Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 47 Álftaneshreyfingin er hreyfing þeirra fjöl- mörgu sem vilja efla og treysta sjálfstætt sveitarfélag í Bessa- staðahreppi. Hún hef- ur sett umhverfismál og bætt mannlíf efst á stefnuskrá sína. Í samræmi við þess- ar kröfur verða skipu- lagsmál í hreppnum til endurskoðunar, en á vettvangi þeirra ræðst hvort þær náttúru- perlur sem Álftanesið er svo ríkt af verði varðveittar fyrir kom- andi kynslóðir. Á sama hátt stendur Álftanes- hreyfingin fyrir þau mál sem oft eru kölluð mjúku málin. Hér er átt við málefni grunnskólans, leikskóla- mál, æskulýðsmál, menningarmál, þjónustu við aldraða og félags- og heilbrigðismál almennt. Í öllum þessum málaflokkum hefur Álfta- neshreyfingin sett fram metnaðar- fulla framtíðarsýn þar sem áhersla er lögð á innra starf og umbætur. Góðar undirtektir Það er ljóst af þeim undirtektum sem Álftaneshreyfingin hefur feng- ið í kosningabaráttunni að íbúar Bessastaðahrepps fagna tilkomu þessa nýja afls í sveitarstjórnar- málum. Hvarvetna þar sem mál hreppsins hafa verið til umræðu undanfarið hefur tillögum Álftanes- hreyfingarinnar verið vel tekið. Íbúarnir fagna líka þeirri samvinnu og samstöðu sem Álftaneshreyfing- in stendur fyrir. Strax í vetur þegar skoðana- könnun var haldin um val á fram- boðslista kom þessi áhugi fram. Þannig voru þátttakendur um 250 eða fleiri en í prófkjöri D-listans. Mikið fjölmenni var við opnun kosningamiðstöðvar Álftaneshreyf- ingarinnar í Eyvindarholti, en þar mættu á annað hundrað stuðnings- menn. Á fundi með foreldrum barna í Álftanesskóla um skólamál fögnuðu fundarmenn vönduðum og fagleg- um málflutningi fulltrúa Á-listans. Á þessum fundi varð hins vegar flestum ljóst að D-list- inn var á flótta frá eigin tillögum í mál- efnum unglingadeildar skólans. Þeir ætla að þrengja að núverandi skólastarfi og hafa ekki metnað til að undirbúa, eins og þarf, skólaumhverfi fyrir komu unglingadeildar- innar. Í síðustu viku boð- uðu svo konur innan Álftaneshreyfingarinn- ar til samkomu í Ey- vindarholti og þar mættu um 100 konur, m.a. fjölmargar konur nýfluttar í hreppinn. Sú gleði sem þar ríkti er merki um þann sterka vilja til að efla þessa nýju hreyf- ingu íbúanna. Þessir viðburðir sýna að Álfta- neshreyfingin hefur hljómgrunn meðal íbúa Bessastaðahrepps og opinberar að núverandi meirihluti er þreyttur og úr tengslum við fólkið. Ábyrg stefnuskrá gegn loforðaflaumi Álftaneshreyfingin hefur sent frá sér ábyrga stefnuskrá sem grund- vallast á þeim áherslum sem áður eru nefndar, umhverfi og mannlífi. Stefnuskráin er ábyrg og traust og laus við þann óábyrga loforðaflaum sem D-listinn setur fram. Þannig er ákveðið að stilla framkvæmdir að fjárhagsgetu og tvinna saman þarf- ir umhverfis og fólks. Skuldastefna D-listans hefur jafnframt verið gagnrýnd, en skuldir hafa á fjórum árum vaxið úr 150 milljónum í 600 miljónir. Þessi ábyrga stefnuskrá fór mjög fyrir brjóstið á frambjóðendum D- listans. Í kosningabaráttunni hafa þeir reynt að stimpla Álftanes- hreyfinguna sem afturhaldsafl andsnúið framkvæmdum. Þessi kosningaáróður hefur ekki bitið. Í örvæntingu sinni nú undir lok kosningabaráttunnar hefur D-list- inn snúið áróðri sínum við. Þannig segja þeir í nýútkomnum Grásteini að fyrirhugaðar framkvæmdir Álftaneshreyfingarinnar muni skuldsetja sveitarsjóð meira en áform D-listans. Bullað er með töl- ur og áætlanir út og suður þannig að hvað rekur sig á annars horn. Er frambjóðendum D-listans ekki lengur sjálfrátt? Þessi umskipti í áróðri þeirra ber vott um tauga- veiklun, enda brosir fólk í hreppn- um að þessum vandræðagangi. Kvíði við úrslitin í maí birtist líka í geðvonskuskrifum, t.d. í grein oddvita þeirra í Morgunblaðinu í síðustu viku, þar sem slengt er fram útslitnum frösum í stað þess að ræða málin af yfirvegun. Þessi umskipti í áróðri og vonskuskrif munu ekki bíta frekar en áróður þeirra áður. Álftaneshreyfingin stendur fyrir samstöðu íbúanna Álftaneshreyfingin er breiðfylk- ing fólks úr þremur flokkum og óflokksbundins fólks. Þetta fólk hefur fundið farveg fyrir hugsjónir sínar í málefnum Bessastaðahrepps innan Álftaneshreyfingarinnar. Álftaneshreyfingin er komin til að vera. Hún biður um umboð til að stjórna Bessastaðahreppi næstu fjögur árin og heitir íbúunum að leiða málefni hreppsins til fram- fara. Við frambjóðendur Álftanes- hreyfingarinnar hvetjum alla stuðningsmenn okkar til að vinna vel þá fáu daga sem eftir eru til kosninga. Allir þurfa að leggjast á eitt til að sigurinn verði okkar í maí. Gerum hugsjónir okkar um vistvænt og mannvænlegt samfélag í Bessastaðahreppi að veruleika í starfi og uppbyggingu. Setjum X fyrir framan Á. Íbúar Bessastaðahrepps taka undir með Álftaneshreyfingunni Sigurður Magnússon Bessastaðahreppur Þessir viðburðir sýna, segir Sigurður Magnússon, að Álfta- neshreyfingin hefur hljómgrunn meðal íbúa Bessastaðahrepps. Höfundur skipar efsta sæti Á-listans. Það er Verslun Kringlunni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 77 90 05 /2 00 2 islandssimi.is að gefa gott GJAFADAGAR Í KR INGLUNNI 16 . - 18 . MAÍ Frítt ADSL mótald Aztech ADSL PCI módem fylgir 12 mánaða áskrift. Mánaðargjald 256 kb/s frá 2.900 kr. Stofngjald 6.225 kr. Veldu pakka sem hentar 256 Kb/s 100 MB 2.900 512 Kb/s 100 MB 5.400 2,49 kr. fyrir hvert umfram MB 256 Kb/s 1GB 5.600 512 Kb/s 1GB 8.100 Frítt innanlands á kvöldin. 75% afsláttur á daginn. 20% afsláttur af erlendu niðurhali á kvöldin. Intnernet aðgangur innifalinn. fyrir bjarts‡na fiegar flig vantar sólgleraugu A B X /S ÍA 9 0 2 0 7 0 7 -1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.