Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 33
DJASSHÁTÍÐIN Dagar lita
tóna og tóna verður nú haldin
í 11. skipti í Akogeshúsinu um
hvítasunnuhelgina á vegum
Listvinafélags Vestmanna-
eyja.
Hátíðin hefst að vanda í
kvöld, föstudagskvöld, með
opnun málverkasýningar
Kristínar Þorkelsdóttur. Á
opnuninni koma fram nem-
endur Tónlistarskóla Vest-
mannaeyja. Sýningin er opin
kl. 14-18 en til kl. 22 á sunnu-
dagskvöld.
Á morgun, laugardag, kl. 16
verða stórsveitartónleikar í
sal Listaskóla Vestmannaeyja.
Þar leikur Stórsveit Tónskóla
Suðurnesja undir stjórn Kar-
enar Sturlaugsson. Sveitin
mun einnig taka þátt í djass-
tónleikum á laugardags- og
sunnudagskvöld.
Þungamiðja djasstón-
leikanna í Akoges verður að
þessu sinni borin uppi af
kvartett Kára Árnasonar
trommuleikara en með honum
leika Sigurður Flosason alto-
sax, Ómar Guðjónsson gítar
og Þorgrímur Jónsson kontra-
bassi. Fyrra kvöldið verða
leikin lög eftir Wayne Shorter
og seinna kvöldið verða fluttir
hefðbundnir djassstandardar.
Þá halda þeir Gunnar
Gunnarsson orgelleikari og
Sigurður Flosason tónleika á
vegum Listvinafélagsins í
Landakirkju á hvítasunnudag
kl. 16 en Gunnar tekur einnig
þátt í djassveislunni í Akoges.
Þá verða gestir hátíðarinn-
ar Sveiflukvartett Baldurs
Geirssonar saxafónleikara.
Auk hans skipa bandið Gunn-
ar Pálsson bassi, Þorsteinn
Eiríksson trommari og Svavar
Sölvason píanó.
Eitt margra tryggðartrölla
Daga lita og tóna er Ómar
Axelsson. Með honum leikur
trommuleikarinn Þorsteinn
Eiríksson (Steini Krupa) Leif-
ur Kristinsson á bassa og
Hans Kraag á saxafón. Óli
Stolzenwald bassaleikari og
Ragnheiður Gröndal eru einn-
ig gestir hátíðarinnar. Með
þeim koma fram Eyjamaður-
inn Birkir Matthíasson, Karl
Petersen á trommur og Kjart-
an Valdemarsson á píanó.
Dagar
lita og
tóna í
Eyjum
MEXÍKÓSKA framleiðslan Amores
Perros, sem frumsýnd verður í dag,
var tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta erlenda myndin árið
2001, en myndin hefur verið valin
besta myndin á fjölmörgum kvik-
myndahátíðum vítt og breitt um
heiminn. Handritshöfundur er Guill-
ermo Arriaga, en leikstjórinn Alej-
andro González Inárritu, sem fædd-
ur er árið 1963, hefur gert tvær
aðrar myndir, 21 Gramos og Powd-
er Keg.
Myndin byrjar á skæðu bílslysi
þar sem allar helstu persónur koma
fram. Hinsvegar hefur myndin að
geyma þrjár smásögur, sem samein-
ast í eina heildarsögu í lokin þegar
bílslysið verður. Fyrsta sagan
fjallar um Octavio, ungan og fremur
óheppinn mann, sem er ástsjúkur út
í konu bróður síns. Honum fer hins-
vegar að vegna betur í lífinu og
græðir á tá og fingri þegar hann fer
út í hundaat. Bróðirinn Ramiro er
aftur á móti mikill hrotti, sem á lítið
gott skilið. Önnur sagan fjallar um
ritstjórann Daniel, sem skilur við
konu sína svo hann geti búið með
sýningardömunni og ofurfyrirsæt-
unni Valeria. Þriðja sagan fjallar um
fyrrverandi glæpamann, El Chivo,
sem gerist launmorðingi. Hann
heillast af ungri stúlku og fær síðan
það verkefni að drepa vellauðugan
kaupsýslumann, en morðið á eftir að
draga dilk á eftir sér. Líf allra þess-
ara persóna tvinnast svo saman í
blóðugum endalokum myndarinnar.
Þrjár sögur
í einni mynd
Sambíóin frumsýna Amores Perros með
Emilio Echevarría, Gael García Bernal,
Goya Toledo, Álvaro Guerrero, Vanessa
Bauche og Jorge Salinas.
Emilio Echevarría í kvikmyndinni Amores Perros.
Nýja myndin er byggð á skáldsög-
unni Heart of Darkness eftir Joseph
Conrad, en sögusviðið er Víetnam-
stríðið. Höfuðsmaðurinn Willard, sem
misst hefur trúna á lífið, fær það
verkefni að hafa uppi á og handtaka
Kurtz ofursta sem háir persónulegt
stríð í skógum Kambódíu. Svo virðist
sem hann hafi misst tökin á tilverunni
og þykir bæði stórhættulegur og geð-
veikur í meira lagi þar sem hann lítur
á sjálfan sig sem Guð þjóðflokks í
frumskógum Kambódíu. Í stuttu máli
fjallar myndin um ferðalag Willards,
sem leikinn er af Martin Sheen, og
manna hans og lokauppgjörið við
ofursta Kurtz, sem leikinn er af Marl-
on Brando.
Margir telja að myndin falli undir
eina af mögnuðustu stríðsádeilum,
sem gerðar hafa verið á hvíta tjaldinu,
þar sem hún sýni í reynd á miskunn-
arlausan jafnt sem persónulegan hátt
þær afleiðingar, sem stríðsrekstur
getur haft á þá, sem þátt taka í hon-
um.
Leikarar: Marlon Brando (On the Water-
front, Godfather, Last Tango in Paris);
Robert Duvall (John Q, The 6th Day);
Martin Sheen (The Papp Project, We the
People); Frederic Forrest (The House
Next Door, The Spreading Ground); Al-
bert Hall (Ali, Beloved); Sam Bottoms
(Crime of Passion, The Unsaid); Laur-
ence Fishburne (Once in the Life, The
Matrix); Dennis Hopper (The Piano Play-
er, Unspeakable); Harrison Ford (What
Lies Beneath, Six Days Seven Nights).
Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
APOCALYPSE Now: Redux eftir
leikstjórann og framleiðandann
Francis Ford Coppola er endurgerð
upprunalegrar útgáfu frá 1979 og er
hún um 50 mínútum lengri en sú fyrri.
Coppola þurfti fyrir 23 árum að stytta
fyrri mynd sína talsvert til að þóknast
framleiðendunum Paramount og
United Artists, sem annars hefðu
hafnað myndinni. Honum hugnaðist
það lítt og hefur því nú bætt um bet-
ur. Myndin hefur löngum verið talin
til meistaraverka Coppola, sem hefur
verið afar athafnasamur á sviði kvik-
mynda- og sjónvarpsþáttagerðar á
síðustu 40 árum, en sjálfur er hann
fæddur í Detroit í apríl árið 1939.
Afleiðing-
ar stríðs-
reksturs
Háskólabíó frumsýnir Apocalypse Now:
Redux með Marlon Brando, Robert
Duvall, Martin Sheen, Frederic Forrest,
Albert Hall, Sam Bottoms, Laurence
Fishburne, Dennis Hopper og Harrison
Ford.
Atriði úr kvikmyndinni Apocalypse now.
ANNAR hluti Star Wars-vísinda-
skáldsögunnar lítur nú dagsins ljós í
myndinni Star Wars: Episode II
Attack of the Clones eða Árás klón-
anna. Margir muna eflaust eftir
stjörnustríðsmyndinni Star Wars I
sem var ein vinsælasta mynd ársins
1999 á Íslandi með yfir 64 þúsund
áhorfendur. Hún er jafnframt fjórða
vinsælasta mynd allra tíma á Íslandi
síðan farið var að kanna áhorf, en
óhætt er að segja að myndina megi í
senn flokka bæði sem spennumynd
og ævintýramynd. Hún er framleidd
af Lucasfilm Ltd. og JAK Product-
ions Ltd.
Leikstjóri og framleiðandi mynd-
arinnar er sem fyrr George Lucas,
sem jafnframt er handritshöfundur
ásamt Jonathan Hales, og lofa þeir
félagar nýjum brellum, nýjum per-
sónum og nýjum hættulegum and-
stæðingum.
Söguþráðurinn er í stuttu máli á þá
leið að Anakin Skywalker, sem leik-
inn er af Hayden Christensen, er
ungur væringjanemi (Jedi) sem þarf
að glíma við stöðugt áreiti hinnar
dökku hliðar máttarins. Allir vita
hvernig sú barátta fór, en enginn veit
þó framvindu þeirra mála, sem urðu
til þess að væringinn ungi gekk hinu
illa á vald og varð hinn hataði Svart-
höfði. Senn fá áhorfendur nú að vita
allan sannleikann um þau Anakin,
Padmi, Obi-Wan og keisaraefnið ill-
gjarna Sidious/Palpatin.
Leikarar: Ewan McGregor (Black Hawk
Down, Moulin Rouge, Anno Domini);
Natalie Portman (Zoolander, Anywhere
But Here, Where The Heart Is); Hayden
Christensen (Life as a House, The Virgin
Suicides, Strike!); Ian McDiarmid
(Sleepy Hollow, Restoration, Dirty Rotten
Scoundrels); Pernilla August (Gossip,
Anna, Födselsdagen); Samuel L. Jackson
(No Good Dead, Changing Lanes, Un-
breakable). Leikstjóri: George Lucas.
Árás klónanna hafin
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri, Kringlubíó og Nýja
bíó Keflavík frumsýna Star Wars:
Episode II Attack of the Clones með Ew-
an McGregor, Natalie Portman, Hayden
Christensen, Ian McDiarmid, Pernilla
August og Samuel L. Jackson.
Ewan McGregor, t.v., og Hayden Christensen í kvikmyndinni Star Wars Episode II.
KRISTJÁN Þórður Hrafnsson er
orðinn þekkt leikskáld. Þrátt fyrir
nokkuð hefðbundna nálgun við leik-
ritsformið hefur hann sterk höfund-
areinkenni. Þetta verk er t.d. afar
„kristjánskt“, fáar persónur ræða af-
markað umræðuefni – heimspekilegt
vandamál nátengt daglegum veru-
leika. Sviðsverksstíllinn er ríkjandi
og hann ásamt uppröðuðum sætaröð-
um fyrir áhorfendur mitt í rúmgóð-
um salarkynnum kallaði fram
ákveðna framsögn hjá sviðsvönum
leikurunum sem er nokkuð frábrugð-
in því sem tíðkast við flutning út-
varpsleikrita, hvað þá í daglegu lífi.
Þetta stutta verk hefur ótrúlega
margar hliðar. Ein sú athyglisverð-
asta er að verkið fjallar um gjörning
frá ýmsum hliðum, án þess að hann
sé sýndur. Áhorfendur í Landsbank-
anum fengu að sjá myndlistarverk
eftir Guðlaug Valgarðsson – mynd af
jakkafataklæddum uppa með undir-
skriftinni „ert þetta þú?“, var mitt í
„rýminu“ sem ætlað var gjörningn-
um. Þeir gátu því gert sér betri grein
fyrir hvernig gjörningurinn gæti litið
út en hlustendur heima í stofu, sem
flestir þekkja að vísu til í sal Lands-
bankans í Austurstræti. Samt virkar
örleikritið jafn vel heima sem heim-
an, ímyndunaraflið á létt með að nota
þær upplýsingar sem höfundur gefur
til að fylla upp í sjónrænar eyður í
huganum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem list
Guðlaugs Valgarðssonar tengist at-
vinnulífi landsmanna. Á öðru ári í
skúlptúrsviði myndlistardeildar
Listaháskóla Íslands tók hann þátt í
námskeiðinu List og atvinnustarf-
semi, en í því fólst að hann valdi sér
Veðurstofu Íslands sem viðfangsefni
og vann svo útiverk sem komið var
fyrir við höfuðstöðvar hennar. Það er
sérstakt við vinnu hans við þetta ör-
leikrit að hann setur sig í fótspor
annars myndlistarmanns og vinnur
verkið út frá þeim forsendum – þ.e.
að á ákveðinn hátt leikur hann per-
sónu listakonunnar í verkinu og
mynd hans er leikmunur sem er
hennar verk í sýningunni. Áhorfend-
ur heima við verða svo algerlega að
ímynda sér verkið út frá persónunni
og þeim texta sem er lagður henni í
munn.
Þessi stutta sýning var vel æfð og
gekk snurðulaust fyrir sig. Vel var
skipað í hlutverk, gervi Halldórs
Gylfasonar og látæði kannski fulllit-
ríkt til að hann væri trúverðugur
ungur yfirmaður í banka en hann
þarf að sjálfsögðu að mynda ákveðna
andstæðu við eldri bankamanninn,
sem Guðmundur Ólafsson vandaði
vel til og gerði hófstillt skil. María
Pálsdóttir var litrík og sennileg í
hlutverki myndlistarmannsins og fór
aldrei yfir strikið, en þremenning-
arnir undir styrkri stjórn Hörpu
Arnardóttur uppskáru ríkulegan
hlátur áhorfenda.
Einn meginkostur þessara níu ör-
sýninga virðist verða margbreyti-
leikinn. Hinn knappi tími sem höf-
undunum er gefinn virðist kalla fram
mjög ólíkar hliðar á listamönnunum.
Kristján Þórður á skilið að fá rós í
hnappagatið fyrir þetta verk því
þrátt fyrir að það sé örstutt hefur
það til að bera sannfærandi heildar-
mynd, dramatíska spennu, skýrt
dregnar persónur og bráðfyndin til-
svör.
Sjónræn
heild í
ósýnilegu
rými
Sveinn Haraldsson
LEIKLIST
Útvarpsleikhúsið og Listahátíð
í Reykjavík
Höfundar: Kristján Þórður Hrafnsson og
Guðlaugur Valgarðsson. Leikstjóri: Harpa
Arnardóttir. Hljóðstjórn: Hjörtur Svav-
arsson. Tæknimaður: Georg Magnússon.
Leikarar: Guðmundur Ólafsson, Halldór
Gylfason og María Pálsdóttir. Fimmtu-
dagur 16. maí.
NORRÆNT SAMSTARF