Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 63 FRAMBJÓÐENDUR Reykjavíkur- listans bjóða til grillveislu í Graf- arvogi laugardaginn 18. maí kl. 14, fyrir utan kosningamiðstöðina í Spöng. Einnig verður boðið upp á grill- veislu í Árbæ sama dag kl. 16, fyrir utan sundlaugina. Á dagskrá á báð- um stöðum verða: Gunni og Felix, Sönghópurinn Blikandi stjörnur og rapparinn Bent úr XXX Rottweiler- hundum. Ungt Reykjavíkurlistafólk stend- ur fyrir hátíð á Ingólfsstræti á laug- ardagskvöld, þar verður m.a.: Á Ara í Ögri spilar 5ta herdeildin, á Prik- inu verða skífuþeytararnir Gullfoss og Geysir og þar verða jafnframt fríar veitingar meðan birgðir endast milli kl. 20–22, í Húsi málarans verða Geirfuglarnir. Sunnudaginn 19. maí kl. 14 býður Reykjavíkurlistinn til fjölmenning- arhátíðar í Hlaðvarpanum. Þar verður á boðstólum matur frá ýms- um þjóðlöndum. Fjöllistamenn og tónlistarmenn stíga á svið og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri flytur ávarp með aðstoð túlka. Allir velkomnir, segir í frétt frá Reykjavíkurlistanum. Grillveisla og fjölmenning- arhátíð R-lista UNDANFARNA mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun hollvinasamtaka Framhaldsskólans á Húsavík. Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar á skólaslitadegi, 25. maí kl. 16 í Framhaldsskólanum. Allir sem bera hag skólans fyrir brjósti eru velkomnir á stofnfundinn. Hægt er að skrá sig hjá ritara skólans, Jó- hönnu Björnsdóttur. Undirbúningsnefndin vinnur að því í samvinnu við skólayfirvöld að gera könnun á námsgengi allra þeirra sem útskrifast hafa með stúd- entspróf frá FSH. Skólaslit og brautskráning stúdenta frá Fram- haldsskólanum á Húsavík verða laugardaginn 25. maí kl. 14, segir í fréttatilkynningu. Hollvinir FSH stofna samtök UNGIR sjálfstæðismenn í Reykja- vík halda kosningagleði á Thorvald- sensbar í Austurstræti laugardags- kvöldið 18. maí kl. 21. Allir eru velkomnir. Léttar veitingar verða á boðstóln- um og sjálfstæðistilboð á barnum. Palli Steinars og Daddi diskó þeyta skífum, segir í fréttatilkynningu. Kosningagleði á Thorvaldsensbar FÆREYSK samkoma verður á hvítasunnudag 19. maí kl. 16, í Sjó- mannaheimilinu Örkinni, Brautar- holti 29. Gestir á samkomunni verða hjónin Simin og Elin Hansen frá Skopun, Erland Rasamussen frá Argjum, Ás- björn Jacobsen og Árni Jacobsen frá Leirvik, munu þau tala og syngja á samkomunni. Þetta er seinasta samkoman í Sjó- mannaheimilinu að sinni, en þær hefjast aftur í haust. Færeyska sjó- mannaheimilið hefur gistiaðstöðu og er opið allt árið, segir í fréttatilkynn- ingu. Færeysk samkoma MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Umferðarráði: „Margir nota hvítasunnuna til ferðalaga og þess vegna er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ýmsum þáttum sem tengjast um- ferðaröryggi. Samkvæmt athugunum Vega- gerðarinnar hefur hraði á vegum landsins aukist á undanförnum misserum og því fylgir aukin hætta á umferðarslysum. Skilaboð Um- ferðarráðs eru því skýr: Fylgi ökumenn hámarkshraða- reglum er ljóst að hægt er að koma í veg fyrir stóran hluta alvarleg- ustu slysanna. Hraði þarf að miðast við aðstæður hverju sinni, sumir kjósa að fylgja umferðarhraðanum og það er besti kosturinn, en vilji menn aka hægar eru þeir hvattir til að hleypa þeim sem á eftir koma framúr við fyrsta tækifæri. Framúrakstur er ávallt varasam- ur. Hann má aldrei eiga sér stað á heilli óbrotinni línu og menn verða alltaf að vera vissir um að geta ekið framúr með öruggum hætti. Bílbeltin eru sá öryggisbúnaður í bílum sem hvað oftast hefur sannað gildi sitt og þess vegna á að vera sjálfsagt mál að allir spenni beltin. Börn eiga að njóta þess öryggis sem fylgir hentugum öryggisbún- aði. Ökumenn eru eins og venjulega minntir á að akstur og neysla áfengis má aldrei eiga samleið og hefur reynst mörgum örlagarík. Menn þurfa jafnframt að hafa í huga að oft getur áfengi mælst í blóði manna daginn eftir drykkju. Akstur og neysla annarra vímuefna er einnig vaxandi áhyggjuefni. Fleiri atriði er ástæða til að hafa í huga, einkum ef menn ætla að aka um langan veg. Að vera vel hvíldur áður en ekið er af stað og ef syfja sækir á í akstri að stöðva bílinn og fá sér frískt loft í góða stund. Farþegar þurfa að aðstoða öku- menn í þessum efnum, m.a. með því að fylgjast vel með þeim. Einnig getur það reynst syfjuðum öku- manni erfitt að hafa sofandi far- þega sér við hlið. Í því sambandi er rétt að benda farþegum á að stór- hættulegt er að leggja bak fram- sætis aftur til þess að fá sér blund. Við þær aðstæður koma eiginleikar bílbelta ekki að nema mjög tak- mörkuðu gagni. Lögregla um land allt verður á ferðinni um helgina til að fylgjast með umferð og skapa eins mikið öryggi og kostur er. Verum ábyrg í akstri, sýnum varúð. Umferðarráð óskar vegfarendum farsældar í um- ferðinni um helgina og í allt sum- ar.“ Hvatt til aðgæslu í umferðinni um hvítasunnuna ÞAÐ var margt um manninn þegar Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR opnaði formlega vínbúð á Djúpa- vogi 15. maí. Vínbúðin er rekin í samvinnu við Kaupás sem rekur Kjarvalsverslun á staðnum. Versl- unin býður upp á 80 vörutegundir. Þetta er fertugasta vínbúðin sem ÁTVR opnar. Verslunarstjóri er Hallgrímur H. Garðarsson sem jafnframt er versl- unarstjóri Kjarvals. Myndin er af Höskuldi og Hallgrími við opn- unina. ÁTVR opn- ar vínbúð á Djúpavogi Djúpavogi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Náttúrulandfræði Röng fyrirsögn var á frétt um doktorsvörn Rannveigar Ólafsdótt- ur í blaðinu á miðvikudag. Hið rétta er að Rannveig er doktor í náttúru- landfræði. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangur myndatexti Föðurnafn Eyþórs Rafns Þór- hallssonar misritaðist undir mynd af honum með grein í blaðinu í gær, en hann var sagður Sigurþórsson. Er það leiðrétt hér með og hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á mistök- unum. Alnöfnur í listinni Ranghermt var í umsögn um ör- leikrit Ragnheiðar Gestsdóttur rit- höfundar að hún hefði tekið þátt í starfi fjöllistahópsins Tema Teater. Þar á hlut að máli alnafna hennar, Ragnheiður Gestsdóttir leikari. Eru þær beðnar velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT OPNAÐ hefur verið stuðnings- sambýli fyrir heimilislausa á veg- um Samhjálpar í samvinnu við Fé- lagsþjónustuna í Reykjavík. Býlið er á Miklubraut 20 og undirrituðu Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar og Heið- ar Guðnason forstöðumaður Sam- hjálpar samning vegna býlisins á miðvikudag. Á heimilinu verður rými fyrir 7–8 einstaklinga og mun hver hafa eigið herbergi en önnur að- staða er sameiginleg. Vakt stuðn- ingsfulltrúa mun verða á heim- ilinu allan sólarhringinn auk þess sem fram mun fara verkleg þjálf- un, en ætlunin er að hvetja mark- visst til betri lífshátta, segir í frétt frá Samhjálp. Þörfin brýn „Mikil þörf er fyrir heimili sem þetta, en talið er að nokkrir tugir manna hafi ekki átt fastan sama- stað mjög lengi. Þá er aðeins ver- ið að telja þá sem eru verst settir og hafa dvalið langtímum saman á götunni. Því er mikið fagnaðar- efni að nú skuli vera hægt að stíga þetta skref og bjóða hluta þessara illa stöddu einstaklinga upp á mannsæmandi aðstæður, aðstæður sem flestir telja sjálf- sagðar, þ.e. stað sem hægt er að kalla heimili,“ segir í fréttinni. Morgunblaðið/Sverrir Heimilislausir fá hús HÓPUR hjólreiðamanna frá Hreyf- ingu – heilsurækt hjólar á Þingvöll laugardaginn 1. júní. Þetta er fimmta árið í röð sem lagt er upp í þessa ferð og hefur þátttakan aukist ár frá ári. Í fyrra var um 50 manna hópur sem hjólaði þessa leið. Lagt er af stað frá íþróttamiðstöð- inni á Varmá kl. 10. Þegar á Þingvöll er komið sér Salatbar Eika hjól- reiðagörpum fyrir næringu. Þegar komið er til baka í Mosfellsbæinn er farið í Varmárlaug. Reikna má með að ferðin taki í allt 4–5 klst., allt eftir getu hvers og eins. Markmiðið er ekki að fara leiðina á mettíma heldur að hafa gaman af. Skráning í ferðina fer fram í afgreiðslu Hreyfingar. Hreyfing hjólar á Þingvöll LANDSFUNDUR Soroptimista- sambands Íslands var haldinn í Fella- og Hólakirkju laugardag- inn, 27. apríl síðastliðinn og sátu um 150 konur fundinn. Þar var m.a. kynnt mappa sem ber heitið Fræðsla um getnaðarvarnir. Soroptimistasambandið hefur staðið að gerð möppunnar og verður henni dreift á allar heilsu- gæslustöðvar í landinu til nota fyrir fagfólk í starfi. Er mappan framlag íslenskra soroptimista til verkefnis Evrópusamtakanna „Inn í 21. öldina með æskunni“. Há tíðni ótímabærra þungana og fóstureyðinga hér á landi var hvatinn að þessu verkefni. Veg og vanda af gerð möppunnar hafði Sóley S. Bender dósent í hjúkr- unarfræði. Jafnframt var haldin sýning á myndum grunnskólabarna úr hugmyndasamkeppni sem efnt var til í vetur vegna gerðar áróð- ursplakats um að bæta umgengni með tyggjóklessur sem alltof víða sjást á gangstéttum borgarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Soroptimistar héldu sýningu á verkum grunnskólabarna. Frá vinstri: Laufey Hannesdóttir, Kristín Einarsdóttir, Halla L. Loftsdóttir, Ásgerð- ur Kjartansdóttir og Kolbrún Stefánsdóttir. Soroptimistar styrkja gerð fræðsluefnis SAMTÖKIN Mannvernd halda op- inn fund í dag kl. 17 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Ís- lands. Á fundinum munu þeir Ólaf- ur Hannibalsson, Ragnar Aðal- steinsson og Steindór J. Erlings- son fjalla um samskipti Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra stjórnvalda frá sjónarhóli vísinda og vísindafræða, lögfræði- og við- skiptasjónarmiða, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá sam- tökunum. Fundur hjá Mannvernd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.