Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 46
UMRÆÐAN
46 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR kostnaður
við Þjóðmenningarhús
óx úr 300 milljónum
króna skv. áætlun í 400
milljónir króna í fram-
kvæmd, eða um 100
milljónir króna, átti
fréttamaðurinn Þór-
hallur Jósepsson viðtal
við forsætisráðherra í
„Spegli“ Ríkisútvarps-
ins, 7. desember 2001.
Orðrétt skv. „Ljós-
vakafréttum“.
„Því er haldið fram að
framkvæmdin hafi farið
framúr upp á 100 millj-
ónir sem er auðvitað
rangt því þá gleyma
menn að framreikna áætlunina sem
menn gera gagnvart verðlagi og þá
skakkar nú aðeins um 50 milljónum af
framkvæmd sem á endanum kostar
400 milljónir króna og þegar maður
skoðar hvar þessar skekkjur liggja þá
liggja þær í ákvörðun
um það sem hússtjórnin
tók og gat út af fyrir sig
tekið að það væri skyn-
samlegt að ljúka lóðar-
framkvæmdum við
þessa byggingu sem er
hér í hjarta borgarinn-
ar. Það voru 15 milljónir
króna. Þá standa eftir
um 20 milljónir króna.
Ef að tekið er tillit til
þess að vegna þess að
aðeins eitt tilboð barst í
útboðið sem var 10 %
hærra en áætlun gerði
ráð fyrir vegna þessar-
ar þenslu sem hér hefur
verið þá skakkar þetta
verk u.þ.b. 20% sem er 5% frá því sem
menn höfðu áætlað. Það er nú öll
þessi stóra sprengja sem menn eru að
tala um, það er 5% raunverulega,
skekkja sem erfitt er að skýra en það
er nú vani í svona áætlanagerð að
gera ráð fyrir því að framkvæmdir
geti gengið í báðar áttir upp á 5%.“
Spurning: Af hverju leitar Guð-
mundur Magnússon, framkvæmda-
stjóri Hússins, ekki til vinar síns og
lóss, forsætisráðherra, og biður hann
að reikna út stöðu fjármála sinna í
Húsinu? Honum yrði ekki skotaskuld
úr því að ná þeim niður í skekkju-
mörk, plús eða mínus 5%, eða lægra
ef hann legði sig fram.
Nú hefir Reiknimeistarinn náð sér
á strik svo um munar, og gert þá
menn að aðhlátursefni, sem voru að
fárast yfir ábyrgð fyrir deCode upp á
litlar tuttuguþúsundmilljónirkróna –
20.000.000.000.00, og reiknað út að
það taki Íslendinga enga stund að
eyða miklu hærri fjárhæðum í ESB,
ef til aðildar kæmi. Að vísu dregur ut-
anríkisráðherra þennan útreikning
mjög í efa, en hann er eins og aðalrit-
ari íslenzku ráðstjórnarinnar hefir
fullyrt haldinn „yfirgripsmikilli van-
þekkingu á Evrópumálum“. Ef þörf
gerist að finna fleiri haldgóðar við-
miðanir er hægurinn hjá að upplýsa
að Vatnsmýrarábyrgðin sé minni en
einn tíundi hluti þess sem kostar að
reka íslenzka þjóðfélagið árlega!
Af þessu mega menn sjá hvurslags
tittlingaskítur ábyrgð Mýrarmanna
er. Auk þess eru líkurnar á því að allt
fari á versta veg í Vatnsmýrinni innan
við 100%. Þetta hljóti allir töluglöggir
menn að sjá í hendi sér og láta af of-
sóknum á hendur væntanlega góðum
granna á Skildinganesi.
Aðalritarinn fyrir austan var á sín-
um tíma líka nokkuð góður í kalk-
úlasjónum – og arftakar hans; og tölu-
glöggir með afbrigðum. Þegar
ritarinn lá á líkbörunum birtust ítar-
legar fréttir af atburðum austur þar.
Var upplýst nákvæmlega hversu
margir hefðu gengið framhjá líkbör-
unum í fjórfaldri röð og á hvaða tíma.
Alvörulausir strákar á Gamla Garði
reiknuðu þá út, að til þess að þessi
framkvæmd mætti takast hefðu
syrgjendur þurft að fara framhjá lík-
inu á hraða sem svaraði til rúmlega 8
sekúndna á eitt hundrað metrum.
Mörgum góðum manni hefir reynzt
örðugt að sýna ritaranum á börunum
tilhlýðilega virðingu í þeim asa og íra-
fári.
Þetta er auðvitað rifjað upp af því
sem járntjaldið er fallið hvort sem er
og stórmenni búin að vera í Gúlaginu
eins og Solzénitsín á sinni tíð og því
leyfilegt að bregða undir sig betri
fætinum. Líka langar gamlan stærð-
fræðistúdent til að láta ljós sitt skína,
nú þegar byltingarkenndar aðferðir í
matematík sjá dagsins ljós hjá svo fá-
mennri þjóð á hjara veraldar.
Eitt sinn áttum við að vísu afburða
reiknimeistara, sem reiknaði tvíbura í
konu og annan svartan. Það var hinn
nafnfrægi Sólon Íslandus. Nú höfum
við loksins eignast nýjan ekki síðri;
prísað veri Almættið.
Reiknimeistarinn
Sverrir
Hermannsson
Tölur
Nú hefir Reiknimeist-
arinn, segir Sverrir
Hermannsson, náð sér á
strik svo um munar.
Höfundur er alþingismaður.
NÚ dregur senn að
því að Reykvíkingar
velji sér borgarstjóra til
næstu fjögurra ára og
það er mikilvægt að
vanda valið vel. Valið
stendur á milli tveggja
einstaklinga sem báðir
hafa starfað á opinber-
um vettvangi um árabil,
Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur og Björns
Bjarnasonar. Ingibjörg
hefur verið farsæll
borgarstjóri frá því að
hún tók við því embætti
fyrir átta árum. Hún
hefur ásamt félögum
sínum í Reykjavíkurlistanum breytt
ásýnd borgarinnar til hins betra,
byggt þar upp mannvænt samfélag
þar sem þarfir barna og fjölskyldna
eru í fyrirrúmi. Áður en Ingibjörg
Sólrún tók við völdum í borginni voru
þessi mál ekki í forgangi hjá borg-
aryfirvöldum og það er mikilvægt fyr-
ir okkur Reykvíkinga að líta aðeins til
baka áður en við greiðum atkvæði.
Leikskólar
og skólar
Sjálfstæðismenn reyna að draga
upp slæma mynd af leikskólamálum í
borginni og lofa bót og betrun ef þeir
komast til valda. En hver man ekki
eftir þeirri tíð þegar leikskólapláss
voru munaður sem aðeins tilteknum
hópum gafst kostur á og þá jafnvel að-
eins hálfan daginn? Á þeim tíma voru
sjálfstæðismenn við völd í borginni og
höfðu haldið þar um valdatauma nán-
ast óslitið í áratugi. Leikskólapláss
eru ekki lengur sérréttindi einstakra
hópa heldur hefur Reykjavíkurlistan-
um tekist að byggja upp víðtæka og
fjölbreytta þjónustu fyrir nánast öll
börn frá tveggja ára aldri, en á þessu
ári er staðan þannig að 93% barna
tveggja ára og eldri njóta niður-
greiddrar dagvistunar. Í uppbygg-
ingu leikskólanna hefur verið lögð
áhersla á að gefa kost á fjölbreytni og
með því að niðurgreiða plássin á þeim
leikskólum sem eru reknir af einkaað-
ilum á grundvelli sér-
stakrar uppeldisstefnu,
er skapaður raunveru-
legur rekstrargrund-
völlur fyrir þessa skóla
sem áttu mjög erfitt
uppdráttar í tíð sjálf-
stæðismanna í borginni.
En Reykjavíkurlistinn
tryggir um leið og kost-
ur er gefinn á fjöl-
breytninni, að slíkir
skólar séu ekki aðeins
fyrir fáa útvalda, heldur
raunverulegt val fyrir
alla sem vilja nota slíka
skóla.
Í tíð Ingibjargar Sól-
rúnar sem borgarstjóra
hefur grettistaki verið lyft í einsetn-
ingu grunnskólanna og uppbyggingu
þjónustunnar þar. Haustið 2002 verða
allir grunnskólar Reykjavíkur ein-
setnir, kennurum hefur fjölgað mikið
vegna bættrar þjónustu og sérstakt
átak hefur verið gert til að bæta tölvu-
kost nemenda. Þannig hefur grunn-
skólinn í borginni dafnað á meðan
framhaldsskólinn sem hefur verið
undir handarjaðri sjálfstæðismanna
drabbast niður og sama má segja um
Háskóla Íslands sem þjáist af fjár-
skorti.
Menning og mannlíf
Ingibjörg Sólrún hefur í sinni borg-
arstjóratíð byggt upp fjölbreytt
menningarlíf í borginni með tilkomu
Menningarnæturinnar, Vetrarhátíð-
ar og stuðningi borgarinnar við ým-
iskonar menningarlíf annað. Átak
hefur verið gert í umhverfismálum
borgarinnnar með hreinsum strand-
lengjunnar og nýjum göngu- og hjól-
reiðastígum um alla borg. Íþrótta-
mannvirki borgarinnar eru í hraðri
uppbyggingu og nú nýverið leit glæsi-
legt yfirbyggt knattspyrnuhús dags-
ins ljós í yngsta hluta borgarinnar
Grafarvogi. Á sama tíma starir Þjóð-
minjasafn Íslands tómum tóttum út í
borgina og endurbætur á Þjóðleik-
húsi og Þjóðmenningarhús eru vitn-
isburðir um spillingu og fyrirgreiðslu
sem margir trúðu að ekki væri lengur
til í okkar samfélagi. Þessi menning-
arhús hafa verið á ábyrgð Björns
Bjarnasonar og Sjálfstæðisflokksins
síðasta áratuginn og framgangan þar
er ekki til fyrirmyndar.
Ég vil sjá Ingibjörgu Sólrúnu
áfram sem borgarstjóra í Reykjavík
og ég hvet borgarbúa til að greiða
henni atkvæði sitt í komandi kosning-
um. Hún hefur sýnt að henni er
treystandi fyrir stjórn borgarinnar.
Ingibjörgu Sól-
rúnu áfram sem
borgarstjóra!
Bryndís
Hlöðversdóttir
Reykjavík
Ingibjörg Sólrún hefur
ásamt félögum sínum í
Reykjavíkurlistanum,
segir Bryndís Hlöðvers-
dóttir, breytt ásýnd
borgarinnar.
Höfundur er þingmaður
Reykvíkinga.
ATVINNA er ein af
grunnþörfum mannlífs.
Ástæða ört vaxandi
byggðar á höfuðborg-
arsvæðinu er fjöl-
breytt atvinnufram-
boð. Höfuðborg-
arsvæðið er eitt
atvinnusvæði en með
sérstöðu hvers sveitar-
félags.
Fjölgun atvinnu-
tækifæra
Áður fyrr voru fisk-
veiðar og fiskvinnsla
aðalatvinnuvegir í
Hafnarfirði en síðar
kom til raftækjaframleiðsla. Afar
miklar breytingar hafa orðið á til-
tölulega fáum árum. Þar ber hæst
tilkomu álversins í Straumsvík sem
hóf starfsemi sína árið 1967. Frá
upphafi hafa framkvæmdir verið
miklar í Straumsvík við byggingu
húsa og stækkun hafnarsvæðis.
Enn stendur fyrir dyrum meiri
stækkun þar sem framleiðsla fer í
460 þúsund tonn af áli á ári. Þessi
stækkun mun hafa í för með sér
fjölgun atvinnutækifæra við upp-
byggingu, starfrækslu og öflun raf-
orku, hvort sem hún kæmi frá fall-
vötnum eða háhitasvæði.
Hafnarfjarðarbær á
hluta í Hitaveitu Suð-
urnesja sem staðið
hefur fyrir tilrauna-
borunum á Trölla-
dyngjusvæðinu. Það
gæti því farið svo, að
raforka til framleiðslu
í væntanlegu stærra
álveri í Straumsvík,
kæmi úr næsta ná-
grenni verksmiðjunn-
ar.
Lóðaframboð
Bæjarsjóður Hafn-
arfjarðar er stærsti
vinnuveitandi í bæn-
um. Grunnskólakennarar eru þar
fjölmennasti hópurinn en næst-
stærsti vinnuveitandinn er Alcan í
Straumsvík.
Mikill fjöldi lítilla og meðalstórra
fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu
er einnig í Hafnarfirði. Öll eru þau í
samkeppni við önnur sams konar
fyrirtæki annars staðar á höfuð-
borgarsvæðinu. Hlutverk bæjar-
félagsins er að uppfylla eftirspurn
eftir lóðum sem henta hverri at-
vinnugrein og hverju fyrirtæki.
Þegar hús og hverfi eru fullbyggð
verður að sjá svo um að fyrirtæki
framfylgi settum reglum um um-
gengni. Bæjaryfirvöld þurfa að gera
gangskör að því að fá fyrirtæki til
samstarfs í þessum efnum.
Ég hvet forsvarsmenn fyrirtækja
í og utan Hafnarfjarðar að kynna
sér lóðaframboð í bænum. Ekki síst
þá sem stunda rekstur er tengist
höfninni og bendi á nýja uppfyllingu
og mjög góðar aðstæður í Suður-
höfninni. Þar er mikið framboð af
frábærum lóðum.
Skattlagning
Það er grundvallarskilyrði og
krafa þeirra sem stjórna fyrirtækj-
um í Hafnarfirði að þau séu ekki
skattlögð umfram það sem gerist í
nágrannasveitarfélögunum. Höfuð-
borgarsvæðið er allt eitt markaðs-
svæði. Þarf því að vera samræmi
milli sveitarfélaga á þessu svæði
hvað varðar lóðaleigu, fráveitu- og
vatnsgjöld og álagningu fasteigna-
skatts.
Hafnarfjörður, ört
vaxandi byggðarlag
Páll Pálsson
Hafnarfjörður
Ég hvet forsvarsmenn
fyrirtækja í og utan
Hafnarfjarðar, segir Páll
Pálsson, að kynna sér
lóðaframboð í bænum.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
skipar 10. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Hafnarfirði.
ÞRENNT hefur ein-
kennt kosningamál-
flutning Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík
sem myndar að mati
mínu eina rökvillu. Í
fyrsta lagi er mikið gert
úr svonefndri skulda-
söfnun borgarinnar og
eru þá lagðar saman
fjárfestingaskuldir fyr-
irtækja borgarinnar,
einkum Orkuveitu
Reykjavíkur, og skuldir
borgarsjóðs. Í því sam-
hengi er hvergi rætt um
eignastöðu borgarinn-
ar, hafa nettóeignir
borgarinnar minnkað eða aukist?.
Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn lofað að lækka álögur á Reyk-
víkinga, sem minnkar tekjur borgar-
innar. Í þriðja lagi hefur flokkurinn
lofað ýmsum aðgerðum og fram-
kvæmdum sem auka útgjöld borgar-
innar.
Hvernig þetta þrennt á að fara
saman, „stórskuldug borg“, og loforð
bæði um lækkun á tekjum borgar-
sjóðs og hækkun á gjöldum hans, er
mér og fleirum hulin
ráðgáta.
Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjavík leggur á
það áherslu að aðeins
rísi íbúðarbyggð á Geld-
inganesi og tengir það
andstöðu við landfyll-
ingu við vesturbæ
Reykjavíkur. Sjón-
varpsauglýsing hefur
verið birt þar sem stór
hluti Geldinganessins
er fluttur í einu lagi
vestur að Ánanaustum!
Þessi málflutningur er
aðeins lýðskrum. Land-
fylling í vesturbænum
og bygging Geldinganessins eru í
sjálfu sér ótengd mál; víða má fá jarð-
veg til uppfyllingar annars staðar en
á Geldinganesinu. Persónulega er ég
hlynntur landfyllingu við vesturbæ-
inn. Um byggð í Geldinganesi veit ég
það eitt að það þarf að stækka
Reykjavíkurhöfn og sennilegt er að
hluti Geldinganessins sé hentugur til
þess.
Sjálfstæðisflokkurinn telur það
vera nánast skýlausa en rofna hefð og
rétt sinn að hann einn sé við völd í
Reykjavík meðan andstæðingum þess
flokks finnst það mjög óheppilegt fyr-
ir valdadreifingu og lýðræði að sami
flokkur og ræður mestu um stjórn
ríkisins verði aftur nær einvaldur í
Reykjavík. Fyrir aðra en sanntrúaða
Sjálfstæðismenn sé ég engin málefna-
leg rök fyrir öðru en að endurkjósa
núverandi borgarstjóra í Reykjavík,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Styðjum Reykjavíkurlistann
og Ingibjörgu Sólrúnu
Gísli
Gunnarsson
Höfundur er sagnfræðiprófessor við
Háskóla Íslands.
Reykjavík
Fyrir aðra en sann-
trúaða Sjálfstæðismenn,
segir Gísli Gunnarsson,
sé ég engin málefnaleg
rök fyrir öðru en að end-
urkjósa núverandi borg-
arstjóra í Reykjavík.