Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 65
Háteigskirkja. Samverustund eldri borg-
ara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufull-
trúa.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05 alla virka daga nema mánudaga.
Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá
Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffi-
spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Varmárskóla kl. 13.15–14.30.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga-
samkoma í kvöld kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Maxwell Ditta.
Biblíurannsókn og bænastund á miðviku-
dagskvöldum kl. 20. Bænastundir á
hverju kvöldi í hliðarsal kirkjunnar. Allir
velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15.
Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk
úr Reykjavík og Hafnarfirði. Samlestrar-
og bænastund á föstudagskvöldum kl.
20. Allir velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð-
mundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Sam-
lestrar og bænastund í safnaðarheim-
ilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir
hjartanlega velkomnir.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Reynir Guðsteinsson.
Bænastundir á miðvikudagskvöldum kl.
20.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 65
Laugavegi 91, s. 511 1717 Kringlunni, s. 568 9017Nýtt
kortatímabil
Opið
sunnudag
í kringlunni
ÚTSKRIFTAR
JAKKAFÖT
15% afsláttur
af öllum jakkafötum
um helgina
föstud.-sunnud.
MAO ........ kr. 19.500
4 YOU...... kr. 16.900
PARKS..... kr. 19.900
Dico......... kr. 23.900
Van Gils ... kr. 31.900
... jakkaföt fyrir alla
Á HVÍTASUNNUDAG verður
messað í Þingvallakirkju kl. 14.
Vígslubiskupinn í Skálholti, Sig-
urður Sigurðarson, messar. Að
lokinni athöfn í kirkju verður
gengin helgiganga að Lögbergi, í
Almannagjá og síðan aftur að
kirkjunni. Í göngunni sameinum
við hugi okkar í þakkargjörð og
bæn fyrir landi og lýð, stjórnvöld-
um, kirkju, kristni og menningu
þjóðar okkar og allra þjóða og
friði í heiminum. Næstu sunnu-
daga fram til júníloka verða
helgigöngur eftir messu í Þing-
vallakirkju með sama sniði. Fólk
er minnt á að vera í gönguskóm
og klæðast eftir veðri.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þingvallakirkja.
Messa og helgiganga á Þingvöllum á hvítasunnudag
Heimsmeistaramótið
í brids 2002
Mótið verður haldið í Montreal,
Kanada, 16.–31. ágúst nk.
Spiluð verður sveitakeppni og
keppt um hinn eftirsótta Rosen-
blum-bikar í opnum flokki og
McConnell í kvennaflokki. Einnig
verður spilaður tvímenningur í opn-
um flokki, kvennaflokki, paraflokki
og flokki öldunga.
Hægt er að skrá sig í öll mótin á
skrifstofu BSÍ. Síðasti skráningar-
dagur er 15. júní nk.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Kjördæmakeppnin
á Egilsstöðum um helgina
Síðasta stórmót vetrarins, kjör-
dæmamótið, fer fram á Egilsstöðum
um helgina. Þar leiða saman „hesta“
sína fjögur lið úr hverju kjördæmi og
má búast við að tæplega 200 spilarar
alls staðar að af landinu verði saman
komnir í þessum höfuðstað Austur-
lands um helgina.
Mótið hefst á laugardag kl. 11 og
verða þann dag spilaðir fjórir 16
spila leikir. Á sunnudag verða þrjár
síðustu umferðirnar en mótslok eru
áætluð kl. 18 og verðlaunaafhending
kl. 18.30.
Lið Nl. eystra er núverandi kjör-
dæmameistari. Spilað hefir verið um
titilinn frá 1994 og hafa Reykvíking-
ar unnið 3 sinnum, Suðurnesjamenn
einu sinni, Sunnlendingar einu sinni
og Nl. eystra þrisvar.
Verðlaunabikarinn er gefinn af
Akraneskaupstað en mótið fór fyrst
fram í Vesturlandskjördæmi.
Sumarbrids
byrjar vel
Fyrsta spilakvöld sumarbrids
tókst afar vel, 21 par mætti til leiks
og var spilaður tvímenningur. Efstu
pör þriðjudaginn 14. maí – meðal-
skor 270
N-S
Gylfi Baldurss. – Björn Theódórss. 313
Eðvarð Hallgrímss. – Leifur Aðalsteinss.
306 Árni Hanness. – Oddur Hanness. 301
Ísak Örn Sigurðss. – Sveinn Þorvaldss. 282
A-V
Guðlaugur Sveinss. – Magnús Sverriss. 325
Halldóra Magnúsd. – Soffía Daníelsd. 319
Hermann Friðriks. – Þorsteinn Joensen 312
Harpa F. Ingólfsd. – Arngunnur Jónsd. 290
Spilað er alla virka daga kl. 19 í
Síðumúla 37. Keppnisstjóri aðstoðar
við að mynda pör, mæti spilarar
stakir. Nánari upplýsingar fást hjá
BSÍ eða hjá Matthíasi í síma
860 1003. Einnig má senda tölvupóst
til sumarbridge@bridge.is.