Morgunblaðið - 26.06.2002, Side 2

Morgunblaðið - 26.06.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skaftafellssýslum búnir að taka all- mikið af heyi og hann segir dæmi þess að kúabóndi í Flóanum hafi lokið við fyrri slátt 21. júní sl. Sláttur kominn í fullan gang um mánaðamótin Hann á von á því að verði góður þurrkur næstu daga muni heyskapur komast á góðan skrið. Hann segir að bændur séu fyrst og fremst að hugsa um gæðin á heyinu. Ekki er óalgengt að sauðfjárbændur og hrossabændur hefji heyskap nokkru seinna en kúa- bændur. Á Austurlandi hafa horfur fyrir heyskap sjaldan verið betri, að sögn Þórarins Lárussonar, héraðsráðu- nautar hjá Búnaðarsambandi Aust- urlands. Nægur raki hefur verið í TÚN hafa víðast hvar komið vel und- an vetri á landinu öllu og útlit er fyrir mjög góða sprettu í sumar. Víða er sláttur vel á veg kominn, einkum á Suðurlandi, og dæmi um að bændur hafi lokið við fyrri slátt. Að sögn Eiríks Blöndal, fram- kvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands, er sprettan góð það sem af er sumri á svæðinu frá Hvalfjarð- arbotni í Gilsfjarðarbotn. Hann segir að einstaka bóndi sé langt kominn með heyskap, einkum kúabændur og að margir kúabændur verði búnir með fyrri slátt fyrir miðjan júlí ef vel gangi. Langmest er pakkað í rúllur. Að sögn Sveins Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsam- bands Suðurlands, eru kúabændur í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- grasinu sem hefur komið mjög vel til og margir bændur eru byrjaðir að slá. Þórarinn segist vita um bónda í Berufirði sem sé búinn að slá töluvert af túnum. Hann á von á að sláttur verði kominn í fullan gang um mán- aðamótin. Langmest er sett í rúllur en hann áætlar að um 10–15% fari í þurrhey. Þá þurrka sumir bændur rúllurnar alveg en það veltur á tíð- inni, að sögn Þórarins. Að sögn Ólafs Vagnssonar, héraðs- ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, er útlit fyrir mjög góða uppskeru. Víða er komið ágætis gras og tún alls staðar óskemmd. Ólafur segir allflesta bændur byrjaða á hey- skap og að hans mati verður hey- skapur að líkindum kominn í fullan gang í næstu viku. Útlit fyrir mjög góða sprettu á landinu öllu Dæmi um að bændur hafi lokið við fyrri slátt Ívar Ingimarsson nálgast samkomulag við Úlfana / B1 Norska liðið Viking sýnir Guðjóni áhuga / B1 4 SÍÐUR Með Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Sjónvarps- dagskráin“ frá Sonet ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is STUNDUM er nauðsynlegt að bregða á leik í vinnunni eins og bændur við Borgarnes hafa hér gert við heyskapinn en þar varð út- koman þessi nýstárlegi traktor. Hann er listilega smíðaður og vand- lega skreyttur en þó má efast um að hann nýtist mikið í heyskapnum. Morgunblaðið/Jim Smart Traktor úti á túni VESTURLANDSVEGUR við Reykjavík verður malbikaður í dag og geta þeir sem leggja leið sína þar um átt von á umferðartöfum, auk þess sem Grafarvogsbúar komast ekki inn á veginn frá Gullinbrú eða Höfðabakka. Að sögn Sigurðar I. Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra átti malbik- unarvinnan að hefjast klukkan fimm í morgun með fræsingu og undir- búningi. Hlé verður gert á fram- kvæmdunum á milli klukkan sjö og níu meðan mesta morgunumferðin fer í gegn, en eftir klukkan níu verð- ur nyrðri akgrein lokað og hafist handa við malbikun. „Þeir ætla að keyra þrjár vélar samhliða og loka algerlega nyrðri akgrein götunnar. Það verður tvístefna á syðri akgrein en vandamálið er að þeir sem koma úr Grafarvoginum í gegnum Gull- inbrú og Höfðabakka komast ekki inn á þessa tvístefnu þannig að á syðri akbrautina komast eingöngu þeir bílar sem aka meðfram Vest- urlandsveginum,“ segir Sigurður. Hann bætir við að umferðin liggi um Bíldshöfðann í dag en bendir á að einnig sé hægt að fara nýju gatnamótin við Víkurveg. Þá byrji fólk á því að fara út úr borginni til þess að komast inn á tvístefnuna, þetta lengi leiðina en fólk sleppi við lokun. Sigurður telur að framkvæmdin í dag sé einhver stærsta einstaka malbikun sem lagt hafi verið í í Reykjavík. Hann segir að það taki malbikunarstöðina um 17 klukku- stundir að framleiða malbikið sem til þurfi og það taki 20–23 tíma að malbika. „Það er reiknað með að klára verkið næstu nótt, þannig að það á að vera í lagi að aka þessa leið í fyrramálið,“ nefnir hann en segir að það muni reyndar ekki nást að merkja götuna. Ekki hægt að komast inn á Vestur- landsveg frá Gullinbrú og Höfðabakka Umsvifamiklar malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi í dag SAMKVÆMT áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins hafði lögregla spurnir af því að allstór hópur danskra Vítisengla hefði stefnt hing- að til lands í sumar en þeir virðast nú hafa hætt við förina. Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segist ekki geta staðfest að Vítisengl- arnir hafi ætlað að koma til landsins en reyni þeir eða aðrir sem tengjast glæpasamtökum að koma hingað, verði þeim meinuð landganga eða vís- að úr landi líkt og gerðist þegar 19 Vítisenglar voru stöðvaðir á Keflavík- urflugvelli í febrúar sl. „Það er stefna yfirvalda sem staðið verður við,“ segir Jón. Lögregla hefur sérstaka viðbragðsáætlun Skv. heimildum Morgunblaðsins ætluðu Vítisenglarnir að koma með Norrænu til landsins og var lögregla viðbúin að senda mikið lið til að að- stoða lögregluna á Seyðisfirði. Jón vill aðeins segja að lögregla hafi sérstaka viðbragðsáætlun vegna komu slíkra glæpahópa til landsins og geti brugð- ist við með skömmum fyrirvara. Aðspurður segir hann að engir eft- irmálar hafi orðið af því þegar Vít- isenglarnir 19 voru stöðvaðir í vetur. Lögregla hafði þá haldgóðar upplýs- ingar um að Vítisenglar hefðu ætlað að ná fótfestu í glæpastarfsemi hér á landi. Jón segir að lögregla sé á verði gagnvart þessum samtökum sem og öðrum glæpahópum. Samstarf sé mjög náið og gott við embætti rík- islögreglustjóranna á Norðurlöndun- um sem eru í fararbroddi í baráttu gegn glæpasamtökum þar. „Kollegar okkar telja að þær aðgerðir og sú stefna sem tekin hefur verið upp hér á landi auðveldi þeim baráttuna í heimalöndum þeirra,“ segir Jón. Vítisengl- ar stefndu til landsins Á FUNDI borgarráðs síðastliðinn fimmtudag var Stefán Jóhann Stef- ánsson kjörinn formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar. Samkvæmt samþykktum stjórnar Innkaupastofnunar skal for- maðurinn vera aðal- eða varaborgar- fulltrúi en Stefán er hvorugt. Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæð- ismanna, segir að á borgarráðsfundi í gær hafi málið verið lagt upp þannig að það ætti einfaldlega að breyta sam- þykktum Innkaupastofnunar til þess að laga þær að hinum nýkjörna for- manni, að því er virtist. „Ég lagði mál- ið þannig upp að það yrði að líta svo á að þessi kosning væri bæði ólögmæt og ógild. Ég bað líka um að við fengj- um upplýsingar um hvernig reglur um nefndir, ráð og stjórnir á vegum Reykjavíkurborgar væru almennt, þannig að menn vissu nákvæmlega hvernig þessi mál standa.“ Björn telur það vera álitamál hvort eðlilegt sé að breyta skipulagi sem gildir um stjórn, nefndir og ráð hjá borginni vegna eins einstaklings. Ágreiningurinn snerist ekki um ólögmæti kosningarinnar Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi R-listans og forseti borgar- stjórnar, segir að lögð hafi verið fram tillaga um að breyta samþykktum um stjórn Innkaupastofnunar þannig að ekki væri áskilið að formaður væri borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi. „Björn gerði athugasemd við það og taldi að kosningin hefði verið ólög- mæt og við tókum undir það. Ágrein- ingurinn snerist frekar um fundar- tæknilegt mál, þ.e. við höfðum lagt til að samþykktum Innkaupastofnunar yrði breytt og síðan yrði kjör Stefáns staðfest af borgarráði. Björn taldi að það yrði fyrst að ógilda kosninguna og við tókum undir það og lögðum til að það yrði gert. Hans skoðun var þá að þar með væri komið nýtt mál á dagskrá borgarráðsfundarins og samkvæmt fundarsköpum borgar- ráðs ber að fresta að taka ný mál á dagskrá ef um það er beðið. Ég leit svo á sem fundarstjóri að þetta væri breytingartillaga við málið sem var á dagskrá en fannst ekki ástæða til gera stórmál úr því ef um þetta mætti deila og ákvað því að fresta málinu og boða aukafund þar sem þetta verður afgreitt.“ Kjör stjórnarfor- manns Innkaupa- stofnunar ólögmætt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.