Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 38

Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HARALDUR Örn Ólafssonsetti heimsmet í gær, erhann komst á tind Ev-erest-fjalls og hefur þar með gengið á hæsta tind hverrar heimsálfu og á suður- og norðurpól- inn á skemmstum tíma. Haraldur kleif tindinn á tólf og hálfri klukku- stund, komst á tindinn um kl. 5 að ís- lenskum tíma, eða um klukkan 11 fyrir hádegi að nepölskum tíma. Nið- urferðin að 4. búðum í Suðurskarði tók hálfa fimmtu klukkustund og gekk vel. Mikil stemmning var aðfaranótt fimmtudags í Útilífi í Smáralind þar sem var opið hús á meðan Haraldur kleif tindinn og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar hann hringdi úr gervihnattasíma af tindinum og tal- aði við Davíð Oddsson forsætisráð- herra sem fór snemma á fætur í gærmorgun til að vera viðstaddur atburðinn. „Þetta er Haraldur Örn Ólafsson. Ég er á þaki heimsins, Mount Everest,“ sagði Haraldur og göngumæðin leyndi sér ekki. „Þetta var mjög erfiður dagur,“ sagði Har- aldur við forsætisráðherra. Davíð óskaði Haraldi til hamingju og sagði: „Þú ert búinn að sanna það með þessu að þú ert toppmaður.“ Fram til ársins 1999 eru skráðir 65 fjallgöngumenn sem komist hafa á hátindana sjö, en þeir eru enn færri sem hafa gengið á báða pólana til viðbótar, eða fimm með Haraldi og hafa menn tekið sér mörg ár í að ljúka þessu tröllaukna verkefni. Haraldur lýkur verkefninu á nýju heimsmeti, á hálfu fimmta ári. Eftir því sem næst verður komist hafa menn fram til þessa lokið verkefninu á 8-18 árum. Uppgangan í gær er minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Ferðafélagi Haralds, Ellen Miller, varð fyrsta bandaríska konan til að klífa Ev- erest bæði að sunnan og norðan en leiðangurinn í gærmorgun fór upp sunnan megin. Þá var fjöldamet slegið á fjallinu með því að 55 manns komust á tindinn sama daginn og þá varð Tame Watanebe elsta konan til að klífa fjallið, 63 ára að aldri. „Var satt að segja nokkuð órólegur“ Í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Ólafur Örn Haraldsson, þar sem hann er staddur í grunnbúðum Everest, að nóttin sem Haraldur kleif tindinn, hefði verið ógleyman- leg. „Ég vakti alla nóttina í svefn- poka mínum í fjarskiptatjaldinu og var satt að segja nokkuð órólegur þegar ég heyrði hvert nafnið á fætur öðru á þeim leiðangursmönnum sem urðu að snúa við. Ég óttaðist að nafn Haralds kæmi upp því einn þeirra sem snéri við var mjög öflugur. Har- aldur og Ellen [Miller] héldu hópinn ásamt tveimur leiðsögumönnum og tveimur sérpum. Þau hvíldu sig við Suðurtind [tæpl. 8.600 m] þar sem saman voru komnir allnokkrir fjalla- menn til að ráða ráðum sínum. Síðan var farið í Hillary-þrepið og fór Ell- en á undan og Haraldur rétt á eftir. Þetta var gríðarlega erfitt, mikill snjór en Haraldur naut andlegs og líkamlegs styrks síns, auk reynslu sinnar úr fjallamennsku. Þeir sem snéru við, gerðu það vegna háfjalla- erfiðleika og þróttleysis, en ég held líka að þeir hafi verið mjög langt leiddir þegar þeir komu upp í Suð- urskarð. Þeir lögðu því þreyttir af stað á tindinn. Hins vegar var gott hljóð í Haraldi þegar hann var að leggja af stað.“ – Hvernig var tilfinningin þegar hann tilkynnti sig á tindinum? „Hún var stórkostleg. H mikil húrrahróp og reyku bænaaltarinu í jörðinni sem hlaðið, steig upp í morgunk Hér var gríðarlega mikil ing.“ – Voruð þið kvíðnir veg ferðarinnar? „Nei, við vissum að Haral góðan tíma og nóg súrefni. öll mjög öflug í samstillt Auðvitað er maður alltaf kv þau höfðu eins góða mögule urferð eins og hægt var. Haraldur Örn Ólafsson setti „ÉG ER Á ÞA Morgunbl Spennan í Útilífi náði hámarki þegar Haraldur hringdi af tind HARALDUR Örn Ólafsson hóf Sjötindaleiðangurinn með því að ganga á Denali, hæsta fjall N-Am- eríku, 6.194 m. Hann komst á tind- inn 9. júní 2001. Haraldur gerði tvær tilraunir að tindinum og komst upp í seinna skiptið og hrós- aði sigri í miklum kulda og hvass- viðri. Næst lá leið hans á Elbrus, hæsta fjall Evrópu, 5.642 m. Haraldur veiktist lítillega á fjallinu og komst á tindinn í sinni annarri tilraun 27. ágúst. Þriðji tindurinn féll að fótum Haralds þann 7. september en þá gekk hann á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, 5.895 m. Fjórða tindinn kleif Haraldur 2. desember 2001 en þá gekk hann á Kosciuszko, hæsta tind Ástralíu, 2.228 m. Um var að ræða ljúfa sunnudagsfjallgöngu sem kom í stað Carstensz Pyramid sem Har- aldur ætlaði upphaflega á og er tæknilega erfiðasti tindurinn af Hátindunum sjö, þótt ekki sé hann mjög hár. Leiðin að Carstensz, sem er hæsti tindur Eyjaálfu var lokuð vegna ótryggs stjórnmálaástands og þurfti Haraldur því að velja Kosciuszko sem einnig er við- urkenndur sem einn af Hát unum sjö. Þegar nær dró jólum fór an að aukast þegar Harald stefnuna á Vinson Massif, h tind Suðurskautslandsins, Fjallið hefur reynst fjallgö mönnum erfitt vegna mikil og storma og beið Haralds verkefni. Ekki síst var spen þar sem Íslendingur hafði ið fæti sínum á tind fjallsin var Haraldur því fyrsti Ísle urinn á tindinum 18. desem gekk, en þegar niður kom t þrálát illviðri sem töfðu Ha daga á Suðurskautslandinu Næst lá leiðin til S-Amer sem Aconcagua, hæsta fjal álfunnar beið. Fjallið er 6.9 hátt og næsthæsta fjallið a unum sjö. Ekkert fjallanna eins mikið á heilsu Haralds Aconcagua, en hann fékk l kvef en jafnaði sig eftir læk ismeðferð og komst á tindi febrúar. Líklega hefur mesta spe verið í tengslum við sjöund jafnframt erfiðasta og hæs inn í sjötindaröðinni, Evere hæsta fjall Asíu, 8.850 m sa Sjö tindar og tveir pólar á mettíma TUGIR manna í Útilífi íSmáralind hylltu HaraldÖrn Ólafsson, nýjanheimsmethafa í pólferð- um og háfjallaklifri, þegar hann til- kynnti að hann hefði náð tindi Ev- erest í gærmorgun. Bakvarðasveit kappans, fjöl- skylda og vinir, auk áhugafólks um útivist og fréttamenn fylgdust með fréttum frá grunnbúðum fram á rauðan morgun, en efalítið voru spenntastar konurnar í lífi Haralds, unnusta hans, Una Björk Ómars- dóttir, og móðir, Sigrún Richter. „Þetta er stórkostlegur árangur hjá Haraldi og sannkallaður gleði- dagur,“ segir Una Björk. „Þetta var mjög spennandi og ég hafði alltaf fulla trú á því að hann myndi kom- ast á tindinn. Sem betur fer hefur hann verið við mjög góða heilsu og virðist hafa þolað vel það álag sem fylgir því að vera í mikilli hæð.“ Undir þetta tekur Sigrún og bæt- ir við: „Það er mikill léttir að leið- angrinum skuli vera lokið og það ríkir mikil gleði yfir því að hann skyldi ná tindinum því margir urðu frá að hverfa. Ég beið einnig mjög spennt eftir því að að hann lyki nið- urferðinni. Honum tókst þetta mjög vel og þoldi þunna loftið vel.“ Hún segist ekki hafa eins miklar áhyggj- ur af syni sínum og sumir kunna að halda, en segir að vitasku ekki áhyggjulaus. „Að s tengist þetta því að ég þek an heim betur en þeir sem utan við hann,“ segir hún. virðist halda að ég ha áhyggjur en ég hef. Allaja mér ágætlega en auðvita ekki áhyggjulaus, sérstak ar spennan var sem mest u in.“ Una Björk bætir við hún hafi kynnst því í gegn Una Björk Ómarsdóttir, unnust Áhyggjunum mjög í hóf still AFREKSMAÐUR STEFNUMÓTUN Í LISTUM Tessa Blackstone, ráðherralista í Bretlandi, var sér-stakur gestur Listahátíðar við opnun hennar um síðustu helgi. Í viðtali sem birtist við hana hér í blaðinu sl. sunnudag greindi hún frá megináherslum sínum í stefnumótun á sviði lista, en þær markast af áherslu á gagnvirk tengsl menningar, mennta og vís- inda. Ráðherrann bendir á hversu mikilvægt er að aðgreina ekki þessa þætti þjóðfélagsins, heldur láta þá starfa saman þannig „að mörk og mæri séu brotin niður [...] og ungt fólk haldi áfram að læra“. Með sérstökum verkefnum er unnið að því markmiði yfir- valda að örva skapandi þætti í námi barna og unglinga, og stuðla þannig að skilningi á vægi og hlutverki lista meðal ungs fólks sem síðar gerir þau að virkari list- neytendum. Hún bendir á nauðsyn þess að nýta þá hugmyndaauðgi sem í listrænni þjálfun er fólgin atvinnulífinu til framdráttar og vísar til þess hversu mikilvægar þær atvinnugreinar sem byggjast á listsköpun eru efnahag Bret- lands. Þessi heildstæða pólitíska stefnumótun á sviði lista er ákaf- lega athyglisverð en aukin áhersla á listir, hefur að mati Tessu Blackstone „félagslegan ávinning í för með sér ekki síður en efna- hagslegan“. Af orðum ráðherrans má ráða að sérstakt Listaráð gegnir afar veigamiklu hlutverki í bresku menningarlífi, en það stýrir t.d. opinberum fjárframlögum ríkis- stjórnarinnar og lotterísins til listanna. Mikil áhersla hefur verið lögð á að fá hæfustu fagmenn í hverri listgrein til að stýra fjár- streyminu til einstakra stofnana og verkefna án íhlutunar yfir- valda. Sjálf segist Blackstone t.d. ekki koma nálægt einstökum ákvörðunum á því sviði og á heimasíðu Listaráðsins kemur fram að stofnunin er sjálfstæð og ópólitísk, sem er að sjálfsögðu mikilvæg forsenda faglegra vinnu- bragða. Þar segir að hlutverk stofnunarinnar sé að „stuðla að framgangi lista í gegnum þjóð- félagslega umræðu og rannsóknir, og með því að koma auga á mik- ilvægar tilhneigingar á því sviði“. „Við höfum yfirsýn yfir listirnar og reynum að auka gæði, auk þess að vinna með öðrum til að tryggja að listum sé tryggður forgangur í flokkum á borð við mennta- og at- vinnumál,“ segir þar ennfremur. Eins og málum er nú háttað hér á landi starfa fjölmargar nefndir og úthlutunarsjóðir á vegum menntamálaráðuneytisins að hin- um ýmsu málaflokkum á sviði lista, hver innan síns afmarkaða ramma. Þegar nefndarfjöldinn er orðin svo mikill og verksvið hverr- ar nefndar þröngt getur óneitan- lega verið erfitt að hafa æskilega yfirsýn yfir málaflokkinn í heild. Það má því velta því fyrir sér hvort ekki sé orðið tímabært að setja á laggirnar eina stofnun hér á landi sem hefði yfirsýn yfir listir í landinu og nyti fulltingis hæf- ustu fagmanna á hverju listsviði fyrir sig við að stýra fjárveiting- um og úthlutunum til lista og listamanna. Í því návígi sem við búum við hér á landi hefur oft reynst erfitt að tryggja faglegt mat á ýmsum sviðum samfélagsins og eru listirnar þar engin undan- tekning, en með þessum hætti mætti ef til vill stuðla að óháðara og faglegra mati, listum í landinu til framdráttar. Haraldur Örn Ólafsson, fjórðiÍslendingurinn, sem stendur á tindi Everest, hæsta fjalls heims, er mikill afreksmaður. Hann hefur nú náð því markmiði, sem hann setti sér, að ganga bæði á suðurpólinn og norðurpólinn og klífa sjö hæstu fjallstinda heims. Hann er fimmti maðurinn í ver- aldarsögunni, sem vinnur þetta afrek. Til þess að vinna afrek á borð við þetta þarf mikið líkamlegt at- gervi. Sá einstaklingur sem setur sér að ná þessu marki þarf að vera í mikilli líkamlegri þjálfun. En það eitt dugar ekki til. Smátt og smátt hefur Haraldur Örn öðl- ast mikla reynslu í að takast á við óvæntar hindranir, sem upp koma og hann hefur sigrast á þeim öll- um. Því til viðbótar kalla ferðir og fjallgöngur á borð við þessar á mikinn sálrænan styrk. Það er augljóst að Haraldur Örn hefur þetta allt til að bera. Mikla lík- amlega þjálfun, reynslu, metnað, einbeittni og innri styrk, sem hef- ur dugað honum til þess að ná því marki, sem svo fáir hafa náð. Það er ástæða til að óska hinum unga afreksmanni og fjölskyldu hans allri til hamingju,með þenn- an glæsilega árangur. Það er erfitt að sjá, að Haraldur Örn eigi nokkru verkefni ólokið á því sérstaka sviði, sem hann hefur helgað krafta sína síðustu árin. Með afrekum sínum hefur Har- aldur Örn Ólafsson áreiðanlega átt þátt í að vekja hjá íslenzku æskufólki áhuga á að stunda heil- brigða útivist og takast á við nátt- úru Íslands og annarra landa, sem hlýtur að vera eftirsóknarverðara hlutskipti fyrir upprennandi kyn- slóðir en ýmislegt annað sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur nú um stundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.