Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 11
ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, telur að hið mikilvæga
samkomulag sem náðist milli Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) og
Rússlands á utanríkisráðherrafundi
NATO hér í Reykjavík á þriðjudag
verði ávallt tengt við nafn borgarinn-
ar. Kveðst hann telja að ferlið sem
hófst í Reykjavík verði hvatinn að
bættu öryggi og samvinnu í Evrópu.
Ívanov átti í gær fund með Hall-
dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í
ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Í
samtali við fréttamenn að fundinum
loknum þakkaði hann íslenskum
stjórnvöldum fyrir einkar hlýlegar
móttökur og afburðagott skipulag á
fundunum sem fram fóru milli full-
trúa NATO og Rússlands. „Við trú-
um því að það mikilvæga samkomu-
lag sem náðst hefur milli NATO og
Rússlands verði ávallt tengt við nafn
Reykjavíkur,“ sagði hann.
Ívanov sagði rússnesk stjórnvöld
vera afar ánægð með samband og
samskipti Íslands og Rússlands og
að þessi góðu tengsl hefðu verið stað-
fest þegar Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, fór í opinbera heim-
sókn til Rússlands nýverið.
„Á næsta ári minnumst við þess að
sextíu ár verða liðin frá því Íslend-
ingar og Rússar tóku upp stjórn-
málasamband og við erum sannfærð-
ir um að við munum þá komast að því
að þetta samband hefur orðið til
gagns á mörgum sviðum,“ sagði Ív-
anov. „Við munum áfram eiga náið og
gott samstarf við íslenska utanríkis-
ráðuneytið, bæði hvað varðar tvíhliða
mál ríkjanna og um alþjóðamál, og
það er okkur ánægjuefni að vita að
afstaða Íslendinga og Rússa til
margra mála er svipuð eða sú sama.“
Engin óleyst vanda-
mál milli ríkjanna
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði að fundur sinn og rúss-
nesks starfsbróður síns hefði verið
ákaflega góður. Sagði Halldór að
þeir Ívanov hefðu sérstaklega rætt
vorfund Atlantshafsbandalagsins í
Reykjavík og árangur hans. Einnig
fóru þeir ofan í saumana í málefnum
Mið-Austurlanda og sagði Halldór að
þær upplýsingar sem Ívanov veitti
honum um málefnið væru gagnlegar
í ljósi þess að Halldór fer til Mið-
Austurlanda eftir tíu daga.
Þá sagðist Halldór hafa fengið
upplýsingar hjá Ívanov um fund
Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands,
og George W. Bush Bandaríkjafor-
seta, sem haldinn verður á næstunni í
Moskvu.
Halldór sagði að gagnkvæm sam-
skipti Íslands og Rússlands væru af-
ar góð en ráðherrarnir ræddu þau ít-
arlega í Moskvu nýverið. Hann sagði
að engin óleyst vandamál væru milli
ríkjanna og því hefði ekki verið þörf á
að verja löngum tíma til að ræða
samskiptin nú.
Ígor Ívanov um samkomulag Rússlands og NATO
Verður ávallt tengt
nafni Reykjavíkur
Morgunblaðið/Golli
Ígor Ívanov og Halldór Ásgrímsson ræða við blaðamenn í gær. Maðurinn lengst til hægri er túlkur Ívanovs.
Ígor Ívanov og Halldór Ás-
grímsson ræða við blaðamenn.
FYRIRTÆKIÐ Liðsinni ehf.,
sem selur þjónustu hjúkrunar-
fræðinga til heilbrigðisstofnana
og fjallað var um í Morgunblaðinu
á laugardag, verðleggur útselda
vinnu í tímakaupi.
Að sögn Önnu Sigrúnar Bald-
ursdóttur, framkvæmdastjóra
Liðsinnis, vilja forsvarsmenn fyr-
irtækisins hins vegar ekki gefa
upp meðaltaxta hjúkrunarfræð-
inga sem þar starfa þar sem verð-
ið sé breytilegt eftir eðli vinnunn-
ar og þeim samningum sem gerðir
eru. Engu að síður sé taxtinn full-
komlega samkeppnishæfur við yf-
irvinnu fastráðinna hjúkrunar-
fræðinga. Hún segir að hjúkrun-
arfræðingar Liðsinnis njóti hærri
launagreiðslna en gengur og ger-
ist á markaðnum og að launin
hækki jafnan um 5–7 % að þremur
mánuðum liðnum sem helgast af
eðli vinnunnar og síbreytilegum
aðstæðum og vinnuumhverfi. Þá
sé meðalstarfsaldur yfir 20 ár.
Taxti ræðst af
eðli vinnunnar
GUÐMUNDUR Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, undr-
ast hversu stórt er tekið til orða í ný-
legri skýrslu um stöðu bókhaldsmála
og innra eftirlit hjá fyrirtækjum í
eigu Reykjavíkurborgar, þar sem
gerðar eru athugsemdir við bókhald
Orkuveitu Reykjavíkur auk Bíla-
stæðasjóðs og Reykjavíkurhafnar.
Hann segir að Borgarendurskoðun
hafi farið yfir 10% af öllum færslum í
bókhaldi fyrirtækisins, sem alls séu
rúmlega 45 þúsund talsins á ári.
Gerðar voru athugasemdir við 45
færslur sem alls hljóði upp á 7 millj-
ónir króna. „Það er náttúrulega
óhugsandi í svona stóru kerfi að vera
algjörlega villufrír,“ segir Guðmund-
ur og segir að honum finnist forkast-
anlegt að í skýrslunni sé ekki tekið
fram við hversu margar færslur voru
gerðar athugasemdir.
Í skýrslu Borgarendurskoðunar
segir að meðferð virðisaukaskatts
hafi verið áfátt hjá OR, vanskilavextir
falli á fyrirtækið og upplýsingar vanti
um hverjir njóti veitinga og gjafa og
af hvaða tilefni. Þá hafi afstemmingu
lánardrottna verið talsvert ábóta-
vant, en að öðru leyti virðist þau ferli
sem beitt er við eftirlit vera í góðu
lagi.
Hafa gripið til aðgerða
Guðmundur segir að skýringin á
athugasemdum er varða virðisauka-
skatt sé að rangur bókhaldskóði hafi
verið sleginn inn, þegar reikningarn-
ir voru bókaðir. „Við höfum þegar
gripið til aðgerða til að fækka þessum
tilfellum,“ segir Guðmundur. Að-
spurður um athugasemdir um risnu
segist Guðmundur ekki hafa fengið
neina skýringu á því hvað Borgar-
endurskoðun eigi við í athugasemd-
um sínum. Tilefni gjafa og risnu hjá
fyrirtækinu sé skráð og segir hann
risnu hafa dregist saman á árinu.
Vanskilavextir hafi fallið á fyrir-
tækið í undantekningartilfellum, þeg-
ar ekki hafi náðst að samþykkja
reikninga áður en þeir komu á gjald-
daga. „Við greiðum náttúrulega van-
skilavexti, alveg eins og við inn-
heimtum vanskilavexti af skuldurum
okkar,“ segir Guðmundur. Hvað af-
stemmingu lánardrottna varðar seg-
ist hann ekki vita betur en hún sé í
lagi. Vinnuferlar hafi verið settir upp
í samvinnu við Borgarendurskoðun
og honum sýnist af athugasemdunum
að Borgarendurskoðun vilji nú
breyta því vinnuferli og sjálfsagt sé
að fara eftir þeim athugasemdum.
Hann segir að vegna mannabreyt-
inga hjá Borgarendurskoðun hafi ný-
ir endurskoðendur farið yfir reikn-
inga fyrirtækisins í ár, sem virðist
hafa aðrar skoðanir en fyrirrennarar
sínir. Hann segir að þeir vinnuferlar
sem farið sé eftir hafi verið settir á í
samvinnu við Borgarendurskoðun og
því sé mikið af gagnrýninni sem fram
komi í skýrslunni í raun gagnrýni á
Borgarendurskoðun sjálfa.
„Við munum að sjálfsögðu grand-
skoða þetta og breyta því sem hægt
er til að vera í samræmi við okkar
endurskoðendur, eins og við gerum á
hverju ári. Við höfum átt mjög gott
samstarf við Borgarendurskoðun og
haft fullt samráð við þá um hvernig
hlutirnir eru settir upp og munum
halda því áfram,“ segir Guðmundur.
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Óhugsandi að
vera villufrír í
svo stóru kerfi
DAVÍÐ Oddssyni forsætisráð-
herra hefur verið boðið að koma í
opinbera heimsókn til Úkraínu og
er vonast til að af heimsókninni
geti orðið síðar á þessu ári. Anat-
oliy Zlenko, utanríkisráðherra
Úkraínu, greindi frá heimboðinu í
gær en hann var þá í opinberri
heimsókn á Íslandi, í framhaldi af
utanríkisráðherrafundi Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) og sam-
starfsríkja þess hér í Reykjavík.
Zlenko ræddi við Davíð í gær-
morgun og snæddi síðan hádeg-
isverð með Halldóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra. Kvaðst Zlenko
í samtali við Morgunblaðið afar
ánægður með heimsókn sína til
Íslands. „Það er mikið ánægjuefni
fyrir okkur að hafa verið boðið
að koma til fundar [NATO] í
Prag [í haust] og að við skulum
hafa hlotið viðurkenningu sem
samstarfsland NATO,“ sagði
Zlenko, en á fundinum í Reykja-
vík var samþykkt að stefna að því
að auka enn frekar samstarf
NATO og Úkraínu í öryggis-
málum.
Halldór sagði að þeir Zlenko
hefðu m.a. rætt fjárfestingar Ís-
lendinga í Úkraínu en í haust
mun verða opnuð í nágrenni
Kænugarðs, höfuðborgar Úkr-
aínu, drykkjarvöruverksmiðja
lettneska drykkjarvöruframleið-
andans Gutta, sem er í eigu Lýðs
Friðjónssonar og fjárfestingarfyr-
irtækisins Nordic Industries, sem
Gísli Reynisson stjórnar.
Þá bar viðræður vegna fríversl-
unarsamnings milli Úkraínu og
EFTA, sem nú er í bígerð, á
góma í samræðum þeirra Hall-
dórs og Zlenkos. Í gærkvöldi opn-
aði Zlenko síðan formlega ræð-
ismannsskrifstofu Úkraínu á
Laugavegi 7 í Reykjavík en ræð-
ismaður Úkraínu á Íslandi er Jón
G. Zoëga hæstaréttarlögmaður.
Zlenko bauð
Davíð Oddssyni
til Úkraínu
Morgunblaðið/Kristinn
Anatoliy Zlenko, utanríkisráðherra Úkraínu, snæddi hádegisverð með
Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í Þjóðmenningarhúsi í gær.
HALLDÓRA Friðjónsdóttir, for-
maður Útgarðs – félags háskóla-
manna, var kjörin formaður
Bandalags háskólamanna á aðal-
fundi samtakanna fyrir skemmstu.
Herdís Sveinsdóttir, formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
var endurkjörin varaformaður.
Aðrir stjórnarmenn eru Jörund-
ur Guðmundsson, Félagi háskóla-
kennara, Þóroddur Þórarinsson,
Þroskaþjálfafélagi Íslands, Kol-
brún Baldursdóttir, Stéttarfélagi
sálfræðinga á Íslandi, Gunnsteinn
Gíslason, Kennarafélagi Kenn-
araháskóla Íslands og Þórólfur
Már Antonsson, Félagi íslenskra
náttúrufræðinga. Fráfarandi for-
maður BHM er Björk Vilhelms-
dóttir.
BHM kýs
sér nýjan
formann