Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 43 HVERJU þjóðfélagi er nauðsynlegt að mennta þegna sína vel, enda er góð menntun í senn uppspretta fram- fara og hornsteinn menningar. Því teljum við sjálfstæðismenn í Kópavogi það eitt mik- ilvægasta hlutverk okk- ar sem fulltrúa fólksins í bænum að bjóða upp á góða skóla þar sem fram fer öflugt skóla- starf hvort sem það er í leikskólum eða grunn- skólum. Við teljum ekki síður mikilvægt að í Kópavogi sé boðið upp á nám í öflugum og góðum framhalds- skóla, en talið er að um 93% þeirra sem ljúka grunnskóla fari í fram- haldsskóla, þ.e. menntaskóla, fjöl- brautaskóla eða iðn- og verkmennta- skóla. Því viljum við, sjálfstæðismenn, leggja okkar að mörkum og hlúa enn betur að okkar framhaldsskóla, Menntaskólanum í Kópavogi og þrýsta á að þegar verði hafin bygging bóknámsálmu við skólann svo ung- menni Kópavogs geti sótt slíka menntun í sinni heimabyggð. Menntaskóli Kópavogs Í Kópavogi er nú starfræktur einn framhaldsskóli, Menntaskólinn í Kópavogi (MK). MK starfar á þremur megin sviðum; bóknámssviði, hótel- og matvælasviði og ferðamálasviði. Fyrir nokkrum árum var tekinn í notkun nýr 5.000 fermetra verk- menntaskóli í hótel- og matvæla- greinum. Verkmenntaskólinn er sam- tengdur MK og lýtur hans yfirstjórn. Nám í ferðamálafræðum hefur bæði verið kennt í dagskóla og í kvöldskóla. Við MK er starfræktur Ferðamála- skóli og Leiðsögumannaskóli, en kennsla í þessum skólum fer fyrst og fremst fram á kvöldin. Í Menntaskól- anum er jafnframt deild fyrir ein- hverfa, en vegna húsnæðisskorts í skólanum hefur deildin fengið að- stöðu í Völvufelli í Breiðholti. Fjölgun nemenda á bóknámsbraut MK hefur aukist verulega undanfarin ár. Innskráðir nemendur í bóknám voru um 400 árið 1994 en voru um 1.050 árið 2001. Auk þess eru um 200 nemendur í kvöldskóla. Þrátt fyrir töluverða fjölgun íbúa í Kópavogi undanfarið er tæpast hægt að telja hana meginástæðu þessarar miklu fjölgun nemenda. Því virðist þessi aukning fyrst og fremst vera vegna við- horfsbreytinga nema, sem eru að ljúka námi úr grunnskólum Kópa- vogs, til MK. Árið 1994 fóru um 55–60% nema sem útskrifuðust úr grunnskólum Kópavogs í MK en árið 2001 er hlutfall þeirra um 95%. Fyrir liggur að rífa norðurálmu skólans og byggja þar nýja bóknámsálmu á tveimur hæðum. Þetta verkefni er mjög brýnt, því aðsókn í bóknám er stöðugt að aukast. Jafnframt er gert ráð fyrir deild og aðstöðu fyrir ein- hverfa í þessari nýju álmu, en þeir nemar hafa verið að hrakhólum vegna húsnæðisleysis. Bygging framhaldsskóla er sam- vinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga, en rekstur þeirra er í höndum rík- isins. Við sjálfstæðismenn í Kópavogi viljum að börn okkar geti gengið í framhaldsskóla í sínu sveitarfélagi. Því leggjum við mikla áherslu á að skólinn verði stækkaður sem allra fyrst, enda koma þessar áherslur fram í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins. Ferðamálaháskóli Ferðamálaskólinn í Kópavogi hefur verið í fararbroddi og komið fram með margar áhugaverðar nýjungar. Megin markmið náms í Ferðamála- skólanum er að undirbúa einstaklinga til starfa í ferðaþjónustu. Jafnframt býður skólinn þeim sem þegar starfa í greininni upp á fjölbreytt námskeið. Menntaskólinn í Kópavogi er kjarna- skóli í ferðagreinum á landsvísu og gegnir mikilvægu hlutverki við upp- byggingu og framboð náms í ferða- fræðum á Íslandi. Okkur ber skylda til að styrkja ferðaþjónustu á Íslandi því hún er stöðugt að verða fyrirferðarmeiri í ís- lensku atvinnulífi. Sjálfstæðismenn í Kópavogi vilja styrkja enn frekar það góða starf sem fram fer í Ferðamála- skólanum. Við teljum brýnt að efla ferðamálanám á Íslandi og gera fræð- unum hærra undir höfði. Því ætlum við hafa frumkvæði að því, í samvinnu við Ferðamálaskólann og skólayfir- völd, að settur verði á fót Ferða- málaháskóli. Styrkjum stoðir skólans Menntaskólinn í Kópavogi er í mín- um huga perla menntunar og menn- ingar í okkar samfélagi, sem hefur borið gæfu til að sameina verkmennt- un og bóknám til stúdentsprófs. Þessi samvinna hefur styrkt stoðir mennt- unar í þjóðfélaginu og aukið og stuðl- að að samvinnu ólíkra stétta. Sjálf- stæðismenn í Kópavogi vilja styrkja skólann enn frekar með því að stuðla að því að þar verði stofnaður ferða- málaháskóli. Einnig verður að ganga strax til þeirra verka að stækka skól- ann svo ekki þurfi að vísa nemum frá skólanum. Brýnt að stækka Mennta- skólann í Kópavogi Sigurrós Þorgrímsdóttir Kópavogur Ganga þarf strax til verka að stækka MK, segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, svo ekki þurfi að vísa nemum frá skólanum. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skólastjórnar MK. ÞEGAR menn sinna ekki kallinu grípa máttarvöldin í taum- ana. Á dögunum laust eldingu niður í flugvél forseta Íslands og föruneytis þegar beygt var til vinstri í stað hægri, til norðausturs í stað suðausturs frá Kaupmannahöfn. Við bakgrunn nályktarinn- ar í Jenín birtust myndir af forsetanum í glæsiveislum í Moskvu. Forsetinn hafði að engu áskoran- ir um að taka af skarið og ferðast til Mið- Austurlanda til að leggja sitt af mörkum til að stöðva blóðbaðið. Og blóðbaðið heldur áfram … Auðvitað var ferð forsetans til Moskvu mikilvæg. En tímasetningin er engin tilviljun. Með í farteskinu var forsetinn með góð orð og vilyrði um stækkun NATO til austurs. Friðarsinninn og herstöðvarand- stæðingurinn hefur nú tekið ham- skiptum og spilar með herveldinu í vestri. Mýkja skal Rússana áður en herveldin setjast á rökstóla í höf- uðborg friðarins, Reykjavík. Und- irbúa jarðveginn til umræðna um „þörfina“ á því að ráðast með öllu tiltæku vopnavaldi á Írak til að upp- ræta hryðjuverkamenn. Nákvæm- lega undir sömu formerkjum og „vinur okkar Íslendinga“ Ariel Sharon var að gera í Jenin þannig að nályktina og hryllingin leggur um gervalla heimsbyggðina. Ekki er nema von að forfeður friðlandsins snúi sér í gröfinni. Þeir sem lögðu hornstein að þúsund ára friðarríki árið 1000 á Alþingi Íslend- inga, að menningarsamfélagi sem búið hefur við frið lengur en nokkur annar á jörðinni. Samfélag sem alið hefur af sér börn sem aldrei hafa gegnt herskyldu. Forfeðurnir horfa agndofa á forseta og utanríkisráð- herra friðarlandsins hundsa alger- lega það hlutverk að boða frið um jörðina til að gerast gengilbeinur hervaldsins. Eldingin í flugvél forsetans var tímabær viðvörun. Máttarvöldin hafa reiðst. Íslendingar þurfa að kannast við hlutverk sitt. Sem sú þjóð ein sem aldrei hefur gengt her- skyldu og sem búið hefur við frið lengur en nokkuð annar ríki á jörð- inni, höfum við sérstökum skyldum að gegna. Okkar er ekki að hefja útflutn- ing á boðskap herveld- anna. Okkar er að flytja boðskapinn um friðarlandið og Alþingi og bjóða þetta heimin- um til fyrirmyndar. Friður 2000 hefur reynt að kynna hug- myndir að friðar- þinginu Alþingi-Jerú- salem fyrir utanríkisráðherra, for- seta Íslands, þing- mönnum og prestum. Á meðan fjöldi stuðn- ingsyfirlýsinga við hugmyndina berst frá öllum heimsálfum, neita flestar ís- lensku silkihúfurnar samtökunum um áheyrn. Orðmælgi forseta í ný- legri ræðu á Norðurlandaþingi um nauðsyn þess að starfa í nánum tengslum við grasrótarsamtök eru dæmi um innihaldslaust orðskrúð sem íslenskar silkihúfur nota á tylli- dögum úr fílabeinsturni. NATO-þingið í Reykjavík verður vafalítið umvafið slíkum lummum til að senda þann „friðarboðskap“ um heimsbyggðina frá höfuðborg frið- arlandsins á vordögum að „nauðsyn- legt“ sé að hefja sprengjuárásir til að uppræta „hryðjuverkamenn“ í Írak og koma „stríðsglæpamannin- um Saddam“ frá völdum. Að hin vopnlausa þjóð Íslendinga þurfi að leggja sitt á vogaskálarnar til inn- setningar olíufursta þar í landi sem hefur lágmarksskilning á vestrænni efnahagsstefnu og sem ekki tekur það upp hjá sjálfum sér að þjóðnýta „breskar og bandarískar olíulindir“ eða stöðva allan olíuútflutning þótt einhverjir vesælir arabar séu myrtir í Jenín til að útrýma hryðjuverka- mönnum. Enda þjóna slíkar hreins- anir á „útlagaþjóðum“ göfugum markmiðum um varanlegan heims- frið – ekki satt? Reiði Guðs Ástþór Magnússon Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viðvörun Eldingin í flugvél for- setans var, að mati Ást- þórs Magnússonar, tímabær viðvörun. Á AÐALFUNDI Félags hópferðaleyfis- hafa sem haldinn var í Skagafirði 13.04. 2002 var samþykkt sam- hljóða að ítreka álykt- un sem stjórn félagsins hafði sent frá sér 5.6. 2001 og harmað að ekkert hafi enn gerst í málinu. Í ályktuninni segir: ,,Við lýsum yfir miklum áhyggjum með þróun mála hjá leið- sögubílstjórum sem sinna starfi ökumanns og leiðsögumanns sam- tímis. Nú þegar ljóst er að búið er að samþykkja far- símabann hjá bifreiðastjórum (nema með handfrjálsum búnaði) sem ber að fagna, færist í vöxt að bílstjóra- og fararstjórastarfið sé unnið af sama aðila. Við teljum að þessu fylgi mikil slysahætta, ekki síst í ljósi þess að hóparnir sem sinnt er með þessum hætti verða sífellt stærri. Engin lög eru til yfir þessa starfs- stétt og hvetjum við til að úr því verði bætt áður en slys hlýst af. Eðlilegt er að okkar mati að stærð- armörk á þeim hópum þar sem bíl- stjóri sinnir þessum tveimur störf- um samtímis séu hópar að hámarki 8 farþegar. Það er að mati fundarins ámæl- isvert hjá stjórnvöldum að hafa ekki enn tekið á þessu máli og hvetjum við til að tekið verði á þessu sem fyrst.“ Í grein eftir Guð- mund Agnar Axelsson, sem birtist í Morgun- blaðinu nú á dögunum, vitnar hann í þessa ályktun sem og í viðtal við greinarhöfund. Þar lýsir hann sinni skoðun og spyr jafnframt ým- issa spurninga. Eins og fram kemur í álykt- un stjórnar félagsins sem og aðalfundar, er okkur fyllilega ljóst að heimilt er að tala í far- síma í akstri með handfrjálsum bún- aði. Misskilningur Guðmundar að halda að þetta atriði hafi farið fram hjá okkur er ekki allskostar óeðli- legur því borið hefur á að verið sé að vitna í ályktun félagsins án þess að birta hana í heild sinni. Að mati Guðmundar er ekki mun- ur á því að nota handfrjálsan búnað sem leiðsögubílstjóri eða sem bif- reiðarstjóri. Að okkar mati er þarna töluvert mikill munur á. Við gerum ekki lítið úr því að bifreiðastjórar geta orðið fyrir áreiti í akstri af ýmsum ástæðum, m.a. annars af símsvörun þó svo að notaður sé handfrjáls búnaður. Að okkar mati réttlætir það engan veginn stöðugt áreiti og að vera nær allan þann tíma sem verið er með farþega að vinna tvö störf í einu, þ.e. bílstjóra- og leiðsögustarfið. Það er matsatriði hvað hópar megi vera stórir þar sem bifreið- arstjóri sinnir þessum tveimur störfum samtímis en nær allir eru sammála um að einhvers staðar verði að draga mörkin. Hafa þeir fjölmörgu aðilar sem að ályktuninni standa (í Félagi hópferðaleyfishafa eru um 120 félagsmenn) fengið mjög jákvæð viðbrögð frá hinum ýmsu aðilum varðandi þessi mál, ekki síst frá bifreiðastjórum og leiðsögu- mönnum. Hér er um mikilvægt öryggisat- riði að ræða og eins og fram kemur í ályktun okkar þá hvetjum við til að tekið verði á málunum áður en slys hlýst af. Það er því miður svo að oft þarf alvarlegt óhapp eða slys til að tekið sé á málum af þessu tagi. Það er ólíkt ánægjulegri staða fyrir ráðamenn og þá aðila sem koma að þessum rekstri að gera fyrirbyggj- andi aðgerðir til að koma í veg fyrir alvarleg óhöpp. Því miður er það svo að seint verður hægt að koma algjörlega í veg fyrir óhöpp og munu þau að lík- indum fylgja okkur um ókomna tíð. Það er hins vegar skylda okkar allra, ekki síst okkar sem daglega berum ábyrgð á tugum mannslífa, að reyna að koma í veg fyrir og tak- marka óhöpp sem frekast er unnt. Í áðurnefndri grein eftir Guð- mund kallar hann eftir rannsóknum máli okkar til stuðnings. Það eru til rannsóknir varðandi áreiti við akst- ur og eins og margoft hefur komið fram getur símanotkun valdið trufl- un og það er engan veginn hægt að fría sig fyllilega með notkun hand- frjáls búnaðar. Sama hlýtur að gilda um notkun handfrjáls búnaðar leið- sögubílstjóra. Guðmundur bendir á að aldurs- hópnum 17–24 ára sé hættara en öðrum að lenda í umferðaróhöppum og spyr hvort ekki séu líkur til að ökuleiðsögumenn séu komnir með 100.000 km. reynslu og hafi sjö ára reynslu af akstri. Ekki drögum við í efa umrædda rannsókn og bendum á að þegar að 21 árs aldri er náð þá geta menn verið komnir með rétt- indi til að aka hópferðabifreið sem og réttindi til að leiðsegja. Þessir sömu aðilar og Guðmundur bendir á að sé hættara en öðrum til að lenda í umferðaróhöppum, geta þá lagalega séð orðið leiðsögubílstjórar og sinnt ótakmörkuðum fjölda farþega. Það er okkar álit að jafnvel þótt menn hafi langa reynslu að baki réttlæti það ekki að ótakmörkuðum fjölda farþega sé sinnt með þessum hætti. Við viljum leyfa okkur að benda á að í gegnum tíðina, hafa þeir aðilar sem sinna hópferðaakstri sloppið blessunarlega vel frá alvarlegum óhöppum. Hvert óhapp er að sjálf- sögðu einu óhappi of mikið en miðað við allan þann fjölda af hópferðabíl- um sem oft á tíðum þarf að aka á stórvarasömum vegum, höfum við sloppið nokkuð vel. Velflestir aðilar sem eru í þessum rekstri hafa komið fyrir öryggisbeltum í öllum sínum bílum. Er það fyrst og fremst að eigin frumkvæði því slíkt er ekki í lögum nema að takmörkuðu leyti. Þetta ásamt öðru sýnir að við viljum standa fagmannlega að verki og tryggja öryggi farþega eins og frek- ast er unnt. Að setja einhver mörk á stærð hópa sem sinnt er af leiðsögubíl- stjóra er því að okkar mati einungis sjálfsagt öryggisatriði. Fyrir hönd stjórnar Félags hóp- ferðaleyfishafa. Tímasprengjur í umferðinni Benedikt G. Guðmundsson Leiðsögubílstjórar Að okkar mati réttlætir það engan veginn stöð- ugt áreiti og að vera nær allan þann tíma sem verið er með far- þega að vinna tvö störf í einu, segir Benedikt G. Guðmunds- son, þ.e. bílstjóra- og leiðsögustarfið. Höfundur er formaður Félags hópferðaleyfishafa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.