Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 72

Morgunblaðið - 17.05.2002, Síða 72
72 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 6 og 8. Vit 367  kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. Frumsýning Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10. Vit 380. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Frá framleiðendum Austin Powers 2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! Einnig sýnd í lúxussal VIP Hvernig er hægt að flýja fortíð sem þú manst ekki eftir? FRÁ LEIKSTJÓRA THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE Sýnd í lúxus kl. 6.15 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380. Hasartryllir ársins. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 377. Með hasargellunum Milla Jovovich The Fifth Element og Michelle Rodriguez The Fast and the Furious. Frá leikstjóra Event Horizon.  DV Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 338 Forsýning kl. 10. Vit 382. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379.  kvikmyndir.is 1/2kvikmyndir.is Sýnd kl. 7 og 10. B. i. 16. HK DV HJ Mbl Hér kemur útgáfa sem hefur aldrei sést áður. Meistaraverk Francis Ford Coppola er hér með fullkomnað. 52 mín. lengri en upprunalega útgáfan. Einstök bíóupplifun sem eingöngu er hægt að njóta á stærsta sýningartjaldi landsins. FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5 og 9. B. i. 16. JOHN Q. Frá framleiðendum The Mummy Returns. Sýnd kl. 5, 7 9 og 11. B.i.12 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com  ALLINN SPORTBAR, Siglufirði: Hljómsveitin Bingó.  AMSTERDAM: Vítamín.  BARBRÓ, Akranesi: KK.  C’EST LA VIE, Sauðárkróki: Þyrnirós.  CAFÉ CATALÍNA: Gammel Dansk.  FJÖRUKRÁIN: Færeyska hljóm- sveitin Slick.  GAMLI BAUKUR HÚSAVÍK: Diskórokktekið og Plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur.  GAUKUR Á STÖNG: DJ Samuel L. Session á Elektroluxkvöldi.  GULLÖLDIN: Svensen og Hallf- unkel.  HLÉGARÐUR, Mosfellsbæ: Í svörtum fötum með sumartónleika  HÓTEL EGILSBÚÐ, Neskaup- stað: Hljómsveitin Englar.  HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Á móti sól.  INGHÓLL, Selfossi: Bjórbandið ásamt Sóldögg.  INGÓLFSTORG: Stórtónleikar á laugardaginn á milli kl. 16.00 og 17.00 í tilefni átaksins „Sleppum for- dómum“. Fimm þúsund for- dómablöðrum verður sleppt í loftið í lok herlegheitanna. Fram koma: Ragnhildur Gísladóttir ásamt RaggaJackMagic, Páll Rósin- krans, Stefán Hilmarsson, Jón Jósep söngvari Í Svörtum fötum ásamt hljómsveitinni Landi og sonum, ind- verska söngprinsessan Leoncie, hljómsveit aldraðra sem nefnist Vinabandið, Eyjólfur Kristjánsson, Gvendur á Eyrinni, svar Mosfells- bæjar við Lúðrasveit verkalýðsins sem nefnist Lúðraverk sveitalýðsins, sönghópurinn Blikandi stjörnur o.fl. o.fl.. Auk þess verða eldgleypur, trúðar , dansarar og fjöl- listamenn á svæðinu.  KAFFI REYKJAVÍK: Hunang.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Sín.  LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin PLAST.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Stuð- hljómsveitin Mjallhvít og dverg- arnir.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Butter- cup.  RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin Hafrót.  SIRKUS, Klapparstíg: „Fjör“ á föstudag kl. 17 til 22. Margir tónlist- armenn láta í sér heyra, t.d. Messías MC, Afkvæmi guðanna, léttrafmagn- aður Trabant, Ör-ævi, Krummi úr Mínus, Moody Company auk plötu- snúðanna DJ Kára, Árna og Natalie. Grillaðar verða pylsur og því sann- kölluð sumarstemmning í portinu.  VIÐ POLLINN, Akureyri: hljóm- sveitin PKK skemmtir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Svíinn Samuel L. Session þeytir skífum á Gauknum í kvöld. WOODY Allen var umvafinn ung- um fljóðum er hann gekk eftir rauða dreglinum og upp tröppur Palais-hallarinnar þar sem opn- unarmynd kvikmyndahátíðarinnar, Hollywood Ending, var sýnd á mið- vikudagskvöldið. Þótt Frakkar hafi verið stoltir af því að hafa loksins tekist að lokka goðið sitt yfir hafið var mál manna að stemmningin við rauða dregilinn hefði verið óvenju dauf. Og ástæðuna vissu allir – úr- slitaleikurinn í Meistaradeildinni í knattspyrnu milli Real Madrid og Bayern Leverkusen sem því miður fyrir Cannes-hátíðina fór fram á sama tíma og opnunarsýningin. Frönsku blöðin eru samt ekkert að spæla sig yfir því, aðallega vegna þess að það var vitanlega Frakki sem stal senunni og skoraði sig- urmarkið. Því hafa víða birst fyr- irsagnir í ætt við „Zidan 1 Allen 0“. Spurning hvort yfirlýsing Allens um að hann kærði sig lítið um franska matargerð, og allra síst froska og snigla, hafi spilað þarna inn í. Hann viðurkenndi reyndar að það væri skárra en að borða apa- heila en þegar allt kæmi til alls þá kærði hann sig kollóttan um hvað mannfólkið léti ofan í sig, „hvort sem það væri hestar, hundar, kind- ur, snákar eða hvað sem hentar smekk hvers og eins.“ Ekki bætir þá úr skák fyrir grey- karlinn að myndin hefur ekki feng- ið beysna gagnrýni frá stóru kvik- myndafagblöðunum Variety, The Hollywood Reporter og Screen Int- ernational sem öll gefa daglega út sérstakar Cannes-útgáfur þar sem finna má gagnrýni og helstu tíðindi frá Cannes. Gagnrýnendur blað- anna eru sammála um að myndin sé vissulega sprenghlægileg á köflum en skorti samt vissa vigt til að geta skipað sér í flokk meðal helstu verka Allens. Einna helst hefur leikframmistaða hans verið gagn- rýnd en hann hefur þótt túlka blindan mann á æði ósannfærandi máta. En aðrir leikarar hafa fengið hrós fyrir sinn þátt, sér í lagi Tea Leoni. Háskólabíó hefur tryggt sér sýn- ingarréttinn á Hollywood Ending og samkvæmt Einari Valdimars- syni framkvæmdastjóra er stefnt á að hún verði frumsýnd á Íslandi með haustinu en síðasta mynd All- ens The Curse of The Jade Scorp- ion verður einmitt frumsýnd í Há- skólabíói á næstu dögum. Cannes hófst á endinum Woody Allen, ásamt konu sinni, Soon-Ye. Cannes. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.