Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 51
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 51
Reykjavík
í fyrsta sæti
Kynntu flér málin og sko›a›u myndbandi›
um Geldinganes á www.reykjavik2002.is
GARÐMENN eins
og aðrir landsmenn
ganga að kjörborðinu
laugardaginn 25. maí
nk. og velja sér fulltrúa
til að sitja í næstu
sveitarstjórn. Í boði
eru þrír listar skipaðir
fólki sem örugglega
vill vinna sínu sveitar-
félagi sem best það
getur. Skiptir þá
nokkru máli hvað er
kosið? Jú, kosningarn-
ar snúast um það,
hvort Garðmenn vilji
áfram hafa þann meiri-
hluta, sem stjórnað
hefur síðustu árin eða
breyta til.
Ég hef gegnt starfi sveitarstjóra
hér í Garði í tæp 12 ár eða frá árinu
1990. Á þessum árum hefur verið
mikill uppgangstími hvað varðar
margsvíslegar framfarir og umbæt-
ur í samfélaginu. Á þessum tíma
hefur íbúum fjölgað um 12,38%, sem
er næst mesta fjölgun sveitarfélaga
á Suðurnesjum í prósentum talið.
Íbúar nú eru orðnir rúmlega 1.200.
Íþróttamiðstöð af fullkomnustu
gerð hefur verið byggð, Gerðaskóli
hefur verið stækkaður, nýr leikskóli
byggður, byggðasafn sett á stofn,
átak gert í umhverfismálum, lóðir
gerðar byggingarhæfar og átak gert
í vatnsveitumálum, svo eitthvað sé
nefnt.
Atvinnuástand hefur verið og er
gott. Er það ekki síst að þakka að
það eru heimamenn, sem eiga og
reka fyrirtækin og hafa metnað fyr-
ir sínu sveitarfélagi.
Framundan eru miklir fram-
kvæmdatímar. Stór-
átak í gatnagerð og
lagningu gangstétta er
að hefjast, bygging
íbúða aldraðra hefur
verið ákveðin, stækka
á leikskólann og
byggja enn frekar við
grunnskólann.
Staða sveitarfé-
lagsins er sterk og
framtíðin getur verið
björt ef rétt er á hald-
ið.
Kjósendur þurfa nú
að velta því fyrir sér
hvað hagstæðast er
fyrir Garðinn. Vilja
kjósendur í Garði
halda áfram á sömu framfarabraut
og verið hefur og treysta núverandi
meirihluta F-listans til áframhald-
andi forystu og að undirritaður verði
áfram sveitarstjóri? Þessari spurn-
ingu svara kjósendur á kjördag.
Ég trúi því að Garðmenn kunni að
meta okkar störf og setji x við F á
kjördag. Um þetta snúast kosning-
arnar í Garði.
Um hvað
er kosið í
Garðinum?
Sigurður
Jónsson
Höfundur er sveitarstjóri í Garði.
Garður
Staða sveitarfélagsins
er sterk og framtíðin
getur verið björt, segir
Sigurður Jónsson, ef
rétt er á haldið.
ÉG spyr þig strax,
ágæti kjósandi, eru at-
kvæði árið 2002 föl fyrir
auglýsingar frá hæst-
bjóðanda? Er lýðræði
hugsanlega falt sé borið
á það fé í hamslausum
fjáraustri, rangfærslum
og áróðri? Þessu svarar
þú sem kjósandi í
Reykjavík næstu daga.
Björn Bjarnason leið-
togi minnihluta borgar-
stjórnar var kallaður
fram af ungum Heim-
dellingum og skírður til
framboðs í gestaboði
Hannesar eftir árs
hráskinnaleik stuðn-
ingsmanna í eigin flokki. Kraftmikl-
um einstaklingum sem vildu leggja
allt sitt undir var hrint úr vegi eins og
Eyþóri Arnalds, Júlíusi Vífli og Ingu
Jónu. Leiðtoginn mikli, Björn, fer
mikinn þessa dagana. Meðal þess
sem Björn ranghermir ítrekað í ræð-
um og sjónvarpi er að „sjálfstæðis-
menn fari betur með opinbert fé en
aðrir“ og að hann sem leiðtogi „láti
verkin tala“. Stundum er treyst á
skammt minni kjósenda, lítið með
mér á örfá dæmi:
Þjóðleikhús, endur-
bætur fóru margfalt
fram úr áætlunum svo
menn setti hljóða.
Byggingarnefnd hélt
áfram störfum eins og
þekkt er í mörg ár eftir
verklok án skipunar-
bréfs og útdeildi fé og
verkefnum eftirlitslaust
(ábyrgð: menntamála-
ráðherra).
Þjóðminjasafn, verð-
ur lokað tveim árum
lengur og margfaldur
kostnaður nú þegar
vegna endurbóta, eng-
inn treystir sér til að
segja hver kostnaðurinn verður
(ábyrgðarleysi: menntamálaráð-
herra).
Þjóðmenningarhús, endurbætur
fóru hundrað milljónir umfram áætl-
un, eftir það tók forstöðumaður við að
aka fram úr heimildum (ábyrgðar-
leysi: forsætisráðherra).
Landssíminn, húseignir við Aust-
urvöll seldar og endurleigðar af kaup-
anda til nokkura ára þannig að kaup-
andi er eftir örfá ár búinn að fá
mestan hluta kaupverðsins til baka
frá Landssímanum sem tryggar
leigutekjur (ábyrgðarleysi: sam-
gönguráðherra).
Landssíminn, forstjóri rekinn með
30 milljónir sem nesti, nýr ráðinn sem
verktaki fyrir 1,5 millj. mánaðarlaun,
stjórnarformaður hafður á milljóna
verktakalaunum, nýrri stjórn úthlut-
að óumbeðið margföldum fyrri
stjórnarlaunum, þeim hæstu sem
þekkjast á almennum markaði
(ábyrgðarleysi: samgönguráðherra).
Skrifstofur Alþingis, leigð ný
margra hæða húseign við Austur-
stræti, breytingar og innréttingar á
nýju leiguhúsnæði kostuðu hundruð
milljóna, eða sem nam því að byggt
hefði verið nýtt hús, en féð var í þess
stað sett í innréttingar leiguhúsnæðis
(ábyrgðarleysi: forseti Alþingis og
fyrrv. ráðherra).
Landsvirkjun, á þriðja milljarð
eytt í rannsóknir, mannvirki og jarð-
vegsfærslur vegna Kárahnjúka.
Skyndilega kemur í ljós að á bakvið
nokkurra milljarða kostnað stendur
ekki neinn samningur né skuldbind-
ing þegar eini sérfræðiaðilinn í ál-
rekstri hleypur af velli (ábyrgðar-
leysi: fyrrv. varaformaður
Sjálfstæðisflokksins).
Auðn og fjötrar blasa við heilum
landshlutum og þjóðþekktum útgerð-
arbæjum þar sem fiskurinn syndir
nánast við bryggjusporðana eftir ára-
langa rangsælisstefnu í veiðiréttar-
málum í landinu (ábyrgðarleysi: sjáv-
arútvegsráðherra).
Gengisfall um tugi prósentna og
gengisris á einu ári án þess að neinar
haldbærar skýringar komi fram á
ótrúlegu peningarhruni og sveiflum á
velmektartímum (skýringarleysi:
fjármálaráðherra/forsætisráðherra).
Í þessari ríkisstjórn „fés án hirðis“
var Björn Bjarnason ráðherra með
fulla ábyrgð! Manst þú, Björn? Manst
þú t.d. loforð og bumbuslátt Björns
leiðtoga um „menningarhús“ um allt
land sem dreifa átti sem menningar-
legum ostbitum í stærstu héruð? Get-
ur þú bent á þau nú, jafnvel bara eitt?
Eða er þetta eitt af mörgu í líki lof-
orðalista Björns leiðtoga D-dánu-
manna, loforðakostnaður upp á 10-15
milljarða úr vösum okkar Reykvík-
inga í enn fleiri vanreiknuð loforð.
Björnsmenn níða niður fyrirtæki,
fjárfestingar og miðborgina og sjá
skrattann á hverju götuhorni í okkar
fallegu, friðsælu höfuðborg, Reykja-
vík. Stefna þeirra í skipulagsmálum,
flugvelli og framtíðarhöfn er engin,
aðeins loðin svör og gamaldags glott.
Nei! Við kjósendur getum ekki látið
reka ósannindin um góða og hagsýna
sjálfstæðismanninn öfug ofan í okkur,
jafnvel þótt Björnsmenn vilji borga
okkur fyrir að koma þeim til valda.
Loforðalistinn var kynntur í blöðrum
skrýddri Valhöll, við kjósendur vitum
hve lengi loftið varir í uppblásnum
blöðrum, treystum ekki vindinum,
hann líður hjá. Atkvæðin í Reykjavík
eru ekki til sölu fyrir áróður, vertu því
ákveðinn, kjósum R fyrir Reykjavík,
hvað annað!
Atkvæði til sölu?
Pálmi
Pálmason
Reykjavík
Eru atkvæði árið 2002,
spyr Pálmi Pálmason,
föl fyrir auglýsingar frá
hæstbjóðanda?
Höfundur er stuðningsmaður R-lista
og starfar sem markaðsstjóri.