Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að heilsurækt- armiðstöðin, sem rísa eigi í Laug- ardalnum, sé ekki opinber fram- kvæmd og þar af leiðandi ekki útboðsskyld. „Borgin er í þessu tilviki í að út- hluta lóð. Það er ekki verið að byggja heilsuræktarmiðstöð fyrir borgina,“ bendir Ingibjörg á og segir að eftir viðræður við þá að- ila, sem höfðu sýnt slíkri fram- kvæmd áhuga þá hafi það einfald- lega verið mat þeirra, sem um þetta mál fjölluðu, að World Class hefði burði til þess að takast á við þetta verkefni. Samþykkti borg- arráð einróma að semja við World Class. Að sögn Ingibjargar borgaði World Class 158 milljónir króna fyrir lóðina. Hún nefnir að lóðinni hafi verið úthlutað þar sem borg- aryfirvöld hafi talið ávinning af því að heilsumiðstöð starfaði í tengslum við sundlaugarmannvirki borgarinnar. Það séu auðvitað mörg dæmi þess að borgin velji og hafni. Íslenskri erfðagreiningu hafi til dæmis verið úthlutað eft- irsóttri og góðri lóð í Vatnsmýr- inni. „Þeir borguðu fyrir hana 120 milljónir og öðrum var ekki gefinn kostur á því að sækja um hana, af því að við töldum að það væri styrkur fyrir háskólasamfélagið að fá Íslenska erfðagreiningu inn á það svæði, rétt eins og við töldum að það væri styrkur af því að fá starfsemi á vegum World Class inn á sundlaugarsvæðið.“ Aðspurð segir hún að vissulega hafi það haft áhrif á úthlutunina að Björn Leifsson eigandi World Class átti frumkvæði að málinu. „Það er alveg eins og þegar Ís- lensk erfðagreining leitaði til okk- ar, það hefur auðvitað sitt að segja þegar menn sýna slíkt frumkvæði. En það var ekki eingöngu það sem réð afstöðu borgarráðs, heldur líka það að áhugi Björns og burðir væru meiri heldur en annarra. Það var samin lögfræðileg álitsgerð um þetta af borgarlögmanni og hún liggur fyrir,“ segir hún og vísar í álitsgerð borgarlögmanns, sem var lögð fram 18. febrúar 2000 og samþykkt í borgarráði. Lögmaður Hreyfingar bar fram kvörtun og í framhaldi af henni var tekin saman þessi álitsgerð. Ingibjörg bendir á að eftir að álitsgerðin hafi verið kynnt fyrir lögmanni Hreyfingar, hafi ekki heyrst neitt frekar frá forsvarsmönnum fyrir- tækisins. Réttlætanlegt að fara ekki hefðbundna útboðsleið Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir að það hafi verið álit borg- arráðs að það væri réttlætanlegt að fara ekki hefðbundna útboðs- leið. „Það er rétt að hafa það í huga að hugmyndin að byggingu heilsuræktarstöðvar á þessu svæði kemur upphaflega frá Birni Leifs- syni í World Class,“ segir hún og bendir á að sú umræða eigi sér reglulega stað á vettvangi borg- arinnar hvort leyfa eigi fólki að njóta frumkvæðis síns eða fara í útboð. Það hafi þótt rétt að kanna vilja annarra til reksturs heilsu- ræktarstöðvar í Laugardalnum og í þeim könnunarviðræðum hafi það verið mat borgaryfirvalda, að það væri hægt að verja það að ganga til samninga við Björn í World Class, sem var og gert. Í því ferli hafi átt sér stað ákveðin mistök, þar sem Ágústu Johnson, fram- kvæmdastjóra Hreyfingar, var ekki tilkynnt um að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn og hún var beðin velvirð- ingar á þeim mistökum. „Ég tel að misskilningurinn liggi í því og það er í raun ekkert meira um þetta mál að segja. Ég stend við allt sem ég hef sagt í þessu máli varðandi samskipti við World Class, það er ekkert óeðlilegt þarna. Þetta eru vinnubrögð sem eru fullkomlega eðlileg og hafa oft verið tíðkuð. Það áttu sér stað ákveðin mistök varðandi bréfa- skipti, það hefur verið beðist af- sökunar á þeim mistökum og þannig liggur málið,“ segir Stein- unn Valdís að lokum. Borgarstjóri segir að væntanleg heilsuræktarmiðstöð í Laugardal sé ekki útboðsskyld Styrkur að fá starf- semi World Class á sundlaugarsvæðið JÓN Magnússon í Skuld, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, lést 10. maí sl. á hundraðasta aldursári. Jón Magnússon fæddist í Skuld í Hafn- arfirði 19. september 1902. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Björnsdóttur og Magn- úsar Sigurðssonar, bónda í Skuld og sjó- manns. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað 25. október 1946 og var Jón einn af stofnendum þess. Á stofnfundinum var hann kosinn í stjórn félagsins og sat í stjórn þess óslitið til ársins 1986. Jón var útnefndur heiðursfélagi Skógræktarfélagsins á 40 ára af- mæli þess það ár og var hann fyrsti heiðursfélagi þess. Jón rak í áratugi gróðrarstöð, þar sem Hafnfirðingar og aðrir keyptu trjáplöntur. Árið 1991 var Jón gerður að heiðursfélaga í Rót- arýklúbbi Hafnar- fjarðar. Árið áður hafði Rótarýumdæmið á Íslandi veitt Jóni verðlaun úr Starfs- greinasjóði umdæmis- ins. Árið 1935 stofnaði hann með bróður sín- um og fleirum fyrir- tækið Áætlunarbíla Hafnarfjarðar hf. Fyr- irtækið tók upp áætl- unarferðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og stundaði þær ásamt fleiri fyrirtækj- um allt til ársins 1947. Hann rak eigin skógræktarstöð áratugum saman við heimili sitt, Skuld. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar árið 1986 fyrir ræktunarstörf sín. Eiginkona Jóns var Elín Björns- dóttir og eignuðust þau tvö börn. Andlát JÓN MAGNÚSSON TVEIR norskir ofurhugar ætla að sigla á opnum hraðbát frá Björg- vin í Noregi til Reykjavíkur um helgina. Þeir reikna með 30 klukkustundum í ferðalagið og ætla með því að setja hraðamet á siglingarleiðinni sem er 1.700 kíló- metra löng. Thomas Guttormsen og Lars Naverud gera ráð fyrir að leggja af stað klukkan tvö aðfaranótt laugardags og gangi allt að óskum búast þeir við að koma í Reykja- víkurhöfn um klukkan átta á sunnudagsmorgun. Bátur þeirra er af 32 feta langur hraðbátur með uppblásnum hliðum og með öfl- ugum 8,2 lítra utanborðsmótor. Miðað er við að báturinn haldi meira en 75 hnúta meðalhraða á leiðinni. 3.000 lítrar af eldsneyti verða um borð þeir hyggjast koma við í Þórshöfn í Færeyjum til að taka eldsneyti. „Það verður erfiðast að halda sér vakandi,“ er haft eftir Gutt- ormsen á netútgáfu sænska dag- blaðsins Expressen. Veðrið gæti einnig orðið þeim erfitt en þeir urðu einmitt að fresta ferðinni í fyrra vegna veðurs. „Báturinn hefði ráðið við veðrið, en við hefð- um þurft að draga úr hraðanum til að vera vissir um að lifa af. Og þá hefðum við ekki sett neitt met,“ segir Guttormsen. Fyrir nokkrum árum settu þeir Lars Naverud og Thomas Gutt- ormsen hraðamet á leiðinni frá Osló til Kaupmannahafnar og þeir hyggja nú á frekari afrek. Blanda af brjálsemi, norskri ævintýraþrá og viljinn til að sigrast á nátt- úruöflunum rekur þá áfram, að sögn tvímenninganna. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á Netinu. Heimasíða þeirra er: www. guttapatur.com. Þetta er báturinn sem þeir Thomas Guttormsen og Lars Naverud ætla að sigla á 30 tímum frá Björgvin til Íslands. Sigla frá Björg- vin til Reykja- víkur á 30 tímum HANNES Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Frumafls hf., fagnar því að heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hafi fyrir hönd ríkis- ins ákveðið að hækka framlag sitt til byggingar hjúkrunarheimilis í Sogamýri, austan við Mörkina, úr 40% af byggingarkostnaði í 70%. Eygló Stefánsdóttir, formaður sjálfseignarstofnunarinnar Markar- holts, vill lítið tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Fyrst vilji hún ræða við heilbrigðisráðuneytið um það hvernig Markarholt geti komið að byggingu nýja hjúkrunarheimilis- ins. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á þriðjudag hafa Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri undirritað sameiginlega vilja- yfirlýsingu um endurbætur og upp- byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík á árunum 2003 til 2007. Í yfirlýsingunni er m.a. gengið út frá því að reist verði fyrrgreint hjúkr- unarheimili með 100 rýmum. 70% af kostnaði við bygginguna verði greiddur af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu og 30% af Reykjavíkurborg. Eignarhlutur hvors aðila um sig verði í sömu hlut- föllum. Í yfirlýsingunni segir enn- fremur: „Rekstur þjónustunnar verði annaðhvort boðinn út eða greitt verði fyrir þjónustuna sam- kvæmt reiknilíkani ráðuneytisins ef gengið verður beint til samninga við Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar eða þriðja aðila um rekstur heimilis- ins.“ Með þessari viljayfirlýsingu féll úr gildi sameiginleg viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar, Frumafls hf. og sjálfseignarstofnunarinnar Markar- holts, frá 26. apríl sl., um að stofna félag til að reisa hjúkrunarheimili við Sogamýri, austan við Mörkina. Hannes, sem ritaði undir þá yf- irlýsingu fyrir hönd Frumafls hf., ásamt borgarstjóra og Eygló Stef- ánsdóttur, formanni Markarholts, segir að með henni hafi verið gengið út frá því að ríkið greiddi 40% af byggingu hjúkrunarheimilisins, en Reykjavíkurborg allt að 30%. Hins vegar hafi félagið átt eftir að finna aðila til að fjármagna þau 30% sem eftir voru. Hannes segir að gert sé ráð fyrir að bygging umrædds hjúkrunarheimilis kosti um einn og hálfan milljarð og því megi segja að með því að bæta á sig 30% til við- bótar hafi ríkið verið að taka á sig skuldbindingar um 450 milljónir til viðbótar því sem það hefði ella þurft að borga miðað við fyrri yfirlýs- inguna. Taka skal þó fram að fram- kvæmd síðari yfirlýsingarinnar er m.a. háð því að nauðsynlegt fé fáist úr fjárlögum á tímabilingu. „Ég fagna því að ríkið hækki sitt framlag,“ segir Hannes, „fyrri vilja- yfirlýsingin gekk út á að kanna það hvernig við gætum fjármagnað þessi 30%, þ.e. um 450 milljónir en sú vinna var ekki komin af stað. En nú hefur ríkið boðist til að hækka sitt framlag um 450 milljónir og hlýt ég að fagna því.“ Hannes tekur þó fram að hann vonist að sjálfsögðu til þess að ákveðið verði að bjóða út rekstur heimilisins. „Ég vonast til þess að þeir bjóði þetta út. Þannig var það með hjúkrunarheimilið í Sóltúni og við fengum það verkefni eftir útboð.“ Hannes segir að rekst- ur Sóltúnsheimilisins gangi mjög vel og að Frumafl ætli sér frekari verk- efni á þessu sviði. Fagnar því að ríkið hækki framlag sitt Framkvæmdastjóri Frumafls hf. um hjúkrunarheimili
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.