Morgunblaðið - 17.05.2002, Page 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 53
EIN mesta tilfærsla
verkefna sem orðið hef-
ur milli ríkis og sveitar-
félaga var er rekstur
grunnskólanna var
færður til sveitarfélag-
anna. Megintilgangur-
inn með þeirri aðgerð
var vitanlega sá að færa
stjórn skólahaldsins
nær íbúunum sjálfum
sem aftur yrði til efling-
ar skólahalds og
menntunar í landinu.
Jafnhliða voru sett
ákveðin markmið sem
miðuðu að því að gera
skólahaldið markviss-
ara, svo sem að allir
skólar yrðu einsetnir og vinnudagar
skólafólks, bæði kennara og nem-
enda, yrði í meira samræmi við það
sem gerist hjá öðrum stéttum í land-
inu.
Vitanlega er það mjög mismunandi
hvernig til hefur tekist við fram-
kvæmd og útfærslu þessarar breyt-
ingar. Máttur sveitarfélaga til þess
að takast á við verkefnið er misjafn
en þarna kemur einnig til spurning
um vilja – hversu mikið sveitarfélög-
in leggja upp úr þessum þætti starf-
semi sinnar.
Í Garðabæ var þegar ákveðið að
taka þessi mál mjög föstum tökum og
ekki aðeins ná fram þeim megin-
markmiðum sem sett höfðu verið,
heldur gera betur og búa svo að skól-
um bæjarins að hin ytri umgjörð
hindraði ekki að þeir gætu gegnt því
gífurlega mikla hlutverki sem skólar
og menntun gegna í nútímasam-
félagi. Árangur þeirrar stefnu hefur
berlega komið í ljós. Samkvæmt
könnunum eru íbúar Garðabæjar
ánægðari með skóla og menntunar-
stefnu bæjarins en íbúar nokkurs
annars bæjar- eða sveitarfélags á
landinu.
Einn þátturinn í skólastarfseminni
í Garðabæ var að móta heildstæða
skólastefnu sem nær yfir öll skóla-
stigin sem bæjaryfirvöld hafa yfir að
ráða. Við vinnslu hennar var beitt ný-
stárlegum vinnubrögðum í þeim til-
gangi að gera starfið markvisst og
nýta þekkingu og viðhorf þeirra sem
hafa bestu yfirsýn yfir þennan mála-
flokk og láta hann sig miklu varða.
Úti í skólunum komu að starfinu
fulltrúar kennara, foreldra og skóla-
stjórnenda ásamt fulltrúum stjórn-
sýslunnar og mótuðu þeir stefnu
hvers og eins skóla en stýrihópur fór
síðan yfir og samræmdi niðurstöð-
urnar. Í stýrihópnum sátu formenn
viðkomandi skólanefnda, forstöðu-
maður fræðslu-og menningarsviðs
Garðabæjar, ásamt fulltrúum meiri-
og minnihluta í bæjarstjórn. Miðað
við hvað hér er um umfangsmikinn
og viðkvæman málaflokk að ræða
verður ekki annað sagt en að starfið
hafið gengið ótrúlega vel fyrir sig og
var skólastefnan samþykkt sam-
hljóða í bæjarstjórn fyrir skemmstu.
Í Garðabæ eru starfræktir sjö leik-
skólar, einn tónlistarskóli og þrír
grunnskólar, þar af tveir fyrir yngri
bekki og einn safnskóli fyrir ung-
linga. Lætur nærri að í skólum sem
starfræktir eru á vegum bæjarins
séu rúmlega tvö þúsund nemendur,
eða fjórði hver bæjarbúi. Það gefur
því auga leið að hlutverk þessara
stofnana er mikið og þeir koma til
með að móta verulega líf og starf
allra þeirra er þangað sækja. Mark-
miðið með nýju skólastefnunni er í
sjálfu sér einfalt. Það miðar að því að
í Garðabæ fái allir skólanemendur,
hvort heldur viðkomandi er í leik-
skóla eða efsta bekk grunnskóla,
þann aðbúnað og menntun sem hæfir
þroska hans og verði á þann hátt
tilbúinn að taka þátt í síbreytilegu
þjóðfélagi á fullorðinsárum sínum.
Með þessu á að leggja grunn að því
að í Garðabæ vaxi upp ábyrgir ein-
staklingar sem láti gott af sér leiða.
Það er einlægur ásetningur bæj-
aryfirvalda í Garðabæ
að hin nýsamþykkta
skólastefna bæjarins
verði ekki orðin tóm,
heldur verði henni
framfylgt í hvívetna. Í
því felst ekki eingöngu
það að af hálfu bæjarins
verði staðið við fyrir-
heit um byggingar-
framkvæmdir og kaup
á nauðsynlegum bún-
aði, heldur verði ekki
síður hugað að innra
starfi skólanna og rækt
við alla einstaklinga
sem þá sækja. Það hef-
ur verið meginstyrkur
skóla- og menntunar í
bæjarfélaginu að til skólanna hefur
valist úrvals starfsfólk sem hefur
verið tilbúið til þess að leggja mikið á
sig til þess að árangurinn yrði sem
bestur og að markmið næðust. Áhugi
og starf foreldra hefur jafnan verið
mikið og áhersla lögð á að virkja
krafta þeirra í þágu skólastarfsins.
Eins og í öðrum málaflokkum hef-
ur Sjálfstæðisflokkurinn haft forystu
um mótun og framkvæmd skólamála
í Garðabæ. Það er engin tilviljun að í
stefnuskrá flokksins fyrir komandi
bæjarstjórnarkosningar er mjög ít-
arlega fjallað um skólamálin og þar
lögð fram metnaðarfull framtíðar-
áætlun, bæði hvað varðar skólabygg-
ingar og skólastarf. Er ástæða til
þess að hvetja alla Garðbæinga að
kynna sér þá stefnu og jafnframt má
vitna til þess að reynslan sýnir að
sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa
jafnan staðið við kosningafyrirheit
sín.
Ekki er hægt að fjalla um skólamál
í Garðabæ án þess að fara nokkrum
orðum um fyrirhugaða byggingu nýs
skóla fyrir Ása- og Strandhverfi, en í
kosningabaráttunni hefur verið
reynt að gera það tortryggilegt að
skólanum hefur ekki verið valinn
endanlega staður. Búið var að ætla
skólanum ákveðinn stað, en vegna
breyttra áforma um skipulag í svo-
nefndu Strandhverfi hafa komið upp
ný viðhorf. Nokkrir staðir koma til
greina fyrir skólann og hafa sjálf-
stæðismenn lýst yfir því að staðsetn-
ingin verði ákveðin í samvinnu og
sátt við íbúa skólahverfisins. Það er
mikill misskilningur hjá stjórnarand-
stöðunni í Garðabæ ef þeir halda að
það sé styrkleiki í kosningabaráttu
að rjúka til og setja skólann niður þar
sem þeir halda að íbúar Ásahverfis-
ins vilji helst hafa hann. Hér er um
stærra mál að ræða en svo að skyndi-
ákvarðanir séu réttlætanlegar. Slík-
ar ákvarðanir eru aldrei annað en
veikleikamerki. Við treystum íbúum
umrædds skólahverfis fyllilega til
þess að vera okkur til ráðuneytis um
lokaákvörðun málsins og við erum
líka þess fullviss að íbúarnir munu
treysta okkur sjálfstæðismönnum til
að við stöndum við fyrirheit sem gef-
in hafa verið að tekið verði fullt tillit
til óska þeirra og viðhorfa.
Markviss og
heildstæð skóla-
stefna í Garðabæ
Erling
Ásgeirsson
Garðabær
Samkvæmt könnunum,
segir Erling Ásgeirs-
son, eru íbúar
Garðabæjar ánægðari
með skóla- og mennt-
unarstefnu bæjarins
en íbúar nokkurs annars
bæjar- eða sveitar-
félags á landinu.
Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar
2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Garðabæ í komandi kosningum.
sumar
Nú eru komnar spennandi vörur fyrir sumarið í Mogga-
búðina, kjörið tækifæri fyrir fríska ferðalanga. Þú getur
keypt boli, sundpoka, töskur, golfvörur, geisladiskahulstur,
klukkur, reiknivél o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með
öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og
færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað.
Líttu inn hjá okkur
fyrir ferðalagið!
Hvítur bolur,
nú 500 kr.
Brúnn bolur,
nú 500 kr.
Armbandsúr,
nú 750 kr.
Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu,
Kringlunni 1, og skoðað vörurnar þar.
EINFALT OG ÞÆGILEGT!
sumartilboð
50% afsláttur!
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Derhúfa, aðeins 800 kr.
Síðermabolir, aðeins 1.300 kr.
Sundpoki, aðeins 1.000 kr.
Reiknivél, aðeins 950 kr.
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Músarmotta, aðeins 450 kr.
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
í Moggabú›inni