Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 50
UMRÆÐAN 50 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í STARFI mínu sem borgarfulltrúi hef ég áþreifanlega orðið þess var að umferðar- öryggi er málaflokkur sem allir Reykvíking- ar láta sig varða og vaxandi fjöldi hefur áhyggjur af. Eftir því sem borgin stækkar og íbúum hennar fjölg- ar, eykst umferðin og hættur henni samfara. Reykvíkingar gera kröfu um að komast leiðar sinnar án tafa og mikillar hættu. Á þá ekki að skipta máli hvaða ferðamáta fólk velur sér, hvort það gengur, ekur, hjólar eða ferðast með strætis- vagni. Þetta eru einmitt markmið nýrrar umferðaröryggisáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir alla veg- farendur sem kynnt verður á næstu vikum og mánuðum. Leitað verður víðtæks samráðs við borgarbúa, fé- lög og fagaðila um útfærslu áætl- unarinnar og niðurröðun verkefna. Að því samráði loknu verður áætl- unin samþykkt og mun hún gilda frá 2002–2007. Nýja áætlunin mun hvíla á því starfi að umferðaröryggismálum sem fram hefur farið á vegum Reykjavíkurborgar síðustu tvo ára- tugi, ekki síst þeirri umferðarör- yggisáætlun sem gilti frá 1996– 2000. Til þess að framfylgja mark- miðum áætlunarinnar verður gripið til víðtækra aðgerða í því skyni að bæta umferðaröryggi og fækka slysum. Boðaðar eru ýmsar nýjung- ar í umferðaröryggismálum, bæði tækninýjungar og ný vinnubrögð og verður m.a. lögð áhersla á eft- irfarandi þætti:  Minnka hraða í íbúahverfum og beita götuhönnun til að draga úr hraða.  Auka öryggi gangandi vegfar- enda, m.a. með innleiðingu nýrrar tækni og hönnunar á borð við skynjaratengd gang- brautarljós, þrepuð gangbrautarljós og strangari eftirliti með akstri gegn rauðu gangbrautarljósi eða gegn gulu blikkandi gangbrautarljósi áður en gangandi eru komnir yfir.  Bæta hönnun göngu- og hjólreiða- stíga og fjölga reið- hjólaleiðum. Við hönn- un nýrra gatna og endurgerð gamalla, verði leitast við að leggja sérmerktar hjólreiðaleiðir milli götu og gangstéttar.  Skilgreina öruggar gönguleið- ir barna í skóla og að fjölförnum biðstöðvum strætisvagna og milli stórra sambýla eldri borgara.  Bæta ferðamöguleika fatlaðra og fylgja fast eftir reglum um bíla- stæði þeirra. Sérstök áhersla á öryggi barna Mikil áhersla verður lögð á börn og aðra „óvarða“ vegfarendur í um- ferðinni þar sem komið hefur í ljós að um 20% þeirra, sem látast í um- ferðarslysum hérlendis, eru börn og ungmenni undir 17 ára aldri, en á hinum Norðurlöndunum er hlut- fallið mun lægra, eða 10%. Grípa verður til sérstakra aðgerða í þessu skyni og lagt er til að ráðist verði í sérstakar rannsóknir á orsökum slysa gagnvart börnum og ung- mennum. Með umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur fyrir árin 1996–2000 voru sett fram ákveðin markmið um 20% fækkun slysa á tímabilinu. Þessi markmið náðust og gott betur en rétt er að hafa í huga við mat á árangri að miklar sveiflur geta ver- ið í fjölda slysa á milli ára en árið 1996 var metár í fjölda slysa. Sé gerður samanburður milli áranna 1996 og 2000 kemur í ljós að minni háttar slysum í Reykjavík fækkaði um tæplega 30% á tímabilinu en al- varlegum slysum og dauðaslysum fækkaði um 35%. Í umferðaröryggisáætluninni 2002–2007 eru eftirfarandi mark- mið sett til viðbótar:  Stefnt er að því að fækka al- varlegum slysum og dauðaslysum um 50% á fimmtán ára tímabili, 1992–2007. Miðað verður við með- altal áranna 2005 til 2007 og það borið saman við upphaf síðustu áætlunar en þá var miðað við með- altal áranna 1992–96. Stefnt er að því að ná fram fækkun úr 72 í 36 al- varleg slys eða dauðaslys á ári.  Stefnt er að því að fækka minni háttar slysum um 50% að meðaltali árin 2005–07, samanborið við árið 1996. Um er að ræða fækk- un úr 525 í 262 minni háttar slys á ári.  Sérstök áhersla verður lögð á að auka umferðaröryggi barna og ungmenna og stefnt er að því að fækka slysum á þeim um meira en 50% frá 1992–2007. Ný umferðaröryggis- áætlun fyrir Reykjavík Kjartan Magnússon Reykjavík Samkvæmt nýrri um- ferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík, segir Kjartan Magnússon, verður gripið til víðtækra aðgerða í því skyni að auka um- ferðaröryggi og fækka slysum. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður starfshóps um umferðarör- yggisáætlun fyrir Reykjavík. ÞAÐ var sam- kvæmt venju undan- genginna ára að rík- isstjórnin henti fyrir þing og þjóð umdeild- um þingmálum dag- ana fyrir þinglok sem ekki virðast þola mikla umræðu eða rannsókn þar til bærra aðila. Aumkun- arverðir eru margir stjórnarþingmennirn- ir sem koma fram fyr- ir fjölmiðla eins og lú- barðir hundar og bögglast við að skýra ráðherrahollustu sína sem oftar en ekki er þvert á stefnu ríkisstjórnarflokk- anna og landsfundarsamþykktir mega fara fjandans til. Stjórnar- andstaðan lætur hins vegar vaða á súðum svona rétt í takt við mis- ábyrga þjóðfélagsumræðu. Nú við þingfrestun var sam- þykktur sérstakur byggðastyrkur til höfuðborgarsvæðisins þ.e. 20.000 milljóna króna ríkisábyrgð til handa deCode. Einnig var sam- þykkt veiðigjald/sérskattur á sjáv- arútveginn uppá 2.000 milljónir króna sem árleg greiðsla til rík- issjóðs frá þeirri atvinnugrein. Á móti kemur að vísu niðurfelling á veiðigjaldi og þróunarsjóðsgjaldi upp á 1.000 milljónir sem útveg- urinn hefur greitt til þessa og er mér ekki kunnugt um að ábyrgar útgerðir hafi blandað þessu gjaldi inn í skiptakjör fram að þessu. En illa þekki ég til ef sjómenn fá ekki af fullum þunga að taka þátt í auð- lindagjaldinu eins og aðrir þeir sem njóta tekna úr auðlindinni með beinum hætti. Þetta kalla menn svo sátt um sjávarútveg. En áður en frá þeirri hrákasmíð var gengið um sértækar ráðstaf- anir í atvinnulífinu, annars vegar deCode og hins vegar aukaskatt á sjómenn og útvegsmenn, var gefin út reglugerð nr. 283 sem kvað á um sértækt úthlutað aflamark til handa útgerðum krókaaflamarks- báta. Það virðist orðinn fastur lið- ur sjávarútvegsráðherra að löðr- unga útgerðarmenn og sjómenn er þessum bátum róa og sparka um leið í þau byggðarlög sem allt eiga undir því að þeir geti róið og hald- ið uppi því atvinnustigi sem þeir geta og hafa gert undanfarin ár. Úthlutun þessi virðist vera svar stjórnvalda við herför Landssam- bands smábátaeigenda (LS) á síð- astliðnu ári gegn því að smábáta- flotinn yrði kvótasettur í öllum fisktegundum, þrátt fyrir áralangt samkomulag um annað. Segjast stjórnvöld byggja afstöðu sína á svonefndum Valdimarsdómi og neita algjörlega að líta á nein önn- ur rök, hvernig sem reynt hefur verið að fá þau til viðræðna um þessi mál. En koma tímar og koma ráð! Eins og áður sagði var LS í mikilli herför á síðastliðnu ári þar sem málið var kynnt eftir bestu getu og ekki vantaði áhuga fólks á fundarefninu, enda þekking flestra næg til skilnings hvað það þýddi ef ekki yrði úr bætt. Sem sagt, atvinna að minnka verulega, fyrst á sjónum og síð- an í verslun og þjón- ustu af öllum toga, húsnæði yrði endan- lega óseljanlegt sem þegar var verðfallið um meira en 2/3 af kostnaðarverði. Þar með var ævisparnaður þeirra sem byggðu á 8. og 9. áratugnum rokinn út í veður og vind vegna efnahags- stefnu stjórnvalda. Þetta var sá tónn sem við fengum að heyra hjá hinum almenna íbúa vítt og breitt um landið og er m.a. bundið eignum sínum og kemst hvergi. Fundaherferð þessari lauk með sameiginlegum fundi á Ísafirði sem boðaður var af smábátafélög- um á Vestfjörðum, bæjar- og sveit- arstjórnum, sparisjóðum Vest- fjarða auk fjölda fyrirtækja er láta sig málefni byggðarlaganna varða. Einnig voru þar þingmenn sam- ankomnir ásamt sjávarútvegsráð- herra sem kom þar við í stutta stund. Fund þennan sóttu yfir 800 manns vítt og breitt frá Vestfjörð- um. Fyrir og eftir fundinn bárust yf- irlýsingar úr ótrúlegustu áttum um stuðning við þær byggðir sem allt sitt eiga undir því að útgerð þessara báta geti gengið. Ekki þótti okkur síst fengur í að fá styrkan stuðning frá sveitarstjórn- armönnum og bæjarstjórum víða að af landinu sem og forystumönn- um launþegasamtakanna. En því miður kom allt fyrir ekki. Það var eins og allir hefðu gleymt málefn- inu við fundarlok. Í það minnsta höfum við í LS ekki orðið varir við eftirfylgni af hálfu sveitarstjórn- armanna eða annarra sem létu sig málið varða á sínum tíma. Það er þó meir en vert að þakka þeim sem studdu okkur með beinum hætti í baráttunni á meðan hún stóð yfir. Allar götur síðan hefur LS unnið að því að finna leið til þess hvernig hægt væri að lenda þessu máli með almennum hætti þannig að allir geti sæmilega við unað – þ.e.a.s. sjómaðurinn, út- gerðarmaðurinn og sveitarfélagið. Það var smábátafélagið Elding sem kom fram með þá tillögu að 20% aukaálag kæmi á landaðan afla dagróðrabáta er veiddu með línu. Var tillaga þessi hugsuð fyrir stór skip og smá og myndi eflaust hafa það í för með sér að efla til muna dagróðralínuútgerð þar sem styst er til miða. Er skemmst frá því að segja að þessari tillögu var mjög vel tekið og um tíma mátti ætla að hún yrði notuð sem lausn á þeim vanda sem skapaðist með sértækum aðgerð- um. En því miður fór á annan veg sem oft áður. Hráskinnsleikurinn varð fyrir valinu og við liggur að blessaðir þingmennirnir verði að spyrja fyrst – hvaða bát átt þú vin- ur minn – til þess að átta sig á hvort hann eigi að láta viðmæland- ann þakka sér sérstaklega fyrir greiðann eða vera mærðin upp- máluð þar sem hann segist hvergi hafa komið nærri, samvisku sinnar vegna. En bætir svo gjarnan við að enn séu óafgreidd 1.500 tonn í pottinum – það getur verið að þú fáir eitthvað af því, fari kosning- arnar þannig að okkur líki, vinur. Og bætir enn við – þú kyssir nú á vöndinn fyrir mig í þetta sinn, þó það sé vont. En það venst. Ætlar þú að kyssa á vöndinn? Hjörleifur Guðmundsson Höfundur er trillukarl á Patreksfirði. Útvegur Það virðist orðinn fastur liður sjávarútvegsráð- herra, segir Hjörleifur Guðmundsson, að löðrunga útgerðarmenn og sjómenn er þessum bátum róa. Í LÝÐRÆÐISRÍKI eiga stjórnmál fyrst og fremst að snúast um traust. Fulltrúa- lýðræðið byggist á að kjósendur eru í raun í hlutverki vinnuveit- andans. Þeir ráða til sín starfsmenn, hina kjörnu fulltrúa, til að greiða úr málum og taka ýmsar stórar og smáar ákvarðanir sem ekki eru tök á að bera undir kjósendur í hvert sinn. Höfuðat- riði við kosningar, eins og aðrar mannaráðn- ingar, er að geta treyst þeim sem ráðnir eru til starfa. Í ljósi þessa væri eðlilegast að kjósendur velji milli einstaklinga en ekki milli flokka eða valda- blokka. D- og R-listi eru dæmigerð- ar valdablokkir og sérhæfðar sem slíkar en eru síður búnar til stefnu- mörkunar og hagsmunagæslu fyrir borgarbúa. Valdablokkirnar hafa í för með sér lýðræðishalla sem ástæðulaust er að sætta sig við. Þær setja bæði kjósendur og fram- bjóðendur í óþarfa spennitreyju og grugga um of hina pólitísku um- ræðu. Réttur maður í oddastöðu Í kosningunum 25. maí nk. gefst Reykvíkingum tækifæri á að hrófla við valdablokkunum, opna nýja glugga og hreinsa þannig andrúms- loftið í borgarstjórn Reykjavíkur. Efsti maður á F-lista frjálslyndra og óháðra, Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi og heimilislæknir, er samkvæmt skoðana- könnunum hársbreidd frá því að ná kjöri. Fari svo að Ólafur nái inn er jafnvel líklegt að staðan inni í borg- arstjórn að loknum kosningum verði 7:1:7. Það væri óneitanlega ný staða sem felur í sér bæði möguleika og hættur. Undirritaður er sannfærður um að möguleikarnir í slíkri stöðu yfirgnæfi hætt- urnar, enda veldur þar hver á heldur. Allar líkur eru á að nýtt líf færist í borgarpólitíkina í þannig stöðu og mjög dragi úr hinu ófrjóa karpi blokkanna tveggja um keisarans skegg. Réttur maður í slíkri oddastöðu gæti leitt fylking- arnar saman og leyst úr læðingi áð- ur óþekkta krafta í borgarstjórn. Fáum, ef nokkrum stjórnmála- mönnum, er eins vel treystandi til að höndla stöðu af þessu tagi og Ólafi F. Magnússyni. Borgarbúar þekkja Ólaf sem stjórnmálamann- inn sem bauð Golíat íslenskra stjórnmála, Sjálfstæðisflokknum, byrginn. Ólafur er þekktur af hreinlyndi og heiðarleika, eiginleik- um sem of lítið mega sín í stjórn- málum almennt. Undirritaður hef- ur kynnst allmörgum leiðtogum og leiðtogaefnum í íslenskum stjórn- málum á síðasta áratug. Þar eru víða fjölþættir mannkostir á ferð en of mikið fer fyrir slægð og valda- græðgi. Þar er Ólafur F. Magn- ússon ánægjuleg undantekning. Rækt við umhverfismálin Landsmenn allir kynntust stað- festu Ólafs þegar hann fór fyrir Umhverfisvinum, samtökum sem náðu að koma í veg fyrir virkjana- framkvæmdir við Eyjabakka. Ólaf- ur F. Magnússon er sá eini af lík- legum borgarfulltrúum sem hefur lagt rækt við umhverfismálin. Bar- átta Ólafs gegn virkjun við Kára- hnúka er til marks um einarðan áhuga hans á umhverfismálum og því að vel sé með fé skattgreiðenda farið. Borgarbúar hafa nú í reynd einstakt tækifæri til að fá upp óvenju gæfulega stöðu í borgar- stjórn þar sem stjórnmálamaður sem þekktur er af heilindum myndi gegna lykilstöðu. Örlítið vantar upp á að sú staða geti komið upp sé tek- ið mið af skoðanakönnunum. Kjós- endur, látum ekki tækifærið úr greipum ganga, kjósum F-listann og Ólaf F. Magnússon til áhrifa! Ólafur F. er traustsins verður Björn Guðbrandur Jónsson Reykjavík Ólafur er þekktur af hreinlyndi og heiðarleika, segir Björn Guðbrandur Jónsson, eiginleikum sem of lítið mega sín í stjórnmálum almennt. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 5. sæti F-listans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.