Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 55 ✝ Valgerður Jóns-dóttir fæddist í Kollsvík í Rauða- sandshreppi 11. apr- íl 1929. Hún lést á heimili sínu 7. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Torfason, f. 21.1. 1892 í Kolls- vík, d. 12.11.1971, og Bergþóra Egilsdótt- ir, f. 17.9. 1898 á Mó- bergi á Rauðasandi, d. 11.2. 1971. Systk- ini Valgerðar eru Jónína Helga, f. 23.8. 1925, Torfi, f. 27.3. 1927, Lilja, f. 14.3. 1931, Kristín Fann- ey, f. 23.8. 1933, Unnur Laufey, f. 23.5. 1938, og Björgvin Óli, f. 28.1. 1941. Hinn 22.11. 1953 giftist Val- gerður Þormóði Guðmundssyni, f. 23.2. 1925 á Hóli í Patreksfirði, d. 17.7. 1987. Foreldrar Þormóðs voru hjónin Guðmundur Ólafur b) Rakel Una, f. 23.7. 1997. Valgerður ólst upp hjá foreldr- um sínum í Kollsvík til 15 ára ald- urs þar til fjölskyldan fluttist í Vatnsdal við Patreksfjörð sumar- ið 1944. Hún vann ýmis störf á Patreksfirði og kynntist þar eig- inmanni sínum. Þau fluttust sam- an til Reykjavíkur árið 1952 þar sem Valgerður bjó síðan, lengst af í Laugarneshverfi. Valgerður lauk fullnaðarprófi með bestu einkunn ári á undan jafnöldrum sínum. Árið 1950 lauk hún námi við húsmæðraskólann í Hveragerði og starfaði sem hús- móðir og saumakona um árabil. Síðar á ævinni lauk hún nám- skeiðum sem gáfu henni réttindi sem stuðningsfulltrúi og starfaði hún í Öskjuhlíðarskóla í Reykja- vík næstu 15 árin þar til hún fór á eftirlaun. Á eftirlaunaárum sínum var Valgerður virk í Laugarnessókn. Hún ferðaðist víða um heim og lauk námsáföngum í ensku vikum fyrir andlát sitt. Síðustu vikurnar naut Valgerður samvista við systkini sín á æskuslóðum. Útför Valgerðar Jónsdóttur fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þórðarson, f. 18.9. 1876 Stakksnesi við Ísafjarðarkaupstað, d. 14.11. 1946 á Patreks- firði, og Anna Helga- dóttir, f. 9.5. 1885 í Hólsbúð í Bíldudal, d. 18.8. 1929. Þormóður átti tíu systkini og eru tvö þeirra á lífi. Börn Valgerðar og Þor- móðs eru: 1) Stúlku- barn sem fæddist and- vana 24.5. 1952. 2) Bergþór, f. 1.5. 1953, eiginkona, Guðrún Stefánsdóttir, f. 28.1. 1956. Börn þeirra eru: a) Íris Ösp, f. 22.11. 1977. b) Rósa Björk, f. 12.2. 1987. 3) Hrönn, f. 25.3. 1956, fyrrverandi eiginmaður Guð- mundur Ragnar Magnússon, f. 6.1. 1956. Sonur þeirra er Davíð Thor, f. 6.12. 1981. 4) Freyr, f. 7.3. 1963, sambýliskona Þorbjörg Elín Kristinsdóttir, f. 29.5. 1964. Börn þeirra eru: a) Andri, f. 21.2. 1992. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp kynni mín við Valgerði tengda- móður mína er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana sem tengdamóður. Ég var unglingur þegar ég kynntist henni, og fann fljótt að þar fór kona sem hugsaði fyrst og síðast um þarfir annarra. Heimili hennar stóð vinum barna hennar ávallt opið, og hún taldi ekki eftir sér að hafa fyrir öðrum. Fólkið hennar átti skjól hjá henni og það var ósjaldan að heilu fjöl- skyldurnar komu að vestan og fengu að gista um lengri eða skemmri tíma. Það var oft glatt á hjalla og þröngt setið til borðs. Það virtist ekki skipta máli hvort það bættist einn eða tveir í hópinn, það var bara þjappað betur saman og veitingar töfraðar fram. Ég man hvað mér þótti innihald nestiskassa sonar hennar girnilegt þegar við sem unglingar vorum að fara í skátaferðir. Þar var Valla mín búin að útbúa nesti samkvæmt ströngum fyrirmælum frá syninum, um hversu margar brauðsneiðar áttu að vera með. Ég fór að ásælast nestið hans, og áður en varði fór brauðsneiðunum í hans kassa að fjölga. Það var hrein unun að sjá hvað hún gat komið hlutum hag- anlega fyrir í litlu plássi. Þau tengdaforeldrar mínir áttu viðleguútbúnað sem var engu líkur. Ekki sökum þess hversu nýr og flottur hann var, heldur vegna þess að Valla var búin að skipuleggja hann svo flott að það var aldrei hætta á að neitt gleymdist. Oft var hlegið að því hversu dug- leg hún var að sauma utan um alla skapaða hluti. Prímusnum og veiði- græjunum var komið fyrir í heima- saumuðum poka, og aldrei mál að finna hlutina. Valla var mjög bóngóð kona, hún vildi allt fyrir sína gera. Ef barna- börnin fengu hugmynd að ein- hverju sem þau langaði til að láta búa til var amma Valla spurð hvort hún gæti ekki saumað slíkt. Hún gat töfrað fram allt frá ballkjólum yfir í púða með íþróttamerkjum til að gleðja barnabörnin. Hún var reyndar mjög fær hannyrðakona, og eigum við börnin hennar öll fag- urt handverk eftir hana. Valla tal- aði oft um „þið börnin mín“ og var þá aldrei gerður greinarmunur á hennar eigin börnum og tengda- börnum. Þetta er eiginleiki sem ég hef oft dáðst að í fari hennar, hún var mjög óeigingjörn kona. Valla missti mikið þegar hún missti hann tengdaföður minn fyrir rétt tæpum 15 árum. Mér fannst hún aldrei verða söm eftir það. Ég veit að það hafa orðið fagnaðar- fundir hjá þeim hjónum þegar þau hittust að nýju. Kæra tengdamóðir, ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin og óska þér góðrar ferðar á nýjar slóðir. Þín tengdadóttir Guðrún Stefánsdóttir. Elsku amma. Nú þegar þú ert ekki lengur hjá okkur rifjast upp allar góðu stundirnar sem við átt- um með þér og þær eru ekki svo fá- ar. Þótt við ættum óteljandi orð gætum við aldrei sagt frá öllum okkar yndislega tíma með þér. Þegar við fengum að gista hjá þér á Laugarnesveginum var margt brallað. Okkur leið eins og við værum vinir þínir fremur en krakkar í pössun. Aldrei var hægt að láta sér leiðast hjá þér. Ef við vissum ekki hvað við ættum að gera varst þú uppfull af frábærum hugmyndum. Þér var sama hvort við umturnuðum stofunni í tjald- borg, byggðum bílabraut út um öll gólf eða lékjum okkur með fínu messingdýrin þín í dýragarðsleik. Þetta var aldrei neitt vandamál, frekar lékstu þér með okkur. Eitt af því sem allir muna eftir eru pönnukökurnar þínar og yfir- leitt mikið um að vera við þá at- höfn. Það kom fyrir, þegar mikið gekk á, að þú notaðir heilar þrjár pönnur. Sátum við á tröppukollin- um góða og höfðum okkar hlutverk. Ef eitthvað vantaði í baksturinn vorum við send út í Laugarneskjör í einum grænum. Við uppskárum svo ljúffengar pönnukökur með sykri fyrir vikið. Ýmislegt kenndir þú okkur. Öll lærðum við að spila hjá þér en þú kenndir okkur líka að tapa, sumir lærðu líka að safna í þolinmæðis- poka. Þú gerðir tilraunir til að kenna okkur að sauma en hefur það gengið eitthvað verr, í staðinn hefur þú saumað ýmislegt handa okkur. Þegar kom að háttatíma var iðu- lega lesin saga og varð þá bókin „Í dverganna landi“ oftast fyrir val- inu. Þú virtist aldrei verða þreytt á endurteknum lestri þeirrar bókar og last hana fyrir okkur með mikl- um tilþrifum. Að loknum lestri fór- um við saman með Faðirvorið. Það er með söknuði sem við kveðjum þig, elsku amma, því þótt við séum að verða eldri og hætt að reisa tjaldborgir hefðum við viljað eiga með þér miklu fleiri stundir. Þótt stundirnar okkar saman séu orðnar að minningum munu þær ávallt fylgja okkur og þú alltaf vera hjá okkur. Okkur þykir ofsalega vænt um þig. Þín barnabörn Íris Ösp, Davíð Thor og Rósa Björk. Skarð er nú höggvið í systkina- hóp okkar. Við ólumst upp sjö systkini í Kollsvíkinni. Við lékum okkur í fjörunni í fallega hvíta sandinum, horfðum á hafið svo óendanlega stórt, sem stundum var slétt og fagurt og sólarlagið spegl- aðist í á sumarkvöldum. Hafið gat líka verið ógnandi og hræðilegt þegar brimaði og öldurnar braut á boðum og klettum og brimhljóðið yfirgnæfði allt. Við tókum þátt í lífsbaráttunni með foreldrum okkar og þú, Valla mín, varst svo dugleg í öllu. Þegar pabbi og Torfi voru farnir að róa á vorin var það þitt hlutskipti að passa féð um sauðburðinn og þú fórst um snarbrattar hlíðarnar í Blakknesinu og Vallagjána ef á þurfti að halda, því kindur varð að finna. Við hjálpuðumst að og sam- band okkar varð sterkt. En bernsk- an er fljót að líða og fyrr en varði vorum við komin burtu úr víkinni okkar og hver fann sér sinn stað. Þú og Hjommi stofnuðuð heimili ykkar í Reykjavík og þar var alltaf opið hús fyrir okkur systkini þín og systkinabörnin þegar við þurftum á að halda. Alltaf var okkur tekið opnum örmum og greitt fyrir okk- ur á allan hátt. Það er margt sem aldrei verður fullþakkað. Nú er vorið að koma og gróð- urinn að brjótast úr dróma vetr- arins, þú elskaðir vorið og birtuna. Í þennan heim komst þú að vori og kveður hann einnig að vori, nú ert þú komin í óendanlega birtu og laus við veikindin þín. Litla stúlkan þín sem ekki fékk að vera hjá þér í þessu lífi og Hjommi þinn hafa tekið vel á móti þér. Við þökkum þér samfylgdina og alla umhyggjuna og kærleikann. Ástvinum þínum vottum við inni- lega samúð. Systkinin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margt er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þessi sálmur hefur komið mörg- um sinnum í huga minn, frá því hún Valla mágkona mín lést. Þrátt fyrir lasleika hennar undanfarin ár, komu kallið og kveðjustundin óvænt, því hún reyndi alltaf að bera sig vel og vildi stundum lítið gera úr slappleika sínum. Valla var góð kona með sterkan persónuleika, sem seint mun gleymast. Hún var viljasterk og þrjósk, en alltaf var stutt í glettnina, þegar það átti við. Þessir eiginleikar hennar báru hana ansi langt undanfarna mán- uði. Fór hún í sína síðustu ferð til Patreksfjarðar rétt fyrir páska og lét engan vita að hún væri að koma, ætlaði sko að koma systkinunum á Patró á óvart og gerði það svo sannarlega. Af svona uppátækjum hafði hún svo gaman. Mínar síðustu minningar um Völlu eru einmitt frá Patró um síð- ustu páska. Torfi hélt upp á 75 ára afmælið sitt, fjölskylda og vinir söf- uðust saman og Valla var svo glæsileg í hvíta kjólnum sínum. Við fórum líka í Patreksfjarðarkirkju á föstudaginn langa og hlustuðum á tíu síðustu Passíusálma séra Hall- gríms Pétursonar lesna og á páska- dag var farið í Sauðlauksdalskirkju til hátíðarmessu í gömlu fallegu sveitakirkju tengdafjölskyldu minnar. Þennan páskadagsmorgun var Valla frekar slöpp, en vildi endilega fara með í kirkju, þrátt fyrir snjómuggu og hvassvirði. Á bílastæðinu fyrir framan kirkjuna kom hrúturinn upp í henni mág- konu minni og hún æddi á undan okkur niður brekkuna að kirkjunni, rann og datt. Afleiðingin var hand- leggsbrot, sem reyndar kom ekki í ljóst fyrr en daginn eftir. Hún vildi lítið gera úr þessu og tók þátt í guðsþjónustunni. Ég hafði ein- hverjar áhyggjur af henni en hún bað mig blessaða að vera ekki að því, þetta væri sennilega ekki neitt. Svona var hún, vildi lítið gera úr hlutunum, þegar aðrir sáu til. Innst inni leið henni oft ekki vel og var síðustu árin síður en svo sátt við að geta ekki gert þá hluti sem hún var vön að gera. Hún gat ekki lengur hlaupið um, gantast og leikið sér við börn og fullorðna ef svo bar við. Þegar einhver nákominn fellur frá hrannast upp brot minninga frá liðinni tíð. Það er svo ótal margs að minnast á þeim rúmlega 30 árum sem ég hef verið í fjölskyldunni. Björgvin bjó hjá Völlu, Hjomma og börnum þeirra Bergþór, Hrönn og Frey í Laugarnesinu á þeim tíma er við kynntumst. Ég kom því þangað oft og kynntist þeim sem tengdafjölskyldu og vinum. Minn- ingar mínar úr Laugarnesinu eru margar, en efst í huga mínum er atvik, þegar „litli daddarinn“ gaf mér bjöllu, sem hann hengdi í hárið á mér, en þar átti bjallan alltaf að vera, svo það færi ekki framhjá honum þegar ég kæmi í heimsókn. Ekki var ég nú alltaf með bjölluna, en ég á hana ennþá og geymi á góð- um stað. Það er líka gaman að rifja upp allar tjaldútilegurnar sem við fór- um saman í. Báðar fjölskyldur með fimm manna tjald með góðu for- tjaldi, sem þótti fínt í þá daga, og Hjommi var búinn að „innrétta“ líka þetta fína eldhús í sínu for- tjaldi, þar sem Valla sat og hellti upp á kaffi og vaskaði upp. Svo fengum við okkur fellihýsi og þau fóru að byggja sumarbústað í Bisk- upstungunum, sem síðar fékk nafn- ið „Þormóðsgerði“. Ég minnist þess sérstaklega þegar verið var að byggja sumarbústaðinn og við komum um Jónsmessuna og við Valla vorum ákveðnar í að vaka um nóttina og horfa á sólina koma upp, sem við gerðum og hvílík sjón, slíku gleymir maður ekki. Ég minnist einnig allra skauta- ferðanna, sem við fórum í og Hjommi smíðaði segl og notaði vindinn til að feykja sér eftir endi- löngu svellinu og komst því miklu hraðar en við hin. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Völlu að. Ég er þakklát fyrir alla pössunina á dætrum okkar Björg- vins. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa, þegar hvorki fengust leik- skólapláss né önnur dagvistun. Hún gætti stelpnanna á meðan ég var í námi og síðar þegar við Björg- vin vorum bæði í vinnu. Þolinmæði hennar og umhyggja gagnvart stelpunum var ótrúleg og hún kenndi þeim svo margt, sem hvergi annars staðar var hægt að læra. Að leiðarlokum þakka ég Völlu samfylgdina í þessum heimi. Ég sendi Beggó, Hrönn, Frey og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð um að hugga þau og styrkja. Esther Guðmundsdóttir. Stórt skarð hefur verið höggvið í frændgarðinn; Valla föðursystir okkar er fallin frá. Að öllum öðrum ólöstuðum stóð Valla okkur næst af systkinum pabba. Samband þeirra systkina var mjög náið þar sem pabbi hafði búið hjá þeim Völlu og Hjomma á háskólaárum sínum og þar sem ömmur okkar féllu frá fyr- ir margt löngu var Valla ein af þeim sem gengu okkur í ömmu stað. Margar minningarnar sækja á hugann þessa dagana. Alltaf var það tilhlökkunarefni að fara í pöss- un eða heimsókn til Völlu og Hjomma í Laugarnesið enda margt skemmtilegt á heimili þeirra og ýmislegt öðruvísi en við áttum að venjast heima. Einhverra hluta vegna kemur sápan með segulstál- inu upp í hugann, matchbox-bílarn- ir sem við máttum leika okkur með, litlu látúnsdýrin sem hún safnaði og sú undraverða staðreynd að hægt var að ganga út á svalirnar bæði úr stofunni og svefnherberg- inu. Svo voru Valla og Hjommi eina fólkið sem við þekktum sem átti heilt fataherbergi sem hægt var að ganga inn í og var með loftljósi. Þótt fataherbergið hafi ekki verið stórt og aðeins geymt yfirhafnir þótti það mjög merkilegt og mikið sport að fá að fara þangað inn. Kollurinn með tröppunum í eldhús- inu gula var líka mjög vinsæll en á honum þurftum við alltaf að fara mjög varlega. Hugurinn leitar líka til þeirra ógrynna af pönnukökum sem innbyrtar voru í eldhúsinu hjá Völlu. Þá eru stundirnar í sum- arbústaðnum í Brekkuskógi ógleymanlegar, ekki síst frá því að bústaðurinn var byggður. Börn hændust að henni frænku okkar og var það ekki að ástæðu- lausu. Alltaf var hún tilbúin að bregða á leik eða taka í spil og var það ávallt með bros á vör sem hún lék við okkur börnin. Óeigingjarnt starf hennar með þroskaheftum í gegnum tíðina segir einnig mikið um persónu hennar og það stóra hjarta sem hún átti svo auðvelt með að veita öðrum hlutdeild í. Lilju Valgerði frænku okkar reyndist hún ómetanleg stoð og teljum við víst að Völlu verði sárt saknað í Víðihlíðinni. Alla tíð var Valla okkur systr- unum góð og sendi okkur hlýjar kveðjur hvort sem hún var nærri eða fjarri. Stóð það allt fram á síð- asta dag og teygði sig til nýrrar kynslóðar þegar hún sendi blóm og hamingjuóskir á skírnardegi Björgvins Hauks á sumardaginn fyrsta, hinn 25. apríl síðastliðinn en þá var hún stödd á Patreksfirði. Þótt samverustundirnar undan- farin ár hafi verið færri en oft áður voru þær alltaf góðar og er skrýtið að hugsa til gamlárskvölds án þess að Valla komi við í Kjalarlandinu. Það er með söknuði í hjarta við hlið skemmtilegra minninga sem við kveðjum ljúfa konu og góða frænku. Hinum megin taka þau Hjommi og Bára vel á móti henni. Beggó, Hrönn, Frey og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá huga þinn og þú sérð að þú grætur yfir því sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Helga Dögg og Ragnheiður. VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.