Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 22

Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 22
Reiknum okkur ekki inn í ESB eða fyrir utan það ÞESS misskilnings gætir, að sögn Þórðar Friðjónssonar formanns hnattvæðingarnefndar, að í skýrslu nefndarinnar, sem gefin var út í apríl sl., sé einhvers konar mat lagt á heildarávinning þjóð- arbúsins af aðild að Evrópusam- bandinu og upptöku evrunnar og 15 milljarðar í lægri vaxta- greiðslur sérstaklega nefndir í því sambandi. Hann segir þetta af og frá. Í skýrslunni sé ekki verið að meta efnahagslega ávinninginn í heild heldur sé drepið á einstaka jákvæða og neikvæða þætti og í sumum tilvikum lagt mat á þá. Þá sé ekki tekin afstaða í skýrslunni með eða á móti aðild heldur sé verið að draga saman hin faglegu rök og reynt að mæla þau sem hægt er að mæla. Þórður nefnir þrjá óumdeilda þætti sem hafi hagfelld áhrif á hagkerfið. Í fyrsta lagi lækki raun- vextir, í öðru lagi minnki við- skiptakostnaður vegna gjaldeyris- skipta og í þriðja lagi leiði aukin sérhæfing í utanríkisviðskiptum til ábáta. „Þetta þrennt hefur óum- deilanlega hagstæð áhrif á þjóð- arbúið en skiptar skoðanir eru um hversu mikið.“ 15 milljarða tilfærsla en ekki hreinn ávinningur Hvað fyrsta þáttinn varðar, lækkun raunvaxta, hefur margt verið rætt og ritað á liðnum vikum um þann kafla skýrslu hnattvæð- ingarnefndar sem tekur til áhrif af upptöku evru á vaxtastig í landinu. Í skýrslunni segir: „Gróft áætlað mundi lækkun innlendra vaxta um 1,5–2 prósentustig valda lækkun vaxtagreiðslna heimila og atvinnu- vega til lánakerfisins um 15 millj- arða króna. Um tveir þriðju hlutar þessarar fjárhæðar væri lækkun á vaxtakostnaði heimila. Vert er þó að hafa í huga að á hverjum tíma er hér um að ræða tilflutning á tekjum frá einum aðila hagkerf- isins til annars, fremur en hreinan ávinning heildarinnar.“ Að sögn Þórðar hefur gætt þess misskilnings í umræðunni að um- ræddir 15 milljarðar séu mat hnattvæðingarnefndarinnar á hver ávinningur þjóðarbúsins yrði af aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Þó komi skýrt fram í skýrslunni að hér sé aðeins um innbyrðis tilfærslu að ræða í þjóðarbúinu, á milli lánveitenda og lántaka. Vaxtastigið hafi þó að sjálfsögðu áhrif á heildarávinning- inn. „Það breytir ekki því að þetta er mikilvægt atriði, að vextir skuli vera hærri hér en annars staðar. Þeir gætu þó lækkað án upptöku evrunnar. Nettó áhrifin felast í auknum fjárfestingum, sem auka framleiðni og þar með hagvöxtinn og lífskjör í landinu. Lagt er mat á þetta í skýrslunni og talið að innan tveggja áratuga séu þessi áhrif samsvarandi 25 milljörðum króna, að landsframleiðslan yrði 25 millj- örðum hærri en ella,“ segir hann. Viðskiptakostnaður minnkar og sérhæfing eykst Annar þátturinn sem Þórður nefnir um jákvæð áhrif evrunnar er viðskiptakostnaður sem felst í að gjaldmiðlaskipti á milli svæða falla niður. Hann segir að þennan kostnað megi gróflega áætla ná- lægt ½% af landsframleiðslu, sem er um 4 milljarðar króna. „Þessi minnkun viðskiptakostn- aðar bætist við, án þess að það sé metið sérstaklega til talna í skýrsl- unni.“ Sérhæfingarþátturinn, þ.e. auk- in sérhæfing og aukin viðskipti innan myntsvæðis við upptöku sameiginlegrar myntar, er einnig afar mikilvægur þáttur, að sögn Þórðar, og að margra mati sá mik- ilvægasti. „Með því að gerast að- ilar að myntbandalagi aukast við- skiptin milli hlutaðeigandi lands og annarra aðildarríkja myntsvæðis- ins. Í því felast áhrif til að auka framleiðni sem skilar verulegum ávinningi fyrir hlutaðeigandi þjóð. Eins og kemur skýrt fram í skýrslunni eru ekki skiptar skoð- anir um að áhrifin eru jákvæð. Hins vegar eru mjög skiptar skoð- anir um hversu mikil áhrifin eru. Ég giska á að áhrifin gætu svarað til 2–3% af landsframleiðslu eða um 20 milljarða króna. Aðrir vildu sjálfsagt nefna mun hærri tölu, allt að 100 milljarða (Andrew K. Rose), og enn aðrir lægri tölu, en við erum að tala um stærðargráðu sem hleypur á nokkrum tugum milljarða,“ segir Þórður. Hann segir að miðað við þessar forsendur megi í heildina áætla að efnahagslegur ávinningur af aðild og upptöku evru á einhverju ára- bili verði af stærðargráðunni 40– 50 milljarðar króna. Hann minnir þó á að niðurstöðurnar endur- spegli þær forsendur sem gefnar eru en í skýrslu hnattvæðingar- nefndar sé miðað við að aðildarrík- in verði allt að 27 talsins og flest ef ekki öll verði komin með evru á innan við 10 árum. „Þetta eru umdeildar tölur en það er enginn vafi á því talan, þ.e. áhrifin af vaxtalækkun, minni við- skiptakostnaði og aukinni sérhæf- ingu, hleypur á háum tölum, lík- lega nokkrum tugum milljarða.“ Ýmsir þættir illmælanlegir Á móti þeim þáttum sem taldir eru til hagfelldra áhrifa nefnir Þórður einnig þrjá þætti sem telja má óhagstæða komi til aðildar og upptöku evru. Í fyrsta lagi sé spurningin um hvort við viljum vera hluti af þessu samfélagi þjóða frá bæði pólítísk- um og lýðræðislegum sjónarmið- um. „Það er auðvitað allt annarra aðila en okkar að gera upp slík mál, það þarf að gerast á pólitísk- um vettvangi,“ segir Þórður. Annar illmælanlegur þáttur er staða sjávarútvegsins í slíku sam- félagi og það segir Þórður erfitt að átta sig á enda sé ágreiningur um það að hvað leyti er hægt að láta þá ákvörðun hvíla á innlendum forsendum og að hvaða marki einhverjum öðrum forsendum. Þriðja þáttinn, sem Þórður kall- ar hagsveiflusjónarmiðið, segir hann hins vegar hægt að skoða á marga vegu. „Þarna er spurningin hvort við ráðum við að stýra hag- kerfinu en hér eru meiri hagsveifl- ur en að jafnaði í nálægum lönd- um. Það er talsvert kafað ofan í það í þessari skýrslu á hvaða for- sendum menn þyrftu að breyta hagstjórninni hér til að auðvelda upptöku evru, ef tekin verður ákvörðun um að fara þá leið.“ Það segir hann vera sérstaklega með breytingum á ríkisfjármálasviðinu, þ.e. með breytingum á stjórnun ríkisfjármála, meiri afgangi af rík- issjóði yfir hagsveiflur og með til- teknum aðgerðum til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Dæmið verður aldrei fullreiknað „Þetta eru þessi þrjú sjónarmið, sem að mínu viti þarf einkum að hafa að leiðarljósi við mat á því hvort að það sé þess virði að ná fram þessum efnahagslega ávinn- ingi sem er einhver, töluverður,“ segir Þórður og leggur áherslu á menn leggi mat á þetta með öfga- lausum hætti. „Þetta dæmi er aldrei hægt að fullreikna. Þarna er um kosti og galla að ræða, að hluta efnahags- lega sem að nokkru eru mælanleg- ir, að hluta tilfinningalega og loks pólítíska. Menn verða að skoða þetta frá mörgum hliðum og mynda sér skoðun á slíkum grunni. Við getum ekki reiknað okkur inn í Evrópusambandið eða fyrir utan það,“ segir Þórður Frið- jónsson. Morgunblaðið/Golli Þórður Friðjónsson segir heildar efnahagslegan ávinning af aðild að ESB og upptöku evra líklega hlaupa á nokkrum tugum milljarða. Þórður Friðjónsson, formaður hnattvæðingarnefndar, segir misskilnings hafa gætt í umræðum um nýlega skýrslu nefndarinnar VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEÐLABANKINN lækkaði stýri- vexti sína um 0,5% í gær og eru þeir nú komnir niður í 8,8%. Síðast lækk- aði bankinn vexti um síðustu mánaða- mót, þá um 0,3%. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að með þessu hafi bankinn lækkað vexti sína um 1,3% frá fyrsta apríl síðastliðnum og um 2,1% frá því í nóvember á síðasta ári. Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir í samtali við Morg- unblaðið að meginrökstuðningur bankans fyrir vaxtalækkuninni nú sé að rauða strikið hélt í maímælingu Hagstofunnar sem birt var 14. maí. „Óvissu um að launalið kjarasamn- inga yrði sagt upp hefur verið eytt. Við gáfum það sterklega í skyn þegar við birtum okkar síðustu greiningu að ef þetta myndi gerast, myndum við fljótlega lækka vexti í kjölfarið og tók- um þess vegna ákvörðun um það núna að lækka vexti um 0,5%,“ segir Birgir Ísleifur. Aðspurður um framhaldið segir hann að ef mælingar verði innan þess sem verðbólguspá Seðlabankans seg- ir fyrir um, megi búast við áframhald- andi vaxtalækkunum á næstu mánuð- um. „Niðurstöður verðmælinga munu ráða töluvert miklu um framhaldið,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að á milli annars ársfjórð- ungs í ár og í fyrra verði verðbólga 5,5%, en samkvæmt mælingunni í maí var 12 mánaða verðbólga 5,9% og hef- ur hún farið lækkandi frá áramótum. Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti um 0,5% á óverðtryggð- um útlánum í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabankans. Vextir á innlánum munu lækka minna. Landsbanki Ís- lands hefur ákveðið að lækka vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum um 0,5% í kjölfar vaxtalækkunar Seðla- bankans. Seðla- bankinn lækkar vexti OVALLA Trading hefur keypt hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 130 milljónir að nafnvirði en að söluvirði 643,5 milljónir króna, en viðskiptin fóru fram í gær á genginu 4,95, að því er fram kemur í tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands. Kaupþing hafði milligöngu um viðskiptin. Ovalla Trading er fjárfestinga- félag í eigu Gaums Holding SA og Austursels ehf. Eigandi Gaums Holding er fjárfestinga- félagið Gaumur sem er í eigu Jó- hannesar Jónssonar og barna hans Jóns Ásgeirs og Kristínar. Austursel ehf. er í eigu Hreins Loftssonar hrl. Jón Ásgeir Jóhannesson segir í samtali við Morgunblaðið að Ovalla Trading telji hlutabréf í Íslandsbanka góðan fjárfesting- arkost. Ovalla Trading átti ekki hluta- bréf í Íslandsbanka fyrir við- skiptin en hluturinn jafngildir um 1,3% hlutafjár í Íslandsbanka sem er alls 10 milljarðar. Jón Ás- geir Jóhannesson situr í banka- ráði Íslandsbanka en hann er hluthafi í FBA-Holding sem á 15,5% í Íslandsbanka, en félagið er enn án atkvæðisréttar í bank- anum, skv. ákvörðun Fjármála- eftirlitsins frá febrúar sl. Ovalla Trading seldi nýverið hluta hlutabréfa sinna í Trygg- ingamiðstöðinni hf. fyrir um 800 milljónir króna. Ovalla Trading kaupir hlutabréf í Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.