Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 61 í maí Fjölgun útgáfudaga ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 17 81 0 0 5/ 20 02 Auglýsingasími: 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Hægt er að panta auglýsingu í blaðið þriðjudaginn 21. maí til kl. 16 í dag. Maí 2 10 21 1 3 4 5 6 7 8 9 11 12 13 14 15 16 17 24 31 18 19 20 22 29 23 30 25 26 27 28 M Þ M F F L S FERÐAMÁLARÁÐ Íslands hefur birt tölur um áætlaðan fjölda ferða- manna sem hingað komu frá miðjum febrúar til loka apríl. Í tölum sem birtar hafa verið á heimasíðu samtak- anna kemur fram að ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur fækkað um rúm 25% frá árunum 2000 og 2001. Í könnuninni er stuðst við hlut- fallslega aukningu eða fækkun ferða- manna á tilteknu tímabili áranna 1999–2002. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segist taka niðurstöðunum með fyr- irvara enda ekkert í efnahag ríkjanna sem gefi til kynna að um slíkan sam- drátt sé að ræða. Að auki sé verið að þróa nýja aðferð við talningu. Hann segir að breytingar milli ára í fjölda og stærðargráðu norrænna ráðstefna sem haldnar eru hér á landi útskýri að hluta til fækkunina. Að sögn Magnúsar var gerður samningur við sýslumanninn í Kefla- vík um að starfsmenn embættisins skráðu upplýsingar um þjóðerni er- lendra ferðamanna við brottför á sér- stökum tölvubúnaði sem Ferðamála- ráð Íslands fjárfesti í. 15 þjóðfánar og reiturinn „Aðrir“ Kerfið sem um ræðir samanstend- ur af snertiskjám með 16 reitum, þar af 15 þjóðfánum og reitinum „Aðrir“. Þegar fimm manna fjölskylda frá Þýskalandi eigi leið um ýti starfs- menn einfaldlega fimm sinnum á þýska fánann. Hann segir að með tilkomu Scheng- en-samstarfsins geti ferðamenn neitað að gefa slíkar upplýsingar og því séu gloppur í talningakerfinu. „Til þess að fá heildarmyndina höf- um við einn kassa sem heitir „Aðrir“. Þannig að þegar að menn sleppa í gegn vegna þess að þeir svara ekki er fólkið sett þangað,“ segir Magnús Hann segir rétt að taka fram að fleiri ferðamenn endi í þeim hópi en við upphaf mælinganna 13. febrúar síðastliðinn. Það gefi tilefni til að ætla að einhver hluti ferðamanna sé vit- laust skráður. Magnús segir það skoðun manna að straumur ferðamanna hingað sé á leið í „eðlilegt sumarflæði“. Svo virð- ist sem veturinn hafi tekið höggið af samdrætti í ferðamannaiðnaðinum undanfarið misseri. Segir gloppur vera í talningakerfinu Umtalsverð fækkun ferðamanna frá Norðurlöndunum VEIÐIMENN og laxar Úlfarsár geta glaðst yfir þeim tíðindum að frá og með komandi sumri hættir Áburðaverksmiðjan vatnstöku úr lóninu neðan Vesturlandsvegar, en sú vatnstaka hefur staðið í tæplega 50 ár samkvæmt upplýsingum frá SVFR sem hefur veiðileyfi í ána í umboðssölu. Hér er um 30% af vatnsrennsli árinnar og því um mikla breytingu til batnaðar að ræða. Ekki er vafi á því að óheft vatns- rennsli frá stíflunni mun bæta skil- yrði. Laxinn mun síður hika við ós- inn, en mögulega mun þetta valda því að hann muni ganga hraðar fram ána, en oft hefur mikið vatns- leysi tafið göngur á þessum slóðum og þurrkar þurfa ekki að standa lengi til að hríðlækki í ánni. Fréttir héðan og þaðan Veiði er fyrir nokkru hafin í Meðalfellsvatni og þar hafa verið góð skot og aðallega urriði sem hefur verið dreginn á þurrt. Þetta eru fiskar frá tæpu pundi upp í 2 pund. Eitthvað hafa menn verið að kroppa upp úr Brúará og Hólaá. Einn sem var við Spóastaði fékk t.d. sex vænar bleikjur og annar fjórar, mest 2 punda. Óstaðfest fregn er um 6 punda bleikju úr Brúará sem átti að hafa tekið Pea- cock veiddan andstreymis. Sportvörugerðin er að setja nýj- ar flotlínur frá Cortland á mark- aðinn. Hér eru m.a. á ferðinni hin- ar skæðu glæru flugulínur í flot- útfærslum. Glæra línan fæst þó aðeins í þyngdum 4 til 6 til að byrja með. Korpa fær vatnið sitt Morgunblaðið/Einar Falur Þorsteinn J. Vilhjálmsson með tvær bleikjur, tveggja og hálfs og eins punda, sem tóku í sama kastinu í Hlíðarvatni. Sú stærri tók „dropperinn“ en hin aðalfluguna. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? DAGANA 15.–16. maí var haldinn í París árlegur ráðherrafundur Efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnunarinnar, OECD. Fyrri dag- inn var einkum fjallað um almenn efnahags- og ríkisfjármál og sótti Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, þann hluta fundarins fyrir Íslands hönd. Fjallað var um stöðu og horfur í efnahagsmálum, m.a. í ljósi þess að þeirri niðursveiflu sem gætt hefur í alþjóðaefnahagsmálum að undanförnu virðist nú vera að ljúka. Sérstaklega var rætt um mikilvægi aðgerða stjórnvalda á sviði peninga- og ríkisfjármála án þess að ganga of langt og ýta und- ir þenslu. Einnig var fjallað um leiðir til þess að auka hagvöxt og samkeppnishæfi þjóða með áfram- haldandi kerfisbreytingum og af- námi ýmissa markaðshafta. Sér- staklega var rætt um efna- hagsstöðuna í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan, sem og nei- kvæðar aðgerðir einstakra ríkja á viðskiptasviðinu. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, benti á að víða væri þörf fyrir róttækar skipulagsbreytingar í efnahagslífinu, ekki síst í Evrópu, þ. á m. á vinnumarkaði, í landbún- aði, skatta- og lífeyrismálum og í átt til einkavæðingar. Hann nefndi að á Íslandi hefði verið gripið til víðtækra skattkerfisbreytinga, m.a. lækkunar á tekjuskatti fyr- irtækja úr 30% í 18%. Staða lífeyr- ismála væri ekki sama vandamál á Íslandi og annars staðar enda hefðu breytingar á lífeyrissjóða- kerfinu hafist á áttunda áratugn- um. Ennfremur ítrekaði ráðherr- ann mikilvægi frjálsra alþjóða- viðskipta og hvatti Bandaríkin og Evrópusambandsríkin til að leysa ágreiningsmál sín á þessu sviði hið fyrsta. Á síðari hluta fundar fjármála- ráðherranna var rætt um hvernig skyldi tryggja aukið gagnsæi í al- þjóðaviðskiptum og fjármálum enda væru fyrirtæki nú í auknum mæli að starfa á alþjóðavettvangi. Meðal annars var rætt um hvernig bæta mætti eftirlit með fyrirtækj- um og fjármálum þeirra og hvern- ig hægt væri að sporna við mútum, peningaþvætti og fleiri glæpum. Yfirlýsingu ráðherrafundarins í heild sinni er að finna á heimasíðu OECD: www.oecd.org Fjalla um horfur í efna- hagsmálum heimsins Fjármálaráðherrar OECD hittust í París
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.