Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 45
FRAMUNDAN eru
spennandi tímar í
Garðabæ. Á næstu ár-
um verða byggð mörg
ný hverfi í Garðabæ
sem skapa mikla
breidd í húsnæðisfram-
boði í bænum. Lítum á
nokkur þeirra verkefna
sem framundan eru.
Í fyrsta lagi er nú
unnið að lokafrágangi á
deiliskipulagi á nýju
hverfi við Arnarnesvog
sem gengur undir nafn-
inu strandhverfið en
þar verður boðið upp á
afar fjölbreytt úrval
íbúða í fjölbýlishúsum.
Lögð er áhersla á samræmda hönn-
un og frágang á hverfinu en í þessu
glæsilega hverfi munu alls verða 770
íbúðir og þar af um 200 íbúðir sem
eru sérstaklega ætlaðar eldri íbúum.
Við gerð deiliskipulagsins hefur ver-
ið haft að leiðarljósi að skapa fagurt
hverfi sem er með opin græn svæði
og gott aðgengi gangandi bæði um
hverfið sem og meðfram strand-
lengjunni. Í skipulaginu er lögð
áhersla á fjölbreytileika þannig að
bæði ungir og aldnir fái húsnæði við
hæfi.
Í öðru lagi er framundan vinna við
deiliskipulag fyrir fyrsta hluta
Garðahverfis. Í þessu glæsilega
hverfi verður mjög mikið og fjöl-
breytt framboð af húsnæði og má
þar nefna fjölbýlishús bæði af minni
og stærri gerð, minna og stærra sér-
býli. Í fyrsta hluta hverfisins verður
uppbygging á umtalsverðri þjón-
ustu, m.a. grunnskóla og leikskóla. Á
Garðaholti verður jafnframt hugað
að atvinnusvæðum enda er gert ráð
fyrir blandaðri byggð á svæðinu þ.e.
íbúabyggð og atvinnustarfsemi.
Í þriðja lagi er nýlokið hugmynda-
samkeppni um miðbæ Garðabæjar
þar sem fram komu glæsilegar hug-
myndir. Í keppnislýsingu var lögð
áhersla á að tillögurnar feli í sér hug-
myndir að heildaruppbyggingu mið-
bæjarsvæðisins, þ.e. fyrirkomulagi
og stærð bygginga, torgmyndunum,
stígakerfi, bílastæðum og öðru sem
máli skiptir til að
mynda heildstæðan og
aðlaðandi miðbæjar-
kjarna. Spennandi
verður að vinna að upp-
byggingunni á svæðinu
út frá þessum hug-
myndum þó að enn hafi
ekki verið tekin endan-
leg afstaða til þess
hvernig uppbygging
verður á svæðinu. Í til-
lögunum kemur fram
að þétting byggðar í
miðbænum er afar
mikilsumverð til þess
að efla þjónustuna í
kjananum og í þeim er
gert ráð fyrir 80–120
nýjum íbúðum í miðbænum. Á þessu
eftirsótta svæði verður því án efa eft-
irsótt að búa bæði fyrir unga sem
aldna.
Í fjórða lagi hefur í Urriðaholti
verið unnið deiliskipulag sem gerir
ráð fyrir hátæknigarði. Hugmyndin
er að skapa atvinnutækifæri í nýjum
greinum í hátækniiðnaði og mörg
rök hníga að því að Urriðaholt sé
spennandi valkostur.
Þó að hér hafi einungis verið nefnd
nokkur af þeim skipulagsverkefnum
sem nú eru í gangi í Garðabæ er ljóst
að það eru spennandi tímar fram-
undan í Garðabæ.
Uppbyggingarhverfin hvort held-
ur sem er strandhverfið, Garðaholtið
eða Urriðaholtið gera ráð fyrir mik-
illi fjölbreytni og fullvíst er að bæði
ungir og aldnir eiga að geta fundið
húsnæði við hæfi í bænum.
Fjölbreytt hús-
næðisframboð
Laufey
Jóhannsdóttir
Garðabær
Framundan er aukið
framboð, segir Laufey
Jóhannsdóttir, á hús-
næði í Garðabæ.
Höfundur er formaður skipulags-
nefndar og forseti bæjarstjórnar í
Garðabæ.
FLESTIR setja upp-
skeru og uppskeru-
hátíðir í samband við
haustið, en hjá okkur
sem störfum að skóla-
málum kemur uppsker-
an í ljós á vorin. Það er
stórkostlegt að verða
vitni að þeirri miklu
gerjun og krafti sem
býr í reykvískum
grunnskólabörnum og
birtist okkur í metnað-
arfullum verkefnum
vetrarins, sem þau hafa
m.a. annars verið að
kynna aðstandendum
vítt og breitt um borg-
ina.
Við sem höfum stýrt skólamálum
borgarinnar undangengin átta ár,
lítum einnig ánægð yfir uppskeruna.
Þessi ár hafa verið einhver mestu
breytingaár varðandi grunnskólann
í manna minnum. Þar hefur farið
saman yfirfærslan á öllum rekstri
grunnskólans frá ríki til sveitarfé-
laga og einsetning alla skólanna.
Strax árið 1994 var stefnufast og
skipulega gengið að verki og undir-
búningur þessara miklu verkefna
hafinn með skýra framtíðarsýn að
leiðarljósi.
1. Það var skipuð nefnd 1995 til að
sjá til að ekkert yrði okkur að van-
búnaði að taka alfarið við grunnskól-
anum. Nefndin vann gott starf og
allt gekk upp.
2. Við fengum utanaðkomandi að-
ila til að taka út allar skólabyggingar
borgarinnar með tilliti til einsetning-
ar. Búin var til forsögn og viðmið um
skólastarf og bygging-
ar og allir skólarnir
metnir út frá þessum
viðmiðum.
Þessi vinna var
kynnt í öllum hverfum
borgarinnar á opnum
fundum vorið 1996.
Í kjölfarið var unnin
fimm ára áætlun um
einsetningu allra skóla
borgarinnar.
3. Strax haustið 1996
(eftir yfirfærsluna) var
sest niður með foreldr-
um, skólafólki og
fulltrúum ÍTR til að
móta 6–7 stunda vinnu-
dag nemenda.
Árið 2002
Það er einlæg sannfæring mín að
ársins 2002 verði minnst í skólasögu
Reykjavíkurborgar. Það er árið þeg-
ar búið var að einsetja alla skólana
og 50 þús fermetrar höfðu verið
byggðir í skólahúsnæði eða sem
samsvarar 10 ráðhúsum að stærð.
Það er árið þegar skóladagur
yngstu nemenda okkar er til kl. þrjú á
daginn foreldrum að kostnaðarlausu.
Reykjavíkurborg hefur bætt við um
klukkustundarhléi í hádeginu til þess
að nemendur okkar geti átt næðis-
stund með kennara, matast og leikið
sér úti.
Það er árið sem Reykjavíkurlist-
inn lengdi viðveru yngstu barnanna í
skólunum eftir að hefðbundnum
skóladegi lýkur og geta þau fengið
m.a. aðstoð við heimanám.
Það er árið sem nemendur eiga
kost á niðurgreiddri heitri máltíð í
skólunum, annað hvort úr mötuneyt-
iseldhúsi skólans eða aðkeyptum
mat.
Hlutverk stjórnmálamannsins er
að móta framtíðarsýn málaflokka og
hafa eftirlit með að henni sé fram-
fylgt. Það er því gleðilegt að geta
staðið upp úr stóli formanns fræðslu-
ráðs eftir átta annasöm ár og sjá og
skynja að verkið sem undirbúið var í
byrjun er að mestu í höfn. Skólamál-
in eru langstærsti málaflokkur borg-
arinnar og tekur þar af leiðandi mest
til sín af fjármagni.
Skólamál eru ótæmandi upp-
spretta auðlindar og þess vegna er
og verður ætíð hægt að gera meira
og betur í dag en í gær. Reykjavík-
urlistinn hefur sett metnað í þennan
málaflokk.
Það hefur verið alltaf verið ásetn-
ingur undirritaðrar að fara vel með
fé borgarbúa og samkvæmt endur-
skoðunarskýrslu borgarendurskoð-
enda borgarinnar eru fræðslumál
borgarinnar afar vel rekin einnig í
fjárhagslegu tilliti.
Uppskeruhátíð!
Sigrún
Magnúsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi Reykja-
víkurlistans og formaður fræðslu-
ráðs Reykjavíkur.
Reykjavík
Skólamál, segir
Sigrún Magnúsdóttir,
eru ótæmandi
uppspretta auðlindar.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
1, Ísafirði þriðjudaginn 21. maí 2002 kl. 14:00 á eftirfarandi
eignum:
Aðalstræti 25, Þingeyri, þingl. eig. Ásta Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi
Ísafjarðarbær.
Álfabyggð 4, Súðavík, þingl. eig. Halldór Rúnar Jónbjörnsson, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður.
Ehl. Gunnars K. Ásgeirssonar í skipinu Þokki ÍS-210, skrnr. 6248,
þingl. eig. Gunnar Kristinn Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Leifur Árna-
son hdl.
Fjarðargata 40, 2. hæð t.v., Þingeyri, þingl. eig. Aðalsteinn Einarsson,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Fjarðarstræti 4, íbúð 0301, Ísafirði, þingl. eig. Hulda Björk Liljudóttir,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Ísafjarðarbær og Kreditkort hf.
Góuholt 8, Ísafirði, þingl. eig. Arnar Kristjánsson, gerðarbeiðendur
Ingvar Helgason hf., Ísafjarðarbær og Lífeyrissjóður Vestfirðinga.
Hlíðarvegur 42, Ísafirði, þingl. eig. Rannveig Hestnes, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Sparisjóður Bolung-
arvíkur.
Kolfinnustaðir, Ísafirði, þingl. eig. Einar Halldórsson, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Mjallargata 1, J, 0304, Ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Ísafjarðar-
bæjar, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Pramminn Fjölvi, skskrnr. 2196, þingl. eig. Sjóverk ehf., Ísafirði, gerð-
arbeiðendur Byggðastofnun og Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Sundstræti 36, 0101, fiskmóttökuhús og ísframleiðsluhús, Ísafirði,
þingl. eig. Ljónið ehf., gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Lífeyrissjóð-
urinn Framsýn.
Túngata 1, ásamt öllum tilh. rekstrartækjum, Suðureyri, þingl. eig.
Timbur og íshús ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
16. maí 2002.
TIL LEIGU
Til leigu — laust strax
Skrifstofuhúsnæði í bláu húsunum við Suður-
landsbraut er laust til leigu strax.
Húsnæðið er alls 150 m², 3ja hæð 86 m² og ris
64 m².
Upplýsingar í síma 863 5512. Einnig má leggja
inn umsókn á auglýsingadeild Mbl., merkta:
"Húsnæði — 12305."
NAUÐUNGARSALA
Nauðungarsala
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu
1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 23. maí 2002, kl. 14.00,
á eftirtöldum eignum:
Skuggabjörg, Sveitarfél. Skagafirði, þingl. eign Sigríðar Jó-
hannsdóttur. Gerðarbeiðandi er Lífeyrissjóður Norðurlands.
Öldustígur 15, efri hæð, Sauðárkróki, þingl. eign Svavars Júlíusar
Garðarssonar. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
15. maí 2002.
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Ránarbraut,
Vík, sem hér segir á eftirfarandi eign:
Arnardrangur, sumarhús, Skaftárhreppi, þingl. eig. Ólafur Logi Jón-
asson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., fimmtudaginn
23. maí 2002 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Vík,
15. maí 2002.
Sigurður Gunnarsson.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Mánudagur 20. maí, annar í
hvítasunnu; Hestfjall og Gull-
foss að austanverðu.
Í lok ferðar verða heimsóttir Sól-
heimar í Grímsnesi þar sem heitt
kaffi og kökur verða á boðstól-
um (innifalið í fargjaldi). Verð
2.500/2.800 kr. Fararstjórar: Sig-
urður Kristjánsson og Leifur Þor-
steinsson. Brottför í báðar
ferðir kl. 10.30 frá BSÍ og
komið við í Mörkinni 6.
Enn eru nokkur sæti laus í sum-
arleyfisferð um Dali og
Strandir 28. og í ferð um Vatna-
leiðina 29. júní. www.fi.is, texta-
varp RUV bls. 619.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Miðbraut 11,
Búðardal, fimmtudaginn 23. maí kl. 14.00 á eftirfarandi eign-
um:
Ægisbraut 11, Búðardal, þingl. eig. Hansína B. Einarsdóttir, gerðar-
beiðendur Vesturbraut 20 ehf. og Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Sunnubraut 11, Búðardal, þingl. eig. Svavar Garðarsson, gerðarbeið-
andi sýslumaðurinn í Búðardal.
Sýslumaðurinn í Búðardal,
16. maí 2002.
Anna Birna Þráinsdóttir.
mbl.is
FASTEIGNIR
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Ryðfríar
Blómagrindur
y fríar
Blómagrindur
með hengi
Tilboðsverð
kr. 2.995
áður kr. 3,595
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
KLUKKUR
Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699
Stimpil
Vefsíða: www.oba.is