Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 56
MINNINGAR 56 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldóra BorgJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. júlí 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 10. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Þorkelsdóttir hús- freyja og Jón Þórar- insson skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík. Halldóra var næstyngst í hópi sex systkina. Bræður hennar eru Halldór Heiðar, f. 1935, maki Helga Jó- hannsdóttir, Þórarinn Þorkell, f. 1938, maki Þorbjörg Jónsdóttir, og Guðmundur Reynir, f. 1940, maki Kolbrún Halldórsdóttir. Systir Halldóru er Þórleif Drífa, f. 1951, maki Finnbogi B. Ólafs- son, en eldri systir var Ragnheið- ur, f. 1942, d. 1954. Hinn 2. janúar 1966 giftist Halldóra Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra og rekstrar- ráðgjafa, f. 18. apríl 1944 í Reykjavík. Halldóra og Kristján eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Guð- rún, f. 1965, maður hennar er Benedikt Sigurbjörnsson. Þau eiga þrjú börn, Björn Andra, Atla Stein og Borg Dóru. 2) Kristján, f. 1971, kona hans er Unnur Elfa Þorsteinsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Alexöndru. 3) Lilja, f. 1980, unnusti hennar er Kjartan H. Óskarsson. Hall- dóra og Kristján bjuggu í Reykjavík til að byrja með en voru í Danmörku 1968–1973. Þá fluttu þau í Kópavog og hafa búið þar síðan. Halldóra starfaði lengst af við skrif- stofustörf, fyrst hjá ferðaskrifstofum og við innflutningsfyrirtæki en síðar hjá Össuri hf. og Eirbergi, dótt- urfyrirtæki Össurar, þar sem hún starfaði að sérfræðiráðgjöf um gervibrjóst. Halldóra var virkur félagi í JC-hreyfingunni og síðar í Lionshreyfingunni þar sem hún var nýlega gerð að Melvin Jones- félaga. Halldóra vann mikið við leiðbeinendastörf, fyrst með JC en síðar í Tjarnarskóla sem leið- beinandi í félagsmálum. Hún vann í mörg ár með Samhjálp kvenna, m.a. í heimsóknarþjón- ustu á sjúkrahús fyrir konur sem fengið höfðu brjóstakrabbamein. Útför Halldóru verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hvílík barátta, hvílíkur styrkur. Hún Dóra tengdamóðir mín er látin eftir mikla og áralanga baráttu við sjúkdóm sinn. Þegar Guðrún mín hringdi til Lúx heyrði ég strax á grát- klökku röddinni hvað gerst hafði. Við börnin og öll barnabörnin hennar Dóru höfðum hist í Lúxem- borg um miðjan apríl og við fengum öll að njóta návistar hennar í síðasta sinn. Það var svo sem ýmislegt öðru- vísi en vant var enda var baráttan orðin Dóru mjög erfið. Hluta tímans var hún á sjúkrahúsinu í Lúxemborg og nutum við þar öll bæði yndislegra og átakamikilla stunda. Allir gerðu sér grein fyrir að stutt var eftir en þau yngstu áttu erfiðara með að skilja hvers vegna hún amma var svona veik. Þegar komið var aftur til Íslands voru Kiddi og börnin þeirra hjá henni öllum stundum og sam- heldni fjölskyldunnar var mikil. Einstök kona var hún Dóra. Það sem efst situr í huganum, eftir 19 ára samskipti, er að Dóra var aldrei sýni- lega veik þó baráttan hafi staðið nær allan þennan tíma. Oft vissum við svo sem að tímarnir voru erfiðir en það var tekið út í einrúmi og þegar ein- hver kom í heimsókn var brosið kom- ið á sinn stað og allt í stakasta himna- lagi. Fyrsta skiptið sem ég hitti Dóru er í tilhugalífi okkar Guðrúnar, en þá vorum við einungis 18 ára krakkar að skjóta okkur saman. Reyndist hún Dóra mér alltaf frábærlega og var í raun mikill vinur okkar. Hún og Kiddi byggðu yndislegt heimili í Kópavoginum og mjög oft fengum við að njóta þeirra híbýla og viðvist- ar. Það er svo margt sem Dóra hefur kennt okkur með gjörðum sínum í gegnum tíðina. Eitt stendur þar upp úr. Erfiðleikar og vandamál eru ein- ungis til að takast á við og baráttuað- ferð hennar við sjúkdóm sinn ein- kenndist ávallt af þessu. Öll hafa börnin hennar; Guðrún, Kristján og Lilja, lært af henni, því ef eitthvað er þeim sameiginlegt þá er það enda- laus kraftur og vilji til að halda áfram í hvaða stöðu sem er og gera ávallt betur. Jákvæðni, ákveðni og léttleiki voru aðalsmerki Dóru. Gefandi var hún Dóra í öllum skiln- ingi þess orðs. Hún gat stöðugt verið að hvetja aðra og styrkja, þótt oft velti maður því fyrir sér hvaðan styrkurinn til þess kæmi. Söngur, gleði og barnaleikir voru hennar líf og yndi og hversu oft nutu börnin okkar, Björn Andri, Atli Steinn og Borg Dóra, þess til hins ýtrasta. Það var sama hvort tilefnið var fjöl- skylduferðin árlega, jólagleðin, af- mæli einhvers eða bara ef nokkrir voru saman komnir. Sérstakur í minningunni er afmælissöngurinn hennar Dóru. „Hún Borg Dóra á afmæli og það á hún nú og það er í dag ….“ Við öll sem til þekkjum, getum heyrt rödd- ina hennar þegar þetta lag var sungið fyrir hvern sem afmæli átti. Við héldum einmitt upp á fjögurra ára afmæli hennar Borgar Dóru okk- ar úti í Lúx en þá var amma Dóra á spítalanum. Það var mjög sérstakt þegar við sungum þetta heima þann daginn og skynjuðum öll að forsöngv- araröddina hennar ömmu vantaði. Við fundum öll í hjarta okkar að það vantaði mikið. Elsku Dóra mín, þín er og verður sárt saknað. Þú átt þér stað í hjarta okkar allra og við munum hugsa til þín á mörgum stundum. En ég veit að það sem þú myndir segja við okkur öll núna er að lífið heldur áfram og allt það góða sem lífið býður okkur upp á er til þess að njóta. Vertu sæl, Dóra mín. Megi góður Guð geyma þig vel. Takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Benedikt. Þá er dagur að kveldi kominn hjá þér, elsku Dóra mín. Mikið finnst mér sárt að horfa á eftir þér, þessari kraftmiklu og duglegu konu, sem lét ekkert stoppa sig. Mér finnst svo ótrúlegt að þú sért búin að vera svona mikið lasin í öll þessi ár, þú varst svo dugleg að harka af þér og barst þig alltaf vel þegar einhver kom í heim- sókn, sama hversu illa þér leið. Lífs- gleðin og jákvæðnin voru svo ein- kennandi fyrir þig og alltaf varstu hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Það var sumarið 1994 sem ég hitti þig fyrst, sumarið sem ég varð ást- fangin af stráknum þínum! Mér þótti svo vænt um hvað þú tókst mér strax opnum örmum. Ég man sérstaklega eftir fyrsta matarboðinu. Þá var grill- að og við borðuðum úti í garði í ynd- islegu veðri og þú skálaðir fyrir mér og bauðst mig velkomna í fjölskyld- una. Mér fannst strax eins og ég hefði þekkt þig í mörg ár. Það var alltaf svo gott að leita til þín með hvað sem var og alltaf áttir þú góð ráð í pokahorn- inu sem komu sér vel. Það var svo gaman þegar við Kristján buðum ykkur Kidda í kvöld- kaffi í Sigtúnið og sögðum ykkur að við ættum von á barni. Enginn gladd- ist eins mikið með okkur og þú og strax varstu komin með eitthvað á prjónana handa barninu sem var á leiðinni. Það var svo í mars 1996 sem fyrsta ömmustelpan þín fæddist, hún Alexandra, sem naut þess heldur bet- ur að eiga ömmu Dóru að, sem alltaf var hægt að heimsækja og alltaf hafði nógan tíma fyrir mann. Það var svo gaman að sjá ykkur Alexöndru sam- an, þið voruð svo duglegar að spila, leika ykkur eða lesa, þú kenndir henni svo mikið. Enda hélt Alex- andra mikið upp á þig og þið náðuð svo vel saman. Okkur fjölskyldunni fannst ansi erfitt að flytja út til Bretlands sl. vor, rétt hálfum mánuði eftir að krabba- meinið greindist í lifrinni hjá þér, því þá vissum við í hvað stefndi. Ég verð ævinlega þakklát fyrir vikuna sem við áttum saman heima í Poole síðast- liðið haust. Það var svo gaman að þið Kiddi gátuð komið í heimsókn til okk- ar. Alexandra talar svo oft um það og við eigum öll góðar minningar saman síðan þá. Alexandra á svo mörg yndisleg bréf frá þér sem þú skrifaðir henni eftir að við fluttum út, þau eru ennþá verðmætari fyrir okkur núna og þau segja svo vel hvað þú varst opin og hlý og áttir auðvelt með að segja þín- um nánustu hvað þér þætti vænt um þá. Ég veit að þú varst svo ánægð og stolt með börnin þín, tengdabörn og sérstaklega öll barnabörnin þín, sem gáfu þér svo mikið, en því miður hafa þau búið svo langt í burtu frá þér undanfarin ár. Þú varst svo ánægð með hvað fólk- ið þitt er búið að koma sér vel fyrir. Einnig varst þú svo ánægð með hvað heimilið ykkar Kidda var orðið glæsilegt, sérstaklega stofan og garðstofan sem var þinn uppáhalds- staður, enda leið þér hvergi betur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Dóra mín, það er svo margt sem við hin gátum lært af þér. Alexandra er svo heppin að hafa átt þig fyrir ömmu, sem hún á nú fullt af yndislegum minningum um, við tölum svo mikið um þig og ég ætla að passa vel upp á að hún gleymi þeim aldrei. Ég er líka búin að lofa Alexöndru að halda alltaf upp á af- mælið þitt og hún er búin að biðja um að fá að baka alltaf köku handa þér. Elsku Dóra, ég hefði aldrei getað eignast betri tengdamömmu, mér þykir svo vænt um þig og ég á eftir að sakna þín óskaplega mikið. Takk fyr- ir allt sem þú hefur gefið okkur og gert fyrir okkur og allt sem þú kenndir okkur. Ég hugga mig við það að þú þurfir ekki að kveljast lengur og ég er viss um að þú hefur fengið góðar móttökur hinum megin og ert hrókur alls fagnaðar þar, eins og þú varst alltaf hérna megin. Elsku Kiddi, Guðrún, Kristján, Lilja, Björn Andri, Atli Steinn, Alex- andra, Borg Dóra, Benni, Kjartan, Þórleif, Keli, Gummi og Dóri, Guð veri með okkur öllum og gefi okkur styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Þín tengdadóttir Unnur. Elsku amma Dóra. Ég elska þig, þú varst besta amma í heiminum. Það var gaman þegar þú varst lifandi, en ég veit að maður þarf stundum að deyja þegar maður er svona mikið veikur eins og þú varst. Það var svo gaman þegar þú og afi Kiddi komuð í heimsókn til okkar í Poole og við spiluðum saman „Guess Who?“ Það var líka gaman þegar við vorum að lesa „Palli var einn í heim- inum“ núna þegar ég kom til Íslands síðast. Takk fyrir allt sem þú ert búin að prjóna handa mér. Ég ætla að setja mynd af okkur saman í ramma og hafa í herberginu mínu hjá engl- inum sem þú gafst mér. Ég ætla líka alltaf að baka afmælisköku handa þér þegar þú átt afmæli. Þegar ég er orðin gömul kona og dey líka, þá ætla ég að biðja Guð að láta mig verða litla aftur svo ég geti knúsað þig og setið í fanginu þínu aft- ur. Elsku amma Dóra, ég sakna þín mjög, mjög, mjög mikið. Þín ömmustelpa Alexandra. Elsku Dóra mín. Nú ert þú búin að fá hvíldina eftir langt og strangt stríð við erfiðan sjúkdóm. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú sért farin í þína síðustu ferð. Þú hefur fylgt mér allt mitt líf og alltaf verið til staðar í blíðu og stríðu. Það er svo margs að minnast þeg- ar hugsað er til baka. Þau voru ófá kvöldin sem þú last fyrir litlu systur áður en hún fór að sofa og hún ætlaði aldrei að sofna af því að sögurnar þín- ar voru svo skemmtilegar. Það var ekki annað að gera fyrir þig en að búa til nýjar sögur þegar búið var að lesa allar bækurnar í bókaskápnum. Þegar ég var unglingur kom Kiddi til sögunnar, ekki leist mér á hann í byrjun. Hann var með regnhlíf þegar hann kom og sótti Dóru í fyrsta sinn og það var mjög „hallærislegt“ en Dóra hefði ekki getað fengið betri mann og ég ekki betri mág, fyrir það er ég ævinlega þakklát. Dóra og Kiddi bjuggu nokkur ár í Danmörku en þar átti ég yndislegt sumar hjá þeim og Guðrúnu dóttur þeirra þegar ég var 17 ára. Fjölskyldur okkar hafa náð ein- staklega vel saman og þau eru mörg ferðalögin, sumarbústaðaferðirnar og matarboðin sem við höfum átt saman með börnunum okkar, tengdabörnum og barnabörnunum þínum. Dóra mín, þú varst ekki bara stóra systir mín heldur líka besta vinkona mín. Það verða erfiðar vikur og mán- uðir sem fara í hönd en ég veit að þú verður með mér hvar sem ég er, ég verð að trúa því. Elsku Kiddi, Guðrún, Kristján og Lilja, við Finnbogi vonum að guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar styrk til þess að takast á við sorgina og sökn- uðinn. Hvíldu í friði, Dóra mín. Þín systir Þórleif Drífa. Að lokum fær hún Halldóra systir mín hvíldina. Hvaðan kom henni þessi mikli kraftur? Í tæp sautján ár hefur hún verið í þessu stríði. Að sjálfsögðu með léttari hléum á milli átaka. Dóra systir var fimmta í röð- inni af okkur systkinunum sex. Við bræðurnir þrír eldri, Ragnheiður systir okkar sem dó þegar hún var þrettán ára og Þórleif Drífa litla syst- ir. Það kom fljótt í ljós að Dóra systir var mikil kjarnakona. Alltaf fremst í flokki þegar eitthvað var að gerast. Það er erfitt að átta sig á því hvernig hinar árvissu sumar- og áramóta- uppákomur stór-fjölskyldunnar koma til með að verða án Dóru syst- ur. Hún var ein aðaldriffjöðrin í söng og leik. Börn okkar systkina Dóru, svo og barnabörn dáðu Dóru frænku. „Hún er svo skemmtileg,“ sögðu þau. Fyrir einum þrjátíu og fimm árum kom Dóra systir með strák úr Bú- staðahverfinu í mat. Sá piltur var veginn og metinn af okkur bræðrun- um. Hann þótti ekki við fyrstu sýn mikill fyrir mann að sjá. Mjög hár og horaður miðað við okkur bræður sem vorum frekar þykkir. Hún Dóra mín gerði marga mjög góða hluti um æv- ina, en enginn þeirra jafnaðist á við þá ákvörðun hennar að játast Krist- jáni Kristjánssyni. Við hjónin, Dóra og Kristján, ég og Þorbjörg mín höfum alla tíð verið mjög góðir vinir. Við Kristján tókum þátt í stofnun Lionsklúbbsins Týs. Þar hafa eiginkonur okkar ávallt ver- ið fremstar í flokki makanna. Það hefur aldrei á öllum þessum árum borið hinn minnsta skugga á sam- skipti okkar. Ég gæti að sjálfsögðu rifjað upp margar stórkostlegar stundir með henni systur minni í gegnum tíðina og munu þær ábyggilega létta mér, sem og svo mörgum öðrum söknuð- inn sem ég finn fyrir nú þegar. Í lokin vil ég votta vini mínum Kristjáni, börnum hans, tengdabörn- um og barnabörnum mína einlæg- ustu samúð. Einnig vil ég, Þórleif mín, votta þér mína einlægustu sam- úð því þú hefur, að ég best veit, misst þinn besta vin með fráfalli systur okkar. Þórarinn (Keli bróðir). Fallin er nú frá, langt um aldur fram, elskuleg mágkona og vinur. Hún Dóra kom inn í líf mitt er ég kynntist Kela bróður hennar 1958. Þá var Dóra bara unglingur á elsku- legu og líflegu heimili foreldra sinna. Ávallt hress, tók mágkonu sinni vel, alltaf á ferð og flugi. Vinnusöm var Dóra og allsstaðar vinsæll starfs- kraftur. Vinnusöm, heiðarleg og áreiðanleg. Hjá ferðaskrifstofu Ing- ólfs Guðbrandssonar, svo síðustu ár hjá Össuri hf en þar vann hún óeig- ingjarnt starf. Dóra kynnist Kristjáni, sínum góða maka. Hann var tekinn út af bræðrunum þremur – nógu góður fyrir Dóru? En betri lífsförunaut hefði Dóra mín ekki getað valið – ein- stakur Kiddi. Nú brúðkaup, barn- eignir voru næst á dagskrá hjá þessu unga pari. Guðrún fæddist sama ár og ég átti Helgu mína. Þær urðu góð- ar vinkonur enda bjuggum við næst- um hlið við hlið í Laugarnesinu. Þetta voru góð ár. Þau stefndu lengra. Fóru til Álaborgar til náms og starfa. Kiddi nam tæknifræði og Dóra að vinna. Farartækin voru hjólin. Eftir námið í Álaborg tók við vinna í Kaup- mannahöfn í Lyngby. Þá gafst okkur Kela tækifæri til að heimsækja þessa vini okkar með Jón og Helgu okkar. Ég ófrísk að Bryndísi og viti menn, Dóra komin á leið með Kristján yngri. Þau fædd á sama ári og ætíð miklir vinir. Leiðin lá svo heim til Ís- lands 1973. Sjö árum seinna fæðist þeim lítill sólargeisli, Lilja. Hún var falleg, fín og yndisleg. Uppúr því var Dóra komin með liðagigt og var að nokkru leyti rúmföst en sinnir Lilju af ótrúlegri seiglu. Gat sig varla hreyft vegna stirðleika. Svo kom krabbameinið. Elskuleg mágkona er búin að sýna að fólk get- ur átt ótrúlegan baráttustyrk. Hún er búin að sýna okkur öllum hve lífs- viljinn hefur mikið að segja og aftur og aftur reif Dóra sig upp úr veikind- unum. Alls ekki tilbúin að láta í minnipokann fyrir manninum með ljáinn. Síðustu vikurnar voru öllum erfiðar. Þar sýndi litla systir, Þórleif, einstakan kærleik og vináttu við syst- ur sína. Börnin hennar Dóru og Kristján hafa sýnt einstaka yfirveg- un og dugnað. Þau vissu að sjálf- sögðu hvert stefndi og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að láta síðustu stundirnar vera sem bestar. Dóra mín er öll. Hún fékk að vera með okkur í 17 ár frá greiningu. Það er meira en við þorðum að vona. Við fengum öll góð ár með henni, hún horfði á Lilju verða að dömu – sem hún óskaði sér – og Lilja annaðist móður sína af þvílíkri umhyggju og natni. „Var með mig í gjörgæslu,“ eins og Dóra orðaði það. Guð gefi Kristjáni vini mínum, elskulegum börnum, tengdabörnum og barnabörnum styrk og æðruleysi til að takast á við þennan ástvina- missi. Þið áttuð einstaka móður sem allir dáðu og elskuðu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín mágkona Þorbjörg. Nú er hún dáin hún Dóra, elsku mágkona mín. Ég er búin að kvíða þessari stundu, nú er hún runnin upp og ég sakna hennar. Baráttan hefur staðið lengi og Dóra er búin að sýna af sér mikinn hetjuskap. Við sem næst henni stóðum höfum orðið vitni að þvílíku æðruleysi, sem ég fyrir mitt leyti gat ekki ímyndað mér að væri til. Minningarnar hrannast upp, og myndir frá liðinni tíð líða um hugann. Dóra kom inn í fjölskyldu mína eins og ferskur andblær. Ég sá hana fyrst þegar hún kom með Kristjáni bróður mínum til að vera barnapía fyrir mig eina kvöldstund. Hún var svo opin og brosmild, með litla tíkarspena, 18 ára gömul. Það var greinilegt að þau voru ástfangin. Þegar hún kom í fyrsta sinn á heimili foreldra minna var hún yndislega falleg, með ljósa hárið sitt og í kóngabláum kjól. Hún bar eitt- hvað sérstakt með sér, eitthvað ferskt og einlægt. Ég sé hana enn fyrir mér þetta kvöld, þótt liðin séu nær 40 ár. Á þessum tæpum fjörutíu árum hefur okkur aldrei orðið sund- urorða. Dóra hafði ákveðnar skoðan- ir og lét þær óspart í ljós, en hún var réttsýn og það var auðvelt að fallast á HALLDÓRA BORG JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.