Morgunblaðið - 17.05.2002, Side 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Farðu beina leið í Frjálsa
– eftir hagstæðu bílaláni
Veittur er 1%
afsláttur af lán-
tökugjaldi ef
lántakandi
greiðir í lífeyris-
sparnað hjá
Kaupþingi
www.fr jals i . is
Bílalán er án efa þægilegasta leiðin til að eignast nýjan bíl. Hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum býðst þér 100% bílalán, án útborgunar. Lánið borgar þú
til baka á 96 mánuðum eða skemmri tíma. 1)
Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum.
Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið
allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar.
1) Lánað er 100% af bílverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með
bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Bílalán með veð í bifreið getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða.
Sjá nánari skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is.
Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr.
m.v. jafnar afborganir án verðbóta
Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir
1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr.
Ef þú kaupir t.d. nýjan
VW Golf Comfortline
1,4i,16v* og færð 75%
lánuð til 84 mánaða er
lánsupphæðin 1.293.750 kr.
Meðalafborgun á mánuði er þá 20.208 kr.
(1.293.750/1.000.000x15.620 = 20.208)
* Verð: 1.725.000 kr. skv. verðskrá Heklu hf. í apríl 2002.
Ef þú kaupir t.d.
nýjan VW Polo
Basicline 1,2i, 6v*
færð 100%
lánuð til 96 mánaða
er lánsupphæðin 1.250.000 kr.
Meðalafborgun á mánuði er þá 17.658 kr.
(1.250.000/1.000.000x14.126 = 17.658)
* Verð: 1.250.000 kr. skv. verðskrá Heklu hf. í apríl 2002.
A
B
X
/ S
ÍA
FYRIRSÖGNIN er svar við
spurningunni sem Neil Young varpar
fram í plötutitlinum. Ég er sannar-
lega ástríðufullur maður og ef Young
var að spyrja sig hins sama er svarið á
sama veg – það sannar hann nefnilega
á þessari nýjustu plötu sinni.
Are You Passionate? hefur verið að
fá misjafna dóma og er umdeild.
Kemur mér í
raun á óvart, því
það er vitað mál
að Young hefur
ávallt farið eigin
leiðir í tónlistinni
og þá á stundum
mjög svo sérstakar (man einhver eftir
Trans?). Að mínu mati hefur þetta
verið honum til tekna frekar en hitt.
Aðall þessarar plötu eru rokk og
rólegheit. Young fær hér til liðs við
sig sálarkempurnar í Booker T. & the
MG’s og saman spila þeir af öryggi og
áreynsluleysi. Lagasmíðarnar eru
langt í frá frumlegar en vaxa hægt og
bítandi, hljómarnir þrír haglega sam-
an settir og platan öll þekkileg og ljúf
á að hlýða. Með þessu er ég ekki að
segja að þetta sé fyrir hjartveila
Michael Bolton-aðdáendur; einfald-
lega að Young leysi það sem hann ætl-
ar sér með glæsibrag.
Eini mínusinn hér er bandaríska
þjóðerniskjaftæðið sem fær að leika
lausum hala (umslagið, „Let’s Roll“).
Að öðru leyti afar frambærilegt verk,
flutt af ástríðufullum og sönnum lista-
manni.
Já
Neil Young
Are You Passionate?
Reprise
Ljúfur – en umfram allt góður – Young.
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞESSI plata er ein af þeim hug-
myndum sem geta litið harla vel út á
pappírnum en orðið að martröð í
veruleikanum.
Jay Z er í dag einn allra flottasti
austurstrandarrapparinn og átti í
fyrra hina frábæru Blueprint. R.
Kelly hefur löngum
verið einn helsti r
og b-refurinn þó að
síðustu ár hafi hann
farið nokkuð hall-
oka.
Þessir kóngar
fengu þá „frábæru“ hugmynd að gera
plötu saman, þar sem listrænu afli
rappsins og r og b-sins yrði slegið
saman í einn, kröftugan pakka. Út-
koman er hins vegar handónýt.
Bara það að heyra R. Kelly reyna
sig við rappið er grátbroslegt, þó
mest bara neyðarlegt. Það hefði
reyndar verið mjög áhugavert að
heyra Jay reyna sig við falsettuna, en
hann heldur sig fjarri söngnum – sem
betur fer.
„The Streets“ er ein fárra rispa hér
þar sem samstarfið skilar ávöxtum.
Annars er þetta mest bara skítlegt tal
um kvenfólk (Kelly) og harðnaglaraus
(Jay) undir lítt innblásnu og marg-
tuggnu undirspili. Mikið af vart boð-
legu uppfyllingarefni sem er hvorug-
um listamanninum til framdráttar.
Og hvað voru menn að spá með um-
slagið!?
Tónlist
Tveir plúsar
gera einn
mínus
R. Kelly & Jay-Z
The Best of both Worlds
Roc-A-Fella/Def Jam/Jive Records
Stefnumót rapp- og r og b-risa fer
í vaskinn.
Arnar Eggert Thoroddsen
Lykillög: „It Ain’t Personal“,
„The Streets“.
BANDARÍSKI heimildaljósmyndarinn Mary Ellen Mark sótti Ís-
land heim á dögunum í tilefni af opnun sýningar á myndum henn-
ar á Kjarvalstöðum. Sýningin, sem ber yfirskriftina American
Odyssey, var sett upp á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og
er hún liður í Listahátíð Reykjavíkur sem nú stendur yfir.
Mary Ellen kom víða við í heimsókn sinni. Hún hitti íslenska
kollega sína við hádegisverð í ljósmyndavöruversluninni BEKO
og ræddi við þá ásamt Hasse Persson, sýningarstjóra Hasselblad
Center stofnunarinnar í Gautaborg.
Einnig hélt Mary Ellen fyrirlestur fyrir ljósmyndara og blaða-
menn Morgunblaðsins þar sem hún sýndi myndir frá rúmlega 30
ára vinnuferli sínum auk þess að fræða viðstadda um starf sitt og
vinnuaðferðir.
Einn þekktasti
ljósmyndari heims
Morgunblaðið/Kristinn
Erlendu gestirnir með eigendum BECO. Mary
Ellen Mark, Baldvin Einarsson, Martin Bell,
eiginmaður ljósmyndarans, Ingibjörg Sigur-
jónsdóttir og Hasse Persson sýningarstjóri.
Mary Ellen Mark áritar bók
sína, American Odyssey,
fyrir Kjartan Þorbjörnsson,
Golla, ljósmyndara Morgun-
blaðsins.
Mary Ellen Mark sækir Íslendinga heim
Lykillög: „Goin’ Home“, „Are You
Passionate?“, „Differently“,
„Don’t Say You Love Me“.