama bin Ladens væru meðal þeirra sem hefðu slíkar aðgerðir í hyggju. „Afleiðingin var sú að gerðar voru margvíslegar ráðstafanir til að efla öryggi. Allt sem skylt er var gert til að bregðast við þeim upp- lýsingum um ógn sem Bandaríkja- stjórn fékk í hendur,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bush, í gær. Málið hefur vakið hörð viðbrögð hjá leiðtogum á þingi og helstu blöð landsins fjölluðu um það í forsíðu- greinum. Kröfðust þingmenn op- inberrar rannsóknar en miklar um- ræður hafa að undanförnu farið fram vestra um að stofnanir sem annast söfnun upplýsinga um hugs- anlega fjendur ríkisins hafi hunsað ýmis hættumerki. Þykir einnig skorta á að helstu stofnanir vinni nógu vel saman og deili með sér upplýsingum. Þingmenn óánægðir „Við fengum ekki þessar upplýs- ingar og ég tel að þingið hefði átt að fá þær, ætti að fá þessar upplýs- ingar ... við þurfum að komast til botns í þessu á næstu dögum,“ sagði Dick Gephardt, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. Tom Daschle, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, tók undir gagnrýni Gephardts. Repúblikan- inn Richard Shelby, sem er áhrifa- maður í leyniþjónustunefnd öld- ungadeildarinnar, sagði að kanna yrði frammistöðu CIA og alríkis- lögreglunnar, FBI, áður en árás- irnar í september voru gerðar. Yf- irmaður FBI, Robert Mueller, viðurkenndi í liðinni viku að stofn- unin hefði að mestu sleppt því að kanna nánar viðvörun frá starfs- manni stofnunarinnar í Arizona sem benti á að óvenju mikill fjöldi manna frá Miðausturlöndum hefði skráð sig í flugþjálfun og virtist tengjast al-Qaeda, samtökum bin Ladens. Að sögn The Washington Post hefur Mueller sagt að honum þætti miður að upplýsingum FBI- mannsins hefði ekki verið fylgt eft- ir en hins vegar hefðu umræddir nemar ekki tengst hryðjuverkun- um. Ari Fleischer sagði að margar viðvaranir um hættuna á árásum gegn bandarískum skotmörkum, einkum utan Bandaríkjanna, hefðu borist forsetanum sl. sumar og stofnunum öryggismála hefði verið gert viðvart en það hefði ekki verið gert í opinberum yfirlýsingum. Leyniþjónustan, CIA, hefði í ágúst skýrt forsetanum stuttlega frá hættunni á flugvélaráni en talsmað- urinn neitaði eindregið að minnst hefði verið á að ræningjarnir myndu ef til vill nota vélarnar eins og flugskeyti til að gera sjálfs- morðsárásir. The New York Times hafði eftir Fleischer að þessi viðvörun hefði ekki þótt jafnmikilvæg og ljóst væri nú að hún hefði verið. „Notuð var ný aðferð í árásunum [11. sept- ember] sem menn höfðu ekki séð fyrir,“ sagði Fleischer. Deilur vegna viðvarana CIA um yfirvofandi flugrán fyrir 11. september Bush kveðst hafa gripið til viðeigandi ráðstafana Washington. AFP, AP. NETNOTENDUR geta nú fylgst með ferðum tveggja ís- bjarna með því að fara á vefsíð- una www.panda.org/polarbears þar sem er að finna upplýsingar um hvar birnirnir, Louise og Gro, halda sig. Á björnunum eru hálsólar með senditæki sem sífellt sendir upplýsingar um staðsetningu þeirra um gervi- hnött til vísindamanna á vegum náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF) og Norsku heimskautastofnun- arinnar (NPI). Hækkun hitastigs Markmiðið með því að merkja birnina og fylgjast með ferðum þeirra er að afla upplýs- inga um hvernig ísbirnir muni bregðast við hækkun hitastigs á jörðinni. Í nýlegri rannsókn á vegum WWF kemur fram, að norðurheimskautssvæðið sé eitt þeirra svæða á jörðinni þar sem hækkun hitastigs komi hvað fyrst fram og áhrifin verði mikil. Lofthiti hafi að meðaltali hækkað um fimm gráður und- anfarna öld. Yfir sumartímann fara ís- birnir út á hafísinn og veiða og éta seli og safna þannig fitu- forða. En með hækkandi hita- stigi bráðnar ísinn fyrr og þannig styttist það tímabil sem birnirnir geta verið á veiðum. Í rannsókn WWF segir, að þetta leiði til þess að þyngd bjarn- anna sé minni, sem aftur leiði til þess að birnur framleiði minna af mjólk fyrir húnana og niðurstaðan sé sú, að dánar- tíðni húnanna fari hækkandi. Ísbirnir á Netinu París. AFP. FLOKKUR Pim Fortuyns í Hol- landi kaus sér í gær nýjan leiðtoga en Fortuyn var myrtur níu dögum fyrir þingkosn- ingarnar í fyrra- dag. Nýi leiðtog- inn heitir Mat Herben og er 49 ára gamall, fyrr- verandi blaða- maður. Flokkur- inn, er nefnist Listi Pim Fort- uyns, hlaut 26 þingsæti og er næststærsti flokkur- inn á þingi en þar sitja 150 manns. Flokkurinn hefur einkum vakið at- hygli fyrir að leggjast gegn auknum innflutningi fólks frá fátækum lönd- um í þriðja heiminum, hann hefur mótmælt aukinni glæpatíðni og kraf- ist niðurskurðar opinberra útgjalda. Kristilegur demókrati líklegur forsætisráðherra Talið er líklegt að Jan Peter Balk- enende, leiðtogi Kristilegra demó- krata, verði næsti forsætisráðherra Hollands en flokkurinn vann mikinn sigur og er stærstur á þingi með 43 sæti. Balkenende er 46 ára gamall og prófessor í heimspeki. Hann hefur lýst mikilli andstyggð á þeirri stefnu hollenskra stjórnmálamanna að samþykkja lög sem heimila líknar- dráp, er á móti hjónaböndum sam- kynhneigðra og umburðarlyndi gagnvart hassneyslu. Nýr leið- togi flokks Fortuyns kjörinn Haag. AFP. Matt Herben  Innflytjendamál/26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.