Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 52
UMRÆÐAN
52 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALFREÐ Þor-
steinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitu
Reykjavíkur, ritar
grein í Morgunblaðið
miðvikudaginn 15. maí
sl. þar sem hann vitnar
í skýrar yfirlýsingar
mínar um þau áform
Sjálfstæðisflokksins að
selja Orkuveitu
Reykjavíkur. En Al-
freð heldur áfram og
segir: „En það eru fleiri
en Ólafur F. Magnús-
son úr herbúðum Sjálf-
stæðisflokksins, sem
lýst hafa yfir áhuga á
sölu á veitufyrirtækj-
um borgarinnar.“ Ekki er hægt að
skilja þessi orð öðruvísi en að Alfreð
haldi því fram að ég sé fylgismaður
þeirrar einkavinavæðingar sem
Björn Bjarnason og félagar hans í
forystuliði Sjálfstæðisflokksins hafa
staðið fyrir. Því fer víðs fjarri að svo
sé og ég hlýt að mótmæla þessum
orðum Alfreðs harðlega.
Sama dag og grein Alfreðs birtist í
Morgunblaðinu skrifaði ég grein í
blaðið undir heitinu „Sjálfstæðis-
flokkurinn vill einkavæða Orkuveit-
una“. Þar er nákvæm-
lega gerð grein fyrir
því hvernig ég hef án
árangurs barist gegn
bylgju harðrar ný-
frjálshyggju og þar á
meðal áformum um að
selja Orkuveitu
Reykjavíkur innan
borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins
þar til ég sagði mig úr
Sjálfstæðisflokknum
20. desember sl.
En á sama hátt og ég
tel áform um einkavæð-
ingu Orkuveitu
Reykjavíkur hættuleg
fyrir Reykvíkinga og
hagsmuni þeirra gagnrýni ég afleita
meðferð fjármuna Orkuveitunnar
hjá R-listanum. Þar á bæ eru fjár-
munir þessarar dýrmætu sameignar
okkar notaðir í pólitísk gæluverkefni
á borð við línu.net og í rándýrar
byggingarframkvæmdir. Þessu til
viðbótar hefur stjórnarformaður
Orkuveitunnar lýst yfir áhuga sínum
á að fyrirtækið fjármagni ýmis verk-
efni sem eru með öllu óskyld starf-
semi og tilgangi Orkuveitunnar.
Þetta sukk R-listans með fjármuni
Orkuveitunnar hefur leitt til gífur-
legrar skuldaaukningar fyrirtækis-
ins og langt umfram það sem arð-
bærar fjárfestingar á Nesjavöllum
geta skýrt. F-listinn vill stöðva þessa
óráðsíu R-listans með fjármuni
Orkuveitunnar en minnir jafnframt á
hin hættulegu einkavæðingaráform
D-listans.
Orkuveitu Reykjavíkur má líkja
við góða mjólkurkú fyrir Reykvík-
inga, því hún skapar mikinn auð fyrir
borgarbúa og útvegar þeim vatn og
orku á viðráðanlegu verði. Góður
bóndi fer hvorki illa með bestu
mjólkurkúna sína eins og R-listinn
gerir né selur hana eins og D-listinn
vill gera. Hann fer vel með bestu
kúna og tryggir fjölskyldu sinni betri
lífskjör með sölu á afurðum frá
henni. Þannig hyggst F-listinn
standa að verki varðandi Orkuveit-
una og sýna ráðdeildarsemi og
ábyrgð með fjármuni borgarbúa.
Margt bendir nú til að F-listinn
geti náð inn manni í borgarstjórn
Reykjavíkur og veitt spilltum og
valdþreyttum fylkingum R-lista og
D-lista nauðsynlegt aðhald við stjórn
fjármála og fyrirtækja borgarinnar.
Borgarbúar verða að nýta þetta
tækifæri til að hleypa inn óspilltu og
fersku afli í stjórn borgarinnar. Það
er í þágu almannahagsmuna að F-
listinn komi þar að málum.
Ólafur F.
Magnússon
Höfundur er læknir og borg-
arfulltrúi. Hann skipar 1. sæti
F-listans í Reykjavík.
Reykjavík
F-listinn vill stöðva
óráðsíu R-listans með
fjármuni Orkuveit-
unnar, segir Ólafur F.
Magnússon, en minnir
jafnframt á hin hættu-
legu einkavæðing-
aráform D-listans.
Rangfærslur Alfreðs
um Orkuveituna
R-LISTINN hefur
sýnt af sér ótrúlegt
ábyrgðar- og getuleysi
í skipulagsmálum
borgarinnar. Alvarleg-
ust eru skipulagsmis-
tök og aðgerðarleysi í
skipulagningu nýrra
íbúða- og atvinnu-
hverfa. Á átta ára
valdatíma R- listans í
Reykjavík hefur hann
aðeins deiliskipulagt
eitt svæði í Grafarholti
undir íbúðabyggð og
selt lóðir úr hluta
þess, aðallega á upp-
boði. Einstaklingar og
byggingafyrirtæki,
sem vilja byggja sér íbúðar- og at-
vinnuhúsnæði í Reykjavík og fá
ekki lóðir leita til annarra sveitar-
félaga eða neyðast til að kaupa lóð-
ir í borginni á uppsprengdu verði.
Úthlutun lóða dregst saman
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór
með meirihluta í borginni 1982–
1994 var úthlutað lóðum undir rúm-
lega 5.700 íbúðir eða um 440 íbúð-
um árlega. Í valdatíð R-listans hef-
ur verið úthlutað og seldur
byggingaréttur fyrir rúmlega 2.600
íbúðir eða u.þ.b. 325 íbúðir árlega.
Þrátt fyrir verulega fólksfjölgun í
Reykjavík á undanförnum 20 árum,
eða um 26 þúsund íbúa frá árinu
1982, minnkar framboð lóða um-
talsvert á þeim árum sem R-listinn
hefur stýrt málum í höfuðborginni.
Lóðaskortur og
lóðauppboð
Ástæða fyrir því að
lóðaverð hefur hækk-
að um 140% í Reykja-
vík, er að stærstum
hluta vegna þess að í
borginni ríkir lóða-
skortur og ennfremur
að R-listinn ákvað að
setja nær allar lóðir í
Grafarholti á uppboð.
Vegna lóðaskortsins
seldust lóðirnar á
óheyrilega háu verði
sem leiddi til þess að
meðalstór 2ja her-
bergja íbúð í fjölbýlis-
húsi hækkaði um 30–40% eða u.þ.b.
tvær milljónir.
Úrræða- og stefnuleysi
Þessi stefna hefur leitt til þess
að langflestir einstaklingar sem
sækja um lóð í Reykjavík fá neitun.
Það sama gildir um fyrirtæki sem
sækja um íbúða- og atvinnulóðir.
Úrræða- og stefnuleysi í skipulags-
málum einkennir störf R-listans í
dag. Nákvæmlega sama staða var
staðreynd í þessum málaflokki hjá
vinstri flokkunum í Reykjavík
1978–1982 þegar þeir höfðu meiri-
hluta í borginni en vegna lóða-
skorts á þeim tíma var sett á fót
svokallað punktakerfi, sem ól af sér
ranglæti í lóðaúthlutun og stórfellt
brask með íbúðalóðir.
Afleiðingar þessa ástands eru
hrikalegar. Ferlið er eftirfarandi:
Lóðaskortur, lóðir settar á uppboð,
lóðaverð hækkar, byggingarkostn-
aður hækkar, íbúðaverð hækkar,
fasteignamat hækkar og fasteigna-
skattur, holræsagjald og eigna-
skattur, sem reiknast ákveðin pró-
senta af fasteignamati húss og
lóðar, hækka. Hærra fasteignamat
hækkar nettóeign margra og getur
leitt til þess að réttur húseigenda
til ýmissa félagslegra bóta minnkar
eða fellur niður
Ég er þess fullviss að þúsundir
Reykvíkinga hafa að undanförnu
áttað sig vel á þessari óheillaþróun.
Fasteignaskattar og eignaskattar
hafa hækkað ótæpilega og samtím-
is hækkun á nýju húsnæði hefur
eldra íbúða- og atvinnuhúsnæði
hækkað sambærilega. Afleiðingin
er sú að ungt fólk, sem er að kaupa
sína fyrstu íbúð þarf nú að greiða
fyrir hana þremur til fjórum millj-
ónum meira en fyrir þremur árum.
Stór hópur ungs fólks, sem er að
festa sér húsnæði í fyrsta sinn,
neyðist því til að skuldsetja sig
langt umfram það sem eðlilegt má
teljast. Þessi alvarlega staða hefur
örugglega leitt til þess að margt
ungt fólk treystir sér ekki í íbúðar-
kaup og leitar leiguhúsnæðis, ýmist
á almennum markaði eða í fé-
lagslega húsnæðiskerfinu og þá
einkum hjá borginni. Húsaleiga á
almennum markaði í Reykjavík
hefur á sl. þremur árum hækkað
um allt að 100%.
Skortur á
minni íbúðum
Í ljós hefur komið að söluskil-
málar vegna lóðanna í Grafarholti
hafa beinlínis stuðlað að því að
framboð á minni íbúðum í fjölbýlis-
húsum hefur aldrei verið jafn lítið.
Skilmálarnir undirstrika þetta.
Þeir eru mjög leiðandi í þeim til-
gangi að réttlæta hátt lágmarks-
söluverð lóðanna. Samkvæmt
skipulagsskilmálum í Grafarholti er
meðalstærð íbúða í fjölbýlishúsum
130 ferm.–150 ferm. Í Grafarholti
eru mjög fáar 2ja herbergja íbúðir
og langflestar 3ja herbergja íbúðir
eru mjög stórar eða á bilinu 100–
120 ferm. og sumar stærri.
Íbúðir í fjölbýlishúsum í Graf-
arholti eru að jafnaði 10–30%
stærri í fermetrum en í öðrum
hverfum borgarinnar. Þessi stefna
R-listans hefur þær afleiðingar að
sumir íbúðarkaupendur hreinlega
neyðast til þess að kaupa stærri
íbúð en þeir hafa þörf fyrir. Það
eykur skuldsetningu þeirra og
hækkar afborganir og vaxta-
greiðslur.
Íbúðabyggð á Geldinganes
Sjálfstæðismenn ætla að byggja
íbúðabyggð á Geldingarnesi fyrir
8–10.000 manns en hafna stefnu
R-listans um að stærstur hluti
landsins fari undir atvinnu-, iðn-
aðar- og hafnarsvæði. Geldingar-
nesið er stærsta og glæsilegasta
byggingarsvæði undir íbúðabyggð
meðfram ströndinni og eitt örfárra
strandsvæða sem enn eru óbyggð.
Allir sem unna nánasta umhverfi
Viðeyjar, Eiðsvíkur og Grafarvogs
ættu að láta sig þetta mál miklu
varða.
Sjálfstæðismenn vilja hraða
byggingu Sundabrautar eins og
kostur er en R-listinn leggur til að
fyrst árið 2014 verði Sundabraut
lögð úr Grafarvogi yfir í Geldinga-
nes.
Lóðaframboð í
stað lóðaskorts
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins hafa gagnrýnt vinnubrögð
R-listans í lóðamálum harkalega en
þau eru ekki síst fjandsamleg ungu
fólki sem vill byggja íbúðarhúsnæði
í Reykjavík og fyrirtækjum sem
vilja reka sína starfsemi í borginni.
Það verður eitt fyrsta verk okkar
sjálfstæðismanna þegar kjósendur í
Reykjavík veita okkur meirihluta á
nýjan leik að tryggja nægt lóða-
framboð, afnema lóðauppboð og
lækka gatnagerðargjöld eða sölu-
verð lóða til samræmis við kostnað
borgarinnar við gerð nýrra bygg-
ingasvæða.
Lóðaskortsstefna R-listans eykur
skuldir og álögur heimilanna
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Reykjavík
Ungt fólk, sem er að
kaupa sína fyrstu íbúð,
segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, þarf nú
að greiða fyrir hana 3–4
milljónum meira en
fyrir þremur árum.
Höfundur er borgarfulltrúi.
KÓPAVOGUR á að
leggja rækt við vel-
ferð og vellíðan fólks-
ins í bænum og leggja
sitt af mörkum til að
mismunandi fjölskyld-
ur geti blómstrað á
eigin forsendum.
Aðbúnað eldri borg-
ar og fatlaðra þarf að
setja í forgang á kjör-
tímabilinu og auka að-
stoð við þann hóp sem
á því þarf að halda.
Bæta þarf heimilis-
þjónustuna, byggja
heimili fyrir aldraða,
aðstöðu í þjónustu-
miðstöðvum og allan
aðgang að þjónustu hins opinbera.
Kynna þarf eldra fólki rétt sinn og
þau úrræði sem eru í boði. Sér-
staklega þarf að skoða samræmi í
framboði í heilsugæslu, heima-
hjúkrun, heimilisþjónustu og ann-
arri aðstoð sem veitt er af opinber-
um aðilum, og skapa þannig sem
best öryggisnet.
Aldraðir og
fatlaðir
Aldraðir og fatlaðir þurfa góða
aðstoð til að geta búið á sínum
heimilum, það skiptir svo miklu
máli að geta búið að sínu svo lengi
sem heilsan leyfir.
Bærinn þarf að beita sér fyrir
því að bæta möguleika lágtekju-
fólks til að eignast húsnæði og
stuðli auk þess að auknu framboði
á leiguhúsnæði og félagslegu hús-
næði.
Aðgengi fyrir
alla
Huga þarf að umhverfismálum
fyrir þessa hópa, gera góða göngu-
stíga með slitsterku yfirborði. Þá
þurfa að vera góðir fláar þar sem
farið er yfir götu. Aðgengi að
göngustígum þarf að
vera gott, þannig að
ekki þurfi að klöngr-
ast yfir ófærur. Að-
gengi þarf að vera
fyrir alla að útivist-
arsvæðum og fjölga
þarf skipulögðum al-
menningsgörðum.
Vinna þarf að því í
samvinnu við Reykja-
víkurborg að tengja
betur saman göngu-
stíga þessara bæjar-
félaga svo auðveldlega
megi komast á milli
Reykjavíkur og Kópa-
vogs á reiðhjólum og
hjólastólum.
Við viljum reka traust almenn-
ingssamgönugukerfi í samvinnu
við önnur sveitarfélög, sem á að
vera þægilegur, aðgengilegur og
eðlilegur ferðamáti í bænum,
þannig að það verði raunverulegur
valkostur við einkabíla. Nú eru að
koma í umferð nýir almennings-
vagnar, sem eru aðgengilegri fyrir
alla, jafnt hjólastólanotendur sem
og aðra.
VG í Kópavogi
leggur áherslu á
félagsmálin
Sigurrós M.
Sigurjónsdóttir
Höfundur skipar annað sæti á fram-
boðslista Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Kópavogi fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Kópavogur
Bærinn þarf að beita
sér fyrir því, segir
Sigurrós M. Sigurjóns-
dóttir, að bæta mögu-
leika lágtekjufólks til
að eignast húsnæði.