Morgunblaðið - 17.05.2002, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
HARALDUR Örn Ólafsson komst
á tind Everest í gærmorgun eftir
tólf og hálfs tíma göngu frá 4.
búðum í Suðurskarði. Hann er
fimmti maðurinn í heiminum til að
komast á hæsta tind hverrar
heimsálfu og suður- og norðurpól-
inn.
Með Everestgöngunni lauk Sjö-
tindaleiðangri hans sem hófst með
uppgöngu á Denali 9. júní í fyrra.
Haraldur setti jafnframt heimsmet
í því að komast á pólana og Há-
tindana sjö á sem skemmstum
tíma, eða hálfu fimmta ári.
Haraldi var vel fagnað þegar
hann hringdi til Íslands af tind-
inum, en margmenni hafði vakað í
höfuðstöðvum bakvarðasveitar-
innar í fyrrinótt til að bíða eftir
fréttum af gangi mála. Haraldur
og félagar hans fengu mjög gott
veður á tindadegi en lentu í þungu
færi. Ekki komust allir upp og
urðu nokkrir að snúa frá þrotnir
að kröftum, m.a. einn öflugur
klifrari. Þó komst kona á sjötugs-
aldri á tindinn og setti heimsmet
sem elsta konan á tindi Everest,
62 ára að aldri.
Haraldur er fjórði Íslending-
urinn sem fer á tind Everest, en
fyrst komust Íslendingar á tindinn
hinn 21. maí 1997.
Ólafur Örn Haraldsson og Stein-
ar Þór Sveinsson eru í grunn-
búðum fjallsins og hafa aðstoðað
Harald ofar á fjallinu.
Haraldur Örn
fer í heims-
metabækur
Haraldur Örn Ólafsson með snæviþaktan tind Everest í baksýn.
„Ég er á þaki…“/38–39
BJART veður var um allt land í
gær og mun hlýrra en verið hefur
undanfarna daga. Enda var mikið
líf á Laugaveginum þar sem ungir
og aldnir nutu veðurblíðunnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Brosað í
blíðviðrinu
um 22,2 milljörðum króna en heild-
argjöld voru tæplega 22,7 milljarðar
og voru launagjöld um 64% eða 7,3%
hærri en árið áður. Uppsafnaður
halli var orðinn um 881 milljón um
nýliðin áramót.
Anna Lilja Gunnarsdóttir sagði að
hallareksturinn mætti skýra út frá
lægri fjárheimildum til spítalans og
óhagstæðri gengisþróun krónunnar.
Mikið væri keypt inn af sérhæfðum
vörum samkvæmt rammasamning-
um sem bundnir væru gengi, en það
væri frábær árangur að raunkostn-
aður hefði lækkað um 1,2%. „Árang-
urinn af sameiningunni er farinn að
LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús
(LSH) var rekinn með 487 milljóna
króna halla í fyrra, en reksturinn
kostaði 1,2% minna en árið 2000 og
1,5% minna en árið þar áður. Kostn-
aður á hvern sjúkling lækkaði úr um
199.000 kr. að meðaltali árið 2000 í
um 195.000 að meðaltali á liðnu ári.
Þetta kom meðal annars fram á
ársfundi LSH, sem haldinn var í
Salnum í tónlistarhúsi Kópavogs í
gær.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs-
inga hjá LSH, gerði grein fyrir árs-
reikningnum. Fjárheimildir námu
skila sér,“ sagði hún við Morgun-
blaðið. „Við höfum aukið framleiðni
en minnkað kostnað.“
Í máli Önnu Lilju Gunnarsdóttur
kom jafnframt fram að þar sem
kostnaður á sjúkling hefði lækkað
frá árinu áður hefði verið hægt að
veita fleiri sjúklingum þjónustu án
þess að kostnaður hefði aukist.
Tveir kostir
Guðný Sverrisdóttir, formaður
stjórnarnefndar, sagði í ávarpi sínu
að þegar horft væri til mikilla breyt-
inga í rekstri, sameiningar sérgreina
og aukinnar starfsemi á mörgum
sviðum væri það góður árangur að
hafa lækkað rekstrarkostnaðinn, en
árangurinn hefði fyrst og fremst
náðst vegna dugmikillar framgöngu
starfsmanna spítalans. Hins vegar
væri óviðunandi að reka stofnunina
með halla ár eftir ár og tveir kostir
væru í stöðunni. Annars vegar að
halda sig innan ramma fjárlaga og
þá sennilega draga úr þjónustu.
Hinn kosturinn væri sá að stjórnvöld
gerðu sér grein fyrir að það færi illa
saman að hafa sjúkrahúsið á föstum
fjárlögum en geta um leið aðeins að
litlu leyti temprað aðstreymi að
sjúkrahúsinu.
Landspítali – háskólasjúkrahús rekinn með 487 milljóna króna halla í fyrra
Kostnaður spítalans á hvern
sjúkling lækkaði á milli ára
Lögfræð-
ingar
skoða mál
Guðjóns
LÖGFRÆÐINGAR Samtaka
knattspyrnustjóra í Englandi
eru komnir með öll gögn í hend-
ur varðandi samninga Guðjóns
Þórðarsonar við enska liðið
Stoke City í þeim tilgangi að
gæta réttar hans eftir að stjórn
félagsins ákvað að rifta samn-
ingnum við íslenska knatt-
spyrnustjórann á fundi sínum í
fyrrakvöld.
Guðjón Þórðarson segir að
hann hafi lengi haft á tilfinning-
unni að stjórnin tæki ákvörðun
um að hann yrði ekki áfram hjá
félaginu. Þegar ákvörðun
stjórnarinnar hafi legið fyrir
hafi forsvarsmaður Samtaka
knattspyrnustjóra í Englandi
haft samband við sig og boðið
sér aðstoð. Í kjölfarið hafi hann
sent lögfræðingum samtak-
anna öll sín gögn, þar á meðal
samninginn sem var ógiltur í
fyrra.
Ætlar að láta sérfræð-
ingana um málið
„Ef þessir lögfræðingar telja
að á mér hafi verið brotið,
munu þeir skrifa Stoke og gera
félaginu grein fyrir því,“ segir
Guðjón. „Ég læt sérfræðingana
alveg um þetta og það kemur í
ljós hvernig málinu verður lok-
að í framhaldi af því. Hvort það
verða málaferli eða málamiðlun
munu fagaðilar sjá um.“
Gunnar Þór Gíslason, for-
maður stjórnar Stoke, vildi
ekki tjá sig um málið að svo
stöddu, þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gærkvöldi.
Hef lengi/6
FAÐIR, sonur hans og tvær
dætur voru flutt á sjúkrahúsið
á Egilsstöðum eftir harðan
árekstur jeppa og fólksbíls á
veginum milli Eiða og Egils-
staða í gærkvöldi. Samkvæmt
upplýsingum læknis voru þau
ekki mikið slösuð.
Að sögn lögreglunnar á Eg-
ilsstöðum var jeppanum ekið út
af afleggjara og í veg fyrir
fólksbílinn sem skall framan á
hann. Svo virðist sem ökumað-
ur jeppans hafi ekki séð fólks-
bílinn en sól var lágt á lofti þeg-
ar slysið varð. Mæðgur, sem
voru í jeppanum, slösuðust
ekki. Bílarnir eru mikið
skemmdir eftir áreksturinn,
fólksbíllinn þó mun meira og er
hann talinn ónýtur.
Harður
árekstur en
lítil meiðsli